Lula!

Ástandiđ er ekki beisiđ í Ameríku ţessa dagana. Né heldur á Íslandi. Hálf slappt líka í Evrópu. Og meira ađ segja á nýmörkuđunum í Kína og Indlandi hafa hlutbréf lćkkađ gríđarlega. Td. hefur SSE-vísitalan í Shanghai falliđ nćrri 50% á rétt um hálfu ári og Sensex í Bombay hefur líka lćkkađ hressilega.

BovespaIndex05_03_05_08

Annađ er uppi á teningnum í Brasilíu. Ađalvísitala kauphallarinnar í Sao Paulo (Bovespa) hefur vissulega sveiflast talsvert undanfarna mánuđi, en sló í dag engu ađ síđur enn eitt metiđ og fór yfir 68.000 stig. Í reynd hefur verđmćti hlutabréfa í Brasilíu nánast vaxiđ sleitulaust allt frá ţví vinstrimađurinn Lula tók viđ forsetaembćttinu fyrir um 5 árum (sbr. grafiđ). Undir stjórn Lula hefur Brasilía orđiđ eitt helsta efnahagskerfi heims og öđlast stöđu sem öflugt olíuríki.

LulaBrazil

Lula er um margt afar sérstakur náungi. Ţessi fyrrum verkalýđsleiđtogi fćddist inní stóra fjölskyldu, ţar sem lífsbaráttan var hörđ og lítiđ um skólagöngu. Hann mun ekki hafa lćrt ađ lesa fyrr en 10 ára gamall og vann sem skóburstari frá 12 ára aldri. Síđar varđ hann áhrifamađur í verkalýđshreyfingunni og ţađan lá leiđin í stjórnmálin.

Ég var í Brasilíuborg um mitt ár 2004. Ţá hefđi mađur átt ađ setja fáeinar krónur í brasilísk hlutabréf. En hvađ um ţađ. Hóteliđ sem ég gisti á stóđ viđ vatniđ, sem er í jađri borgarinnar og ţađan horfđi mađur beint yfir til forsetahallarinnar örskammt frá. Einn daginn birtist Lula á hótelinu til ađ hrista spađana á okkur, sem ţarna sátum á fundi (ţar á međal voru nokkrir hátt settir Brasilíumenn). Og ţá fann mađur ţetta óútskýranlega afl og gríđarlega sjarma, sem sagđur er fylgja sumu fólki. Hef heyrt ţetta sama sagt um Bill Clinton, frá fólki sem hefur hitt hann í eigin persónu. 

BrasiliaCity

Brasilíuborg er engri lík, enda var hún beinlínis skipulögđ og byggđ upp sem höfuđborg landsins, langt inni á brasilísku hásléttunni. Hér til hliđar er mynd af ţinghúsinu; byggingarnar međ hvolfţakinu og skálinni eru ađsetur neđri og efri deilda ţingsins. Í háhýsunum ađ baki eru svo skrifstofur.

Myndin hér ađ neđan er aftur á móti af dómkirkjunni, sem mér finnst mjög flott. Nćst fallegasta guđshús heims á eftir kapellunni austur á Kirkjubćjarklaustri.

BrasiliaDomkirkjan

Brasilíuborg hlýtur ađ vera skylduáfangastađur fyrir arkitekta  - ţó hún sé ekki endilega besta fyrirmynd nútímaborga. En einstök er ţessi borg svo sannarlega og međ margar afskaplega fallegar byggingar.


mbl.is Lćkkun á hlutabréfum vestanhafs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband