Rússnesk rúlletta og Olympíuleikar

Eins og sönnum karlmanni sæmir, er eitt upphaldskvikmyndaatriðið mitt úr Deer Hunter. Hvar þeir Mike (Robert De Niro) og Nick (Christopher Walken) spila rússneska rúllettu. Með skelfilegum afleiðingum.

DeerHunterRouletteRDN

Til allrar hamingju hefur það ekki alveg sömu afleiðingar að spila á olíurúllettuna. En eins og Orkubloggið hefur gjarnan minnst á, er nákvæmlega enginn sem hefur hugmynd um hvernig olíuverðið  þróast. Það gæti rokið upp. Og það gæti steinfallið.

Þó svo bloggið hafi sýnt svo mikið innsæi og þekkingu (lesist: heppni) og hagnast um 25% á olíubraski frá áramótum (sem er rúmlega 40% ársávöxtun í dollurum og yfir 50% ársávöxtun m.v. IKR), er bloggið samt í fýlu.

Því gróðinn hefði geta orðið ennþá meiri. Ef bloggið hefði drullast til að lesa kristallskúluna betur þegar verðið fór yfir 140 USD. Mikið vill alltaf meira. Hvort sem er Orkublogg eða stjórnandi i íslenskum banka.

Orkubloggið hefur margoft ítrekað þá skoðun að olíuverð undir 150 USD pr. tunnu sé ekki hátt verð. Miðað við verðbólgu í heiminum undanfarna áratugi og efnahagsuppganginn síðustu árin. En það eru ekki endilega allir sammála manni. Og maður getur ekki unnið allt. Því miður.

 

Cartoon_OilPriceYoYo

Á hverjum einasta degi nota Bandaríkin um 25% allrar olíu, sem framleidd er í heiminum. Þó Bandaríkjamenn séu einungis innan við 5% af fólksfjölda veraldarinnar.

Ef olíuverðið helst eins og núna - eða fer jafnvel neðar - er það sterkt merki um eitt: Spákaupmennirnir eru almennt farnir að veðja á alvarlega kreppu í Bandaríkjunum. Mjög slæma kreppu. Sem muni draga verulega úr eftirspurn eftir olíu. Hvort þeir hafa rétt fyrir sér verður að koma í ljós. Og sama hvernig fer. Sádarnir geta áfram hlegið og strokið á sér bumbuna.

Sennilega eru spákaupmennirnir líka með annað i huga. Nefnilega þá gamalkunnu staðreynd, að þegar land sem upplifað hefur mikinn efahagsuppgang er gestgjafi olympíuleika, hafa eftirmálin oftast verið þau sömu. Gestgjafinn hefur lent í umtalsverðum efnahagssamdrætti í kjölfarið.

DeerHunterWalken

Og skemmtilega tilviljunin er, að þetta hefur gerst með nákvæmlega 20 ára fresti í löndum með einhvers konar semi-kapítalisma. Tvö dæmi um þetta eru þegar Mexíkó hélt leikana 1968 og Suður-Kórea 1988. Í báðum tilvikum höfðu þessu ríki átt afskaplega góðu gengi að fagna fyrir leikana. En svo hallaði undan fæti. Ef það sama gerist í Kína, nú 20 árum eftir leikana í Suður-Kóreu, mun olíueftirspurn hugsanlega minnka verulega. Eigum við að trúa á þetta trend? 


mbl.is Olíuverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband