Tinni og kolafarmurinn

Vćntanlega könnumst viđ flest viđ fréttir af átökunum í Súdan; ţjóđarmorđinu í Darfúr. Ţó svo áratugalöng ţurrkatímabil, hungursneyđir og mikil fólksfjölgun, séu meginástćđan fyrir upphafi ţessa borgarastríđs, er vart ofsagt ađ stríđiđ snúist fyrst og fremst um yfirráđ yfir olíulindum landsins. 

Kolafarmurinn

Ţegar ég heyri Súdan nefnt verđur mér af einhverjum ástćđum alltaf hugsađ til einnar af Tinnabókunum frábćru; Kolafarmurinn. Sú góđa bók segir, eins og alţjóđ veit, frá ćvintýrum Tinna á Rauđahafi og baráttu hans viđ glćpagengi sem stundar ţrćlaverslun međ svertingja frá múslimasvćđum á austurströnd Afríku.

Ég minnist líka myndanna úr ćsku af hungruđum börnum í Afríku međ uppblásin maga. Á áttunda áratugnum geisuđu hrođalegir ţurrkar og hungur víđa í löndum Afríku, einkum suđaustan Sahara. Ţetta olli fćđuskorti en ţrátt fyrir langvarandi hungursneyđir hefur orđiđ gríđarlega fólksfjölgun á ţessum svćđum. Fyrir vikiđ hefur spenna magnast á milli ólíkra ţjóđarbrota, t.d. milli svartra og Núbíumanna í Súdan. Hinir síđarnefndu teljast Arabar (en eru engu ađ síđur afar frábrugđnir Aröbum í N-Afríku og Miđ-Austurlöndum).

sudanmap

Súdan er risaland; 2,5 milljón ferkílómetrar og međ um 40 milljón íbúa. Ţó svo margt liggi ađ baki hörmungunum í Darfúr í V-Súdan, verđur ekki litiđ fram hjá einni helstu ástćđunni; mikla olíu er ađ finna í suđurhluta Darfúr. Yfirráđ í Darfúr hafa ţví mikla efnahagslega ţýđingu. Enn fremur er síaukin olíuvinnsla í Súdan helsta uppspretta fjármagns fyrir vopnakaup, sprengjuflugvélar o.ţ.h. tól., sem kyndir undir stríđiđ sem geysar í landinu.

AfricaOilReserves

Súdan framleiđir nú meira en 500 ţúsund tunnur af olíu daglega. Ţađ eru kannski engin ósköp. En ţó 10 sinnum meira en framleiđslan var fyrir tćpum áratug! Ţar ađ auki er taliđ ađ olíuauđlindir landsins séu um 5 milljarđar tunna, sem ţýđir ađ Súdan býr yfir 5. stćrstu olíubirgđum í Afríku og ţeim 3. mestu af löndunum sunnan Sahara. Dágóđur biti ţađ.

Og enn og aftur koma peningar afrísku olíuríkjanna fyrst og fremst frá Kína. Allt ađ 70% af olíuframleiđslu í Súdan fer nú til Kína, sem fjármagnar stóran hluta framleiđslunnar. Hćgt og fremur hljótt hefur Kína í reynd náđ yfirburđarstöđu á olíumarkađi Afríkuríkja. Og nú eru Vesturlönd ađ vakna upp viđ vondan draum; ćtli ţau ađ fá meiri olíu frá Afríku verđa ţau ađ yfirbjóđa Kína. Og ţađ er ekki bara dýrt - Kína er einfaldlega komiđ međ svo sterk áhrif víđa í Afríku ađ ţessari ţróun verđur etv. ekki snúiđ viđ. Enn ein ástćđan fyrir ţví ađ sífellt fleiri Bandaríkjamenn og Evrópubúar horfa nú til möguleika á nýjum orkugjöfum.


mbl.is Barist í Súdan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband