Vinur í Vestri?

Orkubloggiđ spáir ţví ađ heimurinn muni skiptast í tvennt, hvađ snertir nýjar orkulindir. Ameríka og Evrópa annars vegar og restin af heiminum hins vegar. Eđa kannski öllu heldur í ţrennt. Ţví Evrópa stendur frammi fyrir mikilli óvissu.

obama-new-energy

Bandaríkin standa nokkuđ vel međ gasiđ. Bandaríkjamenn munu ţar ađ auki leggja mikiđ fé í ađ hćkka hlutfall endurnýjanlegrar orku. Og jafnvel bráđlega fara fram úr Evrópu í ţví sambandi. Höfuđáherslan verđur ţó á ađ auka hlutfall gass sem orkugjafa. Og um leiđ byggja upp hreinni kolaiđnađ og líklega einnig ný kjarnorkuver.

Ţannig munu Bandaríkin (og Kanada) smám saman ná ađ minnka olíuţörf sína enn frekar - ţrátt fyrir síaukna orkuţörf. Og Bandaríkin smám saman hćtta ađ vera háđ olíunni frá Miđ-Austurlöndum. Í framtíđinni mun innlend bandarísk olía, ásamt innfluttri olíu frá Kanada, Mexíkó og Brasilíu hugsanlega ađ mestu fullnćgja olíueftirspurn Bandaríkjanna. Ásamt einhverjum innflutningi frá Vestur-Afríku. Veröldin mun ganga sinn vanagang en vissulega breytast. 

nuclear_windKínverjar, Indverjar og Rússar munu aftur á móti fara "skítugu leiđina". Auka rafmagnsframleiđslu međ nýjum brúnkolaverum og fjölda kjarnorkuvera - og sitja uppi međ olíuna sem orkugjafa fyrir bílaflotann.

Orkubloggiđ álítur ađ ţessar ţjóđir muni ekki geta byggt upp hagkvćman og nýjan samgöngu-iđnađ nema á mjög löngum tíma og ţví sitja fastar í gamla farinu. Ekki síst af ţví minnkandi eftirspurn frá Bandaríkjunum mun draga úr hćkkunum á olíuverđi. Ţađ mun lengja ţann tíma sem olían verđur ódýrasti orkugjafinn fyrir hin vanţróađri ţjóđfélög. Sem ekki taka umhverfiskostnađ inn í verđiđ.

barack_stimulus_money

Leiđ Bandaríkjanna verđur nokkuđ dýr til skamms tíma, en mun vćntanlega skapa mikiđ af nýjum störfum og margborga sig til lengri tíma litiđ - bćđi fyrir efnahaginn og umhverfiđ. Vonandi má síđar rekja upphaf bandarísku orku-endurreisnarinnar til ţess ađ Obama varđ forseti í ársbyrjun 2009. Vonandi lognast viđleitni hans til breytinga ekki út af, eins og gerđist međ metnađarfullar áćtlanir Clinton-hjónanna um velferđarkerfi í heilbrigđismálum. Eđa áćtlanir Carter-stjórnarinnar um stóraukna nýtingu sólarorku á 8. áratugnum. Allt rann ţetta út í sandinn.

EU AND USA SELF SUFFICIENCY-3

Evrópa stendur mun verr ađ vígi en Bandaríkin. Ađ nánast öllu leyti. Ţar á bć er ekki jafn gott ađgengi ađ orkulindum, sem geta leyst olíu af hólmi. Ţar ađ auki er Evrópa ađ verđa ć háđari innfluttu gasi. Á međan Bandaríkin virđast enn geta aukiđ gasframleiđslu sína - og hafa góđan ađgang ađ miklum orkuauđlindum bćđi heima fyrir og í Kanada.

Ţađ er mikiđ vafamál ađ Evrópa nái ađ gera eins stórfelldar breytingar á orkunotkun sinni, eins og nauđsynlegt er. Ţrátt fyrir góđan vilja margra ríkja innan ESB. Framleiđsla á jarđefnaeldsneyti innan Evrópu er víđast á svo hrađri niđurleiđ, ađ stóraukinn innflutningur blasir viđ. Ţeim mun meiri pressa er auđvitađ á Evrópuríkjunum ađ hrađa ţví ađ snúa ţessari ţróun viđ. Og reyna ađ styrkja orkusjálfstćđi sitt. En ţađ gćti orđiđ erfitt - mjög erfitt.

GAS_Holland_peak_2008

Sem dćmi, ţá gerđist sá skuggalegi atburđur fyrir fáeinum árum ađ gasframleiđsla Bretlands náđi toppi. Og ţađ sama virđist nú vera uppi á teningnum í Hollandi! Miklar líkur eru á ađ tími hollensku gashásléttunnar sé nýliđinn og ađ gasframleiđslan ţar muni fara hratt minnkandi nćstu árin. Ţetta viđurkenndu hollensk stjórnvöld fyrir stuttu síđan. Og ţetta er í reynd dramatískari tímamót en flestir Evrópumenn virđast átta sig á. Hinar risastóru gaslindir Hollendinga hafa haft gríđarlega ţýđingu fyrir V-Evrópu í áratugi. Kannski meira um ţađ síđar hér á Orkublogginu.

Já - ţađ lítur út fyrir ađ Evrópa eigi ţann eina kost í stöđunni, ađ flytja inn ennţá meira gas frá Rússlandi og öđrum ríkjum í Miđ-Asíu. Ţannig munu sífellt fleiri evrur streyma frá Evrópu til gasţjóđanna í austri. Ţessi ţróun verđur slćm fyrir viđskiptajöfnuđ Evrópu og getur ógnađ velferđarkerfunum ţar.

Ţetta vekur upp spurningar um hvort etv. vćri betra fyrir Ísland ađ halla sér í átt til Norđur-Ameríku, heldur en ESB? Af ţví orkuinnflutningur Evrópu kann ađ valda verulegum efnahagslegum samdrćtti í álfunni og auka ţar pólitískan óstöđugleika.

canadian-flag-heart

Víđtćkur samningur um fríverslun og efnahagssamstarf viđ Kanada gćti veriđ besta og einfaldasta lausnin fyrir Ísland. Orkubloggiđ er augljóslegra skotnara í Kanada en Bandaríkjunum - enda er íslensk ţjóđfélagsuppbygging mun líkari ţeirri kanadísku, en hinni bandarísku. Svo er Kanada líka áhugaverđur kostur fyrir nýjar jarđvarmavirkjanir og býr yfir gríđarlegum náttúruauđlindum. Er ţetta ekki barrrasta nokkuđ lógískur draumur ađ öllu samanteknu?

Já – ţó svo í Orkublogginu slái heitt Evrópuhjarta og bloggiđ hafi lengi stutt ađ Ísland gerist ađili ađ ESB, er bloggiđ hugsi. Veltir ţví fyrir sér hvort viđ Íslendingar höfum nú kannski loksins gott tćkifćri til ađ láta gamla Vesturfaradrauminn rćtast. Án ţess ađ flytja vestur! Tvćr flugur í einu höggi. Verst ađ viđ skulum ekki vera í nánara viđskiptasambandi viđ Kanada, en raunin er.

En hvađ ef allar spár Orkubloggsins fara fjandans til? Og enginn orkugjafi getur leyst olíuna af hólmi. Ţá er Kanada samt dramalandiđ. Af ţví Kanadamenn hafa jú olíusandinn! Sem eru einhverjar mestu (og reyndar subbulegustu) olíubirgđir í heimi.

Canada_alberta-oil-sands

Bloggiđ gćti ţá barrrasta látiđ drauminn um bjarndýraveiđar í Klettafjöllunum lönd og leiđ... og ţess í stađ runniđ á kćfandi peningalyktina frá olíusandinum á kanadísku sléttunum. Ţađ er einfaldlega ekki hćgt ađ tapa á ţví ađ tengjast Kanada traustum böndum! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband