Hrunið mikla

Jæja - í dag má lesa á Moggavefnum að olíuverð sé að hrynja. Í dag er 15. júlí. Og olíuverðið núna á þessu augnabliki er... 138 dollarar og 25 cent á NYMEX. Sem er 4,77% lækkun frá því sem var við opnum markaðarins.

Oil_price_jun_2008

Kannski rétt að setja þetta "verðhrun" á olíu í samhengi. Olíuverðið fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 110 USD þann 12. mars 2008. Þann 21. maí endaði verðið í fyrsta sinn yfir 130 USD. Þann 6. júní fór verðið í fyrsta sinn yfir 138 USD.

Þann 26. júní fór verðið í fyrsta sinn yfir 140 USD. Og 3. júlí s.l. fór verðið í fyrsta sinn yfir 145 USD. S.l. föstudag (11. júlí) fór verðið á olíutunnuni í fyrsta sinn yfir 147 USD. Ég hygg að verðið þá yfir daginn hafi farið hæst í 147,21 USD. Sem er það met sem stendur enn. Það má vel vera að þarna skeiki einhverjum centum - ég nennti ekki að fletta því upp þannig að þetta er skv. minni.

Það að kalla olíverð upp á rúma 138 USD "hrun" hlýtur barrrasta að vera eitthvert grín. Þetta er einfaldlega sama verð og var fyrir um fimm vikum síðan. Þegar taugaveiklunin vegna Íran og Ísraels var rétt að byrja.

PS: Það tók mig líklega 5-10 mínútur að skrifa þessa færslu. Og nú er verðið á tunnuni á NYMEX 138,34 USD. Hefur sem sagt þotið upp á við síðan áðan! Já - þetta með olíuverðið er allt afstætt. 


mbl.is Hráolíuverð hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband