Kína ţarf miklu meira

WEO

Í leikskólanum syngja krakkarnir "bílarnir aka yfir brúna, yfir brúna... allan daginn". Og ţađ á svo sannarlega viđ um Kína. Ég hef veriđ svo gćfusamur ađ kynnast vel nokkrum kínverskum "uppum", sem útskýra fyrir manni hreint ćvintýralegan uppgang kínverska efnahagslífsins. Líklega má segja ađ í Kína sé nú ađ sumu leyti ţađ sama ađ gerast eins og í Bandaríkjunum seint á 19. öld. Undir allt öđrum pólitískum öflum ţó. En ţađ sem er sameiginlegt eru sögulega miklar fjárfestingar og mikil eftirspurn eftir orku.

Ţađ sem er jafnvel enn magnađra, er ađ flest ţetta vel menntađa og unga fólk frá Kína virđist sannfćrt um ađ merkasti mađur sem uppi hefur veriđ sé fjöldamorđinginn Maó. Ástćđan er ađ vísu nokkuđ lógísk - margir Kínverjar óttast ađ án stjórnar kommúnistaflokksins muni upplausnarástand verđa i landinu međ skelfilegum afleiđingum.

Chinaimports

Ţegar Bandaríkin urđu efnahagslegt stórveldi var landiđ ađ mestu sjálfu sér nćgt um mikilvćgustu auđlindir. Ţetta á ekki viđ um Kína. T.d. er Kína ţegar orđiđ háđ innfluttri olíu (allt síđan 1993 sbr. stöplaritiđ hér til hliđar). Og umrćđa um ađ minnka losun gróđurhúsalofttegunda verđur nánast hlćgileg ţegar litiđ er til ţess hversu mjög orkunotkun á eftir ađ aukast í Kína á nćstu árum. Og mest aukningin mun koma frá kolum og olíu. Til allrar hamingju hefur sjaldan veriđ framleitt meira af olíu en í dag og viđ skulum rétt vona ađ enn sé langt í peak-oil. Ţví Kínverjar munu ţurfa meira - miklu meira.

0508china_imports

Einmitt ţess vegna hafa kínversk stjórnvöld veriđ iđin viđ ţađ undanfariđ, ađ tryggja sér ć betri ađgang ađ olíu, ekki síst frá Afríkulöndunum. Sbr. myndin hér til hliđar. Takiđ eftir Angóla - einungis eitt Afríkuríki framleiđir meiri olíu en Angóla (Nígería) og hvergi í álfunni er hrađari efnahagsvöxtur. Og spillingin í landinu er hrođaleg.

Shanghai_Freeway

En ţó svo aukin eftirspurn frá Kína eigi ţátt í háu olíuverđi, er vert ađ hafa líka annađ i huga. Ekki ţarf mikinn hiksta i Kína til ađ olíuverđ lćkki snögglega. Og alveg sama hvađ ljósin skína skćrt í Shanghai nú - Kína á eftir ađ lenda í samdráttartímabili. Stóra spurningin er bara hvenćr ţađ verđur? Ţess vegna er og verđur spákaupmennska međ olíu alltaf áhćttusöm. En líka oft ţess virđi!


mbl.is Ein lengsta brú í heimi opnuđ í Kína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband