Ábyrgðargjald ÍSAL til Rio Tinto

Vert er að vekja athygli á frétt sem birtist nú í vikunni á vefnum visir.is. Undir fyrirsögninni Tæpir tveir milljarðar frá Straumsvík til móðurfélagsins á síðasta ári. Í fréttinni segir m.a. eftirfarandi (leturbreyting er Orkubloggsins):

RTA-straumsvik-smelter-Iceland-olafur-teitur-gudnasonRio Tinto Alcan [á Íslandi] greiddi móðurfélagi sínu jafnvirði 1,7 milljarðs króna á síðasta ári. Greiðslan var fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu.

„Við greiðum móðurfélaginu fyrir A) tæknilega þekkingu og þjónustu, m.a. vegna rannsókna og þróunarstarfs í kertækniB) aðra sameiginlega stýringu/stjórnunC) ábyrgðargjald vegna ábyrgðar móðurfélags á tilteknum á skuldbindingum,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, í svarinu. „Fjárhæðin var alls 13,1 milljón dollara í fyrra.“ Samkvæmt fréttinni eru þessar greiðslur „til Rio Tinto í Sviss færðar sem rekstrarkostnaður í bókhaldi félagsins og er því ekki skattur tekinn af fjármununum.“

Þarna er sem sagt um að ræða greiðslur upp á rúmlega 13 milljónir USD á einu ári frá álfyrirtækinu hér til erlenda móðurfélagsins. Til samanburðar er ágætt að hafa í huga að á þessu sama ári, 2014, var hagnaður álversins í Straumsvík, vegna framleiðslu og sölu á áli, vel yfir 35 milljónir USD. Og heildarhagnaður álversins þetta sama ár var um tvær milljónir USD. Það sem dró bókfærðan heildarhagnað þarna niður voru fyrst og fremst miklar afskriftir svo og virðisrýrnun. Sem skýrist af misheppnuðum fjárfestingum álversins í að reyna að auka framleiðsluna.

RTA-CEO-alf_barrios

Fyrirtækið er nú komið yfir þann hjalla og er því vel í stakk búið til að mæta niðursveiflunni sem nú er í álverði. Stóra spurningin er svo hversu lengi sú niðursveifla mun vara. Sjálft segist Rio Tinto vera bjartsýnt um þróunina á álmörkuðum. Og ætli sér því að auka alframleiðsluna! Það er því bersýnilega tóm vitleysa að fyrirtækið hafi í hyggju að hætta starfseminni í Straumsvík - enda er Straumsvíkurverið mun hagkvæmara en sum önnur álver RTA.

Aftur á móti er gerð rík sparnaðarkrafa á álarminn hjá Rio Tinto. Og á næsta ári er forstjóra RTA, Alf Barrios, gert að skera niður kostnað um 300 milljónir USD. Þessi niðurskurðarkrafa teygir sig að sjálfsögðu norður til Straumsvikur. Og þess vegna er forstjóri ÍSAL, Rannveig Rist, nú að reyna að halda kostnaði í skefjum - með breytingum á kjarasamningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband