Blóšrautt sólarlag?

Žar sem Orkubloggarinn skrönglašist móšur og mįsandi upp efstu hlķšar Móskaršshnjśka ķ glampandi sólskini fyrr ķ dag, žennan fallega Pįskadag, varš honum skyndilega hugsaš til žess aš nś vęri marsmįnušur aš lķša įn žess aš ein einasta fęrsla hefši birst hér į Orkublogginu. Śr žvķ veršur aušvitaš aš bęta. Og vegna sólskinsins žarna į toppnum og hins gula pįskalitar, er upplagt aš fjalla um sólarorkuna. Svo er mars einmitt mįnušurinn sem geymir jafndęgur aš vori. Hér kemur fęrsla marsmįnašar (žessu tempói veršur haldiš įfram; ž.e. ein Orkubloggfęrsla į mįnuši):

PV-sunset-denver

Eftir mikla uppsveiflu undanfarinn įratug viršist nś sem blikur séu į lofti ķ sólarorkuišnašinum. Hér er fyrst og fremst įtt viš žann hluta sólarorkubransans sem framleišir sólarsellur. Į ensku eru sólarsellur jafnan nefndar photovoltaic cells (oft skammstafaš PV). Į ķslensku er žetta stundum nefnt ljósspennurafhlöš. Ķ dag ętlar Orkubloggiš aš beina sjónum aš žessari merku tękni og renna augum yfir žęr dramatķsku sveiflur sem sólarselluišnašurinn hefur veriš aš upplifa sķšustu misseri og įr.

Snjöll en kostnašarsöm tękni

Sólin er langstęrsti orkugjafinn sem mannkyniš į kost į aš nżta og žvķ vęri óskandi aš viš gętum notaš žessa orku meš einföldum og ódżrum hętti. Ķ hnotskurn felst sólarsellutęknin ķ žvķ aš ljósinu frį sólinni er umbreytt ķ rafmagn fyrir tilstilli hįlfleišara. Lengi vel var žetta svo dżr tękni aš sólarsellur voru nęr eingöngu notašar žar sem ekki er ašgangur aš raforkudreifikerfi eša mjög dżrt aš tengjast slķku kerfi. Į sķšari įrum hefur nįšst verulegur įrangur ķ aš auka nżtingu sólarsella og aš auki hefur umfangsmeiri fjöldaframleišsla dregiš hlutfallslega śr kostnaši. Fyrir vikiš hefur nżting sólaroku aukist geysilega hratt į stuttum tķma.

pv_solar_valley_1195963.jpgŽvķ mišur viršist žó enn vera nokkuš langt ķ land meš aš žessi tękni geti keppt viš hefšbundnari raforkugjafa, nema meš miklum opinberum stušningi. Žaš er einmitt stušningur af žvķ tagi sem hefur oršiš til žess aš ķ sumum löndum er sólarorka oršin umtalsveršur hluti af raforkuframleišslunni. Žar er Žżskaland sennilega besta dęmiš, en žar hefur aukningin nįnast veriš ęvintżraleg.

Opinber stušningur viš sólarorkuišnašinn er til kominn vegna sķvaxandi pólitķsks žrżstings ķ žį įtt efla endurnżjanlega orkuframleišslu. Samhliša žvķ sem umręša um gróšurhśsahrif jókst og verš į olķu, kolum og gasi tók aš hękka umtalsvert upp śr aldamótunum 2000 tóku mörg rķki heims upp aukna hvata til handa sólarorkuišnašinum og öšrum greinum endurnżjanlega orkuišnašarins. Žetta var t.d. įberandi ķ Bandarķkjunum og žó enn meira ķ mörgum löndum innan Evrópusambandsins (ESB). Žessir hvatar fólust t.d. ķ styrkjum, nišurgreišslum, hagstęšum lįnum o.s.frv.

pv_power_station_1195964.jpgŽessir hvatar leiddu m.a. til stóraukinna fjįrfestinga ķ sólarorkuišnašinum. Žęr fjįrfestingar og rannsóknir leiddu til žess aš žaš nįšist smįm saman aš auka hagkvęmni sólarsella. Žetta geršist bęši meš tęknižróun (aukinni nżtingu; ž.e. hversu hįu hlutfalli af ljósorkunni sellurnar geta umbreytt ķ raforku) og lękkandi framleišslukostnaši (meš bęttri framleišslutękni, auk žess sem aukin fjöldaframleišsla varš til aš lękka hrįefniskostnaš).

Ennžį er žetta samt talsvert dżr tękni. Žaš er reyndar alls ekki er einfalt aš meta hvaš nįkvęmlega kostar aš nżta sólarorkuna til raforkuframleišslu. Uppgefnar tölur og rannsóknir žar um eru afar misvķsandi. En eftirfarandi yfirlit ętti aš gefa sęmilega vķsbendingu um žennan kostnaš:

Žaš kostar 200 USD/MWst aš framleiša raforku meš sólarsellum

Jį; hér er sett fram sś óvissa višmišun aš ķ dag kosti um 200 USD/MWst aš framleiša raforku meš sólarsellum. Og žį er rétt aš bęta žvķ strax viš, aš oft kostar žaš talsvert meira! Og stundum talsvert minna!

PV-Cost

Mešalkostnašurinn er sem sagt enginn fasti heldur breytileg tala, sem ręšst af gęšum sólarsellanna, sólgeisluninni į hverjum staš o.s.frv. Žar aš auki er rétt aš hafa ķ huga aš upplżsingar um kostnašinn eru nokkuš misvķsandi eftir žvķ viš hvaša heimild er stušst. Og fremur en aš setja fram eina tölu er miklu skynsamlegra aš miša viš tiltekiš kostnašarbil. Og žį mį sennilega fullyrša kostnašur viš raforkuframleišslu meš sólarsellum sé oftast į bilinu 150-300 USD/MWst.

Til nįnari fróšleiks mį t.d. nefna aš Alžjóša orkumįlastofnuninni (IEA) gefur upp aš mešalkostnašur stęrstu og hęgkvęmustu sólarselluorkuveranna įriš 2010 hafi veriš um 240 USD/MWst, en aš stundum sé kostnašurinn allt aš 700 USD/MWst. Upplżsingaskrifstofa bandarķska orkumįlarįšuneytisins (EIA) er meš nżrri tölur og segir aš algengur kostnašur stęrstu og hagkvęmustu sólarselluorkuveranna sé nś į bilinu 160-250 USD/MWst.

us-pv-solar-levelized-cost-2012.pngMišaš viš žessar tölur žį er raforka framleidd meš sólarsellum ennžį mikiš dżrari heldur en t.d. žaš aš nżta vindorkuna. Og sólarsellutęknin er margfalt dżrara en hefšbundnir orkugjafar eins og gas eša kol. Aftur į móti eru menn bjartsżnir um aš kostnašurinn ķ sólarselluišnašinum fari talsvert hratt lękkandi. Žannig įlķtur EIA raunhęft aš įriš 2018 verši kostnašurinn žarna į bilinu 110-225 USD/MWst og aš mešalkostnašurinn verši um 145 USD/MWst.

Solar-PV-cost-history

Žaš kann aš skera ķ augu hversu biliš žarna er breitt (110-225 USD/MWst). En žį er rétt aš minnast žess aš til eru margar og misdżrar tegundir af sólarsellum, sem skila misgóšri nżtingu og endast mislengi. Žarna hefur hagkvęmni stęršarinnar lķka mikiš aš segja. Og eins og įšur sagši ręšst kostnašurinn aš sjįlfsögšu lķka mjög af žvķ hversu sólgeislunin er mikil į hverjum staš, en žaš er jś afar mismunandi.

Lękkandi framleišslukostnašur gefur góšar vonir

Žaš er sem sagt afar misjafnt hvaš žaš kostar aš framleiša rafmagn meš sólarsellum. Žaš er reyndar nįnast meš ólķkindum hversu kostnašur viš framleišslu og uppsetningu į sólarsellum hefur lękkaš mikiš į stuttum tķma.

solar-pv-costs_2001-2011.pngSkömmu fyrir aldamótin sķšustu var algengur kostnašur į uppsett afl ķ PV um 10 USD/W. Įratug sķšar (um 2010) var kostnašurinn oršinn u.ž.b. helmingi minni eša nįlęgt 5 USD/W (į žessum įratug helmingašist veršiš į sjįlfum sólarsellunum; fór śr um 4 USD/W og ķ um 2 USD/W). Ķ dag er kostnašurinn sagšur um 3-4 USD/W (žar af er kostnašur vegna sólarsellanna oršinn innan viš 1 USD).

Žarna skiptir miklu hversu kostnašur viš sjįlfar kķsilflögurnar hefur lękkaš hratt, en kķsill er algengasta hrįefniš ķ sólarsellum. Ef kostnašur viš framleišslu og uppsetningu į sólarsellum nęr aš lękka um u.ž.b. helming ķ višbót og veršur nįlęgt 2 USD/W veršur hann oršinn mjög nįlęgt žvķ eins og gerist ķ vindorkuišnašinum. En žarna sem sagt er ennžį talsveršur munur.

Mikill vöxtur, en ennžį einungis lķtiš brot allrar raforkuframleišslu

Mišaš viš hratt lękkandi framleišslukostnaš į sólarsellum kemur kannski ekki į óvart aš notkun žeirra hefur stóraukist. Į einum įratug hefur uppsett afl af sólarsellum ķ heiminum u.ž.b. tuttugufaldast.

us-electricity-renwable_1998-2012.gifEngu aš sķšur standa sólarsellur ennžį einungis į bak viš brot af raforkuframleišslu heimsins og skipta nįnast engu mįli ķ heildarsamhenginu. Hlutfalliš var um 0,5% įriš 2010 og er eitthvaš örlķtiš hęrra ķ dag.

Žaš er reyndar nokkuš vandasamt aš įętla nįkvęmlega hvert umfang sólarorkunżtingarinnar er. Opinberar tölur um raforkuframleišslu frį sólarsellum eru oft einungis mišašar viš framleišslu inn į raforkudreifikerfiš. Žį er mikill fjöldi smęrri raforkuframleišenda undanskilinn, ž.e. allir žeir sem nota sólarsellur einungis til eigin nota. Stundum er reynt aš įętla umfang žessarar raforkuframleišslu meš žvķ aš rżna ķ tölur um sölu į sólarsellum. Žar veršur žó ašeins um nįlgun aš ręša, žvķ framleišsla hverrar sólarsellu fer aš sjįlfsögšu mikiš eftir žvķ hvar hśn er stašsett.

Evrópa ķ fararbroddi en hrašur vöxtur ķ Bandarķkjunum

Žaš fer ekkert į milli mįla hvar ķ heiminum sólarsellur njóta mestra vinsęlda. Žar er Evrópa afgerandi ķ fararbroddi. Um 75% af öllu uppsettu afli af sólarsellum ķ heimunum er aš finna innan ašildarrķkja Evrópusambandsins (ESB). Samtals nemur raforkuframleišsla ašildarrķkja ESB meš sólarsellum nś um 2% af allri raforkuframleišslu innan sambandsins.

world-solar-pv-installed-new-capacity-region_2006-2012.pngUndanfarin įr hefur Evrópa veriš ķ forystu ķ aš bęta viš sólarsellum. Žżskaland og Ķtalķa eru žar fremst ķ flokki, bęši aš umfangi og raforkuframleišslu meš sólarsellum per capita. Af öšrum Evrópurķkjum sem žarna standa framarlega mį nefna Belgķu, Tékkland og Spįn.

Ķ Bandarķkjunum er hlutfall sólarorkunnar miklu lęgra en innan ESB. Upplżsingaskrifstofa bandarķska orkumįlarįšuneytisins (EIA) segir aš žegar litiš er til sólarsella sem tengdar eru raforkukerfinu, žį séu sólarsellur nś einungis aš skila um 0,1% af allri raforkuframleišslunni žar vestra. Žaš er algerlega meš ólķkindum lķtiš žegar horft er til žess hversu sólrķkt er į stórum svęšum ķ Bandarķkjunum.

us-renewable-energy-share-2012.pngEn vöxturinn ķ sólarsellunotkuninni vestra er hrašur og uppsett afl žar hefur marfaldast į einungis örfįum įrum (var um 2.500 MW įriš 2010 en er nś komiš yfir 7.500 MW). Enda er raforkuframleišsla meš sólarsellum sś tegund raforkuframleišslu sem vex hlutfallslega hrašast ķ Bandarķkjunum.

Žaš er žvķ alls ekki śtilokaš aš innan nokkurra įra verši raforkuframleišsla meš sólarsellum žar vestra bśin aš nį svipušu hlutfalli eins og nś er innan ESB (um 2%). Bśist er viš aš į žessu įri (2013) muni bętast viš um 5.000 MW af uppsettum sólarsellum ķ Bandarķkjunum. Žegar horft er til nęstu įra er žó sennilegt aš mestur vöxtur ķ uppsetningu sólarsella verši ķ Asķu, en žar viršast stjórnvöld ķ löndum eins og Japan og Kķna ętla aš leggja mikla įhersla į aukna notkun sólarsella.

Žżskaland - hiš óvęnta draumaland sólarorkunnar

Eins og įšur sagši er hvergi jafn mikiš af sólarsellum eins og Žżskalandi. Uppsett afl af sólarsellum ķ Žżskalandi er nś vel yfir 30.000 MW. Žjóšverjar hafa lagt svo mikla įherslu į žessa tegund raforkuframleišslu aš žeir eru ekki ašeins stęrsti sólarsellunotandinn innan ESB, heldur einnig stęrsti framleišandinn aš sólarorku per capita (ž.e. mišaš viš fólksfjölda).

pv_europe_1195960.pngĮriš 2011 fór raforkuframleišsla ķ Žżskalandi meš sólarsellum ķ fyrsta sinn yfir 18 TWst į įrsgrundvelli (var žį um 19 TWst). Sem merkir aš įriš 2011 skilušu sólarsellurnar Žjóšverjum meiri raforku en sem nemur allri rafmagnsframleišslu į Ķslandi! Įriš 2012 var framleišsla sólarsellanna ķ Žżskalandi oršin ennžį meiri eša nįlęgt 29 TWst. Sem nemur um helmingi af öllu sólarorkurafmagninu sem framleitt er innan ESB og um 35% af öllu sólarorkurafmagni sem framleitt er ķ heiminum.

Nś er svo komiš aš um 3-4% af allri raforkunotkun ķ Žżskalandi kemur frį sólarsellum. Žaš hlutfall er aš vaxa hratt og żmsar spįr segja aš innan einingis nokkurra įra muni sólarsellur fullnęgja 10% af allri raforkunotkuninni žar ķ landi! Til samanburšar žį kemur nś um 8% allrar raforku sem notuš er ķ Žżskalandi frį vindorkuverum. Žessar „undarlegu“ tegundir raforkuframleišslu eru sem sagt ekkert smį mįl ķ Žżskalandi.

Seint į sķšasta įri (2012) geršist žaš reyndar ķ Žżskalandi aš žar fór uppsett afl ķ sólarorkuvinnslu fram śr vindorkunni. Žetta er afar athyglisvert ķ žvķ ljósi aš Žżskaland er žekkt fyrir mikinn įhuga į nżtingu vindorku. Sökum žess aš nżting žżsku vindorkuveranna er talsvert meiri en sólarsellanna, skila žau fyrrnefndu žó ennžį mun meiri raforkuframleišslu.

Kęfir gjaldžrotahrina bjartsżnina?

Tęknižróun og lękkandi kostnašur hefur vakiš mönnum vonir um aš brįtt geti nżting sólarorku oršiš alvöru bissness og einn af hornsteinum raforkuframleišslunnar. Žetta er sjįlfsagt ein skżring žess aš t.d. Warren Buffet setti nś fyrr į įrinu rśma 2 milljarša USD ķ sólarselluorkuver vestur ķ Kalifornķu.

us-pv-silicon-prices_2009-2012.pngAlmennt viršist rķkja mikil bjartsżni um įframhaldandi ofurvöxt ķ nżtingu sólarorkunnar. Žannig spįir t.d. Alžjóša orkustofnunin (IEA) žvķ aš įriš 2030 muni sólarsellur standa aš baki um 4% allrar raforkuframleišslu ķ heiminum og aš įriš 2050 geti žetta hlutfall veriš komiš ķ allt aš 10%. Til aš žetta gerist žarf žó grķšarlega fjįrfestingu og naušsynlegt aš tęknin verši talsvert mikiš hagkvęmari en nś er.

Žaš er svolķtiš į skjön viš žessa bjartsżni aš mikil gjaldžrotahrina hefur rišiš yfir sólarselluišnašinn sķšustu misserin. Reyndar mį  segja aš sś dramatķk hafi fyrst oršiš lżšnum ljós seint į įrinu 2011, žegar bandarķska sólarsellufyrirtękiš Solyndra varš gjaldžrota. Og sķšan žį hefur hvert gjaldžrotiš af öšru rišiš yfir bandarķska sólarselluišnašinn.

solyndra_obama

Fjölmišlar vestra fjöllušu mikiš um žetta žrot Solyndra og žį lķklega hvaš mest vegna žess aš meš žessu féll stór rķkisįbyrgš į bandarķska rķkiš eša um 500 milljónir USD. Žaš varš hreinlega allt vitlaust og erfitt aš ķmynda sér hvaš hefši gerst ef upphęšin hefši veriš ķ lķkingu viš žęr risaupphęšir sem veriš hafa aš falla į ķslenska rķkiš ķ kjölfar bankahrunsins (mišaš viš fólksfjölda eša per capita myndi įbyrgšin vegna Solyndra samsvara žvķ aš skitin hįlf milljón USD félli į ķslenska rķkiš).

Andstęšingar Obama leitušust viš aš nżta žetta til aš koma höggi į orkustefnu forsetans - og forsetann almennt. Obama hefur nefnilega veriš tregur til aš samžykkja nżja stóra olķuleišslu sem myndi flytja olķu frį olķusandsvęšunum noršur ķ Kanada sušur til Bandarķkjanna. Sś afstaša hans hefur ekki skapaš forsetanum vinsęldir ķ olķuišnašinum. Žess vegna var Solyndramįliš kęrkomiš tękifęri fyrir bęši svartįlfana og pólitķska andstęšinga til aš berja į Obama.

solar-energy-growth_2000-2011.pngĮbyrgš bandarķska rķkisins vegna Solyndra var til komin til vegna sérstakra lįna sem Solyndra hafši tekiš til uppbyggingar į sólarselluframleišslu sinni og žar nżtt sér hvata sem fólst i rķkisįbyrgš skv. orkustefnu Obama-stjórnarinnar. Sś stefna hefur žaš hlutverk aš hvetja til meiri fjįrfestinga og tęknižróunar ķ nżtingu endurnżjanlegrar orku og žį ekki sķst ķ sólarorku, vindorku og lķfręnu eldsneyti.

Žvķ mišur viršist sem žessi stefna kunni aš vera aš fara inn į sömu brautir eins og geršist meš orkustefnu Carter-stjórnarinnar seint į 8. įratugnum. Žį voru sólarsellur settar į žak Hvķta hśssins ķ Washington DC og lįnum meš rķkisįbyrgš dęlt ķ sólarorkuišnašinn og framleišslu į lķfmassaeldsneyti (sem žį var į ensku nefnt žvķ skemmtilega nafni gasohol). Umrędd stefna Carter-stjórnarinnar um aš hvetja til endurnżjanlegrar orkuframleišslu hrundi žegar olķuverš lękkaši aftur į 9. įratugnum.

us-renewable-energy-share-2012.pngMunurinn nśna gęti veriš sį aš ķ žetta sinn muni olķuveršiš įfram haldast nokkuš hįtt og aš engar meirihįttar veršlękkanir séu žar ķ spilunum. Į móti kemur aš vestur ķ Bandarķkjunum hefur žaš nżveriš gerst aš nż gasvinnslutękni hefur leitt til stóraukins frambošs af jaršgasi. Og ódżrt gas er ķ dag einhver allra mesta ógnunin viš endurnżjanlega orkugeirann - og žį einkum og sér ķ lagi gagnvart raforkuframleišslu. Žetta gęti dregiš śr įhuga fjįrfesta į bandarķska sólarorkugeiranum og dregiš śr žeim hraša uppgangi sem žar hefur veriš undanfarin įr.

suntech-stock-price-2013.pngŽaš viršist alla veganna óumdeilt aš veruleg vandręši eru nś uppi vķša ķ sólarselluišnašinum ķ Bandarķkjunum. Žar er nęrtękt aš nefna nżlegt greišslužrot Suntech Power. Suntech er vel aš merkja hvorki meira né minna en stęrsti sólarselluframleišandi heimsins. Fyrirtękiš er aš vķsu aš mestu ķ kķnverskri eigu, en er meš verulega starfsemi vestra og er skrįš ķ kauphöllinni ķ New York. Žaš fór žvķ laufléttur titringur um fjįrfesta ķ endurnżjanlegri orku, žegar Suntech gat ekki stašiš viš afborganir af skuldabréfum nś fyrir fįeinum dögum sķšan. Žarna er į feršinni fyrirtęki sem var um 16 milljarša dollara virši į hlutabréfamarkašnum žegar flugiš nįši hęst fyrir um fimm įrum! Ķ dag er markašsveršmęti Suntech einungis um hįlft prósent af žeirri fjįrhęš. Og fall Suntech veršur jafnvel ennžį dramatķskara žegar haft er ķ huga aš fyrirtękiš hefur veriš eitt helsta stolt Kķnverja ķ gręna orkuišnašinum.

pv-capacity-and-demand-2012.pngSvo viršist aš žaš sé einkum offramboš į sólarsellum sem er aš verša Suntech aš falli. Žetta er a.m.k. sś skżring sem lesa mį ķ fjölmišlum; ž.e. aš fyrirtękiš hafi ekki rįšiš viš žaš žegar algengt verš į kķsilflögum var komiš undir 1 USD/W. Žetta vekur óneitanlega grun um aš hratt lękkandi verš į sólarsellum - sem einmitt var dįsamaš hér fyrr ķ fęrslunni - sé hugsanlega alls ekki aš endurspegla raunverulegan framleišslukostnaš. Er sólarsellumarkašurinn kominn śt ķ tóma vitleysu og aš kannski kafna ķ eigin undirbošaęlu?

Kannski er sólarorkan sem sagt alls ekki oršin jafn ódżr eins og menn halda fram. Mešan stjórnvöld og višskiptavinir fögnušu lękkandi verši į sólarsellum viršast framleišendurnir a.m.k. eiga ķ sķfellt meiri vandręšum meš aš standa viš fjįrhagslegar skuldbindingar sķnar.

pv-solar-large-solar-profits-2012.jpg

Žessi vandi viršist ekki bundinn viš Bandarķkin ein. Nżveriš tilkynnti t.a.m. žżski išnašarrisinn Bosch aš hann hygšist losa sig viš sólarselluframleišsluna sķna. Įstęšan er einföld; hjį Bosch hafa menn į undanförnum įrum tapaš milljöršum evra į sólarselluęvintżrinu sķnu. Og segjast nś alveg bśnir aš missa trśna į aš sólarorka geti oršiš samkeppnishęf!

Hundahreinsun?

Žvķ mišur eru blikur į lofti ķ sólarselluišnašinum. Žrįtt fyrir stóraukna sölu į sólarsellum og margvķslegan opinberan stušning, žį gengur a.m.k. sumum framleišendum sólarsella afleitlega aš afla nęgjanlegra tekna. Er žetta kannski vonlaus bissness?

Solar-PV-panels-bright-sun

Orkubloggarinn leyfir sér aš vera bjartsżnn um įframhaldandi vöxt ķ nżtingu į sólarorku. Žaš er vissulega stašreynd aš ennžį er nokkuš langt ķ žaš aš raforkuframleišsla meš sólarsellum geti keppt viš ašra orkugjafa, nema meš einhverskonar opinberum stušningi. En žįtt fyrir gjaldžrotahrinu ķ žessum išnaši eru ennžį fjölmargir stórir sólarselluframleišendur sem enn eru į fullu og viršast hvergi bangnir. Kannski er žessi gjaldžrotahrina bara naušsynleg hreinsun til aš koma į jafnvęgi milli frambošs og eftirspurnar. Stóra spurningin er žį bara hvar jafnvęgiš liggur? Svo er žaš jafnvel ennžį stęrri spurning hvort komi aš žvķ aš byggš verši upp sólarkķsilframleišsla į Ķslandi?


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband