Úriđ gleymdist á hótelherberginu

tangshan_hotel

Hamfarirnar í Kína rifja upp sögu af gömlum vini fjölskyldunnar. Hann hét Sófus, var Fćreyingur, fćddur ca. 1930 og var i borginni Tangshan í Kína ţegar einhver ćgilegasti jarđskjálfti sögunnar reiđ ţar yfir.

Sófus var staddur á hótelherberginu sínu, á efri hćđum, um miđja nótt í júlí 1976. Hann vaknađi viđ ađ byggingin sveiflađist til, stökk á fćtur og hljóp niđur stigana og út á götu. En fattađi ţá ađ hann hafđi gleymt nýja armbandsúrinu sínu uppi á herbergi. Í öllu fátinu rauk hann aftur inn og tók lyftuna upp, náđi í úriđ og dreif sig niđur aftur!

Ţetta er ekki nákvćmlega ţađ sem á ađ gera ţegar jarđskjálfti ríđur yfir. Og međ ólíkindum ađ rafmagn skuli enn hafa veriđ á hótelinu. Ringulreiđin var algjör og all svakalegt ađ hlusta á Sófus lýsa ţessari lífsreynslu sinni; hvernig borgin hrundi og líkin lágu út um allt.

Tangshan3

Í skjálftanum í Tangshan, sem talinn er hafa veriđ um 8 á Richter-skala og stóđ yfir í meira en 10 sekúndur, nánast hrundi borgin gjörsamlega til grunna. Nokkur hús stóđu ţó eftir, jafnvel lítiđ skemmd, eins og hóteliđ hans Sófusar.

Upptök skjálftans voru rétt hjá borginni á 8-10 km dýpi, en skálftinn fannst langar leiđir. T.d. titrađi land og nokkrar byggingar skemmdust í Peking, í nćrri 150 km fjarlćgđ.

Afleiđingar skjálftans, og annars mjög öflugs eftirskjálfta rúmum hálfum sólarhring síđar, voru skelfilegar. Kínverskum og erlendum tölum um manntjón ber ekki saman, en áćtlađ er ađ 250-700 ţúsund manns hafi látist í skjálftunum tveimur. Og hátt í 800 ţúsund slasast, ţar af 150 ţúsund mjög mikiđ.

mao

Ţetta voru erfiđir tímar í Kína. Landiđ var ennţá mjög lokađ og Maó enn viđ völd (hann lést í september ţetta sama ár). Kínversk stjórnvöld höfnuđu allri ađstođ erlendis frá. 

Af Sófusi er ţađ annars ađ segja ađ hann bjó í Ţórshöfn í Fćreyjum og ţangađ heimsóttum viđ hann nokkrum sinnum međan ég var ca. 11-14 ára, áđur en hann lést.

Eftir smá hressingu fannst Sófusi gaman ađ fara í Maófötin, sem hann hafđi keypt í Kína. Á ţeim dögum gengu nánast allir Kínverjar í slíkum klćđum, húsin voru lágreist og götur borganna fullar af fólki á reiđhjólum. Margt hefur breyst í Kína síđan ţá!


mbl.is Enn hćkkar tala látinna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband