Kínverska vistarbandiđ losađ

China-GDP_2009-2013

Vísbendingar eru um ađ á nćstu árum kunni ađ vera ađ hćgja talsvert á efnahagsuppganginum í Kína. Undanfarin ár hefur a.m.k. dregiđ úr ţeim ofsavexti sem ţar hefur veriđ í vergri ţjóđarframleiđslu. Stóra spurningin virđist vera sú hvort jafnvćgi sé ađ nást - eđa hvort áfram hćgi ţarna á?

Hversu hratt eđa hćgt ţađ kann ađ gerast er ófyrirsjáanlegt. En ţćr ţjóđir sem hafa notiđ kínversku uppsveiflunnar í hvađ ríkustum mćli og stórhagnast á mikilli eftirspurn frá Kína, hafa talsverđar áhyggjur af ţróuninni núna.

Ţar er Ástralía sennilega besta dćmiđ. Hratt vaxandi eftirspurn Kína eftir kolum og járni (fyrir kínversku stáliđjuverin) hefur valdiđ geysilegu góđćri í Ástralíu undanfarinn áratug. En nú hefur hćgt talsvert á efnahagsuppganginum ţar syđra og fyrir vikiđ hefur t.d. nokkrum stórum áströlskum námuverkefnum veriđ slegiđ á frest.

People-Middle-Class-World_2000-2020_2012

Kólnun á hagvextinum í Kína gćti vissulega haft slćmar afleiđingar fyrir ástralskt efnahagslíf. En ţađ er ţó varla ástćđa til ađ örvćnta. Kínverjar eru fjölmennasta ţjóđ heims og ennţá eru mörg hundruđ milljónir Kínverja sem hafa ađ mestu stađiđ utan efnahagsuppgangsins. Ekki virđist ólíklegt ađ á nćstu tíu árum eđa svo bćtist u.ţ.b. 200-300 milljónir Kínverja viđ ţann hóp sem hefur aura afgangs til ađ setja í betra húsnćđi, betra farartćki, meiri fatnađ, meiri mat o.s.frv.

People-Cities-Big_World-China_1975-2025_2012

Ţetta eru risavaxnar tölur! Kínverska millistéttin kann sem sagt ađ stćkka meira nćsta áratuginn en sem nemur öllum Bandaríkjamönnum eđa jafnvel öllum íbúum innan Evrópusambandsins.

Í ţessu sambandi er reyndar áhugavert ađ í Kína hafa í áratugi (og reyndar í aldir) veriđ í gildi ýmsar strangar reglur sem takmarka heimildir eđa tćkifćri fólks til ađ flytjast milli landshluta. Reglurnar fela í sér eins konar vistarband og hafa vafalítiđ haldiđ aftur af borgarmyndun í Kína. Eđa a.m.k. leitt til mun hćgari breytinga á ţróun fólksflutninga ţar en ella hefđi veriđ. Nýveriđ slökuđu kínversk stjórnvöld á ţessum reglum. Ţađ gćti aukiđ enn frekar áhrif markađsbúskapar í Kína og gćti hjálpađ til ađ keyra upp hagvöxtinn. Ţar ađ auki er líka nýbúiđ ađ slaka á ströngum reglum um barneignir. Sem mun örugglega valda fjölgun í ungu kynslóđinni og um leiđ auka eftirspurn eftir alls konar vörum sem barnafólk ţarf og vill. 

China-Middle-Class_2012-2012-forecast

Í ár (2013) verđur hagvöxturinn í Kína líklega á bilinu 7-8%. Sumir voru farnir ađ búast viđ ţví ađ hann myndi á nćstu árum minnka jafnt og ţétt. En hver veit; kannski mun hagvöxturinn ţarna ţvert á móti brátt taka ađ aukast á ný. Hvort ţađ nćgi til ađ koma í veg fyrir efnahagslćgđ í Ástralíu verđur ađ koma í ljós. Ţetta skiptir reyndar heiminn allan miklu máli, ţví ef hagvöxtur verđur brátt lítill í Kína mun ţađ nćr örugglega valda djúpri efnahagskreppu víđa um heim. En ţađ eru sennilega óţarf áhyggjur - eđa hvađ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband