Bjart framundan

wind_energy

Ætlaði að lesa fréttina á vef Economist um íslensku skuldasúpuna. En endaði auðvitað inni á vef Suez Energy, sem eru með auglýsingu á Economist-vefnum: www.energiesofprogress.com/home.php?lang=en

Enn og aftur er endurnýjanleg orka í sviðsljósinu. Og prufið að fara t.d. inn á vef General Electric (www.ge.com). Þarna er um að ræða eitt stærsta fyrirtæki heims, en af vefnum þeirra má helst ráða að hið eina sem þeir telji einhverja framtíð í sé endurnýjanleg orka og þá fyrst og fremst vindorka. Jæja - kannski má segja að þeir sjái líka einhverja möguleika í heilbrigðisgeiranum. En megináherslan er á vindorkuna.

GE-logo

Og þegar litið er á síðustu ársskýrslu GE er hið sama uppi á teningnum. Á forsíðunni er "vindmylla" eða öllu heldur stoltur turn með vindtúrbínu. Og í ávarpi Jeff Immelt, forstjóra og stjórnarformanns GE, virðist uppbygging fyrirtækisins í endurnýjanlegri orku í Asíu vera aðalmálið (ekki síst í Kína).

Sama er uppi á teningnum í sólarorkunni. Fjármagnið streymir í þennan geira. Því miður virðist jarðhitinn ekki njóta jafn mikils velvilja. En ég er engu að síður bjartsýnn um að Íslendingar eigi eftir að gera það gott á því sviði. Og það að hanna og byggja jarðhitavirkjanir er alvöru. Eitthvað annað en þetta leiðinda bankahlutabréfafyllerí, sem heltók þjóðina síðustu árin. Held að við ættum að vera þakklát fyrir fyrirtæki eins og Marel, Össur, Bakkavör, Actavis, Eimskip, Samherja og Decode. 

Læt að lokum fylgja link á forvitnilegt viðtal við Vinod Khosla og félaga í Ausra, sem er með afar framsækna og spennandi tækni (vel þess virði að hlusta á þessa frétt, þó ekki væri nema til að heyra yndislegan ástralskan hreim fréttamannsins). G'day mates!: 

 


mbl.is Súpa seyðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband