Barnaskapur í Bananalýðveldi?

Bitruvirkjun

Nú hefur Skipulagsstofnun lagst gegn Bitruvirkjun. Sumir fagna meðan aðrir harma.

Sjálfur þekki ég ekki málið í þaula og hef í raun enga skoðun á virkjuninni. Nema hvað ég er almennt hlynntur því að nýta endurnýjanlegar auðlindir til að skapa orku. Svo lengi sem fjárfestingin er arðbær og skynsamleg virðing er borin fyrir náttúrunni og öðrum hagsmunum, sem á kann að reyna. Jafnframt dáist ég að þrautseigju fólks sem berst við kerfið, eins og hún Lára Hanna hefur verið að gera.

En í mínum huga skiptir þetta álit Skipulagsstofnunar litlu máli. Því miður. Reynslan er sú að stjórnsýsla umhverfismála á Íslandi er brandari. Þegar kemur að virkjanaframkvæmdum hefur hinn pólítíski vilji farið sínu fram. Sama hvaða niðurstöðu opinberar stofnanir, sem hafa það hlutverk að framfylgja lögum, komast að. Man t.d. einhver eftir þessum úrskurði Skipulagsstofnunar:

"Með vísan til niðurstöðu Skipulagsstofnunar sem gerð er grein fyrir í 5. kafla þessa úrskurðar er lagst gegn Kárahnjúkavirkjun ... vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar." 

 

Umrædd virkjun er nú risin og byrjuð að framleiða rafmagn fyrir álver á Reyðarfirði. Það er nefnilega svo að þegar kemur að stóru málunum skiptir álit opinberra eftirlitsstofnana engu máli. Þetta er mikill galli á íslenskri stjórnskipan og ber vott um skort á lýðræðishefð. En kannski er Bitruvirkjun ekki nógu stór framkvæmd til að valdníðslu verði beitt vegna hennar. A.m.k. er virkjunin úti af borðinu... "í bili". 

Sept_11_Liberty

Rétt að taka það fram að þó ég telji að Kárahnjúkavirkjun hafi verið þvinguð í gegn með valdníðslu, var ég sjálfur ekki andstæðingur virkjunarinnar. Það ætti gestabók skálans við Snæfell að geta staðfest. Þar kom ég nefnilega í friðsældinni 11. september 2001 og skrifaði nokkrar hugleiðingar um að líklega væri virkjun við Kárahnjúka skynsamlegur kostur.

sneafell

Kveikti svo á útvarpinu í bílnum til að heyra kvöldfréttirnar. En sambandið var slitrótt. Þó var ljóst að eitthvað mikið hafði skeð í New York. En ég gafst upp á að hlusta á brestina og naut þess í stað haustkyrrðarinnar við Snæfell.

-----------------------

 

Fyrir þá sem ekki muna glögglega eftir afdrifum ákvörðunar Skipulagsstofnunar, þá er úrskurð umhverfisráðherra að finna hér:  www.karahnjukar.is/files/2002_9_27_urskurdur_ur_heild.pdf


mbl.is Bitruvirkjun út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skipulagsstofnun samþykkti Kárahnjúka eftir að ákveðið var að fara eftir ýmsum ábendingum um að minnka umhverfisáhrif hennar. Fólk virðist stöðugt gleyma því en klifar stöðugt á að stofnunin hafi lagst gegn framkvæmdinni.

Það er einfaldlega rangt, því hún lagði blessun sína yfir hana eftir breytingarnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Skipulagsstofnun lagði aldrei blessun sína yfir Kárahnjúkavirkjun. Hins vegar sneri umhverfisráðherra við úrskurði Skipulagsstofnunar frá 1.ágúst 2001 og leyfði framkvæmdina með 20 skilyrðum.

Pétur Þorleifsson , 20.5.2008 kl. 13:09

3 identicon

Það færi þá aldrei svo að við Íslendingar yrðum að reisa hér kola- og olíuorkuver til að anna orkuþörf landsins til atvinnuuppbyggingar.  Þetta mun umhverfissinnum hugnast vel, jafnvel þó að tunnan af olíu verði þá komin langt yfir 200 dollara markið.  Þetta mun væntanlega leiða til  þess að raforkuverð til almennings verði um það bil 15 falt dýrari en nú.  En hvað um það, bara ef hinir svokölluðu umhverfissinnar verði ánægðir, þeim finnst þetta örugglega mun betri kostur en að virkja hér endurnýjanlega orku fallvatna og jarðvarma. 

Nú hvað þá kjarnorkuver?  Við neyðumst líklega til þessa að reisa eitt slíkt hér, ekki satt?

Ég hef alltaf haldið því fram, að ef umhverfissjónarmið eins og þau eru sett fram í dag, fái að ráða, verður Ísland aldrei, ég endurtek; ALDREI, vetnissamfélag, við getum einfaldlega gleymt því.

Hörður Pétursson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:36

4 identicon

Mikil vonbrigði,
en vona samt að leyft verði að virkja

Arnbjörn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband