Heimskautadraumur BP ķ uppnįmi

Mörgum finnst notalegt aš grķpa meš sér lauflétta glępareifara ķ bóliš į kvöldin. Öšrum žykir miklu skemmtilegra og ennžį meira spennandi aš lesa um raunveruleikann. T.d. įtökin sem nś standa yfir ķ rśssneska olķubransanum.

bp-rosneft-aliance-3.png

Spennulesning dagsins snżst um heimskautasvęšin unašslegu noršur af Rśsslandi. Nįnar tiltekiš Karahafiš ķ nįgrenni eyjunnar Novaya Zemlya. Eyjan sś var sem kunnugt er einn af helstu tilraunastöšunum fyrir kjarnorkusprengingar Sovétmanna. Og ķ nęrri aldarfjóršung var Karahafšiš ruslakista fyrir gamla kjarnaofna og śrelta kjarnorkukafbįta Rśssanna. Lķklega hefur einhver gamall žulur sannfęrt meistara Sovétsins ķ Kreml um aš lengi taki hafiš viš. Sem er kannski rétt - ef mašur sleppir žvķ aš hugsa um ófyrirsjįanlegar afleišingarnar sem allur žessi kjarnorkuśrgangur ķ Karahafi kann aš hafa fyrir kynslóšir framtķšarinnar.

En verum ekkert aš svekkja okkur į žvķ geislavirka sulli. Žvķ nśna hefur Karahaf fengiš allt ašra og meira spennandi įsżnd en aš vera barrrasta einhver kjarnorku-rustakista. Žar undir hafsbotninum og öllu draslinu sem į honum liggur, er nefnilega tališ aš grķšarlegar olķulindir sé aš finna. Įętlaš er aš žarna sé aš finna allt aš 50-60 milljarša tunna af olķu og aš žar af séu a.m.k. 10-15 milljaršar tunna af vinnanlegri olķu og jafnvel miklu meira. Reynist žetta rétt er Karahafiš einfaldlega eitt mest spennandi olķusvęši framtķšarinnar.

rosneft_sign.jpg

Žess vegna er ekki aš undra aš mörg helstu olķufyrirtęki veraldarinnar litu öfundaraugum til rśssneska olķurisans Rosneft, sem seint į lišnu įri fékk leyfi rśssneskra stjórnvalda til aš hefja olķuleit į stórum svęšum į Karahafi. Rosneft er vel aš merkja stęrsta olķufyrirtęki Rśsslands. Og Rśssland hefur undanfarin misseri veriš mesti olķuframleišandi heims. Ergo; Rosneft er stórt - mjög stórt.

Rśssneska rķkiš į um 75% af žessari risasamsteypu. Frį 2006 hefur Rosneft veriš skrįš ķ kauphöllinni London (og aušvitaš lķka ķ Moskvu) žar sem fjóršungur hlutabréfanna ķ fyrirtękinu gengur kaupum og sölum. Svo skemmtilega vill til aš mešal helstu hluthafa Rosneft, fyrir utan rśssneska rķkiš, eru ljśflingar eins og Ķslandsvinurinn Roman Abramovich og įlbręšslumeistarann Oleg Deripaska.

mikhail_khodorkovsky-bars.jpg

Verulegur hluti af eignum Rosneft varš vel aš merkja til žegar rśssnesk stjórnvöld stungu milljaršamęringnum Mikhail Khodorkovsky ķ fangelsi, geršu olķufélagiš hans (Yukos) upptękt og "seldu" eigurnar til Rosneft. Sumir eru svo ruddalegir aš segja aš hlutabréfakaupendur aš Rosneft séu ķ reynd aš kaupa žżfi. Og visa žar til žess aš mįlatilbśnašurinn gegn Khodorkovsky og Yukos hafi veriš meira en lķtiš vafasamur.

En aušvitaš ętlar Orkubloggarinn ekki aš fara aš efast um réttlętiš ķ Rśsslandi - minnugur žess žegar bloggarinn var sjįlfur į Moskvuflugvelli og var hótaš handtöku ef hann greiddi ekki fyrir ķmyndaša yfirvigt. Tveimur dögum įšur höfšu alvopnašir rśssneskir lögreglužjónar stöšvaš Orkubloggarann um kvöld į gangstétt ķ Moskvu og hótušu dżflissu ef bloggarinn reiddi ekki af hendi "sekt" vegna "ólöglegs" vegabréfs! Ķ bįšum tilvikum sigraši ķslenska žrjóskan kerfislęga spillinguna - en samt var bloggarinn žó eiginlega hįlf feginn žegar SAS-žotan lyftist frį flugbrautinni įleišis til Köben. Engu aš sķšur langar bloggarann mikiš aftur til hinnar stórkostlegu Moskvu.

bp-rosneft-aliance-1.png

Jį - žaš er stuš ķ Rśsslandi. En dveljum ekki lengur viš hlutabréfalista Rosneft. Nś skal kynntur til sögunnar nżlegur risasamningur Rosneft og breska BP um aš standa saman aš olķuleit- og vinnslu ķ Karahafi. Žaš var nefnilega svo, aš varla var blekiš žornaš į samningi rśssneskra stjórnvalda um ašgang Rosneft aš Karahafi, aš sį óvęnti atburšur geršist seint į įrinu 2010, aš Rosneft og BP undirritušu samning um aškomu BP aš žessu ęvintżraverkefni. Sem įtti aš marka endurreisn BP eftir skelfilegt klśšriš ķ Mexķkóflóanum, žegar olķuborpallurinn Deepwater Horizon sprakk žar og sökk ķ aprķl 2010.

Į olķumörkušunum var talaš um aš BP hefi žarna fundiš gylltan björgunarhring. Eftir slysiš į Mexķkóflóa hefši fyrirtękiš nś tryggt sér ašgang aš einu mesta olķuvinnslusvęši framtķšarinnar. BP vęri nś aftir komiš į beinu brautina eftir stutt nišurlęgingartķmabil.

tnk-rosneft-deal.jpg

Žessi ljśfi dķll Rosneft og BP var reyndar svolķtiš óvęntur ķ ljósi žess aš aš honum stendur hinn nżi forstjóri BP; Bob Dudley. Jį - sį hinn sami sem fram į mitt įr 2008 var forstjóri olķuverkefnis BP ķ Rśsslandi, TNK-BP, en žurfti žį aš flżja landiš ķ snarhasti vegna meirihįttar įgreinings viš rśssneska samstarfsmenn sķna og fékk žar litla samśš rśssneskra stjórnvalda. Eins og Orkubloggiš sagši einmitt frį į sķnum tķma.

En jafnskjótt og Dudley var oršinn forstjóri BP sķšla įrs 2010, eftir aš Tony Hayward var lįtinn taka pokann sinn vegna stórskašašrar ķmyndar BP ķ kjölfar slyssins į Mexķkóflóa, vaknaši įhugi hjį rśssneska rķkisolķufélaginu Rosneft aš eiga samstarf viš BP. Og um sama leyti nįšust aš žvķ er virtist sęmilegar sęttir milli BP og rśssneska armisins ķ TNK-BP. BP virtist aftur komiš į beinu brautina austur ķ Rśsslandi.

tnk-rosneft-ft-energy-blog-may-19-2011.png

Helsta įstęša žess aš Rosneft vildi BP sem samstarfsašila ķ Karahafi er mikil reynsla BP af olķuvinnslu į heimskautasvęšum, ž.e. ķ Alaska. Og žaš er til marks um grķšarlegt mikilvęgi umrędds samnings BP viš Rosneft, aš t.d. voru allar sex efstu fréttirnar į orkubloggsķšu Financial Times s.l. fimmtudag um žennan samning - og óvissuna sem nś rķkir um hann.

Žaš fór nefnilega svo aš jafnskjótt og BP og Rosneft höfšu fallist ķ fašma, brjįlušust ólķgarkarnir ķ TNK-BP aftur. Žaš fór sem sagt svo aš gömlu "vinirnir" og samstarsfélagar Dudley's ķ TNK-BP, sem er žrišja stęrsta olķufélag žessa rosalega olķulands, hreinlega ęršust žegar fréttir bįrust af samningnum milli Rosneft og BP.

Umręddir sameigendur BP aš TNK-BP eru engir venjulegir kaupsżslumenn, heldur nokkrir aušugustu menn Rśsslands. Fjįrfesting BP ķ TNK-BP var į sķnum tķma stęrsta erlenda fjįrfestingin sem leyfš hafši veriš ķ Rśsslandi. En nś ętlaši BP sér sem sagt aš vaxa ennžį hrašar ķ Rśsslandi, ķ samkrulli viš Rosneft. Žaš leist olķgörkunum sem eiga TNK-BP aš jöfnu viš BP (50/50), afleitlega į.

tnk-bp-players.jpg

Žessir "samherjar" BP ķ TNK-BP eru kannski engir fóstbręšur, en žeir standa a.m.k. saman aš félagi sem kallast Alfa-Access-Renova Group. AAR er sem sagt fjįrfestingafyrirtęki sem į 50% hlut ķ TNK-BP. Žetta ofuröfluga fjarfestingafélag er žrķhöfša žurs nokkurra af rķkustu ólķgörkunum ķ Rśsslandi. Žar fer fremstur ķ flokki rśssneski aušjöfurinn Mikhail Fridman meš fyrirtękiš Alfa Group.Hinir stęrstu ljśflingarnir ķ AAR eru Śkraķnumašurinn Viktor Vekselberg og rśssnesk-bandarķski kaupsżslumašurinn Leonard Blavatnik (sem nś er bśsettur ķ London og talinn einn rķkasti mašur Bretlandseyja). Fleiri milljaršamęringar tengjast AAR og mį žar t.d. nefna Rśssana German Khan og Alexei Kuzmichev. En stęrsti laxinn ķ žessum grugguga hyl er tvķmęlalaust fyrstnefndur Fridman.

mikhail-fridman_1084941.jpg

Til marks um hagsmunina og leikarana sem žarna eru į svišinu, žį eru aušęfi hins sviphreina og greindarlega Mikhail's Fridman metin į um 15 milljarša USD. Og hann žar meš einn af rķkustu mönnum veraldarinnar. Žegar Fridman seldi BP hlut ķ TNK fékk hann litla 6 milljarša dollara fyrir. Įšur hafši Fridman aušgašst ķ einkavęšingunni į tķmum Borisar Jeltsin og ķ dag er hann eigandi aš einu mesta višskiptaveldi ķ Rśsslandi (Alfa Group). Sem samanstendur ekki ašeins af olķu og gasi heldur einnig bönkum, nįmafyrirtękjum, sķmafyrirtękjum, raforkufyrirtękjum, žungaišnaši o.s.frv.

Orkubloggiš ętlar aš sleppa žvķ hér aš gera nįnari skil į Fridman og vinum hans ķ AAR. En žó skemmtilegt aš nefna aš įšurnefndur Vekselberg stįtar m.a. af žvķ vera sį af okkur daušlegum mönnum sem į flest Fabergé-egg veraldarinnar. Vekselberg er nefnilega sagšur eiga alls 13 af žessum makalausu eggjalaga skrautmunum, af žeim 57 sem vitaš er aš til séu.

rosebud_faberge_egg.jpg

En žessi eggjatķnsla er ekki ašalmįliš hér. Ķ hnotskurn snśast deilurnar vegna samnings BP viš Rosneft um žaš aš rśssneski armur TNK-BP, ž.e. ólķgarkarnir, segja aš BP hafi veriš óheimilt aš semja um fjįrfestingar ķ rśssneska olķuišnašinum nema ķ gegnum TNK-BP. Meš mįlaferlum og lögbannskröfum hefur AAR-hópurinn barist meš kjafti og klóm gegn žvķ aš vinum žeirra hjį BP tękist aš fį samning viš Rosneft. Enn er ekki śtséš hvernig fer ķ žeim rašmįlaferlum, en sķšustu mįnuši og vikur hefur žar mjög hallaš į BP.

Gangi samningur BP viš Rosneft ekki eftir yrši žaš aš mikiš įfall fyrir BP; įfall sem fyrirtękiš mį illa viš eftir allt žaš sem į undan er gengiš. BP hefur žess vegna gert allt ķ sķnu valdi til aš fį ęšstu stjornvöld ķ Rśsslandi til aš beita sér ķ mįlinu og lęgja öldurnar gagnvart AAR. Einnig hefur BP bošiš umręddum sameigendum sķnum aš TNK-BP aš kaupa žeirra hlut - aš žvķ tilskildu aš rśssnesk stjórnvöld heimili žaš, žvķ erlend fjįrfesting ķ rśssneskum olķufélögum mį ekki fara yfir 50%. Tilboš BP til AAR vegna helmingshlutar ķ TNK-BP hękkaši smįm saman śr 27 ķ 30 milljarša USD, en félagarnir ljśfu aš baki AAR hafa veriš lķtt hrifnir og segja 35 milljarša USD vera lįgmark.

arctic-bear.jpg

Vafasamt er aš BP geti réttlętt svo hįtt verš fyrir žaš eitt aš geta įtt višskipti beint viš Rosneft og fengiš žannig aš hnusa af rśssnesku heimskautaolķunni. BP er ķ klemmu. Eins og stašan er nśna viršist žeim óheimilt aš semja viš Rosneft nema ķ gegnum TNK-BP (sbr. nżfallinn dómur geršardóms ķ mįlinu). Ólķgarkarnir hóta öllu illu, m.a. bótakröfum uppį milljarša dollara, ef BP brjóti gegn réttindum TNK-BP. BP kann aš geta leyst mįliš meš žvķ aš kaupa žį śt, en sem fyrr segir ber ennžį talsvert į milli um hver veršmišinn žar ętti aš vera.

Į mešan bķša fyrirtęki eins og Shell, Chevron og ExxonMobil slefandi įtekta og vona aš BP komist ekkert įleišis. Eins og fyrr segir hefur landgrunn Karahafsins mögulega aš geyma allt aš 60 milljarša tunna af olķa og žar af tugi milljarša af vinnanlegri olķu. Žvķ er skiljanlegt aš nettur gręšgisglampi komi ķ augu gömlu vestręnu olķufélaganna, sem žyrstir ķ aš komast ķ nżar risastórar olķulindir.

dudley-_putin.jpg

Dudley hefur mikiš reynt aš fį žį Pśtķn og Medvedev til aš grķpa ķ taumana. Aš žeir beiti völdum sķnum til aš leysa śr flękjunni og tryggja aš dķllinn milli BP og Rosneft verši aš veruleika. En žeir félagarnir, forsętisrįšherrann og forsetinn, žykjast lķtiš geta gert. Žvķ žeir séu bara stjórnmįlamenn og hafi ekki bein afskipti af atvinnulķfinu (sic).

Žaš flękir svo mįliš enn frekar, aš žaš styttist mjög ķ nęstu forsetakosningar ķ Rśsslandi og viršist sem bęši Medvedev og Pśtķn séu spenntir fyrir framboši. Jafnvel žó svo BP kunni aš vera afar mikilvęgur strategķskur partner fyrir rķkisolķufélagiš Rosneft ķ Karahafi, bendir flest til žess aš žeir sem öllu rįša žarna ķ Rśsskķ vilji barrarsta salta mįliš fram yfir kosningarnar (sem verša į nęsta įri; 2012). Į mešan magnast óvissan ķ kringum BP og hętt viš aš svefnvandamįlin hjį Bob Dudley aukist meš hverjum sólarhring. Žetta er vel aš merkja allt raunveruleiki - en ekki reifari eftir Arnald Indrišason eša Stig Larsson.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Arnór Baldvinsson

Sęll Ketill,

Vildi bara leišrétta aš Deepwater Horizon byrjaši aš bora į Macondo svęšinu ķ 15. Febrśar 2010.  17. Aprķl lauk hann borun, 43 dögum į eftir įętlun og meš 21 milljóna dollara tapi fyrir BP.   Aš morgni 20. Aprķl 2010 hittust yfirmenn frį BP į pallinum til žess aš halda upp į 7 įra starfsemi pallsins įn slysa (eftir aš žeir höfšu sparaš nokkra tugi žśsunda dollara meš aš sleppa prófunum į steypunni ķ holunni og sleppa žvķ aš koma upp naušsynlegum bśnaši ķ holunni)  20. Aprķl 2010, klukkan 21:45, gįfu steypužétti sig og gas, olķa og steypa sprengdi sér leiš upp į yfirborš pallsins, žar sem kvikknaši ķ öllu saman. 

Kvešja,

Arnór Baldvinsson, 23.5.2011 kl. 14:56

2 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Takk fyrir įbendinguna. Jį; sprengingin į Mexķkóflóa var aš sjįlfsögšu ķ aprķl en ekki ķ febrśar. Sbr: http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1050207/

Ketill Sigurjónsson, 23.5.2011 kl. 15:24

3 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

MAY 24, 2011

BP-Rosneft Deal 'Dead' for Now

http://online.wsj.com/article/SB10001424052702304066504576341200040573390.html?mod=WSJ_Energy_leftHeadlines

Ketill Sigurjónsson, 24.5.2011 kl. 11:09

4 identicon

Góš fęrsla aš vanda!

Hjalti Rögnvaldsson (IP-tala skrįš) 25.5.2011 kl. 23:58

5 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Spennan eykst - eins og ķ öllum góšum reyfurum. Rosneft viršist komiš ķ višręšur viš Shell:

Royal Dutch Shell in Rosneft Arctic talks

By Rowena Mason 6:46PM BST 25 May 2011

http://www.telegraph.co.uk/finance/newsbysector/energy/oilandgas/8536556/Royal-Dutch-Shell-in-Rosneft-Arctic-talks.html

Tęknilega er BP samt vęntanlega mun betri partner fyrir Rosneft į heimskautasvęšunum heldur en Shell. Lķklegt aš brįtt muni heyrast af višręšum Rosnef viš ExxonMobil, sem eru lķka miklir reynsluboltar į noršurslóšum.

Ketill Sigurjónsson, 26.5.2011 kl. 10:06

6 Smįmynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Góš fęrsla, takk fyrir žennan reifara.

Ég fór ķ kjölfariš ašeins aš grśska ķ tölunum, er ekki rétt aš notkun ķ heiminum į olķu sé tęplega 90 milljón tunnur/dag? (sjį graf hér undir) Ef svo er, žį er heimsnotkunin um 30 milljaršar tunnar į įri. Žannig aš žessi risaforši er um 2ja įra notkun ķ mesta lagi, kannski bara hįlfsįrs notkun? Mķnar vangaveltur ganga svolķtiš śt į hversu mikiš af svona olķulindum hafa veriš aš finnast, og dugir žaš til aš halda ķ eftirspurnina viš til lengri tķma? Žś talar um aš žetta sé eitt mest spennandi svęši framtķšarinnar, žar af leišandi fór ég aš skoša žetta. Hér undir er graf yfir framleišsluna, fengiš hér.


Sveinn Atli Gunnarsson, 26.5.2011 kl. 15:51

7 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Svatli, 26.5.2011 kl. 15:51; žaš hversu jafnvel nż risaolķulind er lķtiš magn mišaš viš alla olķunotkun ķ heiminum eru einmitt helstu rök peak-oil-spįmanna um aš brįtt hljóti mikil olķukreppa skella į heiminum. Žeim mun meiri įstęša fyrir olķufyrrtękin aš komast ķ stęrstu ónortnu lindirnar.

Ketill Sigurjónsson, 26.5.2011 kl. 18:00

8 Smįmynd: Kristjįn Siguršur Kristjįnsson

Afhverju sękist BP ekki eftir Drekanum?

Kristjįn Siguršur Kristjįnsson, 28.5.2011 kl. 14:14

9 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Kannski kemur BP aš Drekasvęšinu. Kannski ekki. Drekasvęšiš er mögulega meš litla eša jafnvel enga vinnanlega olķu eša gas. Žetta er virgin-territory žar sem engar alvöru rannsóknir hafa įtt sér staš. Jaršfręšilega er svęšiš į mörkum žess aš geta haft olķu aš geyma. Žar aš auki eru engin žekkt kolvetnisvinnslusvęši ķ nįgrenninu. Ž.a. óvissan er ępandi mikil; kannski ekkert žar aš hafa. Stóru olķufélögin hafa oftast vališ "aušveldu" leišina; fara žangaš sem bśiš er aš sżna fram į aš góšar lķkur séu į mikilli vinnslu. Lįta litlu sérvitringana um aš taka įhęttuna, en koma svo og kaupa happdręttisvinningana. Žetta er aušvitaš ekki algilt, en furšu algengt. Žess vegna voru žaš einmitt minni spįmenn sem voru brautryšjendur ķ kanadķska olķusandinum og ķ shale-gasinu ķ Bandarķkjunum. Sama mį segja um Mexķkóflóann og landgrunnsvinnsluna utan viš Gķneu og Angóla. En um leiš og hlutirnir fara aš ganga koma stóru haukarnir og skófla til sķn the jackpot.

Ketill Sigurjónsson, 28.5.2011 kl. 15:45

10 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Vandręši BP ķ Rśsslandi ętla engan endi aš taka:

July 20, 2011 10:50 pm

Minority shareholders set to sue TNK-BP

http://www.ft.com/intl/cms/s/0/5a82f61a-b2fa-11e0-86b8-00144feabdc0.html#axzz1SlW0wwbP

Ketill Sigurjónsson, 22.7.2011 kl. 10:03

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband