Norskt žórķn

Olķan hękkaši ķ gęr. En ég get lofaš žvķ aš staša mįla ķ Georgķu hefur žar engin įhrif. Žeir atburšir eru löngu komnir innķ veršiš. Lķklega er hin raunverulega įstęša veršhękkunarinnar, grunur um aš birgšastašan ķ Bandarķkjunum hafi lękkaš. Kemur ķ ljós eftir nokkra klukkutķma.

En ķ dag ętlar Orkubloggiš aš loks aš ljśka umfjöllun um rįšageršir ķ Noregi um aš reisa žórķn-kjarnorkuver.

Eins og allir vita eiga Noršmenn ógrynni af olķu, gasi og vatnsafi. Sönn orkužjóš. Žaš sem kannski fęrri vita er aš Noršmenn standa lķka framarlega ķ kjarnorkurannsóknum. Žeir voru ķ fararbroddi ķ framleišslu į žungavatni, sem sķšar varš einn af lykilžįttunum ķ kjarnorkuvinnslu. Hér gęti Orkubloggiš aušveldlega gleymt sér ķ žvķ aš lżsa dįsemdum žess hvernig žungavatn er notaš. En foršumst žaš ķ bili. Žess ķ staš skulum viš beina athyglinni aš žvķ, aš hugsanlega verša Noršmenn ķ fararbroddi nżrrar kjarnorkutękni. Sem mun byggja į žórķni ķ staš śrans. Tękni sem hefur marga jįkvęša kosti, eins og t.d. var lżst ķ fęrslunni "Žrumugušinn";  http://askja.blog.is/blog/askja/entry/608681/

norway_halden_nuclear_2

Ķ nęrri 60 įr hefur nś veriš rekin alžjóšleg kjarnorku-rannsóknastöš ķ Noregi. Ķ nįgrenni viš Lilleström. Og žar hefur  veriš byggšur kjarnakljśfur, sem senn kann aš verša notašur til aš gera tilraunir meš nżtt eldsneyti: Žórķn.

Einnig var nżlega lokiš viš yfirgripsmikla athugun, į vegum norskra stjórnvalda, į žvķ hvort Noršmenn eigi aš setja enn meiri kraft ķ kjarnorkurannsóknir sķnar. Og hreinlega byggja sérstakt žórķn-kjarnorkuver. Nišurstašan, sem birt var ķ febrśar s.l. (2008), var aš enn vęri of mikil óvissa um framtķšarmöguleika žórķns, sem kjarnorkueldsneytis. Žess ķ staš sé rétt aš hefja vinnu viš aš kortleggja nįkvęmlega žórķnsvęšin ķ Noregi. Žórķnbirgšir ķ Noregi eru įętlašar meš hinum mestu ķ heiminum og fyrsta skrefiš sé aš afla nįkvęmari upplżsinga žar um.

thorium_russia

Žannig aš enn er nokkuš langt ķ aš kjarnorkudraumurinn rętist ķ Noregi. En ekki er unnt aš segja bless viš norska žórķniš, nema fyrst minnast į Noršmanninn Egil Lillestöl. Lęrifašir hans er einmitt ķtalski ešlisfręšingurinn Carlo Rubbia. Sem Orkubloggiš hefur įšur minnst į. Egill žessi er einn haršasti talsmašur žess aš Noršmenn eigi aš verša frumkvöšlar ķ nżtingu žórķn-tękninnar. Žetta sé eina tęknin sem aš einhverju marki geti leyst af hólmi rafmagnsframleišslu meš olķu og kolum - meš tiltölulega öruggum hętti. Og ekki sé eftir neinu aš bķša!

Lillestöl er ešlisfręšiprófessor viš Hįskólann ķ Bergen og sérfręšingur hjį įtómrannsóknastöšinni ķ CERN. Vķsindamennirnir ķ CERN munu einmitt brįtt setja af staš nżja hrašalinn sinn. Sbr. žetta alręmda myndband - sem sżnir hvernig hrašallinn kunni aš valda heimsenda og gera jöršina aš svartholi. Alltaf gaman aš frumlegum heimsendaspįm:

 

 


mbl.is Hrįolķan ķ tępum 114 dölum
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband