Fláráđur og vinir hans

"Je veux devenir calife ŕ la place du calife". Ţannig hafa margir látiđ sig dreyma. T.d. dreymir nú margan íslenskan stjórnmálamanninn um digran bankastjórnar-bitling. Og Fláráđ stórvesír dreymdi um ađ verđa kalífi. Rétt eins og gömlu olíurisana hefur lengi dreymt um ađ komast aftur yfir olíuna i Írak.  Og nú rćtast draumarnir hver á fćtur öđrum. Međan almenningur stendur, horfir á og blćđir.

iznogoud_all

"Ég vil verđa kalífi í stađ kalífans!". Hver man ekki eftir ţessari yndislegu setningu hans Fláráđs stórvesírs. Eđa Iznogoud eins og hann heitir í upprunalegu frönsku útgáfunni. "Is-no-good"! Í teiknimyndasögunum um ţrenninguna sprenghlćgilegu; hinn sípirrađa og gráđuga skíthćl Fláráđ stórvesír, hinn ljúfa en vitgranna ađstođarmann hans og grunlausu fitubolluna hann Harún kalífa.

Nú sýnist manni Ísland skyndilega lent í einu allsherjar Iznogoud-ástandi. Ţar sem hefnigjarnir gamlir stjórnmálamenn og gráđugir bankastjórar sameinast í ađ vera klónar af stórvesírnum sjálfum. Honum Fláráđi.

Og ţađ er ekki leiđum ađ líkast. Í dag er Fláráđur auđvitađ snilldartáknmynd fyrir gömlu stóru olíufélögin. Sem nú keppast um ađ komast yfir einhverjar mestu olíubirgđir heimsins. Hinar svakalegu olíulindir í Írak.

oil_world_eni

Eins og sjá má á myndinni hér til hliđar er olíuveröldin í reynd tvískipt. Annars vegar eru gömlu bandarísku olíufélögin, ásamt nokkrum evrópskum kunningjum, sem öll hafa mikla reynslu og tćkniţekkingu en vantar ađgang ađ nýjum olíulindum. Hins vegar eru nýju ríkisolíufélögin, sem ráđa yfir öllum stćrstu olíulindum heimsins.

Mitt í valdabaráttu ţessara tveggja fylkinga liggur einskismannslandiđ Írak. Sem ekki er enn útséđ međ í hvorri klíkunni lendir. Ţađ munskipta gríđarlegu máli. Í Írak er ađ finna nćstmestu olíubirgđir heimsins. Einungis Sádarnir eiga meiri birgđir (og auđvitađ Kanada ef olíusandurinn er talinn međ).

Cartoon_bush_iraq_oil

Nýjustu fréttir eru reyndar ţćr, ađ í Írak kunni jafnvel ađ vera ennţá meiri olía en í arabíska sandinum. Ţess efnis ađ allt ađ 350 milljarđar tunna af olíu eigi eftir ađ finnast í Írak! Sem er hressilega meira en ţćr skitnu 215 milljarđar tunna sem Sádarnir líklega eiga. Orkubloggiđ barrrasta svitnar af sćlu viđ ţessa tilhugsun.

Ţeim sem ráđa á Vesturlöndum hryllir viđ ţeirri tilhugsun ađ olíulindirnar í Írak lendi undir hrammi enn eins ríkisolíufélagsins. Eins og málin hafa ţróast undanfariđ, bendir allt til ţess ađ íraski olíuauđurinn eins og hann leggur sig, hafni í fađmi gömlu olíurisanna. Sem Orkubloggiđ leyfđi sér nýlega ađ kalla dvergana sjö.

Cartoon_iraq_oil

Nú sjáum viđ sem sagt möguleikann á upprisu dverganna. Eftir innrás Bandaríkjanna í Írak upphófst mikiđ baktjaldamakk vestur í Washington. Um ţađ hvernig skyldi fariđ međ olíulindir Íraka. Gömlu afkvćmi Standard Oil auđvitađ slefuđu yfir ţví ađ komast í ţetta massífa gums. Međan ađrir töldu heppilegra ađ íraska olían yrđi heldur í höndum nýfrelsađra  Íraka - og vildu einkavćđa olíuiđnađinn í Írak međ ađkomu íraskra fyrirtćkja.

Svo fór ađ sjónarmiđ gömlu olíufélaganna urđu ofaná. Kannski ađallega vegna ţess ađ mennirnir í Vesturálmunni voru međvitađir um "hćttuna" sem annars gćti skapast - ađ skyndilega myndu írösk yfirvöld ţjóđnýta olíulindirnar. Og kannski byrja ađ selja olíuna til Kínverja, Indverja eđa annarra álíka vandrćđagemsa. Vitađ er ađ Kínverjar voru u.ţ.b. ađ landa slíku samkomulagi viđ Saddam Hussein, skömmu fyrir innrásina í Írak.

Cartoon_Bush_iraq

Nei - ţetta skyldi sko ekki gerast. Ţarna var komiđ dásamlegt tćkifćri til ađ styrkja gömlu, góđu vestrćnu olíufélögin - og tryggja sér ađgang ađ einhverjum  mestu olíulindum heimsins.

Um leiđ myndi Vesturlöndum hugsanlega takast ađ klekkja á ofurvaldi OPEC-ríkjanna. Međ ţví ađ nota írösku olíuna til ađ neyđa OPEC til ađ lćkka olíuverđiđ.

Ţar međ myndu Bandaríkin og önnur lönd í vestrinu hugsanlega ná aftur ţví mikla valdi á olíumörkuđunum, sem ţau misstu í kjölfar orkukreppunnar 1973 og klerkabyltingarinnar í Íran1979.

Ţarna er ađ rćtast ekki ósvipađur draumur og ljúflingurinn Fláráđur stórvesír hafđi - um ađ verđa kalífi í stađ kalífans! Kannski verđur óhamingja Íraka, sem í áratugi máttu ţola harđstjórn Saddam Hussein, til ţess ađ viđ ljúflingarnir á Vesturlöndum fáum aftur ódýra olíu. Og getum nýtt hana sem eldsneyti á enn eina bóluna og stađiđ keik, enn um sinn.

Já - kannski renna hinir "gömlu og góđu" dagar upp á ný. Í sumar var Pentagon einmitt búiđ ađ ákveđa ađ Shell, BP, ExxonMobil, Chevron og Total gćtu byrjađ ađ stinga fingrunum í Íraska jörđ. Svo skemmtilega vill til ađ ţetta eru einmitt sömu olíufélögin og lengi vel réđu yfir olíunni í Írak. Í reynd allt fram til ţess ađ Saddam Hussein ţjóđnýtti gumsiđ áriđ 1972. Rétt fyrir olíukreppuna, sem Orkubloggiđ nefndi einmitt í síđustu fćrslu.

iznogoud_angry

Fjárans delanum honum Saddam tókst nefnilega ađ fleygja vestrćnu olíufélögunum burt - og var ađ ţví leyti árangursríkari en íraski hershöfđinginn Abd al-Karim Qasim, sem reyndi hiđ sama áriđ 1961. Fyrir vikiđ varđ Saddam ţjóđhetja í Írak - tímabundiđ - og styrkti sig mjög í endalausri valdabaráttunni ţar í landi.

Ţví miđur fékk ţetta fína plan Pentagon ekki snurđulausan framgang. Einhverjir hundleiđinlegir öldungadeildarmenn vestur í Washington ţurftu ađ skemma planiđ hjá Pentagon. Međ ţví ađ byrja ađ nöldra um óeđlileg hagmunatengsl. Og ţar međ fresta örlítiđ ţessari fínu fléttu hjá Pentagon.

En ţađ er huggun harmi gegn ađ nú í lok september - ţegar allir voru hćttir ađ huga um annađ en forsetakosningarnar ţarna vestra - fékk Shell loks samning um ađgang ađ olíulindum í Basra.

Og nú í byrjun nóvember - fyrir örfáum dögum - bárust ţćr fréttir ađ Shell hefđi ađ auki fengiđ einkarétt til 25 ára ađ mestöllum olíu- og gaslindum í suđurhluta Íraks. Ţannig ađ ţetta er allt í áttina. Nú verđur spennandi ađ sjá hvađa félag fćr olíuna í Kirkuk!

Já - hann Fláráđur virđist barrrasta vera orđinn kalífi. Kannski ekki í Bagdad ennţá - en a.m.k. í Basra.

vofa-davids

Og íslensku pólitíkusarnir eru aftur ađ komast í bankaráđin sín. Og sumir náđu bönkunum úr höndum "óreiđumannanna" og "götustrákanna". Gripu tćkifćriđ og kaffćrđu Glitni - og svo restina. En kannski voru íslensku bankarnir ađ drukkna hvort sem var...

Allt gerđist ţetta án ţess ađ íraska ţjóđin eđa íslenska ţjóđin vćru spurđar álits. Ţetta er eitthvađ svo sćtt. En auđvitađ hvílir ennţá skuggi óvissu yfir Fláráđum heimsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir enn eina frábćra grein.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 02:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já ţetta er hinn skelfilegi veruleiki spillingar og grćđgi, sem aldrei sést stafkrókur um í fjölmiđlum eđa ţá fólk ţorir ekki ađ hugsa um. Viđ erum Írakar norđursins og verđum frjáls og hrein svo lengi sem auđöflum heimsins ţóknast. Nú virđist sem loks sé komiđ ađ okkur ađ lúta í duftiđ og hleypa strompalandslagi heimsvaldaklíkunnar ađ. Hér ganga nytsamir sakleysingjar og lýđskrumarar hver umm annan ţveran í ađ uppfylla sína prívat blautu stórvesíradrauma.

Spillingin blómstrar sem aldrei fyr.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 08:11

3 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

skemmtilegur pistill. 

Óskar Ţorkelsson, 15.11.2008 kl. 12:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband