Spenna viđ Flóann

oil-graph-200-usd.jpg

Margir olíuspekúlantar biđu spenntir eftir föstudeginum sem leiđ (11. mars 2011). Vegna ţess ađ skyndilega höfđu margir veđjađ á ađ olíutunnan ryki upp. Í 150 USD eđa 200 eđa ţađan af meira!

Ástćđa ţess ađ menn gerđust svo djarfir fyrir helgina ađ spá ćpandi miklum verđhćkkunum á olíu, var ađ bođađ hafđi veriđ til víđtćkra mótmćla gegn stjórnvöldum í Saudi-Arabíu og áttu ţau ađ fara fram s.l  föstudag. Á ensku var talađ um day of rage og sumir töldu ţetta geta leitt til óeirđa sem myndu trufla olíuframbođ frá Sádunum. Eđa a.m.k. valda ţví ađ markađurinn fćri af taugum og taka til viđ ađ hamstra olíu.

oil-collapse-2.jpg

Ţar ađ auki hafa ţegar orđiđ einhverjar ryskingar í austustu héruđum Saudi-Arabíu. Ţađ vill svo til ađ ţar býr mikiđ sjítum, sem eru afar ósáttir viđ yfirstéttina sem allt eru súnnítar, eins og flestir íbúarnir í landinu. Ţar brást lögreglan hart viđ og skaut á fólk. Og ţó svo mótmćlin ţarna virđast hafa veriđ kćfđ niđur, eru menn alls ekki rólegir. Ţarna í austurhluta landsins liggja nefnilega margar stćrstu og mikilvćgustu olíulindir heimsins; ofurlindir eins og Manifa, Khurais og risinn Ghawar.

En föstudagurinn varđ ekki sá ófriđardagur í Saudi-Arabíu eins og sumir höfđu búist viđ. Kannski varđ jarđskjálftinn rosalegi viđ Japan til ţess ađ dreifa huga fólks. Eđa kannski hafđi stjórnvöldum tekist ađ hrćđa fólk - eđa jafnvel kaupa sér friđ međ nýju loforđi Sádakonungs um 36 milljarđa dollara fjárframlög til ýmissa verkefna. Ekki veitir af í landi ţar sem atvinnuleysi ungs fólks er um 40%!

En stjórnvöld í Riyadh   ćttu kannski ekki ađ fagna sigri of snemma. Stór hluti ţjóđarinnar er löngu búinn ađ fá yfir sig nóg af einrćđisstjórninni, sem međ harđri hendi hefur haldiđ öllum umbótaöflum niđri. Ţar ađ auki gćti ein allra minnsta ţúfan orđiđ til ţess ađ velta hlassinu. Ţar er átt viđ nágrannaríki Sádanna; smáríkiđ Bahrain

bahrains-oil-importance_1068631.jpg

Bahrain á sér merkan sess í olíusögunni ţví fyrsti olíubrunnurinn á Arabíuskaganum var einmitt grafinn í sandinum í Bahrain (ţađ var 1935). Í dag framleiđir Bahrain einungis um 40 ţúsund olíutunnur á dag og skiptir ţví sáralitlu máli ţegar rćtt er um olíuframbođ í heiminum. En Bahrain er eins og eyja í Súnnítahafi Arabíuskagans. Ţar eru um 7/10 allra íbúanna sjítar, en öll valdastéttin eru súnnítar. Súnnítarnir eru lítt spenntir fyrir ţví ađ deila peningum og völdum međ ţorra ţjóđarinnar og ţarna á milli er ţví talsverđ spenna. Sem gćti blossađ upp núna ţegar almenningur í öđrum Arabaríkjum hefur risiđ upp gegn ofríki ţaulsetinna valdhafa. Og slíkar óeirđir gćtu smitast yfir landamćrin til Saudi-Arabíu.

us_navy_5th-fleet.jpg

Vert er líka ađ hafa í huga ađ líklegt er ađ sjítarnir í Íran styđji trúbrćđur sína í Bahrain - hvort sem er opinberlega eđa međ undirróđri - og hvetji til uppreisnar gegn súnnítastjórninni. Inní ţetta blandast bandarískir hernađar-hagsmunir, ţví mikilvćgasta flotahöfn bandaríska sjóhersins viđ Persaflóann er í Bahrain. Og allar fyrrnefndar risalindir Sádanna eru rétt handan viđ landamćri Bahrain ađ Saudi-Arabíu. Bahrain er ţví sakleysisleg púđurtunna, sem gćti haft all svakalegar afleiđingar ef hún springur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sádarnir og ađrir nágrannar Bahrain viđ Persaflóa eru ađ senda herliđ til Bahrain. Ţađ á greinilega ađ freista ţess ađ kćfa ţessa byltingu áđur en hún breiđist út.

http://www.bbc.co.uk/news/world-middle-east-12729786

Bjarki (IP-tala skráđ) 14.3.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Nota tćkifćriđ međan fjölmiđlar og almenningur á Vesturlöndum eru međ fókusinn á Japan.

Ketill Sigurjónsson, 14.3.2011 kl. 13:36

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

It is not clear whether the possibility of a GCC force entering a sovereign member-state for policing purposes is technically legal according to the GCC charter, which stipulates that if a sovereign state is threatened, than member states can use force to deter that threat.

http://www.cnbc.com/id/42067393

Nú er bara ađ sjá hvort Obama verđur samkvćmur sjálfum sér og mótmćlir ólögmćtum ađgerđum gegn íbúum Bahrain!

Ketill Sigurjónsson, 14.3.2011 kl. 17:18

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Nebb - Bandaríkjastjórn segir ekkert athugavert viđ afskipti erlendra ríkja af innanríkismálum Bahrain, enda hafi stjórnvöld ţar beđiđ um ađstođina. Ţá má spyrja af hverju ađstođin sem Gaddafi fćr frá málaliđunum sínum sé eitthvađ óeđlilegri. Ţađ gengur svona; "ekki sama ađ vera jón eđa séra Jón" er lífseig speki.

http://www.cnbc.com/id/42073871

Ketill Sigurjónsson, 14.3.2011 kl. 20:01

5 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Líbýa er komin inná borđ Öryggisráđs SŢ. En stjórnvöld í Vestrinu ţegja ţunnu hjóđi um ofbeldiđ i Bahrain, ţar sem hermenn Sádanna eru ađ reyna ađ kćfa umbótasinna:

http://www.bbc.co.uk/news/world-middle-east-12755852

Ketill Sigurjónsson, 16.3.2011 kl. 12:50

6 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ţetta kemur allt í ljós hćgt og rólega, ţeir sem ráđa heiminum gera ţađ sem ţeim sýnist. Og hverjir eru ţeir jú , stórfyrirtćki og sérstaklega stórir bankar. Ţađ er ađ segja ţeir sem stjórna ţessum fyrirtćkjum.

Obama gerir ekkert nema spyrja Goldman Sachs fyrst.

ţađ er ţess virđi ađ lesa ţennan pistil.

http://www.xat.org/xat/moneyhistory.html

Sigurjón Jónsson, 16.3.2011 kl. 14:05

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ţetta nöldur út af Gaddafí er bara í nösunum á usa og vesturlöndum. Hann fćr bćđi nćgan tíma og friđ til ađ "friđa" Líbíu. 

Gaddafí fylgir nefnilega "stöđugleiki"... ekki satt???

Haraldur Rafn Ingvason, 16.3.2011 kl. 23:18

8 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Sádakóngur fleygir fleiri silfurpeningum í rennisteininn, međ von um ađ kaupa sér friđ:

Saudi King Orders More Handouts, Security Boost

Published: Friday, 18 Mar 2011 | 8:47 AM ET

King Abdullah last month announced an economic package worth an estimated $37 billion in an initial move to ease social tensions. Friday's measures are significantly more costly, with plans for a building spree set to cost $66.7 billion alone.

http://www.cnbc.com/id/42146910

Ketill Sigurjónsson, 18.3.2011 kl. 19:00

9 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Náttla tóm frekja, en af ţví ađ ţetta blogg er ţađ vandađasta vćri gott ađ bloggari setti viđ ţađ leitarvél.

Takk

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 18.3.2011 kl. 20:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband