Gaztroika

Syrtir enn ķ įlinn ķ orkumįlum Vesturlanda? Nś ķ vikunni kynntu gaspįfarnir žrķr - žeir félagar Gholamhossein Nozari, orkumįlarįšherra Ķranstjórnar, Abdullah al-Attiyah, orkumįlarįšherra Qatar og Alexei Miller, forstjóri Gazprom – um aš nś sé aš rętast draumur žeirra um aš koma į stofn rķkjasamtökum, til aš hafa samrįš um gasframboš.

Gas_Doha

Sem yrši eins konar gas-OPEC, er muni leitast viš aš stżra heimsmarkašsverši į gasi. Bandarķkin og ESB rįku žegar ķ staš upp ramakvein. Žaš er nefnilega svo aš į sķšustu įrum hefur trendiš veriš aš skipta yfir ķ gasiš. Bęši vegna hękkandi olķuveršs og til aš auka fjölbreytni ķ orkunotkun – draga śr olķufķkn Bandarķkjanna og Evrópu. Ķ reynd hefur olķueftirspurnin žvķ aukist hęgar en annars hefši oršiš. Til aš skżra žetta mį t.d. skoša hlutfall orkunotkunar ķ dag og bera žaš saman viš įstandiš fyrir rśmum aldarfjóršungi.

Įriš 1980 nam olķa 45% af allri orkunotkun heimsins og gasiš um 20%. Ķ dag stendur olķan einungis fyrir um 35% orkunotkunarinnar en hlutfall gassins er komiš ķ um 25%. Samtals var žetta hlutfall 65% 1980 en er nś um 60%.

gas_opec_chart

Mįliš er sem sagt aš gasiš hefur oršiš ę įlitlegri kostur og žvķ hefur eftirspurn eftir gasi aukist mun hrašar en eftirspurn eftir olķu. Nefna mį aš kolin hafa nįnast haldiš óbreyttu hlutfalli (um 28%) en notkun kjarnorkunnar aukist (var 2% 1980 en er nś um 7%).

Helsta įstęšan fyrir hinni grķšarlegu eftirspurn eftir gasi er einföld. Aušvitaš sś aš žaš hefur reynst ódżrari og hagkvęmari kostur en olķan. Žetta hefur leitt til stóraukins innflutnings į gasi til Evrópu, ekki sķst frį Rśsslandi. Og nś į allra sķšustu įrum eru Indverjar og Kķnverjar lķka farnir aš horfa til gassins. Žannig aš gasiš sem Evrópu hefur séš streyma til sķn frį Rśsslandi og fleiri löndum ķ Asķu, kann brįšum aš sveigja af leiš ķ gegnum nżjar pķpur til Austurlanda fjęr. Žetta fęr svita til aš spretta fram į mörgu evrópsku enni.

Gas_world_reserves

Ķ reynd er stašan oršin sś aš Rśssar eru komnir meš heljartök į mörgum nįgrannarķkjum sķnum, sem eru oršin hįš gasinu frį žeim. Žar eru nokkur stęrstu lönd ESB innifalin, t.d. Žżskaland. Og nś vilja Rśssar, įsamt Ķrönum og Katörum, nį sterkari tökum į gasframboši og žar meš nį meri stjórn į heimsmarkašsverši į gasi. Meš žvķ aš stofna samtök til aš stżra gasframboši og žar meš veršinu.

Og žó žaš nś vęri. Hver vill ekki fį meira fyrir sinn snśš? Sérstaklega er skemmtilegt hvernig ljśflingurinn Alexei Miller kemur žarna fram sem rķkisleištogi, fremur en fyrirtękjaforstjóri. Orkubloggiš vaknaši upp viš aš bloggiš hefur lķtt minnst į žennan orkurisa. Žvķ bżšur Orkubloggiš nś upp ķ dans meš Gazprom.

Skylt er aš nefna aš mešal annarra leikenda ķ žessum skemmtilega leik žeirra Gazprom-manna er t.d. Alsķr. Samanlagt skaffa Rśssland og Alsķr ESB um 70% af öllu žvķ gasi sem notaš er ķ bandalaginu. Žar er Gazprom žungamišjan. Enda ręšur Gazprom yfir 90% af öllum gasaušlindum Rśsslands, sem eru hinar langmestu ķ heiminum. Žvķ mį nęstum žvķ segja aš Evrópa fįi einfaldlega gasiš sitt frį Gazprom.

Gazprom-Logo-rus.svg

Rśssland er meš meira en fjóršung allra gasbirgša heimsins og Gazprom eitt ręšur yfir 90% af öllum gasaušlindum Rśsslands. Žess vegna er sjaldnast talaš um aš Rśssland sé aš stofna gasbandalag – heldur er žaš Gazprom. Sem vissulega er ķ meirihlutaeigu rśssneska rķkisins – en er engu aš sķšur eins og rķki ķ rķkinu.

Samkvęmt nżlegri śttekt Reuters um fyrirhugaš gasbandalag Gazprom og félaga var nišurstašan sś aš ekkert vęri aš óttast. Rśssar séu efnahagslega hįšir Evrópu um kaup į gasinu og samningar um kaup į gasi séu geršir til langs tķma öfugt viš olķu. Žess vegna sé žetta ķ reynd miklu stöšugri markašur en olķumarkašurinn.

gas_pipelines-eu_asia

Orkubloggiš er fullkomlega sammįla žessari nišurstöšu. Til skamms tķma. En til lengri tķma gęti žessi nišurstaša reynst hiš mesta bull. Vegna legu Rśsslands og annarra stórra gasśtflytjenda frį fyrrum Sovétrķkjunum (t.d. Turkmenistan) er sś “hętta” raunveruleg aš gasiš žašan muni senn streyma eftir pķpum til Kķna og Indlands, fremur en Evrópu.

Bęši Indland og Kķna stefna nś aš žvķ aš auka notkun gass heima fyrir. Sem žżšir aš žessi nettu rķki žurfa aš stórauka innflutning į gasi. Gangi žau plön eftir munu rķsa nżjar gasleišslur frį Rśsslandi og rķkjum ķ Miš-Asķu til bęši Kķna og Indlands. Og žį muni samrįš gasśtflutningsrķkja hugsanlega gera Evrópu erfitt fyrir. Ķ dag yrši svona bandalega kannski ekki įhyggjuefni – en svolķtiš óžęgileg tilhugsun til framtķšar. Svo ekki sé fastar aš orši kvešiš. Žetta er hin yfirvofandi Gaztroika.

putin_medvedev

Gazprom er svo sannarlega gasrisi veraldarinnar. Viš fall Sovétrķkjanna var öllum gasišnaši Rśsslands steypt saman ķ eitt fyrirtęki. Öfugt viš olķuišnašinn, sem var strax skipt nišur į žrjś fyrirtęki. Ķ upphafi lék rśssneski forsętisrįšherrann Viktor Chernomyrdin stęrsta hlutverkiš innan Gazprom, en hann hafši įšur unniš ķ žeim hluta sovéska stjórnkerfisins sem fór meš alla gasvinnslu ķ landinu. Svo fór aš hann lenti ķ deilum viš Boris Yeltsin, sem vildi ašgang aš sjóšum Gazprom og setja žį ķ rķkiskassa Rśsslands. Sem stóš vęgast sagt illa ķ lok 10. įratugarins. Allt frį žvķ félagiš var sett į hlutabréfamarkaš 1994 stóš yfir mikil valdabarįtta um žaš. Enda talsvert ķ hśfi! Aldamótaįriš 2000 tók nżr ljśflingur viš stjórnarformennskunni og heitir sį Dimitry Medvedev. Kannski ekki nafn sem klingir bjöllum – en er reyndar forseti Rśsslands ķ dag.

gazprom_putin_cartoon

Eftir mikiš brask meš hlutabréf ķ Gazprom tókst rśssneska rķkinu aš nį aftur meirihluta ķ félaginu įriš 2004. Og į nś 50,002% hlutabréfanna. Eftir žaš gat Pśtin, žįverandi Rśsslandsforseti, beitt Gazprom aš vild. T.d. meš žvķ aš skrśfa fyrir gasśtflutning til Śkraķnu, eins og fręgt varš.

Nśverandi stjórnarformašur Gazprom – og sį sem tók viš af Medvedev žegar sį varš forseti Rśsslands - heitir Viktor Zubkov. En hann var einmitt forsętisrįšherra Rśsslands įšur en Pśtķn settist ķ žaš sęti. Žessir žrķr ljśflingar höfšu sem sagt stólaskipti. Einfalt og ekkert vesen.

Ķ dag getur Gazprom nįnast lżst sér žannig: “Rśssland – žaš er ég". Fyrirtękiš er uppspretta fjóršungs allra skatttekna rśssneska rķkisins og sķšan ķ jślķ 2007 er žaš meš einkaleyfi į gasśtflutningi frį Rśsslandi.

Russian Oil Production 2006

Eftir aš hafa keypt meirihlutann ķ Sibneft 2005, į Gazprom nś einnig eitt stęrsta olķuvinnslufyrirtęki Rśsslands (heiti Sibneft er nś Gazprom Neft). Vert er einnig aš nefna aš Gazprom į meirihlutann ķ stęrsta einkarekna banka Rśsslands, Gazprombankanum. Og sį góši banki į stęrsta fjölmišlafyrirtęki Rśsslands; Gazprom Media. Skemmtilegt. Ennžį skemmtilegra er aušvitaš aš hinn venjulegi Ķslendingur getur fjįrfest ķ Gazprom ef hann vill. Eftir aš rśssneska rķkiš nįši aftur meirihlutanum ķ Gazprom var nefnilega galopnaš į kaup śtlendinga ķ fyrirtękinu.

Og aušvitaš er Gazprom sjįlft į fullu ķ śtlöndum. Nś ķ haust hafa žeir t.d. fundaš stķft meš olķufélögum og stjórnvöldum ķ Alaska um aš koma aš gasišnašinum žar. Spurning hvaš henni Söru Palin og öšrum góšum Amerķkönum žyki um žį hugmynd aš gasiš frį Alaska berist til “the 48’s” gegnum rśssneskar gasleišslur? Og hver veit nema Rśssalįniš okkar komi beint frį Gazprom.

gazprom_tower

Forstjóri Gazprom, Alexei Miller, hefur lżst žvķ yfir aš stefnan sé aš Gazprom verši fljótlega stęrra en bęši PetroChina og ExxonMobil. Ž.e. stęrsta orkufyrirtęki heims į hlutabréfamarkaši.

Žvķ er ekki aš undra aš uppi eru įętlanir um nżjar og glęsilegar höfušstöšvar fyrir einn hluta Gazprom. Ķ Skt. Pétursborg, į bökkum įrinnar Nevu og gegnt Smolny dómkirkjunni, stendur til aš byggja "Gazprom City". Hvar 400 m hįr turn Gazprom Neft, ķ formi gasloga, mun gnęfa yfir žessari merku borg. Meira um žaš arkķtektasukk sķšar.

PS: Eldri fęrslu um fyrirhugašar gasleišslur frį Rśsslandi til Evrópu mį lesa hér:   http://askja.blog.is/blog/askja/entry/601343/


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Stefįn Gunnarsson

Vildi bara žakka fyrir mig, hef haft virkilega gaman aš lesa žessar greinar žķnar.

Stefįn Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 19:36

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband