Ölduvirkjanir

Wave_Oyster_3

Ölduvirkjanatęknin byggist į aš virkja afliš ķ ölduhreyfingu sjįvar. Žetta er žvķ talsvert ólķkt sjįvarstrauma- og sjįvarfallatękninni.

Unniš er aš hönnun og byggingu fjölda ölduvirkjana, m.a. ķ Danmörku, į Bretlandseyjum og ķ Bandarķkjunum. Žar prófa menn sig įfram meš margvķslegar tękniśtfęrslur, en öldungis er óvķst hvaša ašferš mun sigra ķ žeirri samkeppni. Virkja mį öldukraftinn į hafi śti, ž.e. all langt utan viš ströndina, eša aš aldan sé virkjuš meš tęknibśnaši sem stendur į hafsbotninum nįnast ķ fjöruboršinu. Einnig mį virkja öldukraftinn žar sem aldan skellur į ströndinni. Śtfęrslurnar eru afar margar og mismunandi.

Wave_pelamis

Enn sem komiš er hafa lķklega einungis žrjįr ölduvirkjanir veriš settar upp ķ į sjó. Žar er  Pelamisvirkjunin viš strendur Portśgal hvaš žekktust (sbr. myndin hér til hlišar). Annaš dęmi er virkjun WaveGen viš skosku eyjuna Islay.

Bįšar eru žessar ölduvirkjanir žó ennžį į tilraunastigi - og Pelamisvirkjunin liggur nś ķ portśgalskri höfn vegna bilana. Vert er einnig aš nefna aš sķšustu įr hefur stašiš yfir žróun į ölduvirkjun viš Fęreyjar, en žar eru Fęreyingarnir eimitt ķ samstarfi viš įšurnefnt fyrirtęki WaveGen.

Eitt af žeim fyrirtękjum sem nś vinnur aš byggingu ölduvirkjana er Ocean Power Technologies ķ Bandarķkjunum. Žaš fyrirtęki er skrįš į Nasdaq (OPPT) og er til marks um verulegan įhuga fjįrfesta į žessum išnaši.

Er ölduvirkjun vęnlegur kostur viš Ķsland?

Wave_1

Ölduorka er óvķša meiri ķ heiminum en viš sušurströnd Ķslands. Reyndar kann aldan žar aš vera of kraftmikil fyrir ölduvirkjanir, svo mannvirkin rįši hreinlega ekki viš žann ęgikraft nįttśrunnar. Raunhęfara kann aš vera aš virkja ölduorkuna viš Ķsland innan fjarša eša ķ annars konar skjóli, ž.e. žar sem aldan er višrįšanleg.

Til eru nokkuš góšar upplżsingar um ölduhęš į hafsvęšinu umhverfis Ķsland. Žęr eru uppfęršar mjög reglulega į vef Siglingastofnunar og žar er einnig birt ölduspį - sem fyrst og fremst er ętluš sjófarendum. Gera žarf mun nįkvęmari öldumęlingar, t.d. inni į fjöršum eša nįlęgt landi, til aš unnt sé aš fullyrša nokkuš um hagkvęmni ölduvirkjana viš Ķsland.

M.ö.o. veršur ekki hęgt aš leggja mat į hagkvęmni žess aš setja upp ölduvirkjun viš Ķsland, nema aš undangengnum ķtarlegri rannsóknum og męlingum į ölduhęš į žeim stöšum sem kunna aš vera įlitlegir.

Wavegen-Islay_photo

Ķ samtölum viš starfsfólk Siglingastofnunar kom fram aš sérstaklega gęti veriš įhugavert aš kanna möguleika į ölduvirkjun viš höfnina ķ Höfn ķ Hornafirši og einnig viš höfnina sem nś er veriš aš gera viš Bakkafjöru ķ Landeyjum.

Eflaust koma margir fleiri stašir til greina. T.d. žar sem klettar nį ķ sjó fram, sbr. ölduvirkjunartękni skoska fyrirtękisins WaveGen (sbr. myndin hér aš ofan frį vesturströnd Skotlands). Žetta er einmitt fyrirtękiš sem hefur veriš ķ samstarfi viš Fęreyinga um uppsetningu ölduvirkjunar žar. WaveGen er nś aš mestu ķ eigu Siemens.

Wave_Pelamis_Part

Žessi tękni er ķ reynd į algeru frumstigi, žótt svo eigi aš heita aš kannski tvęr ölduvirkjanir hafi tekiš til starfa. Įšurnefnd Pelamisvirkjun viš strendur Portśgal er lķklega eina ölduvirkjunin sem reynd hefur veriš į hafi śti. Ölduvirkjun WaveGen viš Islay ķ Skotlandi er hönnuš til aš virkja ölduorkuna žegar aldan skellur į ströndinni. Žaš eru sem sagt til żmsar śtfęrslur af ölduvirkjunum sem kortleggja žyrfti nįkvęmlega til aš įtta sig į hvaša tękni er lengst komin.

Sagt hefur veriš um žennan išnaš, aš žar viršist mönnum einkar lagiš aš lęra ekki af mistökum annarra. Kannski hefur žetta einkennst meira af kappi en forsjį, en meš žvķ aš safna saman öllum upplżsingum og t.d. erindum sem flutt hafa veriš į rįšstefnum um žessa sjįvarvirkjunartękni, ętti aš vera hęgt aš įtta sig į hvar bestu tękifęrin liggja.

wave_oyster

Tękniśtfęrslur ölduvirkjana eru, sem fyrr segir, afar fjölbreytilegar. Myndin hér til hlišar sżnir śtfęrslu skoska fyrirtękisins Aquamarine Power žar sem orkan ķ yfirboršshreyfingum sjįvar rétt viš ströndina er beisluš (sbr. einnig teikningin hér efst ķ fęrslunni).

Pelamis-virkjunin flżtur aftur į móti į yfirboršinu og minnir į langan snįk sem samsettur er śr nokkrum einingum. Ölduhreyfingin veldur žvķ aš lišamótin milli einstakra eininga hreyfast og sś hreyfing er notuš til aš framleiša rafmagniš.

WaveDragonDiagram

Einnig mętti t.d. nefna danska tękni, sbr. myndin hér til hlišar, žar sem aldan kastast upp ķ eins konar mišlunarlón. Žašan streymir sjórinn nišur eftir rennu og knżr žar hverfilinn. Fyrirtękiš sem vinnur aš žessari tękniśtfęrslu heitir Wave Dragon.

Til eru żmsar ašrar śtfęrslur af ölduvirkjunum. Einhverjum žeirra verša eflaust gerš skil hér į Orkublogginu sķšar.

-----------------------------------------------

Nęsta fęrsla veršur um seltuvirkjanir.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir, mjög athyglisvert

Georg O. Well (IP-tala skrįš) 28.4.2009 kl. 10:04

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband