Gręningjar fagna

graeningjar-fagna.jpgGręningjar voru aš vinna mikinn kosningasigur ķ žżska sambandsfylkinu Baden-Württemberg. Tvöföldušu fylgi sitt ķ žessu mikla hęgrivķgi; fengu rśmlega 24% og eru nś nęststęrsti flokkurinn į fylkisžinginu ķ Stuttgart.

Margir eru į žvķ aš žar hafi umręšan um žżsku kjarnorkuverin skipt sköpum. Žaš hefur reyndar lengi veriš mikil andstaša viš kjarnorkuver ķ Žżskalandi og ķ kjölfar kjarnorkuslyssins ķ Chernobyl 1986 stefndu žżsk stjórnvöld aš žvķ aš mjög yrši dregiš śr notkun kjarnorku ķ landinu. Um aldamótin voru meira aš segja sett lög sem geršu rįš fyrir žvķ aš žvķ aš sķšasta kjarnorkuverinu ķ Žżskalandi yrši lokaš įriš 2021.

germany-anti-nuclear.jpgEn žaš var svo į sķšasta įri (2010) aš rķkisstjórn Angelu Merkel įkvaš aš slį žeim įformum į frest. Enda er ekkert įhlaupaverk aš rįšast ķ aš loka öllum kjarnorkuverum ķ Žżskalandi. Žżskaland žjįist af miklu orkuósjįlfstęši og ekki į žaš bętandi aš žurfa t.a.m. aš flytja inn ennžį meira af rśssnesku gasi til aš fullnęgja orkužörf žjóšarinnar.

Ķ sķšustu fęrslu Orkubloggsins var einmitt minnt į žį stašreynd aš žżsku kjarnorkuverin framleiša į hverju įri um 140 TWst - sem er um įtta sinnum meira en öll sś raforka sem framleidd er ķ öllum virkjunum į Ķslandi. Jafnvel stóržjóš eins og Žjóšverjar myndu lenda ķ margvķslegum vandręšum viš aš taka žvķlķkt afl śr sambandi. Og žaš er athyglisvert aš hvorki meira né minna en 60% raforkunnar sem notuš er ķ Baden-Württemberg kemur frį kjarnorkuverum! Og žarna er vel aš merkja ekki um aš ręša neitt smįfylki, heldur bśa žar heilar 11 milljónir manna.

nuclear-power-atlas-world-map.jpgHér til hlišar er skemmtileg mynd sem sżnir umfang kjarnorkunnar ķ heiminum. Žarna mį m.a. sjį hversu mjög dró śr byggingu kjarnorkuvera eftir mišjan 9. įratug lišinnar aldar (Chernobyl!). Og hversu grķšarlega mörg kjarnorkuver Kķna og Indland hafa įform um aš reisa į nęstu įrum og įratugum.

Žaš er fremur hępiš aš kjarnorkuslysiš ķ Japan muni breyta miklu um žęr įętlanir. En skammtķmaįhrifin af slysinu gętu oršiš veruleg - kansnki ekki sķst ķ vestręnum stjórnmįlum. Žessa dagana er a.m.k. gaman hjį Gręningjunum ķ Žżskalandi.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ętli žetta žżši ekki fyrst og fremst meiri innflutning į raforku til Žżskalands, t.d. frį kjarnorkuverum Frakka.

Bjarki (IP-tala skrįš) 30.3.2011 kl. 09:24

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband