Tröllaorka

Katie_Melua_Troll

Žeir sem ekki lifa og hręrast ķ heimi olķusullsins kunna aš spyrja sig aš žvķ, hvaš ķ ósköpunum Katie Melua, orkulindir noršursins og norsk tröll eiga sameiginlegt. Svariš er aušvitaš aš öll koma žau saman į hafsbotni – į 300 metra dżpi – til aš njóta tónlistar. Meira um žaš sķšar.

Orkubloggiš ętlar į nęstu dögum aš snobba svolķtiš fyrir Noršmönnum. Og byrja į žvķ aš dįst aš fegurš norskra trölla. Sem eru allt annars ešlis en hśn Grżla gamla eša Gilitrutt. Žvķ žótt bęši ķslensku og norsku tröllin séu sögš bśa ķ fjöllunum, hafa hin norsku tröll fęrt sig um set. Śt į haf. 

Tröllasvęšiš s.k. ķ norsku efnahagslögsögunni, rśmlega 30 sjómķlur vestur af Bergen, er mesta gasvinnslusvęši Noršmanna. Žar į sér lķka staš mikil olķuvinnsla. Žessar aušlindir fundust fyrir 30 įrum, byrjaš var aš huga aš vinnsluleyfum ķ kringum 1980 og loks kom aš žvķ aš norska Stóržingiš samžykkti įętlun um einhverja almestu olķu- og gasvinnslu Noregs. Og einungis hįlfum įratug sķšar var bśiš aš smķša žaš sem til žurfti - žar į mešal einhvern svakalegasta borpall sögunnar. Gas og olķa tók svo aš streyma upp į yfirboršiš 1996.

troll_map

Sökum žess aš dżpi į žessum slóšum er hressilega mikiš, um 300 m, og vešur vįlynd, žurftu menn aš smķša sérstaklega sterka og öfluga borpalla.

Tęknin ķ kringum 1980 fólst ķ "fķngeršum" stįlpöllum, en óttast var aš slķkir pallar myndu ekki žola ašstęšurnar į svęšinu. Nišurstašan varš aš śtfęra s.k. Condeep-hönnun, sem fram til žessa hafši reyndar einungis veriš nżtt viš smķši mun minni borpalla.

Condeep-pallurinn į Tröllasvęšinu, sem nefndur er Tröll A, teygir sig upp af 300 m dżpi og meira en 150 metra upp śr sjónum. Eins og risastórt hįhżsi - eša "flottur riddarakastali" eins og strįksi minn kallar hann. Pallurinn hvķlir į grķšarmiklum steinsteyptum sślum, sem var žrykkt 35 metra nišur ķ hafsbotninn. Žetta er svo sannarlega alvöru tröll eša risi. Eša nśtķma riddarakastali.

TrollA_towed_2

Į Tröllasvęšinu eru nś žrķr stórir borpallar. Sem kallašir eru Tröll A, Tröll B og Tröll C. Trölli A var komiš fyrir įriš 1995 og var žį stęrsta hreyfanlega mannvirki sem nokkru sinni hafši veriš smķšaš ķ heiminum. Enda hefur tröllinu veriš lżst sem einhverju mesta verkfręšiundri sögunnar.

Sjįlf smķšin fór fram nokkuš vķša, en pallurinn var aš mestu settur saman ķ išnašarbęnum Vats ķ Rogalandshéraši ķ V-Noregi. Žašan var Tröll A, meš öll sķn 656 žśsund tonn, einfaldlega dreginn į įfangastaš. Eins og sjį mį į myndinni hér til hlišar.

Žessi gķgantķski borpallur į aš geta rękt hlutverk sitt ķ a.m.k. 70 įr. Enda eru gaslindirnar į svęšinu grķšarlegar. Tröll B og Tröll C eru ekki alveg jafn miklir risar; Tröll B er s.k. hįlfljótandi borpallur en Tröll C er fljótandi pallur, sem festur er meš e.k. akkerum. Žeir Trölli B og C hófu vinnslu 1995 og 1999.

troll platform

Til aš sękja gasiš og olķuna į Tröllasvęšinu žarf aš bora 1,5 km nišur ķ hafsbotninn. Žar liggja kolvetnin ķ vķšįttumiklum en nįnast "öržunnum" lögum - sem einungis eru um 25 metra žykk. Til aš nį sem mestu af gasinu og olķunni upp į yfirboršiš, er fyrst boraš žessa 1.500 metra beint nišur og sķšan haldiš įfram og boraš lįrétt. Lįréttu göngin eša borholurnar geta veriš allt aš 3 km į lengd og jafnvel lengri.

Framleišslan į Tröllasvęšinu jókst hratt og var fljót aš nį hįmarki. Žaš geršist strax įriš 2002 og sķšan žį hefur dregiš śr framleišslunni.  Žaš er nefnilega veruleg kśnst aš samhęfa vinnsluna. Žvķ of mikil vinnsla į einum staš getur dregiš stórlega śr vinnslu į öšrum staš. Meš skerti nettóafkomu.

Žetta er žvķ eins konar kolvetnis-lķnudans, žar sem tröllin žrjś žurfa aš sżna glęsilegar jafnvęgiskśnstir. Um mitt sķšasta įr (2007) įkvįšu norsk stjórnvöld aš setja 2 milljarša USD ķ aš auka framleišslugetuna į svęšinu. Gnęgš af olķu og gasi er fyrir hendi žarna og mun endast ķ marga įratugi enn. Trikkiš er aš nį gumsinu upp meš sem ódżrustum hętti.

Gert er rįš fyrir aš olķan į Tröllasvęšinu nemi alls um 1,5 milljarši tunna og svęšiš verši tęmt į įrabilinu 2020-30. Og menn telja og aš žarna sé unnt aš vinna um 1.300 milljarša teningsmetra af gasi – og aš gasvinnslunni ljśki um 2050. Žį veršur einmitt brįšum kominn tķmi į Tröll A.

TrollA_Eiffel

Tröllasvęšiš meš hinu žrķhöfša trölli A, B og C śtvegar nś milljónum Evrópubśa gas. Gasinu er fyrst dęlt um gasleišslu eftir hafsbotninum žessa 60 km austur til Kollsness, sem er skammt frį Bergen. Eins og sjį mį į kortinu hér ofar ķ fęrslunni. Og žašan fer gasiš įfram eftir gaspķpum frį Noregi til Evrópu, til žeirra sem žurfa orkuna.

Žaš er Shell sem er stęrsti erlendi eigandinn aš vinnslunni į Tröllasvęšinu, meš um 8% hlut. Nokkur önnur erlend olķufélög eiga svo smęrri bita ķ žessu miklu orkuęvintżri Tröllanna. Žar į mešal eru franska Total og bandarķska ConocoPhillips. En norsku StatoilHydro og Petoro fara aušvitaš meš meirihlutann ķ žrķhöfšanum - heil 86%. Rétt eins og Ķslendingar eiga meirihluta i įlverunum... not!

Aušvitaš er ekkert ķslenskt fyrirtęki hluti af starfseminni žarna į Tröllasvęšinu. Olķuęvintżriš ķ Noršursjó hefur af einhverjum įstęšum hvorki heillaš ķslensk stjórnvöld né ķslensk verkfręšifyrirtęki eša verktaka. Enda örlķtiš tęknilegri framkvęmdir en skóflur og skuršgröfur. Til allrar hamingju hefur oršiš til mikil žekking og reynsla hjį żmsum ķslenskum fyrirtękjum į nżtingu vatnsafls og jaršhita. Og gaman af žvķ aš Ķslendingur įtti t.d. hagstęšasta tilbošiš ķ hönnun Kįrahnjśkastķflunnar; Pįlmi Jóhannesson. En Orkublogginu žykir mišur aš Ķslendingar skuli alfariš hafa lįtiš olķu- og gasęvintżriš i tśnjašrinum framhjį sér fara.

Katie_Melua_2

Upplagt aš ljśka žessu meš žvķ aš nefna söngfuglinn Katie Melua. Og ęvintżri hennar, žegar hśn heimsótti tröllin žarna djśpt undir yfirborši sjįvar. Žaš var ķ október 2006 aš menn héldu upp į 10 įra afmęli gasvinnslu hjį Trölli A. Og bušu Katie aš smella sér meš lyftunni nišur ķ einn af fjórum steinsteypustólpunum, sem Tröll A hvķlir į.

Žarna 300 metrum nešan sjįvarmįls raulaši Katie m.a. "Closest Thing To Crazy" meš gķtarinn sinn fyrir Norsara ķ raušgulum samfestingum. Og aš eigin sögn mun hśn barrrasta hafa haft alveg žręlgaman af žessum óvenjulegu tónleikum, stelpuskottiš.

http://www.youtube.com/watch?v=7P_vOPR78FE


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Óskar Žorkelsson

tak fyrir fróšlega grein.

Troll A,  er notašur aš ég best veit sem stefnuviti fyrir flugleišir žegar flogiš er til Oslo.. eša žaš er bara tilviljun aš flogiš er yfir hann og svo Bergen strax į eftir ķ ašfluginu aš Gardermoen.. ég hef margoft séš hann fyrir nešan vélina.. śr 30.000 fetum er hann samt stór.. eins og eyja hreinlega. 

Óskar Žorkelsson, 30.10.2008 kl. 18:25

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband