Bettino, prendi anche queste!

Í dag ćtlar Orkubloggiđ ađ leyfa sér ađ endurtaka fćrslu frá ţví í fyrra og birta hana hér, eilítiđ breytta.

Eni_logo_3

Ítalska ofurfyrirtćkiđ Eni er eitt stćrsta orkufyrirtćki í heimi. Afkvćmiđ hans Enrico Mattei – sem margir telja ađ CIA eđa leigumorđingjar hafi komiđ fyrir kattanef. Af ţví hann keypti olíu af Sovétmönnum og virtist jafnvel ćtla ađ komast fram fyrir bandarísku olíufélögin í keppninni um olíuna frá bćđi Írak og Persíu (Íran). En hér ćtlar Orkubloggiđ ekki ađ fjalla um Mattei, heldur beina athyglinni ađ niđurlćgingu Eni í upphafi 10. áratugarins.

Stundum er sagt ađ vald spilli. Og eftir ţví sem Eni varđ valdameira jókst spilling innan fyrirtćkisins. En hún fór hljótt - ţó svo kannski hafi öll ítalska ţjóđin vitađ ađ eitthvađ gruggugt hlyti ţarna ađ eiga sér stađ.

Áriđ 1992 hófst rannsókn á fjármálaóreiđu, sem tengdist heldur ómerkilegum ítölskum stjórnmálamanni. Um sama leyti var Eni í nokkrum kröggum vegna geggjađrar skuldsetningar. Og viti menn - ţá kom í ljós ađ Eni og ítalskir stjórnmálamenn voru tengdir međ svolítiđ ógeđfelldari hćtti en nokkur hafđi látiđ sér til hugar koma. Nú opnuđust skyndilega rotţrćr einhverjar mestu spillingar og mútugreiđslna sem sögur fara af í Vestur-Evrópu og ţótt víđar vćri leitađ. Og spilaborgin hrundi. 

Antonio Di Pietro

Ţađ má líklega segja ađ ítalski rannsóknadómarinn Antonio Di Pietro eigi mesta heiđurinn af ţví ađ fletta ofan af hinni ömurlegu pólitísku spillingu sem ítalska valdakerfiđ var gegnsósa af. Ţessi fátćki bóndasonur skaust ţarna upp á stjörnuhiminn réttlćtisins og átti síđar eftir ađ hella sér útí stjórnmál.

Ţar hefur hann veriđ mikill bođberi ţess hversu varasamt sé ađ stjórnmálamenn geti sífellt sóst eftir endurkjöri og ţannig orđiđ fastir á jötunni. Ţađ leiđi í besta falli til ţess ađ ţeir verđi vćrukćrir, en í versta falli gjörspilltir. Á síđustu árum hefur Di Pietro átt í miklum útistöđum viđ nýja yfirskíthćlinn í ítölskum stjórnmálum- Silvio Berlusconi - en ţađ er önnur saga.

Rannsókn Di Pietro upp úr 1990 opnađi flóđgáttir og leiddi til ţess ađ flestir ćđstu stjórnendur Eni voru handteknir. Síđar kom í ljós ađ mútuţćgnin, hagsmunapotiđ og spillingin teygđi sig meira og minna um allt valdakerfiđ og stóran hluta viđskiptalífsins á Ítalíu.

Di Pietro ţrengdi fljótlega hring sinn um höfuđpaurana og nú fóru menn ađ ókyrrast verulega. Ţegar ekki tókst ađ ţagga máliđ niđur og handtökur hófust, greip um sig örvćnting í ormagryfjunni. Afleiđingarnar urđu hörmulegar; margir auđugustu og valdamestu manna á Ítalíu kusu ađ láta sig hverfa endanlega af ţessu tilverusviđi. Segja má ađ alda sjálfsmorđa hafi gengiđ yfir ćđstu klíku ítalskra embćttismanna og viđskiptajöfra.  

Í júlí 1993 fannst Gabriele Cagliari, fyrrum forstjóri Eni, kafnađur í fangaklefa sínum - međ plastpoka um höfuđiđ. Cagliari sćtti ţá ákćrum um stórfelldar mútur og hafđi setiđ í varđhaldi í nokkra mánuđi.

gardini

Og örfáum dögum seinna skaut Raul Gardini höfuđiđ af sér í 18. aldar höllinni sinni í Mílanó. Ţađ sjálfsmorđ vakti smávegis athygli, enda var Gardini yfir nćststćrstu iđnađarsamsteypu á Ítalíu - Ferruzzi Group. Fyrirtćki Gardini's var einfaldlega allt í öllu í ítölskum iđnađi (einungis Fiat-samsteypan hans Gianni Agnelli's var stćrri en viđskiptaveldi Gardini - og enginn meiriháttar sóđaskapur sannađist á Agnelli).

Ţetta var auđvitađ sorglegur endir á ćvi mikils merkismanns. Fáeinum mánuđum áđur hafđi Gardini bađađ sig í dýrđarljóma, ţegar risaskútan hans - Il Moro di Venezia – náđi frábćrum árangri í America's Cup. Já – mikil veisla fyrir Orkubloggiđ sem bćđi dýrkar siglingar og olíu.

Allt var ţetta angi af hinni algjöru pólitísku spillingu á Ítalíu – Tangentopoli - sem náđi bćđi til kristilegra demókrata og sósíalista. Auk margslunginna mútumála, stórra sem smárra, snerist kjarni ţessa máls í raun um greiđslur frá fyrirtćkjum til stćrstu stjórnmálaflokkanna.

Kannski má segja ađ hrun ţessarar gjörspilltu klíku hafi náđ hámarki ţegar Bettino Craxi, sem veriđ hafđi forsćtisráđherra Ítalíu 1983-87, var tekinn til yfirheyrslu og ákćrđur.

craxi_coins

"Dentro Bettino, fuori il bottino!Inn međ Bettino, út međ ţýfiđ, hrópađi ítalskur almenningur um leiđ og fólkiđ lét smápeningum rigna yfir Craxi. Hvar hann skaust milli húsa međ frakkann á öxlunum. Ítalir eru ýmsu vanir en viđurstyggilegt siđleysi Craxi's varđ til ađ ţjóđinni ofbauđ. Og ţegar smápeningarnir skullu á skallanum á Craxi, söng fólkiđ "prendi anche queste!". Hirtu ţessa líka!

Craxi flúđi land - slapp undan réttvísinni til Túnis 1994. Hann snéri aldrei heim aftur, enda beiđ hans ţar 10 ára fangelsisdómur. Ţađ ótrúlega er nefnilega, ađ ţrátt fyrir allt er til réttlćti á Íslandi... á Ítalíu vildi ég sagt hafa. En ţađ má kannski segja ađ ţađ hafi einmitt veriđ öll ţessi upplausn sem kom Berlusconi til valda á Ítalíu. Sem var kannski ekki besta ţróunin.

craxi_dead

Craxi lést í sjálfskipađri útlegđ sinni í Túnis, í janúar áriđ 2000. Hann viđurkenndi aldrei neina sök; sagđi greiđslurnar hafa veriđ hluta af hinum pólitíska veruleika og hann ekki veriđ neitt verri í ţví sambandi en ađrir ítalskir stjórnmálamenn.

Enda eru mútur ţess eđlis, ađ oft er auđvelt ađ horfa fram hjá raunveruleikanum. Greiđslurnar verđa hluti af venjubundinni vinsemd eđa jafnvel sjálfsagđur hluti af áratugalangri venju í samskiptum viđskiptalífs og stjórnmálamanna.

Svo ţegar ađrir komast yfir upplýsingar um greiđslur af ţessu tagi, er svariđ jafnan hiđ sama: "Jamm, kannski var ţetta óheppilegt. En ţetta hafđi auđvitađ engin áhrif á ákvarđanir flokksins eđa stjórnmálamannanna!"

craxi_berlusconi_2

Bettino Craxi fannst hann ekki hafa gert neitt rangt. En ítalska ţjóđin var nokkuđ einhuga í sinn afstöđu og Craxi uppskar ţađ ađ verđa einhver fyrirlitnasti sonur Ítalíu.

Ítalir ţráđu breytingar og í stađ Craxi fékk ţjóđin gamlan viđhlćjanda hans; Silvio Berlusconi. Forza Italia! Kannski var ţarna bara fariđ úr öskunni í eldinn?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurđardóttir

Vel skrifuđ fćrsla,já man eftir öllun ţessum atburđum,og mikiđ var rćtt um sjálfsmorđin,sem ítalski almennigur fann skítalikt af. Bjó í höfuđborginn  Roma í 30 ár og,viđ lifđum alla ţessa skandala.

Sigurbjörg Sigurđardóttir, 14.4.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sallafínn pistill. Fann smá klink í vasa mínum í dag, fattađi bara ekki ađ skutlast međ ţađ niđur í Valhöll...

Svo er gaman ađ sjá ađ ţú hefur áhuga á siglingum - sameiginlegt áhugamál hér á ferđ.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.4.2009 kl. 19:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband