Drekinn og demanturinn

DiamondOffshoreLogo

Orkubloggið er oftast nokkuð bjartsýnt. Eins og í síðustu færslu þegar bloggið veðjaði á Drekasvæðið. Og það jafnvel þótt bloggið væri þá þegar meðvitað um það sem demanturinn Lawrence Dickerson sagði fyrir um mánuði síðan.

Tilefni ummæla Dickerson's var níu mánaða uppgjör olíuleitarfyrirtækisins öfluga Diamond Offshore Drilling. Þá lét hann Larry, sem er forstjóri Demantsins, eftirfarandi orð falla vegna spurninga frá Thomas nokkurn Curran frá Wachovia Capital:

Wachovia Capital: “As you look out across the countries that are poised to open up offshore acreage for the first time, such as Iceland, which of those are you guys most excited about in terms of potential 2010-2011 incremental demand?

Dickerson_Diamond

Larry svaraði að bragði – og talaði þokkalega skýrt: "I think we're a ways away from some of these frontier places, like Iceland, getting out to actually awarding leases where oil companies begin contracting for us. I mean, we're most excited about just Southeast Asia, more countries that may have explored in the past that are ramping up production.”

M.ö.ó. þá er Drekasvæðið of mikið nýjabrum í augum Demantsins.

Reyndar bætti Larry við: “We took a jack-up down to Argentina, the Ocean Scepter, which is first offshore rig to return there in some time. And we had President Kirchner come out and she came on board the rig, so it was a big deal for the country (Cristina Fernandes Kirchner er forseti Argentínu). And those are the kind of things that I see in 2010-2011. I just think we're a long ways away from east coast to the US, and Iceland and Falklands and those kinds of places."

Cristina_Kirchner_Argentina

Iceland and Falklands and those kinds of places! Fjárans sjálfumglaði fýlupoki, segi ég nú bara. Enginn ljúflingur þarna á ferð. Ljótt ef kreppan hefur fleygt okkur niður á eitthvert Falklandseyja-level.

Kannski þarf Larry bara að fá smá hvatningu frá þeim Óla og Dorrit til að koma hlaupandi með borpall hingað norður í rass. Hann virðist soldið spenntur fyrir forsetum. En kannski bara kvenforsetum? Eins og henni Kristínu Kirchner.

Orkublogginu þykir það auðvitað spælandi að menn skulu ekki vera spenntari fyrir Drekanum okkar. Diamond Offshore Drilling þarna westur í Houston er vissulega ekki kóngur eins og Schlumberger eða drottning eins og Transocean. En Demanturinn er nú samt ekki bara eitthvert peð, sem maður getur bara fussað yfir.

Offshore_rig_market_share

Reyndar er Schlumberger yfirleitt ekki talið með þegar menn bera saman olíuborunarfyrirtækin – þeir eru í flestu öðru og því ekki nándar nærri eins sérhæfðir eins og t.d. Transocean, Noble eða Demanturinn. Því má segja að Transocean sé núna - eftir nýlega yfirtöku á GlobalSantaFe – langstærst í þessum bransa. Með rúmlega 20% markaðarins. Þar á eftir koma svo nokkur öflug fyrirtæki – öll með meira en 5% markaðshlutdeild – og meðal þeirra er einmitt Diamond Offshore Drilling.

Demanturinn - Diamond Offshore Drilling - getur rakið upphaf sitt til 6. áratugarins og er nú skráð á hlutabréfamarkaðnum í New York. Þar sem verðið hefur nánast hrunið nú á tímum lækkandi olíuverðs. Sem þýðir líklega ekkert annað en dúndrandi kauptækifæri í þessu snilldar olíuborunarfyrirtæki.

dod_chart

Larry Dickerson og félagar hans hjá Demantinum eru nefnilega með afskaplega gott safn af borpöllum. Þó svo þeir hafi reyndar skutlast með einn tjakk-pall suður til Argentínu, hafa þeir lagt mun meiri áherslu á fljótandi palla, sem nýta má við fjölbreyttar aðstæður. M.a. við djúpboranir á meira en 3 km dýpi og allt að 200 sjómílur frá landi. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir þessum flotpöllum, enda menn farnir að leita æ lengra út a djúpið.

Þessi tækni er auðvitað ekkert annað en tær snilld. Orkubloggið leyfir sér að fullyrða að þótt Demanturinn sé aðeins með um 6% markaðshlutdeild í borpallaútgerðinni (m.v. 20% hjá Transocean), þá sé Diamond Offshore Drilling málið í þessum bransa. Af pöllunum þeirra 45 eru 2/3 fljótandi – heil 30 stykki - og gætu þeir orðið hrein gullnáma á næstu árum.

Og þó svo Demanturinn virðist ekki spenntur fyrir Drekasvæðinu, er bloggið á því að ekki muni líða langur tími þar til nokkrir fljótandi borpallar verða komnir inná Drekasvæðið, djúpt norðaustan við Ísland.

semisubmersible_oil_rigs

En það væri mikil skömm ef Íslendingar sjálfir leigja sér ekki a.m.k. einn svona pallræfil – til að vera með í olíu-lottóinu. Jafnvel þó að dagsleigan sé ca. 5-600 þúsund dollarar nú um stundir.

Af hverju láta útlendingana hirða kúfinn af olíugróðanum? Ef einhver verður. No pain - no gain!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Áhugavert. En hefur ekki lágt olíuverð núna og lánsfjárkreppa þau áhrif að það verður erfitt að fjármagna olíuleit og vinnsla verður kannski ekki talin arðbær fyrr en olíuverð hækkar aftur - sem það hlýtur að gera

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.11.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ástandið núna gerir alla fjármögnun á olíuleit erfiðari. Aftur á móti hafa verðsveiflurnar á olíunni núna ekki áhrif á arðsemi framkvæmda á Drekasvæðinu. Fjárfestingar í leit og vinnslu þar munu taka mið af spám um hvernig markaðurinn verður eftir ca. 10 ár - eða um og upp úr 2015.

Ketill Sigurjónsson, 19.11.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Er það þá ekki ávísun á olíukreppu eftir 3 - 4 ár. Svona þegar fjármálakreppan er yfirstaðin, en þeir búnir að dragast aftur úr með nýboranir?

Júlíus Sigurþórsson, 20.11.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Sennilega hárrétt athugað, Júlíus. Of lítil fjárfesting hefur lengi verið vandamál í olíuiðnaðinum. Og það skánar líklega ekki nú í kreppunni. Þannig að þegar hjólin fara að snúast á ný í efnahagslífinu, gæti olíuverðið rokið upp úr öllu valdi.

Ketill Sigurjónsson, 20.11.2008 kl. 06:32

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ketill. getur ekki verið að það sé stefnan? Svo dæmi séu tekinn þurfa ekki Venúsúela, Íran og Rússland að fá 90 dollara fyrir fatið til þess geta staðið við skuldbindingar sínar heima fyrir? ofan á þetta eru flestir til í að halda verðinu háu nema þá kannski Sádarnir sem óttast alternative fuel.

Fannar frá Rifi, 20.11.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ástandið núna er að verða svo absúrd að maður lætur helst alveg vera að spá. Nú riðar ameríski bílaiðnaðurinn til falls!

En það er vitað mál að lækkandi olíuverð leggst þungt á marga stærstu olíuframleiðendurna. Ráðamenn í ríkjum eins og Indónesíu, Venesúela, Íran ofl. löndum eyða stjarnfræðilegum upphæðum í að niðurgreiða eldsneyti heimafyrir. Eyða mest öllum olíugróðanum í niðurgreiðslur heima - til að friða almenning og halda völdum.

Þess vegna er líklegt að OPEC dragi senn úr framleiðslunni. Til að lyfta verðinu upp.

Ketill Sigurjónsson, 20.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband