Olíuverð í árslok 2017 verður 20-100 USD

Oil-donkey-intwilightFyrirsögnin hér að ofan endurspeglar álit upplýsingaskrifstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins (EIA). Þ.e. að í árslok 2017 muni tunna af hráolíu seljast á bilinu 20-100 USD.

Þetta þýðir einfaldlega að EIA álítur afskaplega erfitt að fá skýra mynd af olíumarkaðnum. Eins og gildir auðvitað um alla. Enginn getur sagt til um það af einhverri nákvæmni, hvernig olíuverð mun þróast á næstu misserum og árum.

Það eina sem er augljóst að olíuverð getur ekki haldist svo lágt sem nú er til eilífðarnóns. Verðið er núna undir 30 USD/tunnan, sem er undir meðalkostnaði olíu úr núverandi vinnslusvæðum. Og óralangt undir því olíuverði sem nauðsynlegt er til að unnt sé að ráðast í flest ný olíuverkefni.

EIA-Oil-Price-Forecast_2016-2017_Nov-2015En þó svo EIA spái olíuverði á bilinu 20-100 USD/tunnu í árslok 2017, þá álítur EIA þó líklegast að olíuverð fari senn að hækka hægt og rólega. Og verði nálægt 40 USD/tunnu í árslok (2016). Og olíuverðið verði farið að nálgast 60 USD í árslok 2017. Um leið lætur EIA þess getið, að til skemmri tíma litið virðist sem lítil stjórn verði á olíuframboði. Og þess vegna sé mögulegt að verðið muni lengi haldast mjög lágt og jafnvel nálægt 20 USD/tunnu. En að sviðsmyndin geti vissulega orðið allt önnur og olíuverð geti brátt hækkað mikið - og verði jafnvel komið í að allt að 100 USD í árslok 2017.

Þetta er til marks um hversu viðkvæmur olíumarkaðurinn er. Í dag eru framleiddar um 95 milljón tunnur af olíu á dag. En það hvort olíuverð tekur dýfu eða stökk ræðst af mjög litlum sveiflum í framboði og eftirspurn. Sveifla upp á ca. 1-2 milljónir tunna (þ.e. um 1-2%) getur valdið verðsveiflu upp á tugi USD.

IEA-Oil-Supply-Demand_2009-2016_Jan-2016Skv. grafinu hér til hliðar, sem Alþjóða orkustofnunin (IEA) birti í gær, býst IEA við því að framan af 2016 verði daglegt olíuframboð umfram eftirspurn (notkun) sem nemi um 1,5 milljónum tunna. Sem þýði að heimurinn verði að drukkna í olíu. Vegna offramboðs sem þó er einungis innan við 2% markaðarins.

Þessi dramatísku orð IEA eru ekki án tilefnis. Því eins og áður sagði getur furðulítið misræmi milli olíuframboðs og olíunotkunar valdið mjög miklum verðsveiflum. Þess vegna er einmitt fjárfesting í öllu sem tengist olíuiðnaðinum mjög áhættusöm

IEA væntir þess að á síðari hluta ársins (2016) fari að draga saman með framboði og eftirspurn á olíumarkaði. Og þá muni olíuverð sennilega hækka. En áður en það gerist kunni verðið að fara ennþá neðar en nú er. 

China-GDP-growth_2008-2015Það er ekki óhugsandi að olíuverð lækki niður í 20 USD og fari jafnvel ennþá neðar. Nýjustu fréttirnar eru þær að slakinn í kínverska efnahagslífinu er ennþá að stríða mönnum. Þar er m.ö.o. að draga úr hraðanum í vexti vergrar landsframleiðslu (GDP).

Það er þessi þróun sem mun eflaust ráða mestu eða a.m.k. mjög miklu um það hvernig olíuverð þróast á allra næstu misserum og árum. Til lengri tíma litið mun olíuverð þó hækka - og það umtalsvert. Því starfandi olíulindir tæmast smám saman og ekki verður ráðist í ný olíuvinnsluverkefni nema góðar horfur séu á að þau standi undir sér. Og til að svo sé, þarf olíuverð að verða a.m.k. um 60 USD/tunnu og jafnvel nokkru hærra. Sbr. þetta graf. Þess vegna er óhjákvæmilegt að olíuverð hækki umtalsvert - þegar horft er fram í tímann. Vandinn er bara sá að við vitum ekki hversu langur tími líður þar til þetta gerist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband