Fer olían í 120$ í dag?

Það er eitthvað heillandi við það ef olían fer yfir 120 dollara fatið. Olíufatið fór í gærkvöldi í fyrsta sinn yfir 119 USD: Crude Oil Settles Above $119 for the First Time; www.cnbc.com/id/24248268

OilCartoon2

Þetta minnir mig á að fyrir sléttum 2 mánuðum átti ég fund með íslenskum fjárfestum, en þá var olíufatið á 100 USD. Þá taldi ég að líklega væri Boone Pickens of hógvær í sínum spádómum um þróun olíuverðs. Hann spáði að olían myndi lækka, en svo aftur skríða yfir hundrað dollara á 2. ársfj.: Pickens Expects Oil, Natural Gas Prices to Fall; www.cnbc.com/id/23272368/

Sjálfur áleit ég líklegra að olían færi jafnvel í 120 USD "fyrir vorið", eins og ég orðaði það. Er farið að vora?

--------------------- 

Viðbót, skrifuð 24/4: Ouch! Á NYMEX fór verðið hæst í 119.95 USD. Vorið ekki alveg komið ennþá! Sjá: http://news.yahoo.com/s/afp/20080424/bs_afp/commoditiesenergyoilprice


mbl.is Lækkun á hlutabréfum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband