The nuke!

Það er auðvitað athyglisvert að olíuverðið hafi haldið áfram að hækka þrátt fyrir að Sádarnir ætli að auka framleiðsluna. Og þrátt fyrir að horfur séu á samdrætti í bandarísku efnahagslífi. Eftir síðustu færslu um orkudrauma framtíðarinnar, er rétt að koma sér aftur niður á jörðina og horfast í augu við veruleikann.

En eins og Orkubloggið hefur ítrekað bent á eru nýlegar ákvarðanir Arabanna um 300.000 tunna aukningu í mars og nú aukning um 500.000 tunnur, bara ekki nóg til að rétta olíuskútuna af. Heimsframboðið núna er liklega rétt um 86 B en þörfin a.m.k. 87 B og jafnvel meiri.

"B" merkir hér auðvitað "million Barrels pr. day" eða milljón Tunnur á dag. Og enn og aftur verð ég að hamra á því, að verð undir 150 dollurum á tunnu er bara alls ekki neitt sérstaklega hátt. Olíuverðið var orðið kjánalega lágt í sögulegu samhengi og tímabært að "leiðrétting" yrði.

figure_8

En hvað skal gera? Ef heimsbyggðin þarf meiri olíu en framleidd er. En Sádarnir geta ekki eða vilja ekki auka framleiðsluna?

Og þetta á ekki bara við um olíuna. Orkunotkun er sífellt að aukast. Ef olíuframleiðslan er nálægt toppi núna verður þörfin fyrir aukningu annarra orkugjafa ennþá meiri en verið hefur.

Þetta merkir einfaldlega að við þurfum fullt  af nýjum kjarnorkuverum. Og það strax. Orkubloggið leyfir sér enn á ný að vitna í Boone Pickens: "Get the Nuke started!" Þó svo vind- og sólarorka séu í miklum vexti mun sú orka ekki leysa olíuna af hólmi - fyrr en kannski eftir óratíma.

Í dag er kjarnorkan eini raunhæfi valkosturinn. En það tekur langan tíma að byggja kjarnorkuver. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að t.d. Bandaríkin og ekki síður Evrópa taki sig til og byggi fleiri kjarnorkuver án tafar.

Nuclear

68 kynslóðin var útá þekju. Mótmæli gegn kjarnorkuverum leiddu t.d. til þess að hætt var að byggja slík orkuver í Bretlandi og víðar um heim. Þetta stoppaði auðvitað ekki kjarnorkuvopnaframleiðslu og viðbúnaðarkapphlaupið æddi áfram. En þetta olli því að nú vofir orkuskortur yfir heiminum.

Bretland og meginland Evrópu eiga eftir að súpa seyðið af þessari strategíu. Og verða um langan tíma háð Rússum og öðrum enn vafasamari stjórnvöldum langt í austri, um gas og aðra orku þaðan. Má þakka fyrir ef þetta táknar ekki stórkostlega efnahagslega hnignun Vestur-Evrópuríkja. Við sjáum nú þegar mótmælin í Frakklandi og víðar í Evrópu vegna hækkandi olíuverðs. Hvað ætli gerist þegar Rússar byrja að leika sér með að skrúfa af og til fyrir gasið til Þýskalands?

Nuclear_reactors_age

En hvað er að gerast í kjarnorkunni? Í dag eru starfrækt u.þ.b. 440 kjarnorkuver í heiminum (nákvæmlega 439 ver í 31 landi). Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar var uppgangur kjarnorkunnar hvað mestur fyrir um 25 árum. Kjarnorkuslysin í Chernobyl 1986 og á Þriggja mílna eyju (Three mile Island) 1979 voru mikil áföll fyrir þennan iðnað. En eftir að gróðurhúsaáhrif komust í tísku er mögulegt að kjarnorkan hljóti uppreist æru. Enda tala menn nú um "endurreisn kjarnorkunnar".

Nuclear_World_Future

Um 30 ver eru í byggingu. Og önnur  200-300 ver eru á teikniborðinu. Þar af er Kína nú að byggja 4-5 ný ver og fyrirhugar að byggja yfir 100 kjarnorkuver að auki! En í Bandaríkjunum er ekki eitt einasta ver í byggingu! Hvað er eiginlega í gangi þarna fyrir vestan? Augljóslega hugsaði Bush um það eitt að hlaða undir olíu- og hergagnaiðnaðinn. Ekki furða þó margur horfi löngunaraugum til Obama. Enda glæsilegur og bráðskýr náungi.

 


mbl.is Hráolíuverð setur nýtt met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki úrgangurinn sem frá kjarnorkuverum kemur - stærsta hindrunin fyrir fjölgun þeirra ? 

Sævar Helgason, 17.6.2008 kl. 10:16

2 identicon

Bíddu bíddu einhverstaðar las ég það að úraníum væri líka takmarkað hráefni í jörðu...

Varla getur kjarnorkan verið lausn til langstíma litið eða hvað?

gfs (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:18

3 identicon

"Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá".

Margir fullyrða að úranbirgðir jarðar endist aðeins í ca. 40-60 ár til viðbótar. Þetta eru "heimsendaspár", þ.e. svartsýnar spár og ekki staðreyndir. Þessar spár byggja á sama grunni og spár um peak-oil. En spár geta vissulega ræst!

Sjálfur aðhyllist ég þá kenningu að framfarir við endurvinnslu á úrani munu tryggja það, að unnt verði að nota kjarnorku í stórum stíl í a.m.k. 100-200 ár í viðbót. Jafnvel miklu lengur. Það er kannski meiri efi um að mannkynið nái að tóra svo lengi áður en það tortýmir sjálfu sér. Við skulum vera bjartsýn.

Ketill (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég fylgdist einmitt með því þegar Græningjar og Sósíaldemókratar í Þýskalandi gáfu kjarnorkuna upp á bátinn, án þess að hafa nokkuð annað í bakhöndinni. Gerhard Schröder gekk síðan frá þessum frægu gassamningum við Rússa um svipað leyti.

En hvað segirðu um yfirlýsingu Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, um að það væri nóg olía til í heiminum og þetta væri allt saman tilbúningur fjármálaglæframanna á Vesturlöndum, hvernig málum væri komið. Olíuverðið væri orðið fáránlega hátt o.s.frv.?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.6.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband