Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Jákvæð áhrif sæstrengja fyrir Noreg

Fyrrum olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, flutti nýverið athyglisvert erindi á opnum fundi, sem fram fór í Hörpu í Reykjavík. Megináherslan í erindi Borten Moe var á reynslu Norðmanna af því að innleiða meiri samkeppni á raforkumarkaði og auka raforkuviðskipti milli Noregs og annarra landa. Og þar virðist svo sannarlega hægt að tala um jákvæða reynslu.

Orkufundur-VIB-Sept-2014-2

Að afloknu erindi Borten Moe fóru fram pallborðsumræður með þátttöku Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðarráðherra, Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar og þess sem þetta skrifar. Einnig voru fyrirspurnir frá áheyrendum. Umræðustjóri var Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður orkuteymis Íslandsbanka. Fundurinn var vel sóttur, auk þess sem hátt í 2.000 manns horfðu á beina útsendingu frá fundinum á vefnum. Sú upptaka er aðgengileg á vefnum.

Stutt er síðan fjallað var um erindi Borten Moe á viðskiptavef Morgunblaðsins. En það er fullt tilefni til að benda hér á sérstaka samantekt um fundinn, sem nú má sjá á vef Landsvirkjunar. Hér verða nokkur atriði úr þessari umfjöllun Landsvirkjunar rakin og þ.á m. nokkrar athyglisverðar tilvitnanirnar í erindið hjá Ola Borten Moe. Þær eru skáletraðar hér að neðan.

ViB-orkuutflutningur-sept-2014-1

Það er áhugavert hversu jákvæðum augum Borten Moe lítur á samkeppnina í norska raforkuiðnaðinum og raforkutengingarnar við útlönd. Hann er vel að merkja stjórnmálamaður og það úr stjórnmálaflokki sem hefur verið nokkuð tortrygginn á markaðsvæðingu og náið viðskiptasamstarf Noregs við Evrópu. Af erindi Borten Moe má álykta að í Noregi sé afar breið samstaða um kosti þess að tengja raforkumarkað Noregs við önnur lönd - m.a. með löngum sæstrengjum. Enda er nú verið að undirbúa fleiri slíka strengi og þ.á m. til bæði Bretlands og Þýskalands (fyrir eru sæstrengir til Danmerkur og Hollands). En nú skal vikið að ummælum Borten Moe og inngangsorðum Landsvirkjunar í áðurnefndri samantekt um fundinn (samantekt Landsvirkjunar má sjá í fullri lengd á vef fyrirtækisins):

------------------

Í framsöguerindi sínu fjallaði Ola Borten Moe um þróun norsks orkuvinnsluiðnaðar síðustu áratugi og ræddi um lagningu raforkustrengja frá Noregi, ávinning af þeim framkvæmdum og hvaða áhrif slíkar tengingar hafa haft innanlands.

Ola Borten Moe kom inn á að markaðsvæðing í norskri raforkuvinnslu sem hófst 1990 og varð síðar fyrirmynd af svipuðum breytingum í Evrópu áratug síðar. Hann taldi að markaðsvæðingin og auknar tengingar við nágrannalönd hafi verið heillaskref fyrir norskt samfélag, fjárhagslegur ávinningur þess verið mikill og nýting náttúruauðlinda hafi batnað í kjölfarið. Í þessu minnisblaði hefur Landsvirkjun tekið saman nokkra af lykilpunktum úr framsöguerindi Ola Borten Moe og reynslu Noregs með það að markmiði að upplýsa enn betur umræðu á Íslandi tengdri sæstreng til Bretlands.

Þjóðhagsleg áhrif af opnun norsks raforkumarkaðar

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að markaðsvæðing norsks raforkumarkaðar og frekari samtenging markaða hefur skilað norsku samfélagi miklum fjárhagslegum verðmætum, auknu afhendingaröryggi á orku og á sama tíma stuðlað að vernd náttúruauðlinda.

We experienced a huge efficiency gain in the power production industry. And not did they only turn around all the heads in all of the industry, but you also turned around the head to everyone owning the industry. Meaning that thousands of people could be liberated or do something else and more productive for society.

From the mid-1990's and outwards, the industry produced huge surpluses, and these are values that are put back into work for the Norwegian society through the fact that there are municipalities, counties, and the government owning it. So we build roads, we build schools, we build health care systems for the values created in our power industry.

So far in Norway, this has been the story that I told you. It has been more well functioned markets, increased efficiency, more values created, more security of supply and now lower electricity prices because we have introduced more production capacity into the market.

Umhverfismál

Samtenging markaða hefur dregið úr offjárfestingu í norskri raforkuvinnslu og þannig stuðlað að því að lágmarka þann fjölda svæða sem tekin hafa verið undir raforkuvinnslu. Ola Borten Moe lagði einnig áherslu á að ef á annað borð Norðmenn ætli að nýta ákveðna náttúruauðlind þá ætti í það minnsta að tryggja að þjóðhagslegur ávinningur sem hlytist af slíku raski væri hámarkaður.

And my predecessor, Eivind Reiten, who is the father of the new energy system, when he presented the new energy bill to Parliament in 1990, deregulating the whole sector as one of the first countries in the world, he said that this bill would save more Norwegian nature and water and waterfalls than any gang in chains would ever do. And he was right. So the deregulation and the market system in Norway has also been one of the biggest reforms to save Norwegian nature.

Norwegians strongly believe that access to electricity should be cheap, it should be unlimited, and it should be safe. And it should not disturb the nature, which basically means that you have a lot of wishes and demands and it's not always very easy to fulfill all those wishes at once.

Well I think it is a fact that you need to consume nature to produce electricity and power but basically I would say that if you are to do it at least you need to produce a lot of money, a lot of values for society doing it.

Samkeppnishæfni norsks iðnaðar

Markaðsvæðing og auknar tengingar ein og sér hafa haft takmörkuð áhrif á orkufrekan iðnað í Noregi sem er áfram vel samkeppnisfær og áhugi sé t.d. hjá álfyrirtækjum að fjárfesta í frekari álvinnslu. Raforkuverð sé aðeins takmarkaður þáttur í samkeppnishæfni iðnaðarins og áhrifin mun meiri af alþjóðlegu almennu markaðsumhverfi viðkomandi iðngreina og viðeigandi afurðaverðum. Einnig kom Ola Borten Moe inn á að hagsmunir norskra raforkuvinnsluaðila og orkufreks iðnaðar væru samtvinnaðir og hagur beggja aðila að hvor aðili um sig væri alþjóðlega samkeppnishæfur.

What we have seen when it comes to our industries during the last 25 years, both through the deregulation and now with the more Nordic and European electricity market, is not that they have fled the country.

The world markets are far more important for the development of our power intensive industries than the electricity prices, and the electricity prices have not gone all that much up.

We see a new interest in reinvesting in Norway, Norwegian power intensive industries. Norwegian, our Norsk Hydro, which is our huge aluminum smelter company, is probably going to build a huge new smelter up in Karmøy.

In Norway at least I am convinced that we are not going to produce aluminum because we have cheaper prices than anywhere in the world or because we have lower regulations on the environment. On the contrary I think that we should have good prices on energy, meaning also they [the aluminum smelters and other energy intensive industreies] should pay enough for the energy to make them wish every day they wake up to get a little better and a little bit more efficient and a little bit more competitive and it should be the same when it comes to environmental regulations.

Orkuöryggi og bætt nýting

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að aukin samtenging markaða hafi stuðlað að auknu orkuöryggi Norðmanna þar sem þeir geta nú flutt inn raforku þegar innrennsli í vatnslónin er undir væntingum. Á sama tíma geta Norðmenn unnið orku úr öllu breytilegu innrennsli í vatnslón sín og bætt þannig nýtingu og arðsemi. Á Íslandi tapast á yfirfall að meðaltali u.þ.b. 10% af því vatni sem rennur inn í íslensk lón. Þetta vatn er því ekki nýtt til raforkuvinnslu jafnvel þótt allar fjárfestingar séu þegar til staðar þar sem sveigjanleg eftirspurn er almennt vandfundin í lokuðum raforkukerfum.

In 2003, I think we had a summation, a mind gobbling situation, because the prices of electricity peaked, and the population asked serious questions about is Norway really able to secure the amount of energy that we need when we need it, and at a price that is affordable. At that time, I would say that this was a fair question. And if you look at 2003, 2002, 2003 in this form, you'd also see that production was fairly low and that it was a combination of little rain, low temperature, and lack of import capacity that brought us into this situation.

In 99% of the cases we manage to get the electricity out on the market, use more of it but as you said, if we had been an island, well then we, the electricity that we didn ́t sell Sweden, Denmark, Finland, Russia, the Netherlands would have been water going over the dams.

Raforkuverð til norskra heimila

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að þrátt fyrir aukna samtengingu raforkumarkaða sé verð í Noregi almennt lægra en sunnar í Evrópu. Að mati Ola Borten Moe eru áhrif samtengingar raforkumarkaða takmörkuð í samanburði við áhrif af innbyrðis stöðu framboðs og eftirspurnar innan hvors samtengds markaðar. Þannig megi búast við frekari verðlækkun í Noregi næstu ár samhliða aukinni innlendri fjárfestingu í raforkuvinnslu. Í ofanálag hafa Norðmenn nýtt tekjur af millilandatengingum til að lækka raforkureikning norskra neytenda.

It is basically the balance in the market, or the lack of balance in the market, that is the most important factor for price. If we have good security of supply, a good balance in market, and slightly more production and consumption, prices will be fairly low.

In Norway we are interconnected, but not a part of a perfect market with the European electricity markets. There are still differences in price, between our price and the European price, and it will probably continue to be so.

The surplus from these interconnectors goes to lowering the electricity bills to all Norwegian consumers, including industry. So as long as they produce a surplus, it's a direct benefit to the Norwegian household and the Norwegian industry.

Atriði sem huga þarf að

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að þrátt fyrir góða reynslu Norðmanna af aukinni samtengingu raforkumarkaða séu engu að síður ýmis atriði sem Íslendingar þurfa að huga að áður en hægt sé að taka ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs frá landinu. Þannig benti Ola Borten Moe m.a. á að Norðmenn leggja áherslu á að þeir sjálfir eigi þjóðhagslega mikilvæga innviði auk þess sem hann kom inn á mikilvægi þess að allt frekara rask á náttúrunni yrði að vera á forsendum tryggðrar arðsemi. Þá nefndi hann einnig að sæstrengir hefðu almennt þau áhrif að raforkuverð á milli markaða jafnaðist að einhverju marki en að engu að síður væri það framboð og eftirspurn innan hvors markaðar fyrir sig sem réði mestu um verðlag.

We like to have control over this kind of infrastructure, we need to know how much goes in, how much goes out. We need to keep control about how the values flow and who gets the benefits.

If you have two markets and you make an interconnector, you will basically have a price that are more of the same. That's the law of nature and the whole ratio for building such an interconnector. But it's also fair to say that it's also a question of what kind of capacity you introduce. In a perfect market, you would have the same price, but these are not perfect markets.


Endar allur rússneski olíuiðnaðurinn í höndum Rosneft?

bashneft_vladimir-yevtushenkov.jpgEnn á ný berast fréttir frá Rússlandi um aðgerðir gegn eigendum stærstu einkareknu olíufyrirtækjanna þar í landi. Nú var það Vladimir Yevtushenkov, aðaleigandi olíufélagsins Bashneft, sem var handtekinn í síðustu viku og ákærður fyrir peningaþvætti. Sterkur orðrómur er uppi um að forstjóri rússneska olíurisans Rosneft og einn nánasti bandamaður Vladimir's Putín, Igor Sechin, sé heilinn að baki aðgerðunum gegn Yevtushenkov.

Bashneft er feitur biti

Bashneft er eitt af stóru olíufélögunum í Rússlandi og þar að auki ett af þeim allra arðbærustu. Yevtushenkov varð ráðandi hluthafi í Bashneft eftir að fjárfestingasamsteypan hans Sistema varð smám saman aðaleigandinn í Bashneft eftir einkavæðingu á olíulindum í Bashkortostan-héraði í nágrenni Úralfjalla upp úr 2003. Í fyrstu runnu þessar eignir inn í héraðsolíufélagð Bashneft, sem þótti fádæma illa rekið. Árin 2005-2009 eignaðist Sistema meirihlutann í Bashneft og upp úr því fóru hlutirnir brátt að ganga betur hjá Bashneft.

Rosneft-Sechin-Arctic-Houston-Conference

Síðustu árin hefur olíuframleiðsla Bashneft aukist hratt. Á sama tíma hefur ríkisolíurisinn Rosneft lent í margskonar vandræðum með tilheyrandi lækkunum a hlutabréfaverði, m.a. á markaðnum í London. Á liðnu ári (2013) kom fram áhugi hjá Rosneft að eignast Bashneft. En Yevtushenkov var lítt hrifinn og sagt er að Pútín hafi í það sinn talað gegn þessum áformum Rosneft og Igor's Sechin. Aðgerðirnar gegn Bashneft núna gætu bent til þess að afstaða Pútín's kunni að hafa breyst og að hann álíti nú æskilegt að Rosneft eignist Bashneft.

Risasamsteypan Sistema

Yevtushenkov hefur verið afar áberandi í rússnesku viðskiptalífi. Umsvif fjárfestingafélagsins Sistema eru gríðarleg. Auk meirihlutans í Bashneft stýrir Sistema m.a. stærsta farsímafyrirtækinu í Rússlandi (þekkt sem MTS hér í Vestrinu). Fyrir vikið er Yevtushenkov nú meðal auðugustu manna í Rússlandi með veraldlegan auð sem talinn er nema allt að níu milljörðum USD.

yevtushenkov-and-putin.jpgAðgerðunum gegn Vladimir Yevtushenkov núna hefur verið líkt við handtökuna á Michail Khodorkovsky, aðaleiganda olíurisans Yukos, fyrir um áratug síðan. Stóri munurinn er þó sá að Yevtushenkov hefur ekki sýnt rússneskum stjórnvöldum neinn sérstakan yfirgang og var þar til fyrir skemmstu álitinn í nokkuð góðu sambandi við Kreml. Að auki er Bashneft ekki jafn svakalega umsvifamikið félag eins og Yukos var.

En Bashneft hefur verið að skila afar góðum árangri og greiða háan arð til hluthafa sinna. Og nú þegar óveðursskýin virðast vera að hrannast yfir Rosneft er kannski ekki skrýtið ef Igor Sechin, forstjóri Rosneft, lítur Bashneft hýru auga.

Vandræði Rosneft

Rosneft hefur þanist mikið út á síðustu árum - og skuldir fyrirtækisins þar með. Gagnrýnt hefur verið að hraður vöxtur Rosneft sé ekki að gera fyrirtækið arðbærara. Og að framleiðsla fyrirtækisins sé að staðna - þvert á það sem verið hefur hjá Bashneft.

Með yfirtöku á helstu eignum olíurisans Yukos varð Rosneft stærsta olíufyrirtækið í Rússlandi - og þar með eitt hið stærsta í heiminum öllum. Vegna meirihlutaeigu rússneska ríkisins í Rosneft varð rússneska ríkið þar með á ný í aðalhlutverki í rússneska olíuiðnaðinum. Þessi þróun hélt áfram þegar Rosneft eignaðist rússneska olíufyrirtækið TNK-BP á síðasta ári (2013).

rosneft-share-price_2013-2014.pngSennilega var helsti tilgangurinn með kaupum Rosneft á TNK-BP að rússneska ríkið næði á ný að ráða yfir meira en helmingi olíuvinnslu í landinu. En jafnvel ennþá frekar var tilgangurinn sá að geta nýtt digra sjóði TNK-BP til að tryggja hluthöfum Rosneft góðar arðgreiðslur. Þó svo Rosneft sé að meirihluta í eigu rússneska ríkisins, þá er félagið skráð á hlutabréfamarkaði (m.a. í London). Fyrirtækið er háð góðu gengi þar og þarf að geta fjármagnað sig með hagkvæmum og snurðulausum hætti á alþjóðlegum bankamörkuðum. Það er mikilvægt fyrir Rosneft að geta greitt hluthöfum viðunandi arð, því annars er hætt við að áhugi ýmissa vestrænna stofnanafjárfesta dvíni fljótt - og hlutabréfaverð í Rosneft lækki enn meira en orðið er.

Nú segja sumir að aðgerðirnar gegn Vladimir Yevtushenkov séu leikur í fléttu þar sem eignir hans í Bashneft verði gerðar upptækar vegna auðgunarbrota hans - og fyrir einskæra tilviljun muni Rosneft fá að kaupa þær eignir. Og það á afar hagstæðu verði. Slíkar kenningar kunna að vera tóm vitleysa, en eru ansið áberandi. Og það er jú svo að þær viðskiptaþvinganir sem Vesturlönd hafa komið á gagnvart rússneskum fyrirtækjum með tengsl við rússneska ríkið (vegna Úkraínudeilunnar) eru farnar að bitna verulega á Rosneft. Fyrirtækinu veitir því ekki af að gera góðan díl.

Endurómurinn frá Yukos

Erfiðleikar við endurfjármögnun á tugmilljarða lánum Rosneft eru yfirvofandi. Þar að auki eru arðgreiðslur frá Rosneft og skattar frá fyrirtækinu geysilega mikilvægir fyrir tekjustreymi rússneska ríkisins. Það er því varla að undra að aðgerðirnar gegn Bashneft núna veki grunsemdir um að þarna sé leikflétta í framkvæmd í þvi skyni að hygla Rosneft.

bashneft_logo.jpgHvort slíkar grunsemdir eiga við rök að styðjast mun væntanlega skýrast á næstu mánuðum og misserum. En óneitanlega minnir málið talsvert á það hvernig fór fyrir Yukos. Það er ekki bara að rétt eins og Yukos var, er Bashneft vel rekið og ábatasamt olíufélag. Undanfarið hefur verið í undirbúningi að skrá Bashneft á hlutabréfamarkað í London og þannig auka aðkomu útlendinga að rússneska olíuiðnaðinum. Í þessu sambandi minnast menn þess, að um það leiti sem Yukos var yfirtekið af rússneskum yfirvöldum stóð til að selja stóran hlut í félaginu til ExxonMobil. Endurómurinn frá Yukosmálinu er því ansið hávær.


Grænn markaðssigur sósíalista í Brasilíu?

Nú fyrir helgina fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi þar sem Skotar höfnuðu því að Skotland verði sjálfstætt ríki. Það væri freistandi að velta fyrir sér hvað kann að leiða af þeirri niðurstöðu. En þess í stað ætlar Orkubloggið hér í morgunsárið á þessum rólega laugardegi að beina athyglinni að öðrum kosningum. Í landi þar sem íbúafjöldinn er fjörutífalt meiri en hjá Skotum. 

Brazil-Germany_1-7-2014

Það fer nefnilega að styttast í forsetakosningarnar hjá orkuboltunum í Brasilíu. Hér er um að ræða kosningar sem eru ennþá mikilvægari og ennþá dramatískari en sú merka skoðanakönnunin sem við vorum að fylgjast með í Skotlandi. Það er því fullt tilefni til að staldra dágóða stund við kosningarnar í Brasilíu.

Það bendir allt til þess að þessar forsetakosningar verði æsispennandi. En það sem kannski er athyglisverðast er að svo virðist sem markaðsöflin þarna suður í Brasilíu voni að núverandi forseti, Dilma Rousseff, lúti í lægra haldi fyrir græningjanum og sósíalistanum Marínu Silva.

brazil-marina-silva-in-rio-de-janeiro-2.jpgÞetta kann sumum að þykja nokkuð sérkennilegt. Ástæðan er ekki sú að á Suðurhveli er sólin í norðri í hádegisstað og þar með allt öfugsnúið. Skýringin á stuðningi margra stórfyrirtækja og jafnvel brasilískra auðmanna við Silva skýrist af því að frambjóðendur miðjumanna og hægrimanna eiga einfaldlega ekki séns á sigri í kosningunum. Og fyrirtækjaeigendur og atvinnurekendur sjá margir betri tækifæri í því fyrir brasilískt efnahagslíf að Silva verði forseti fremur en Rousseff - jafnvel þó svo Silva sé t.d. harður andstæðingur nýrra vatnsaflsvirkjana á Amazonsvæðinu, tortryggin á olíuiðnaðinn og ákafur stuðningsmaður endurnýjanlegrar orku.

En það eru ekki fyrirtækin sem greiða atkvæði í forsetakosningunum, heldur almenningur. Almenningur í Brasilíu, þ.e.a.s. sjálfir kjósendurnir, virðast líka margir á þeirri skoðun að tími sé kominn á breytingar og forsetaskipti. Fylgi umræddra tveggja frambjóðenda, Dilma Rousseff og Marina Silva, er þó hnífjafnt og ómögulegt að segja til um hvernig fer. 

Lula og Partido dos Trabalhadores

Brasilía er eitt fjölmennasta land og lýðræðisríki heimsins; íbúarnir eru yfir 200 milljónir og í síðustu kosningum þar greiddu um 100 milljónir manna atkvæði (til samanburðar má nefna að Skotar eru alls um 5 milljónir). Forsetakosningarnar í Brasilíu fara fram þann 5. október n.k. Þá verður líka kosið til þjóðþingsins og fylkisþinga, auk þess sem fylkisstjórar verða kosnir.

brazil-lula.jpg

Til að ná kjöri þarf forsetaframbjóðandi að fá meira en 50% fylgi þeirra sem afstöðu taka. Í þetta sinn virðist algerlega öruggt að enginn frambjóðendanna muni ná því marki. Þá verður kosið aftur á milli tveggja efstu frambjóðendanna og sú síðari umferð kosninganna fer fram þann 26. október.

Í 12 ár hefur forseti Brasilíu komið úr röðum vinstriflokksins Partido dos Trabalhadores eða PT (sem á íslensku myndi nefnast Verkamannaflokkurinn). Flestir lesendur Orkubloggsins muna eflaust eftir hinum fádæma vinsæla Lula da Silva, sem sat tvö kjörtímabil sem forseti Brasilíu (árin 2004-2010). Tvö samfelld kjörtímabil eru sá hámarkstími sem sami einstaklingur má sitja samfellt sem forseti Brasilíu. Lula gat því ekki boðið sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum haustið 2010.

Brazil-Lula-Rousseff-kiss

Engu að síður fór frambjóðandi PT með sigur af hólmi árið 2010 og Dilma Rousseff varð forseti. Hún hafði áður gegnt mikilvægum embættum í stjórn Lula; var orkumálaráðherra Brasilíu árin 2002-2005 og síðar starfsmannastjóri forsetans.

Í forsetakosningunum 2010 sigraði Rousseff frambjóðanda miðhægrimanna nokkuð örugglega. Til þess þurfti hún þó tvær umferðir. Dilma fékk 47% atkvæða í fyrri umferðinni en 56% í þeirri síðari.

Frá hrávöruuppsveiflu til niðurlægingar á HM

Á embættistíma sínum naut Lula góðs af uppganginum í efnahagslífi heimsins, sem var ekki síst að rekja til mikillar eftirspurnar Kína eftir hrávörum. Þar með er ekki verið að gera lítið úr stjórnvisku Lula; það er bara staðreynd að hátt hrávöruverð styrkti mjög efnahagslífið í Brasilíu, sem flytur t.d. mikið út af járngrýti. Þetta skilaði bættum hag almennings og ýtti undir vinsældir forsetans. En Lula er reyndar óvenju mikið sjarmatröll og hefði sjálfsagt verið feikivinsæll jafnvel þó svo uppsveiflan í efnahagslífi Brasilíu hefði verið eitthvað minni.

brazil-inflation_2009-2014.png

En efnahagslífið gengur upp og niður. Þegar líða fór á kjörtímabil Dilma Rousseff tók að halla nokkuð undan fæti. Á valdatíma Lula varð Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu og nú kemur um 20% allra útflutningstekna landsins frá Kína. Síðustu misseri og ár hefur hægt töluvert á efnahagsuppganginum í Kína. Afleiðing þess er m.a. minnkandi eftirspurn eftir vörum frá Brasilíu. Hægari efnahagsvöxtur í Kína olli því líka að margar hrávörur lækkuðu i verði - og það hefur bitnað með nokkuð víðtækum hætti á tekjum Brasilíu. Undanfarið hefur því þrengt að efnahag Brasilíumanna og hagvöxtur hefur snarminnkað frá því sem þjóðin var farin að venjast. 

Þetta hefur gert Rousseff erfiðara með að halda fylgi sínu til endurkjörs sem forseti. Og þegar harðnaði á dalnum urðu margir óánægðir með hvernig brasilíska ríkið hafði eytt stórfé í að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu s.l. sumar. Sú gagnrýni hefur eðli málsins samkvæmt beinst talsvert að forsetanum Rousseff - og ekki urðu hrakfarir Brasilíumanna á mótinu til að hjálpa henni að auka fylgi sitt.

Engu að síður var Rousseff með dágott forskot í skoðanakönnunum um forsetakjörið nú fram eftir sumri. Hún virtist reyndar nánast örugg um að verða endurkjörinn forseti Brasilíu. Allt þar til örlagadaginn 13. ágúst s.l. þegar einungis tæplega tveir mánuðir voru til kosninganna. Þann dag varð óvæntur og sorglegur atburður til þess að skyndilega er varaforsetakandídatinn, blökkukonan og umhverfisverndarsinninn Marina Silva orðin líkleg sem næsti forseti Brasilíu. Það eru mikil tíðindi.

Hörmulegt flugslys

Allt fram undir miðjan ágúst s.l. var Marina Silva alls ekki í framboði til forseta. Hún náði reyndar góðum árangri í forsetakosningunum 2010, þar sem hún náði þriðja sæti með tæplega 20% atkvæða sem frambjóðandi græningja. Það var talinn mjög góður árangur og varð m.a. til að vekja athygli á Silva víða erlendis.

brazil-marina-silva-dima-roussef.jpg

Í aðdraganda kosninganna núna mistókst græningjum aftur á móti að ná flugi og ekkert varð af forsetaframboði flokksins. Þess í stað samþykkti Silva að vera varaforsetaefni frambjóðanda sósíalistaflokksins; Eduardo Campos.

Rétt er að geta þess að Marina Silva er allsendis óskyld Lula fyrrum forseta þrátt fyrir sama eftirnafn. Það er líka vert að geta þess að þrátt fyrir flokksnafnið (Sósíalistaflokkurinn; Partido Socialista Brasileiro eða PSB) telst flokkur Campos nær því að vera krataflokkur en hefðbundinn sósíalistaflokkur. Flokkurinn er a.m.k. ekki jafn mikið til vinstri á pólitíska litrófinu eins og Verkamannaflokkur þeirra Rousseff og Lula (PT). PSB hefur þó staðið nærri PT og Campos studdi t.a.m. Rousseff sem forseta allt þar til hann ákvað sjálfur síðla árs 2013 að fara í forsetaframboð.

brazil-marina-silva-and-eduardo-campos.jpgÞað var í apríl s.l. (2014) að tilkynnt var að Marina Silva yrði varaforsetaefni Eduardo Campos og PSB. Með þessu skrefi sínu var Marina Silva að stíga eilítið til hægri frá því sem verið hafði - eftir að hafa áður verið innan Græningja og þar áður innan Verkamannaflokksins.

Þegar leið á sumarið 2014 virtist nokkuð augljóst að Marina Silva ætti vart nokkurn séns á að verða varaforseti. Af því að fylgi Campos mældist innan við 10% og hann langt að baki þeim tveimur efstu. Baráttan stóð á milli Rousseff og frambjóðenda miðhægrimanna (Partido da Social Democracia Brasileira eða PSDB); Aécio Neves. Reyndar var forskot Rousseff á Neves það mikið að langlíklegast var að hún myndi bera sígur úr bítum í kosningum haustsins.

En skjótt skipast veður í lofti. Að morgni miðvikudagsins 13. ágúst s.l., þegar minna en tveir mánuðir voru til kosninganna, var staðan sem sagt sú að allt benti til þess að Rousseff myndi sigra Neves í annarri umferð kosninganna. En nú gjörbreyttist staðan líkt og hendi væri veifað. Þegar forsetaframbjóðandinn Eduardo Campos fórst ásamt sex öðrum í flugslysi skammt frá Sao Paulo, þar sem hann var á kosningaferðalagi.

Mögnuð fylgissveifla

Fylgissveiflan sem varð í kjölfar þess að Eduardo Campos lést og Marina Silva var útnefnd sem forsetaframbjóðandi sósíalista í hans stað, var ótrúlega hröð. Einungis tveimur vikum eftir flugslysið hafði Silva jafnað fylgi Neves og var þar með komin í harða baráttu við hann og Rousseff um forsetaembættið. Fáeinum dögum síðar skautaði hún fram úr Neves. Og áður en varði hafði hún rúmlega þrefaldað það fylgi sem Campos hafði notið skömmu fyrir slysið!

brazil-marina-silva_eduardo_campos-funeral.jpg

Staðan snemma í september s.l. var sem sagt sú að Marina Silva var orðin á pari með Rousseff. Og enn hélt fylgið við Silva áfram að aukast. Fyrir um tíu dögum - þegar tæplega mánuður var til kosninganna - sögðu skoðanakannanir að þær Rousseff og Silva væru orðnar jafnar; hvor um sig með um 35% fylgi. Neves kom næstur með einungis um 20%. Og það sem meiru skipti; skoðanakannanir bentu nú ekki aðeins til þess að kosið yrði milli Rousseff og Silva í síðari umferð kosninganna, heldur að þar myndi Silva sigra! Og það bara nokkuð örugglega. Skoðanakannanir sögðu að Silva fengi um 48% atkvæða í síðari umferðinni, en Rousseff um 41%. 

Brazil-Marina-Silva-Campos-funeral-1

Þannig umpólaðist kosningabaráttan í Brasilíu á örskömmum tíma og er allt í einu orðin að einvígi milli Rousseff og Silva. En þrátt fyrir það að Silva næði nú forskoti er sigur hennar þó alls ekki í hendi. Kosningabaráttan hefur farið mjög harðnandi síðustu dagana og Rousseff virðist vera að endurheimta fylgi. Hún virðist nú aftur vera komin með afgerandi mest fylgi frambjóðendanna í fyrri umferð kosninganna; hefur þar um 37%, Silva er með 30% og Neves er nú með 17%. Í síðari umferðinni virðist sem þær Rousseff og Silva ætla að verða nánast hnífjafnar eða hvor um sig með um 45% atkvæða. Silva er reyndar með örlítið forskot, en það er innan óvissumarka. Síðustu dagana hefur Rosseff sem sagt verið að vinna á og kannski má segja að Silva hafi toppað aðeins of snemma. 

Ólæsa stelpan frá gúmmíekrunum í Amazon

brazil-marina-silva-young-bw.png

Verði Marina Silva kjörinn forseti Brasilíu gæti það haft veruleg áhrif á þróun orkumála í landinu. M.a. gæti þetta gjörbreytt áætlunum Brasilíu um stórfellda uppbyggingu nýrra vatnsaflsvirkjana í fljótunum sem renna um Amazonskóginn. Því Silva er alfarið á móti slíkum virkjunum í Amazon.

Silva reis úr sárustu fátækt til æðstu metorða í brasilískum stjórnmálum. Hún er fædd 1958 og ólst upp ásamt tíu systkinum sínum djúpt inni á Amazonsvæðinu í afskekktasta horni Brasilíu. Hún er af afrísku bergi brotin og þó svo hún sé einnig með portúgölsk gen og jafnvel líka brasilískt indjánablóð í æðum skilgreinir Silva sig sem blökkukonu.

Lífsviðurværi fjölskyldunnar var að tappa gúmmíi af gúmmítrjám og lítil tækifæri voru til skólagöngu. Enda lærði Marína ekki að lesa fyrr en á unglingsárum eftir að báðir foreldrar hennar voru látnir. Sextán ára munaðarleysinginn fékk skjól hjá nunnum í höfuðstað fylkisins (Rio Branco í Acrefylki). Þar hlaut hún lestrarkennslu og fékk líka lækningu við bæði malaríu og lifrarbólgu sem hrjáði hana í æsku.

Umhverfisvernd og barátta gegn skógeyðingu

Jafnskjótt og Marína komst í skóla sýndi hún bæði greind og frumkvæði. Hún nam sagnfræði í Acreháskóla og til að gera langa sögu stutta þá varð Silva brátt virkur þátttakandi í verkalýðsbaráttu í Acrefylki. Þar var hún í fararbroddi mótmælenda gegn skógeyðingu á svæðinu. Skógarhögg og landbúnaður hefur leitt til stórfelldrar skógeyðingar á Amasonsvæðinu og sú þróun hefur bersýnilega mótað mjög umhverfisvitund og stjórnmálaskoðanir Marínu.

Brazil-Amazon-Deforestation

Barátta þessa einlægi umhverfisverndarsinna fór fram við aðstæður sem eru afar ólíkar þeim kurteisislega ágreiningi um umhverfismál sem við eigum að venjast hér í velferðinni í norðri. Í Brasilíu á þessum tíma var alþekkt að fólk í forsvari umhverfisverndarbaráttu á Amazonsvæðinu væri barið til óbóta og jafnvel myrt með köldu blóði. Það urðu t.a.m. örlög eins nánasta samstarfsmanns Silva á þessum árum; Chico Mendez

Pólitísk afstkipti Marínu Silva urðu sífellt meiri og árið 1994 var hún í fyrsta sinn kjörin á þjóðþing Brasilíu. Þar var hún frambjóðandi brasilíska Verkamannaflokksins (Partido dos Trabalhadores eða PT). Minnt skal á að það er einmitt flokkurinn sem nú hefur verið við völd í Brasilíu í rúmlega áratug og Dilma Rousseff leiðir. Þar komst Silva til verulegra áhrifa, sem náðu hámarki þegar Lula útnefndi hana umhverfisráðherra í ríkisstjórn sinni árið 2003.

Umhverfisráðherra eins fjölmennasta og stærsta ríkis í heimi

brazil-marina-silva-lula-kiss.jpgÞarna tæplega fimmtug var Marina Silva sem sagt orðin umhverfisráðherra Brasilíu. Þar bauðst henni áhugavert tækifæri til að vinna að stefnu sinni um aukna umhverfisvernd og þá einkum verndun skóglendis í Amazon. En þegar á leið ofbauð henni virkjanaáætlanir ríkisstjórnarinnar á Amazonsvæðinu. Hún var líka ósátt við áætlun stjórnarinnar um stórfelldar áveituframkvæmdir, þar sem vatn úr Sao Franciscofljóti skyldi nýtt til umfangsmikillar vökvunar á landbúnaðarsvæðum. Svo fór að Silva sagði af sér ráðherradómi árið 2008 og ári síðar sagði hún svo skilið við Lula og PT og gekk til liðs við flokk græningja.

Eins og fram kom hér að ofan var Silva forsetaframbjóðandi græningja forsetakosningunum í Brasilíu árið 2010 og hlaut þar talsvert fylgi. Hún varð í þriðja sæti með rétt tæplega 20% atkvæða. Þessi góði árangur hennar varð til þess að frambjóðandi PT, Dilma Rousseff, náði ekki nægjanlega mörgum atkvæðum í fyrri umferð kosninganna til að sigra strax þá - en hún sigraði svo í annarri umferðinni eins og áður var nefnt.

brazil-marina-silva-rubber-tree.jpg

Góður árangur Silva í forsetakjörinu 2010 olli því að áratugalöng barátta hennar fyrir verndun skóglendis í Brasilíu komst nú í kastljós heimspressunnar. Um leið varð hún skyndilega alþjóðlega þekkt sem einn helsti leiðtogi Græningjahreyfingarinnar. Hún hlaut fjölmargar viðurkenningar og var m.a. tilnefnd sem einn af hundrað helstu hugsuðum heimsins (100 Top Global Thinkers). Minna var talað um nokkuð sérkennilegar trúarskoðanir hennar og ansið þröngsýn viðhorf gagnvart t.d. samkynhneigð og fóstureyðingum.

Óvænt forsetaframboð með skömmum fyrirvara

Eins og áður sagði var ekki á dagskrá að Marina Silva yrði í forsetaframboði í ár. En örlögin hafa orðið til þess að nú eru um helmingslíkur á því að bláfátæka og ólæsa stelpan frá Amazon verði kjörinn forseti Brasilíu; eins fjölmennasta ríki heimsins. Þar með yrði Silva fyrsti blökkumaðurinn á þeim valdastóli og líka fyrsti Brasilíumaðurinn af Amazonsvæðinu sem yrði forseti Brasilíu.

brazil-marina-silva-reporters.jpg

Það er óneitanlega athyglisvert að þegar fylgi Marínu Silva rauk upp nú síðsumars og fylgi Rousseff dalaði reyndist það hafa þau áhrif að traustið á efnahag Brasilíu jókst. A.m.k. hækkuðu hlutabréf þar almennt í verði og brasilíski gjaldmiðillinn styrktist gegn bandaríkjadal.

Í þessu sambandi er líka athyglisvert að leiðtogar brasilísku risasamsteypunnar Itaúsa hafa lýst yfir stuðningi við Silva. Itaúsa er risastórt einkafyrirtæki, sem er m.a. í bankarekstri, fasteignarekstri og rekur mörg geysistór iðnfyrirtæki. Samsteypan veltir nú um 5 milljörðum USD árlega og er meðal mikilvægustu fyrirtækjanna á brasilískum fjármálamarkaði. Það er sem sagt svo að markaðsöflin virðast fremur vilja umhverfisverndarsinnan Marínu Silva sem forseta Brasilíu heldur en Rousseff.

brazil_dilma-rousseff-finger.jpg

Það er vissulega svo að Dilma Rousseff á sér afar róttæka fortíð (hún var áður maóisti og var fangelsuð og pyntuð á dögum brasilísku herforingjastjórnarinnar). Og flokkur hennar, brasilíski verkamannaflokkurinn, skilgreinir sig afgerandi sem vinstriflokk verkalýðsins. Pólitíkin sem flokkurinn hefur staðið fyrir undanfarin áratug er þó vart nein gallhörð vinstripólitík.

Óánægja meðal almennings og fyrirtækjaeigenda með Rousseff kemur til vegna þess að fólk hefur áhyggjur af stöðnun í efnahagslífinu og spillingu í stjórnkerfinu. Rousseff þykir af mörgum - með réttu eður ei - vera orðin táknmynd fyrir spillingaröfl og henni er kennt um efnahagsstöðnunina.

Brazil-Rousseff-Petrobras

Þetta tvennt - ásakanir um spillingu og stöðnun - tvinnast saman í olíurisanum Petrobras. Félagið er að meirihluta í eigu brasilíska ríkisins og auk grafalvarlegra spillingarmála innan fyrirtækisins hefur Petrobras ekki gengið alltof vel að skila olíu á land. Þetta vinnur gegn Rousseff og er ein skýring þess að Marina Silva nýtur nú mikils stuðnings hjá bæði almenningi og einkageiranum. Silva þykir af mörgum boða nauðsynlegar umbætur og breytingar sem muni bæði að skapa ný störf og að losa um stirðnaðan ríkisrekstur. 

Þó skal minnt á, að það er alls ekki útilokað að Rousseff nái endurkjöri. Hún nýtur ennþá mikils fylgis meðal kjósenda og nú síðustu dagana hamrar hún á því að ef Silva nái kjöri verði hinir ríku ennþá ríkari og hinir fátæku ennþá fátækari - og að Silva skorti reynslu og sambönd til að geta tekist á við forsetaembættið. Á móti kemur að almenningur hefur einmitt hrifist af því hversu sjálfstæð Marína Silva er og virðist gjörsamlega laus við nokkuð sem kalla má spillingu í fortíð sinni.

Verður fátæka blökkustelpan tákn um grænan markaðssigur í Brasilíu? 

Brazil-Marina-Silva-in-Rio-de-Janeiro

Orkugeirinn í Brasilíu er ennþá að stærstum hluta á hendi ríkisins. Silva er ekki boðberi einkavæðingar, en hefur lagt áherslu á að bæta þurfi rekstur Petrobras og hreinsa þar til í yfirstjórninni. Hún vill líka minnka áhersluna á jarðefnaeldsneyti og auka hlutfall endurnýjanlegrar orku. Sérstaklega hvetur hún til meiri etanólframleiðslu. Með þessu síðastnefnda hefur hún sennilega náð að höfða til brasilískra bænda og leiðtoga þeirra. Ekki veitir af í hnífjafnri keppninni um forsetaembættið - það er jú svo að langvarandi barátta Silva gegn skógeyðingu hafði leitt til þess að áður fyrr var fáum jafn illa við hana eins og brasilískum bændum. 

brazil-marina-silva-flag.jpgOft hefur verið sagt að Brasilía sé land framtíðarinnar - en líka að hætt sé við því að svo muni verða um alla framtíð! En bæði fólk og fyrirtæki virðast nú sjá hina 56 ára blökkukonu Marinu Silva sem mikilvægan boðbera ferskra vinda í brasilískum stjórnmálum og brasilísku efnahagslífi. Sjálf segir hún að ef hún nái kjöri verði hún fyrsti græni forseti þjóðríkis í heiminum og að það muni hafa mikla þýðingu.

Það kemur svo í ljós í október hvort það verður Silva eða Rousseff sem leiðir brasilísku þjóðina næstu fjögur árin. En hvor svo sem sigrar - Silva eða Rousseff - er athyglisvert að sjá tvær konur berjast um forsetaembættið í þessu risastóra landi, sem ekki er beinlínis þekkt fyrir jafnrétti eða sterka stöðu kvenna. Við hljótum því að geta leyft okkur að líta á þessar forsetakosningar sem jákvætt skref fyrir hagsmuna- og jafnréttisbaráttu kvenna í Brasilíu. Hvort þetta muni hafa mikil samfélagsleg áhrif í þessu risastóra og fjölmenna landi verður tíminn að leiða í ljós. Góða helgi.


Tekist á um olíu Skotlands

Nú eftir helgina munu Skotar ganga að kjörborðinu þar sem þeir segja álit sitt á því hvort Skotland skuli verða sjálfstætt ríki. Eitt af því sem eflaust mun ráða afstöðu margra kjósenda eru yfirráðin yfir olíu- og gaslindunum á skoska landgrunninu.

UK-Oil-Facts-and-Predictions-2014

Samkvæmt upplýsingaskrifstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins (EIA) eru sannreyndar olíubirgðir innan lögsögu Bretlands um 3 milljarðar tunna (proven reserves). Ekki liggja fyrir hárnákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti þessara birgða eru innan landgrunnsins sem myndi tilheyra sjálfstæðu Skotlandi. Þó er vitað að hlutfallið þarna er hátt; sennilega yfir 80% eða jafnvel nær 90%. Samkvæmt því má áætla að sannreyndar olíubirgðir í skosku lögsögunni séu nálægt 2,5 milljarðar tunna eða rúmlega það. 

Sambærileg tala um olíubirgðir á landgrunni Noregs er 5,8 milljarðar tunna. Skotland kynni því að ráða yfir olíumagni sem nemur næstum helmingi þeirrar olíu sem Norðmenn eiga ósótta. Þar með yrðu Skotar mikilvæg olíuþjóð og gætu vænst geysilegra tekna af olíuvinnslunni. 

Norway-Oil-Fund-Sept-12-2014

Norðmenn búa aftur á móti yfir margfalt meira af jarðgasi en Skotar. Tölurnar um sannreyndar birgðir hljóða þannig að í norska landgrunninu séu sannreyndar birgðir af gasi 74 þúsund milljarðar teningsfeta, en í breska landgrunninu séu birgðirnar tæplega 9 þúsund milljarðar teningsfeta. Ef tekið er tillit til olíu og jarðgass sem talið er unnt að vinna úr þunnum gaslögum í jörðu í Bretlandi (s.k. shale gas og tight oil) hækka bresku tölurnar nokkuð en þó ekki hlutfallslega mikið. Þar er ekki um að ræða sannreyndar birgðir enn sem komið er. Að auki er álitið að mest af þeirri olíu og því gasi sé í enskri jörðu, en ekki skoskri. Verði af þessari vinnslu mun það því ekki skila Skotum umtalsverðum tekjum. Fyrir Skota skiptir því mestu hvað finna má undir landgrunninu.

UK-Oil-Revenues-History-and-Possibilities-2014

Í Skotlandi horfa margir öfundaraugum til norska olíusjóðsins. En sjá hann líka sem fyrirmynd. Margir Skotar álíta tækifæri til að Skotland geti með sambærilegum hætti orðið eitt ríkasta land heims - eða a.m.k. mjög vel stætt (Skotar eru vel að merkja nánast nákvæmlega jafn margir eins og Norðmenn). Fólk sér möguleikann á því að allar skatttekjur af olíuvinnslunni í skoskri lögsögu renni beint til Skotlands og að Skotar geti þannig lagt háar fjárhæðir í sérstakan olíusjóð líkt og Norðmenn hafa gert og gera.

Hugsanlega er miklu meiri olía í skoska landgrunninu en sú tala sem nefnd var hér að ofan. Fyrir liggur það álit samtaka breska olíu- og gasiðnaðarins að enn megi finna á bilinu 15-24 milljarða tunna af olíu á breska landgrunninu. Og langstærstur hluti af þessari olíu á vel að merkja að vera í þeim hluta lögsögunnar sem myndi tilheyra Skotlandi. Þegar menn margfalda þetta magn með því verði sem er á olíutunnu í dag er auðvelt að fá stjörnur í augun.

UK-Oil-Production-and-Value_1970-2013

Það er reyndar svo að olíuvinnsla í bresku lögsögunni hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár. En haldist olíuverð hátt eru þarna samt sem áður ennþá mikil verðmæti ósótt. Óumdeilt er að tekjur hins opinbera af vinnslunni innan skoskrar lögsögu næstu árin munu nema tugum milljarða punda.

Fyrir marga Skota hlýtur stóra spurningin að vera hvort skatttekjurnar og mögulegur auðlindaarður af þeirri vinnslu eigi að renna í breska ríkiskassann eða beint til Skotlands. Samkvæmt núverandi kerfi renna þær tekjur til Bretlands - en með sjálfstæðu Skotlandi myndu skosk stjórnvöld fá til sín allar þær tekjur og valdið til að ráðstafa þeim. 

Fjörutíu ára olíuvinnsla á breska landgrunninu hefur skilað um 40 milljörðum tunna á land. Meðan Norðmenn hafa byggt upp einhvern sterkasta fjárfestingasjóð heims (og einungis dælt upp rúmlega 20 milljörðum tunna) hafa bresku olíutekjurnar að mestu sáldrast í útgjöldum ríkissjóðs. Þetta svíður mörgum Skotum - ekki síst vegna þess að mestöll þessi breska olía hefur komið úr landgrunni Skotlands. Afstaðan til sjálfstæðis Skotlands ræðst að sjálfsögðu af ótalmörgum öðrum atriðum en olíunni. En einhverjir Skotar munu sjálfsagt láta afstöðu sína til olíuvinnslunnar ráða því hvernig skal kjósa.  


Arðsemi orkuútflutnings

VIB-ardsemi-orkuutflutnings-sept-2014

Tilefni er til að vekja athygli á fundi, sem fram fer í Hörpu þriðjudaginn n.k. 9. september (á morgun) kl. 17-18:30. Fundarefnið er arðsemi orkuútflutnings.

Samkvæmt fundarboði mun Ola Borten Moe, fyrrverandi orkumálaráðherra Noregs, tala um reynslu Norðmanna af alþjóðlegum orkumarkaði. Á fundinum er ráðgert að m.a. verði fjallað um eftirfarandi: 

  • Hver hefur reynsla Norðmanna verið af orkuútflutningi?
  • Hver eru framtíðaráform Norðmanna?
  • Er raunhæft að leggja sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu?
  • Yrði orkuútflutningur um sæstreng frá Íslandi arðbær?

Pallborðsumræður verða í kjölfarið og þátttakendur auk Ola Borten Moe eru: 

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. 
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra.
Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners.

Fundarstjóri er Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB og Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður í orkuteymi Íslandsbanka, stjórnar pallborðsumræðum. Sjá upplýsingar og aðgengi að skráningu hér.


Íslandskapallinn tilkynntur

Íslandskapallinn verður tilkynntur á ráðstefnu í París nú í vikunni. Um er að ræða rafmagnsstreng (háspennu jafnstraumskapal) sem lagður verður milli Íslands og Evrópu. Í framhaldinu verður mögulega farið að huga að slíkum rafmagnstengingum frá Grænlandi og jafnvel milli Evrópu og Norður-Ameríku. 

Þetta er reyndar aðeins orðum aukið. Hið rétta er að á umræddri ráðstefnu, sem byrjar í París nú í dag 25. ágúst, mun stórfyrirtækið ABB kynna nýja tækni, sem gerir það verkum að umræddur Íslandskapall er raunhæfari og hagkvæmari kostur en áður hefur verið talið. Slíkur kapall er m.ö.o. ekki lengur tæknilega óviss hugmynd - heldur raunverulega framkvæmanlegt verkefni.

Allt að 2.600 MW, 1.500 km langir neðansjávarkaplar og raforkutapið sáralítið 

Það var á fimmtudaginn var, 21. ágúst, sem ABB tilkynnti um þetta mikilvæga framfaraskref í jafnstraumsflutningum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið verið að þróa tækni sem gerir háspennukapla af þessu tagi (HVDC) bæði öflugri og hagkvæmari en áður hefur þekkst (þess má geta að ABB ver meira en milljarði USD í rannsóknir og þróun árlega). Að sögn fyrirtækisins verður nú unnt að leggja geysilega öfluga háspennustrengi allt að 1,500 km vegalengd neðansjávar. Þessir kaplar eiga að ráða við raforkuflutninga sem jafngilda allt að 2.600 MW afli og raforkutapið á hinni gríðarlega löngu leið verður innan við 5%.

abb-hybrid_hvdc-breaker-paper-cover-2012.png

Ekki virðist ofmælt að í yfirlýsingu ABB felist staðfesting á því að tæknin til að leggja kapal milli Íslands og Evrópu er til staðar. Hin mikla vegalengd og hafdýpið milli Íslands og Evrópu er sem sagt ekki óyfirstíganleg hindrun fyrir rafmagnskapli þarna á milli. Lítið raforkutap skýrist m.a. af nýrri einangrun sem fyrirtækið hefur þróað og því að spennan í köplunum verður hærri en þekkst hefur til þessa eða 550 kV.

Þetta er afar athyglisverð þróun - kapall milli Íslands og Evrópu yrði jú allt að þrefalt lengri en lengsti neðansjávarstrengur af þessu tagi er í dag (NorNed kapallinn). Þessi tíðindi koma samt ekki á óvart. Því þetta er í fullu samræmi við það sem ABB (og fleiri fyrirtæki) hafa talað um síðustu 2-3 árin sem afar líklega framtíðarsýn. Og nú er sem sagt komið að því að þessi tækni er raunveruleg og ennþá hagkvæmari en áður var talið. Og bara spurning hvar fyrsti ofurkapallinn af þessu tagi verður lagður. Það gæti t.d. orðið við norðanvert Atlantshaf eða milli landa í austanverðri Asíu. Og jafnvel þó svo ekki verði strax af framkvæmdum við Íslandskapal, blasir við að slík tenging sé einungis tímaspursmál.

ABB er í fararbroddi í jafnstraumstækninni

Það er afar viðeigandi að það sé raftæknirisinn ABB sem hefur nú fundið lausnina á því að gera svona neðansjávarstrengi lengri, afkastameiri og hagkvæmari en mögulegt hefur verið fram til þessa. Um þessar mundir fagnar ABB því nefnilega að 60 ár eru liðin frá því fyrsti jafnstraumskapalinn var lagður - eftir hafsbotninum milli Svíþjóðar og sænsku eyjarinnar Gotlands í Eystrasalti. Þetta var nettur 20 MW kapall, spennan var 100 kV og vegalengdin um 90 km. Og það var einmitt ABB sem var framleiðandinn.

abb-hvdc-gotland-cable.pngÞað var að vísu undanfari ABB, sænska fyrirtækið Allmänna Svenska Elektriska Aktiebolaget eða ASEA, sem framleiddi Eystrasaltskapalinn. ABB varð jú ekki til fyrr en á níunda áratug liðinnar aldar, þegar ASEA sameinaðist svissneska fyrirtækinu Brown, Boveri & Cie.

Á þeim sex áratugum sem liðnir eru síðan ABB/ASEA framleiddi Gotlandskapalinn - ásamt tilheyrandi spennistöðvum sem umbreyta riðstraumi í jafnstraum og svo aftur í riðstraum - hafa fjölmargir neðansjávarkaplar verið lagðir. Þeir hafa smám saman orðið bæði lengri og öflugri. Lengsti HVDC neðansjávarkapallinn í dag er 700 MW NorNed strengurinn milli Noregs og Hollands. Spennan þar er 450 kV og lengdin er 580 km. Það var einmitt ABB sem framleiddi bæði spennistöðvarnar og stærstan hluta kapalsins - og nú er fyrirtækið sem sagt í fararbroddi að þróa og framleiða ennþá lengri og öflugri kapla af þessu tagi.

hvdc-norned-cable-abb-1.jpg

Lokið var við lagningu NorNed árið 2008. Áður hafði ABB m.a. framleitt Baltic Cable (Eystrasaltskapalinn), sem liggur milli Svíþjóðar og Þýskalands. Kapallinn sá var lengsti rafmagnsstrengur neðansjávar áður en NorNed var lagður. ABB er einnig framleiðandinn á lengstu og öflugustu háspennustrengi sem lagðir hafa verið á landi. Þar er um að ræða kapla í Brasilíu og Kína; kapallengdin þar er á bilinu 2.000-2.500 km og spennan 600-800 kV. Þessir ofurkaplar geta flutt raforku fá virkjunum sem nema mörg þúsundum MW . Og þróunin er í sömu átt neðansjávar; líka þar eru að koma lengri og að sögn ABB verulega hagkvæmari kaplar.

Stórt skref í jafnstraumstækninni og raforkuflutningum neðansjávar

abb-hvdc-europe-map-august-2014.jpg

ABB lýtur bersýnilega á þetta nýja skref í þróun rafmagnskapla sem afar mikilvægt og þetta muni gera kleift að stórauka hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þar kemur ekki síst til sá möguleiki að reisa hagkvæmari vindorkuver á hafi úti, en einnig að tengjast svæðum með mikið vatnsafl. Þar er Ísland eðlilega góður kostur.

Það var reyndar annað fyrirtæki en ABB sem virtist nýlega hafa tekið forystuna í þróun rafmagnskapla neðansjávar. Undanfarið hefur ítalska Prysmian Group í samstarfi við Siemens unnið að kapli sem tengja á Skotland og England og liggja utan við vesturströnd Bretlands. Verkefnið nefnist UK Western Link og verður sá kapall um 420 km langur. Það sem gerir UK Western Link að tímamótaverkefni er að kapallinn á að vera með mun hærri spennu en þekkst hefur hjá neðansjávarstrengjum til þessa eða 600 kV.

Það virðist aftur á móti sem Prysmian Group hafi lent í einhverjum vandræðum í framleiðslunni á þessum ofurkapli. Neðansjávarstrengirnir sem ABB er nú að kynna eiga eins og áður sagði að ráða við spennu allt að 550 kV. Eflaust eru einhverjir sem búast við því að ABB sé að fara fram úr sér og muni líka lenda í vandræðum í framleiðslunni. Reynslan ein getur leitt í ljós hvort ABB stendur við fyrirheitin.

Kapall milli Íslands og Evrópu er raunverulegur kostur 

ABB er vel að merkja að ganga mun lengra en felst í verkefni Prysmian og Siemens. ABB er að boða framleiðslu á köplum sem verða miklu lengri en UK Western Link eða allt að 1.500 km langir - og að þrátt fyrir þessa geysilegu lengd verði orkutapið innan við 5%.

Þetta merkir að orkutapið verði lítið meira en er í lengsta neðansjávarstrengnum í dag (NorNed), þó svo nýju kaplarnir verði allt að þrefalt lengri! Þetta er stórt skref og gerir Íslandskapal sannarlega að raunhæfum kosti. Þetta eru mikil tíðindi því þarna gæti verið á ferðinni stærsta efnahagslega tækifæri Íslands.


Rússland þarf hærra olíuverð

micex-index_2010-2014.pngRússneskir milljarðamæringar eru sumir vafalítið nokkuð áhyggjufullir yfir hörkunni í utanríkisstefnu Pútíns. Því þeir eru að sjá af upphæðum sem jafngilda milljörðum USD.

Meðan hlutabréfavísitölur á Vesturlöndum hafa víða verið í uppsveiflu hefur allt verið pikkfast og jafnvel á niðurleið á hlutabréfamarkaðnum í Moskvu. Mjög hefur þrengt að aðgangi fjölmargra rússneskra fyrirtækja að vestrænu lánsfjármagni og erlendir fjárfestar hafa margir byrjað að færa fé sitt burt frá Rússlandi. Þetta hefur keðjuverkun; rúblan fellur, verðbólga eykst og kaupmáttur almennings minnkar.

russa-stock-market-pe_2011-2014.jpgÞað virðist lítill áhugi á rússneskum hlutabréfum þessa dagana. Þegar t.d. miðað er við V/H hlutfall (P/E ratio) sést að rússnesk hlutabréf eru miklu lægra verðlögð en gengur og gerist í nýmarkaðslöndunum. Í Rússlandi er þetta hlutfall í dag svipað eins og á hlutabréfum í Argentínu og Íran. Og lægra en í Zimbabwe. Þetta er væntanlega til marks um hversu lítið traust erlendir fjárfestar hafa almennt á Rússlandi.

En það er víðar sem kreppir að Rússum. Það er nefnilega svo að olíuverð er ekki lengur nógu hátt fyrir Rússa til að halda viðskiptajöfnuðinum við útlönd réttu megin við strikið. Nú stefnir allt í að eftir nokkuð langt tímabil þar sem viðskiptajöfnuðurinn hefur verið Rússum hagstæður, sé að byrja að síga þar á ógæfuhliðina.

Vinsældir Pútín's heima fyrir má vafalítið að verulegu leiti rekja til þess að eftir valdatöku hans um aldamótin rauk olíuverð upp (fyrst og fremst vegna efnahagsuppgangsins í Kína). Þetta skapaði Rússlandi geysilegar útflutningstekjur og peningar streymdu í ríkiskassann frá orkugeiranum. Það gerði Pútín kleift að stæra sig af bættum kjörum almennings, meiri stöðugleika innanlands og að Rússland öðlaðist á ný sterka ásýnd út á við.

russia-trade-balance_1990-2013_1243511.pngNú er aftur á móti svo komið að orkugróði Rússlands stendur ekki lengur undir því að halda viðskiptajöfnuði landsins jákvæðum. Ef ekki kemur til umtalsverðra hækkana á olíuverði stefnir í að Rússland sigli nú inn í ólgusjó neikvæðs viðskiptajöfnuður.

Í þessu sambandi er vert að rifja upp það sem gerðist á olíumörkuðum á 9. áratugnum. Eftir að olíuverð rauk upp úr öllu valdi um 1980 (í tengslum við klerkabyltinguna í Íran) tók verðið brátt að síga aftur niður á við. Og svo fór að allan níunda áratuginn var olíuverð afar lágt - meira að segja lægra en hafði verið eftir olíukreppuna 1973. Þær lækkanir mátti einkum rekja til mikils olíuframboðs frá Saudi Arabíu og öðrum ríkjum OPEC, auk þess sem olía streymdi nú frá bæði Norðursjó og Alaska.

Afleiðing þessa lága olíuverðs var m.a. mikill tekjumissir fyrir Sovétríkin þáverandi og tilheyrandi skortur þar á erlendum gjaldeyri. Það ástand veikti efnahag landsins tvímælalaust. Og allt í einu hrundi stjórnkerfi Sovétríkjanna; eftir misheppnaða hallarbyltingu í Kreml missti kommúnistaflokkurinn völdin, Sovétríkin liðuðust í sundur og staða Rússlands sem stórveldi veiktist mjög.

russia-exports-2013_1243512.pngSamskonar atburðir gætu gerst aftur núna - sérstaklega ef olíuverð myndi lækka umtalsvert. Orka er lang mikilvægasta útflutningsafurð Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska orkumálaráðuneytinu kemur meira en 70% allra útflutningstekna Rússland frá kolvetnissölu. Þar eru olía og olíuafurðir mikilvægastar og þar á eftir kemur jarðgasið.

Til að olíuverð lækki verulega þyrftu Bandaríkin og Evrópa að beita sér mjög ákveðið gagnvart mikilvægum framleiðendum, þ.e. fá þá til að auka olíuframleiðslu sína. Þarna er í reynd bara einn valkostur. Saudi Arabía er nefnilega eina land veraldarinnar sem hefur raunverulega getu til að auka framleiðsluna nokkuð hratt. Til að olíuverð lækki nokkuð snöggt þyrfti því að sannfæra Sádana um að auka framleiðslu sína. 

Stóra spurningin er hvort Sádarnir myndu fallast á slíkar aðgerðir. Saudi Arabía hefur svo til engar aðrar útflutningstekjur en olíu og jarðgas. Ef olíutekjur landsins lækka eitthvað að ráði frá því sem nú er, lenda Sádarnir samstundis í að þurfa að auka ríkisskuldir sínar til að geta mætt útgjöldunum heima fyrir. Og valdhafarnir þar vilja að sjálfsögðu forðast að skapa óróa meðal almennings, sem gæti ógnað einveldin. Á móti kemur að aukin olíuframleiðsla myndi skila nýjum tekjum og þannig bæta upp tekjumissi vegna lægra olíuverðs. En Sádarnir virðast afar sáttir við núverandi markaðsástand og því virðist hæpið að þeir kæri sig um að rugga bátnum.

Time-putin-cover-2014Það er sem sagt svo að núverandi olíuverð er vart nógu hátt til að losa Rússland undan viðskiptahalla. Það skapar Pútin nokkurn vanda - en þó varla nógu mikinn vanda til að hann snúi snögglega af agressívri utanríkisstefnu sinn. Og það virðist fremur ólíklegt að olíuverð lækki svo mikið að efnahagsstöðugleika Rússlands verði ógnað í bráð.

Bæði Bandaríkin og Evrópuríki hafa nú þegar gripið til ýmissa viðskiptaþvingana til að láta Pútín finna fyrir sér. Svo sem með því að þrengja að möguleikum rússneskra ríkisorkufyrirtækja, eins og Gazprom og Rosneft, til að fjármagn sig erlendis. Í því ljósi er nokkuð sérstakt að nú í vikunni sem leið fagnaði bandaríski olíurisinn ExxonMobil því með bæði Rosneft og Pútín að sameiginlegar olíuboranir þessara tveggja stærstu olíufélaga heimsins (á hlutabréfamarkaði) eru að byrja norður á heimskautasvæðunum í Karahafi!

exxonmobil-rosneft-partnership.jpgÞessi stórauknu umsvif ExxonMobil í Rússlandi eru í litlu samræmi við núverandi stefnu bandarískra stjórnvalda um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Vissulega eru boranirnar í Karahafi einfaldlega afleiðing af eldra samkomulag fyrirtækisins við Rosneft og rússnesk stjórnvöld. En það er merkilegt og nokkuð sérkennilegt ef viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar hafa engin merkjanleg áhrif á þetta samstarf Rosneft og ExxonMobil. Það hlýtur a.m.k. að vera óánægja í Washington DC með þessar nýjustu fréttir frá Karahafi.


Framtíðin rennur upp - fyrr eða síðar

Fólk hefur mismunandi skoðanir um ágæti þess að Ísland tengist Evrópu með rafmagnskapli. Þegar til framtíðar er litið verður að teljast líklegt að slík tenging muni líta dagsins ljos. Rétt eins og símakaplar og síðar ljósleiðarar hafa tengt lönd þvert yfir heimshöfin er sennilega bara tímaspursmál hvenær fyrsti rafmagnskapallinn verður lagður yfir Atlantshaf.

HVDC-Europe-America_Hydro-Power_Askja-Energy-Partners-Map-1

Áður en til þess kemur að rafmagnskapall verði lagður beint milli Norður-Ameríku og Evrópu er sennilegt að fyrst verði slíkir kaplar lagðir til Grænlands og Íslands. Þessi tvö lönd gætu jafnvel orðið lykilpunktar í rafmagnstengingu Norður-Ameríku og Evrópu.

Tækniþróun sem felur í sér sífellt lengri tengingar er af margvíslegu tagi. Hér að framan var minnst á símakapla og ljósleiðara. Í dag liggur nánast net af slíkum tengingum eftir botni heimshafanna. Enda er það svo að þegar tækni og hagkvæmni fara saman verður þróunin jafnan nokkuð hröð.

Fyrsta flugið milli Ameríku og Evrópu átti sér stað árið góða 1927. Um það leiti hafði varla nokkur maður látið hvarfla að sér að flugsamgöngur yrðu senn að veruleika yfir Atlantshafið. Einungis fáeinum árum síðar var áætlunarflug yfir úthöfin orðið daglegur viðburður. Samskonar þróun - þó vissulega nokkuð hægari -hefur átt sér stað í samgöngutengingum sem felast í neðansjávargöngum. Árið 1994 opnuðu lestargöng undir Ermarsund og skömmu áður voru opnuð göng milli japönsku eyjanna Honshu og Hokkaido. Og nefna má að stærsta neðansjávarframkvæmdin sem nú er alvarlega til skoðunar eru sennilega risagöngin sem fyrirhuguð eru undir Bohaisund í Kína. Þannig þróast bæði samgöngur og fjarskipti sífellt í átt að lengri tengingum - og þar er hafið ekki óyfirstíganleg hindrun.

HVDC-Europe-Subsea-2014Þróun af þessu tagi er líka að verða í raforkuflutningum. Rafmagnskaplar sem liggja langar leiðir neðansjávar hafa smám saman verið að lengjast og fara um æ meira dýpi. Lengsti kapallinn af þessu tagi í dag er NorNed-kapallinn, sem liggur milli Noregs og Hollands. Hann er um 580 km. Næsta met verður að öllum líkindum kapall milli Noregs og Bretlands, en hann verður rúmlega 700 km.

Svona háspennukaplar á landi (sem líkt og umræddir neðansjávarstrengir byggja á jafnstraumstækni; HVDC) eru einnig að verða sífellt lengri. Þeir lengstu í dag eru á bilinu 2.000-2.400 km, en þeir kaplar flytja raforku til þéttbýlissvæða í Kína og Brasilíu.

Rafmagnskaplar af þessu tagi sem liggja eftir hafsbotni eru ekki aðeins að verða lengri; þeir eru einnig lagðir um sífellt meira hafdýpi. Dýpstu HVDC neðansjávarkaplarnir í dag liggja á dýpi sem er á bilinu 1.500-1.700 m. Kapall milli Íslands og Evrópu færi dýpst um u.þ.b. 1.000 m dýpi og lengdin yrði sennilega nálægt 1.100-1.200 km. Dýpið er því miklu minna en það sem er þegar orðið viðráðanlegt. En lengdin yrði aftur á móti talsvert mikið skref frá því sem nú þekkist hjá neðansjávarköplum af þessu tagi. Slíkur strengur milli Íslands og Bretlandseyja er samt að öllum líkindum orðinn raunverulegur möguleiki - bæði út frá tæknilegum og fjárhagslegum forsendum. Og sá tímapunktur nálgast að svona kapall tengist ekki bara Íslandi, heldur einnig Grænlandi. Enda er orðið æ algengara að sjá t.d. greinar í erlendum fræðitímaritum þar sem athyglinni er beint að mögulegum rafstrengjum frá bæði Íslandi og Grænlandi. 

Orkubok_Renewable-Energy-Integration_Practical-Management-of-Variability-Uncertainty-and-Flexibility-in-Power-Grids_2014

Í erlendum skrifum fræðimanna er hagkvæmni tengingar af þessu tagi furðu oft fyrst og fremst tengd möguleikum á uppbyggingu vindorkuvera á bæði Íslandi og Grænlandi. Það eru vissulega vísbendingar um að nýtni vindorkuvera á Norðurslóðum kunni að vera það há að slík orkuvinnsla geti verið hagkvæm - jafnvel þó svo mikill flutningskostnaður bætist við vegna langra neðansjávartenginga. Það er þó augljóst að miklu meiri hagkvæmni er í því að nýta vatnsaflið á þessum svæðum - því vatnsorkan er miklu áreiðanlegri og stýranlegri en vindorkan.

Möguleikinn á að nýta vatnsaflið hér sem stýranlega orku og þannig hámarka arðsemi orkuvinnslunnar er afar áhugaverður. Sama sjónarmið á vafalítið líka við um grænlenskt vatnsafl. Álitið er að fræðilegt vatnsafl sem fellur frá Grænlandsjökli og hálendi Grænlands sé sem nemur um 800 TWst árlega. Þó svo einungis á bilinu ca. 1-2% af því væri nýtt í virkjunum myndi það marka þáttaskil fyrir Grænlendinga. Það orkumagn mætti flytja út um 2-4 háspennustrengi af því tagi sem nú þekkjast. Þar yrði þó vafalítið byrjað á að virkja fyrir einn streng; þar mætti hugsa sér virkjanir með um 700-1.000 MW afl, sem myndu framleiða um 4-6 TWst árlega. Það er reyndar búið að staðsetja nokkra mjög góða kosti á Grænlandi fyrir orkuframleiðslu af þessari stærð. Þannig að kannski má segja að grunnurinn að útflutningi raforku frá Grænlandi sé í reynd nú þegar fyrir hendi.

Canada-Churchill-Falls-1

Það kynni að vera einfaldast fyrir Grænlendinga að fá svona tengingu yfir til Kanada. Þar er nefnilega fyrirhugað að reisa nýjar öflugar háspennulínur, sem eiga að flytja raforku frá virkjunum í Labrador. Sú orka fer að hluta til til Nýfundnalands, en hluti hennar verður seldur til þéttbýlissvæðanna nokkru sunnar. Það verkefni er á góðu skriði.

Vel má hugsa sér að fyrsta skref Grænlands yrði sæstrengur yfir til Nýfundnalands. Vegna hærra raforkuverðs í Evrópu væri rafmagnskapall þangað austur á bóginn að vísu sérstaklega áhugaverður fyrir Grænland. Áætlanir um slíkt verða þó sennilega fjarri huga flestra meðan ekki er kominn strengur milli Íslands og Evrópu. En hvað sem tengingum við Grænland líður, þá er sannarlega orðið tímabært að Íslendingar fari að huga betur að umræddum möguleikum.


Mánudagur til mæðu fyrir Pútín?

Margir lýðræðissinnar hafa verið áhyggjufullir yfir því hvernig pólitíkin í Rússlandi hefur þróast undir stjórn Vladimirs Pútín. Sú umræða er ekki ný; hún hefur verið að malla í tengslum við ýmsa atburði í Rússlandi á valdatíma hans sem forseta og forsætisráðherra. Þar má nefna hernaðaraðgerðir Rússlands gegn Georgíu árið 2008 og aðgerðir rússneskra yfirvalda gegn olíufélaginu Yukos.

putin-newsweek-cover-august-1-2014.jpgNú síðustu mánuðina hefur þessi umræða svo blossað upp sem aldrei fyrr. Hún magnaðist mjög í tengslum við innlimun Rússlands á Krímskaga - og svo enn frekar eftir að farþegaþotan var skotin niður yfir austanverðri Úkraínu fyrir rúmri viku síðan.

Þessa dagana eru allra augu á Pútín og andlit hans prýðir forsíður margra þekktustu fréttatímarita Vesturlanda. Þar má nefna Newsweek, Time, Spiegel og Economist. Snögg yfirferð yfir nýjustu tölublöðin og vefútgáfurnar segir okkur að ekki sé búist við miklum stuðningi Evrópuríkja við harðar efnahagsþvinganir eða aðrar aðgerðir gegn Rússlandi. Ástæðan er sögð vera tregða landa eins og Frakklands og Þýskalands til slíkra aðgerða.

Tónninn í þessum skrifum er samt nokkuð mismunanda. Sérstaklega er áberandi sá mikli reiðilestur sem sjá má hjá ritstjórn Economist. Economist segir vestræna leiðtoga sýna Putín alltof mikla linkind. Grípa þurfi til víðtæks viðskiptabanns gagnvart Rússum, fleygja Pútín út úr öllu ríkjasamstarfi sem mögulegt er og þrengja að gjörspilltri klíku hans.  

Economist-Putin-Cover-July-2014Í umræddri grein í Economist er reyndar fullyrt að Pútín muni falla. Og þá muni koma í ljós „how much money Mr Putin and his friends have stolen from the Russian people". Tilefni er til að staldra við þessi orð og skoða hvað Economist á þarna við. Það kemur ekki skýrt fram í blaðinu. En þarna er Economist vafalítið að vísa til hins dularfulla eignarhalds í nokkrum lykilfyrirtækjum í rússneska olíubransanum. Margir eru fullvissir um að stærsti leynieigandinn þar sé einmitt sjálfur Vladimir Pútín.

Mestöll þau auðævi, sem þarna er um að ræða, snúast um það þegar risaolíufélagið Yukos var gert gjaldþrota fáeinum árum eftir að Pútín varð forseti Rússlands. Hér verður athyglinni beint að þeim tilfæringum. Og einnig vikið að dómsmáli sem um árabil hefir verið í gangi fyrir Alþjóðagerðardómnum í Haag í Hollandi. Þar krefja stærstu hluthafar Yukos rússneska ríkið um hvorki meira né minna en rúmlega 100 milljarða USD í bætur vegna aðgerðanna gegn Yukos. Þarna eru risavaxnir hagsmunir á ferðinni - og dómur í málinu gæti jafnvel fallið á morgun; mánudag! Það er því upplagt að rýna aðeins í þessi mál hér í dag.

Er Pútín auðugasti maður veraldar?

Það eru fyrst og fremst tvö stórfyrirtæki sem Pútín hefur verið bendlaður við. Þau eru olíufélagið Surgutneftgas og hrávörufyrirtækið Gunvor. Að auki er haldið fram að hann eigi hlut í olíurisanum Rosneft.

Surgutneftegas er eitt af stærstu olíufyrirtækjunum í Rússlandi og skilaði t.a.m. meira en 5 milljörðum USD í hagnað á liðnu ári (2013). Fyrirtækið er af mörgum talið hafa leikið lykilhlutverk í flókinni viðskiptafléttu þegar olíurisinn Yukos var keyrður í gjaldþrot fyrir tæpum áratug á grundvelli meintra skattaskulda - og eignir þessa risafyrirtækis voru seldar óþekktum kaupendum í nokkuð furðulegu uppboði.

Eins og kunnugt er rann mest af olíulindum og eignum Yukos á endanum til rússneska ríkisolíufélagsins Rosneft, sem stýrt er af einum nánasta bandamann Pútín's; Igor Sechin. En Surgutneftegas er sem sagt talið hafa lekið stórt hlutverk í þeirri fléttu. Surgutneftegas er í dag tugmilljarða dollara virði - en það magnaðasta er að jafnvel þó svo þetta stóra og mikilvæga fyrirtæki sé bæði skráð í kauphöllinni í Moskvu og þeirri í London eru stærstu eigendurnir þess óþekktir.

yukos-priobskoye-field-siberia.jpgSumir trúa því staðfastlega að Pútin sé stór hluthafi í Surgutneftgas og eigi jafnvel rúmlega þriðjung hlutabréfanna. Að auki hafa verið færð rök fyrir því að Pútín eigi sjálfur allt að helmingshlut í hrávörurisanum Gunvor. Og að auki dágóðan hlut í rússneska olíurisanum Rosneft. Samtals hafa þessir meintu eignahlutir Pútín's í félögunum þremur verið metnir á allt að 70 milljarða USD. Eigi sögusagnirnar við rök að styðjast er Pútín því einn af allra auðugustu mönnum heims, ef ekki sá auðugasti.

Rosneft er vel að merkja eitt af tveimur stærstu olíufélögum heimsins á hlutabréfamarkaði (ásamt Exxon Mobil). Og Gunvor hefur verið með einkarétt á útflutningi að stærstum hluta þeirrar olíu sem unnin er úr rússneskri jörðu. Rússland er annað af tveimur stærstu olíuframleiðsluríkjum heimsins (ásamt Saudi Arabíu), þ.a. þarna eru á ferðinni einhverjir mestu viðskiptahagsmunir í heiminum öllum. En það skal tekið skýrt fram, að umrætt meint eignarhald Pútín's í Surgutneftegas, Rosneft og Gunnvöru er ósannað. Og ennþá er líka alveg á huldu hverjir stærstu hluthafarnar eru í bæði Gunnvöru og Surgutneftegas.

Meint skattsvik og gjaldþrot Yukos

Stóru línurnar í eignarhaldi í olíuiðnaði Rússlands má að miklu leiti rekja til þess þegar Michail Khodorkovsky, þá aðaleigandi Yukos, var handtekinn fyrir meint stórfelld skattsvik og spillingu. Þetta var síðla árs 2003 - rétt í þann mund sem bandaríski olíurisinn Exxon Mobil hugðist kaupa verulegan hlut í Yukos og verða þannig umsvifamikið í rússneska olíuiðnaðinum. Khodorkovsky var að auki byrjaður að skipta sér æ meira af rússneskum stjórnmálum og hafði verið orðaður við forsetaframboð (gegn Pútín). 

khodorkovsky-yukos-free.jpgYukos var þá stærsta olíufélag Rússlands. Khodorkovsky og viðskiptafélagar hans höfðu komist yfir ráðandi eignarhlut í Yukos í geggjaðri einkavæðingu áranna þegar Boris Jeltsin var forseti Rússlands á 10. áratugnum. Í kjölfar handtökunnar á Khodorkovsky og fleiri stjórnendum Yukos árið 2003 (nokkrir þeirra náðu að sleppa úr landi og hafa síðan verið eftirlýstir af hálfu rússneskra saksóknara) var Yukos úrskurðað gjaldþrota. Það var gert á grundvelli meintra risavaxinna skattsvika fyrirtækisins.

putin-and-sechin-rosneft_1241912.jpgÍ kjölfarið voru olíulindir félagsins (flestar í Síberíu) og aðrar eignir Yukos seldar á sérstöku uppboði. Þau viðskipti eru mjög þoku hulin, en fullyrt hefur verið að Surgutneftegas hafi þar leikið stórt hlutverk. Á endanum runnu svo flestar eignir Yukos inn í rússneska ríkisolíufélagið Rosneft, sem varð þar með í einu vetfangi stærsta olíufélag Rússlands. Og rússneska ríkið aftur með tögl og haldir í hinum risavaxna rússneska olíuiðnaði - rétt eins og verið hafði á Sovéttímanum - og alfarið undir stjórn manna sem eru nánustu samstarfsmenn Pútín's. Surgutneftgas er aftur á móti einkarekið og er, þrátt fyrir afar óljóst eignarhald, eitt af stærstu og ábatasömustu olíufélögum Rússlands.

Málaferli í Haag - meira en 100 milljarðar USD í húfi

Þó svo Khodorkovsky væri aðalmaðurinn í Yukos voru þar margir aðrir stórir hluthafar, enda um að ræða sannkallað risafyrirtæki. Sjálfur mátti Khodorkovsky dúsa í rússneskum fangelsum í áratug, en Pútín náðaði hann skyndilega í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Sochi, sem fóru fram í febrúar s.l. (2014). Aðrir hluthafar Yukos hafa aftur á móti um árabil reynt að sækja rétt sinn gagnvart rússneskum stjórnvöldum.

Þau málaferli byggjast m.a. á því að  eignir Yukos hafi verið seldar óralangt undir raunvirði og gjaldþrot félagsins hafi verið leikrit eitt og aðgerðir rússneskra stjórnvalda kolólögmætar. Og nú vill svo til að n.k. mánudag, þ.e. á morgun 28. júlí, er búist við að dómur falli í einum mikilvægustu málaferlunum sem tengjast gjaldþroti Yukos. Þar er um að ræða fyrrnefnt mál fyrir Alþjóðagerðardómnum í Haag í Hollandi - og eins og áður sagði nemur skaðabótakrafan rúmum 100 milljörðum USD.

Leonid Nevzlin leiðir hópinn

Dómsmálið í Haag kemur til vegna sérstaks þjóðréttarsamnings (alþjóðasamnings) um orkumál, sem nefnist Energy Charter. Nú eru um fimm ár liðin síðan Alþjóðagerðardómurinn kvað upp þann úrskurð að dómurinn ætti lögsögu í málinu og að Rússland væri bundið af henni.

nevzlin-yukos-khodorkovsky.jpgSkaðabótamálið er sótt af félagi sem nefnist GML, gegn rússneskum stjórnvöldum. GML er að stærstum hluta í eigu eins af fyrrum framkvæmdastjórum Yukos, en sá er milljarðamæringurinn Lenid Nevzlin. Nevzlin náði að forða sér frá Rússlandi þegar helstu stjórnendur Yukos voru handteknir árið 2003 og hefur síðan verið eftirlýstur af Rússum. Það var reyndar réttað yfir Nevzlin í Rússlandi árið 2006 (að honum fjarstöddum) og hann þar dæmdur í pent ævilangt fangelsi, m.a. fyrir morð. Sjálfur segir Nevzlin að réttarhöldin hafi verið farsi og að undirlægi Pútín's.

GML er í raun eignarhaldsfélag, sem yfirtók eignir eldra eignarhaldsfélags, Group Menatep, sem átt hafði meirihlutann í Yukos. Stærsti eigandinn í Group Menatep var að sjálfsögðu Khodorkovsky. En hann náði að framselja þann eignarhlut sinn (og þar með ráðandi hlut sinn í Yukos) til Nevzlin áður en dómurinn féll yfir Khodorkovsky sjálfum. Tilgangurinn með þeiri ráðstöfun var að tryggja að rússnesk stjórnvöld kæmust ekki yfir eignina. En eins og kunnugt er breytti sú ráðstöfun engu, því Yukos var keyrt í þrot á grundvelli risavaxinna krafna um meint skattsvik, sem numu tugum milljörðum USD. Þar með urðu hlutabréfin í Yukos verðlaus og skipti að sjálfsögðu engu í því sambandi hvort Khodorkovsky eða Nevzlin var hinn endanlegi eigandi þeirra.

yukos-case_emmanuel_gaillard_and_yas_banifatemi.jpgNevzlin er nú búsettur í Ísrael (hann er af gyðingaættum), en er nú vafalítið með hugann við dómsuppkvaðninguna á morgun. Dómstólinn hefur reyndar ekki staðfest tímasetningu dómsins, en að sögn lögmanna GML er búist við að þetta verði á morgun. Þarna fara fremst í flokki stjörnulögmaðurinn Yas Banifatemi og kollegi hennar hjá Shearman & Sterling, Emmanuel Gaillard.  

Samtals rúmlega tuttugu ára fangavist að baki

Verði að fullu fallist á kröfur Leonid Nevzlin og félaga hans, þá á Nevzlin sjálfur lögmæta u.þ.b. 70 milljarða USD kröfu á rússneska ríkið! Aðrir aðilar málsins eru Platon Lebedev, Mikhail Brudno, Vladimir Dubov og Vasily Shakhnovsky, sem hver um sig er með um 7,5% hlut í kröfugerðinni (í samræmi við eignarhlut þeirra í GML; áður Group Menatep). Þeir voru allir nánir samstarfsmenn Khodorkovsky's og Lebedev er fyrrum forstjóri Group Menatep.

Hvernig Nevzlin, Lebedev og félögum myndi ganga að innheimta aurinn í Rússlandi, vinni þeir málið á annað borð, er svo annað mál. Þess má geta að af fréttum og annarri umfjöllun um málið virðist nokkuð ljóst að Khodorkovsky mun njóta góðs af því ef málareksturinn skilar einhverjum fjármunum, jafnvel þó svo hann eigi ekki formlega aðild að málinu.

khodorkovsky-lebedev-trial.jpgÞeir Brudno og Dubov náðu, rétt eins og Nevzlin, að forða sér áður en ráðist var gegn Yukos 2003. Shakhnovsky var handtekinn og ákvað að játa á sig sakir og slapp með árs fangelsi (hann býr nú í Sviss). Lebedev mátti aftur á móti dúsa í áratug í rússnesku fangelsi, rétt eins og Khodorkovsky, en var náðaður í janúar s.l. (rétt fyrir Ólympíuleikana). Það er því augljóst að sama hvernig málið fer þá hafa þeir Khodorkovsky og Lebedev mátt greiða afskipti sín af Yukos dýru verði, með samtals rúmlega tuttugu ára fangavist að baki. Og að frátöldum Shakhnovsky munu hinir af umræddum viðskiptafélögunum í GML væntanlega áfram þurfa að lifa sem landflótta og eftirlýstir menn.

Það er vissara að spá engu um það hvernig málið í Haag fer. Það er líka óvíst hvort niðurstaða málsins muni hafa merkjanleg áhrif á pólitíska stöðu Pútín's. En vinni GML málið með þeim hætti að umtalsverð bótaskylda verði lögð á rússnesk stjórnvöld, mun staða hans a.m.k. vart styrkjast. Við sjáum hvað setur.


Bretland og Írland eru áhugaverðust fyrir sæstreng

Þegar skoðað er hvaða markaðssvæði væru áhugverðust til útflutnings á raforku frá Íslandi sést að þar eru Bretlandseyjar áhugaverðastar.

DECC-Electriciy-Prices-Domestic-June-2014

Það er reyndar svo að víðast hvar í vestanverðri Evrópu er raforkuverð nokkuð hátt, þ.e. með því hæsta sem þekkist í heiminum. Fyrir langstærsta raforkuframleiðanda heims (per capita), sem er jú Ísland, væri því afar áhugavert að geta selt raforku til Evrópulanda.

Raforkuverðið í Bandaríkjunum og Kanada er einnig mun hærra en við eigum að venjast hér. En Evrópumarkaðir eru áhugaverðastir. Og þar sem sæstrengur er því dýrari eftir því sem hann er lengri, er gleðilegt að það eru Bretlandseyjar sem gefa kost á mesta hagnaðinum af raforkusölu. Það vill sem sagt svo vel til að einn af okkar næstu nágrönnum er einmitt einhver áhugaverðasti markaður heims fyrir raforkuframleiðendur.

Á súluritunum tveimur (hér að ofan og neðan) sýnir blái hlutinn raforkuverðið í viðkomandi löndum - með flutningskostnaði en án skatta. Hvítu súlurnar sýna raforkuverðið þegar allir viðkomandi skattar hafa bæst við (vsk, en einnig eftir atvikum aðrir skattar og þá fyrst og fremst umhverfis- og kolefnisskattar, sem í sumum löndum eru nokkuð háir).

DECC-Electriciy-Prices-Industrial-June-2014

Efra súluritið sýnir verðið til heimila, en neðra súluritið (hér til hliðar) sýnir verðið til iðnaðar. Þarna sést að meðalverðið á raforku (án skatta) til iðnaðar í Bretlandi árið 2013 var um 8 pens pr. kWst og verðið til heimila um 15 pens pr. kWst. Það merkir að heildsöluverðið til iðnaðar var u.þ.b. 3,6 pens pr. kWst og til heimila rétt tæplega 7 pens pr. kWst (heildsöluverðið í Bretlandi 2013 var um 45% af heildarverðinu). Þetta jafngildir því að heildsöluverðið á raforku til iðnaðar á Bretlandi árið 2013 var nálægt 60 USD/MWst. Og til heimila var heildsöluverðið nálægt 120 USD/MWst.

Yfir heildina var meðalverðið á raforku í Bretlandi (meðaltal heildsöluverðs yfir árið pr. selda MWst) nálægt því að vera sem jafngildir 80 USD/MWst. Til samanburðar má nefna að hér á Íslandi fer um 75% allrar raforkunnar til álveranna þriggja og þar var sambærilegt meðalverð (þ.e. án skatta) nálægt því að vera 25 USD/MWst.

UK-and-Ireland_-Electicity-Prices-Wholesale-2013

Raforkuverð í Bretlandi árið 2013 var því að meðaltali rúmlega þrefalt hærra en við erum að fá fyrir þá raforku sem hér fer til stóriðjunnar. Heildsöluverðið á raforku á Írlandi er svo ennþá hærra eða sem jafngildir á bilinu 90-95 USD/MWst.

Í fljótu bragði mætti því álíta Írland ennþá áhugaverðari markað fyrir íslenska raforku en Bretland. Það er reyndar svo að raforkuverðið á Írlandi myndi eitt og sér að öllum líkindum réttlæta sæstreng milli Íslands og Írlands. En þegar litið er til orkustefnu þessara tveggja landa, þá er Bretland mun áhugaverðara sem raforkukaupandi. Þar kemur til orkustefna breskra stjórnvalda. Hún felur í sér að tryggja nýjum raforkuverkefnum lágmarksverð til svo langs tíma að arðsemi verkefnanna sé örugg og fjárhagsleg áhætta lágmörkuð. Þar bjóðast sem samsvarar á bilinu 140-250 USD/MWst fyrir raforku af þvi tagi sem framleidd er á Íslandi. Bretlandsmarkaðurinn er því tvímælalaust áhugaverðasti kosturinn í Evrópu fyrir raforkuframleiðendur. Og þá alveg sérstaklega fyrir okkur Íslendinga, sem framleiðum langtum meiri raforku en nokkur önnur þjóð (miðað við fólksfjölda) og með framleiðslukostnað sem er einhver sá lægsti í heimi .

HVDC-Iceland-Explained

Hér er rétt að minna á að í nýlegri skýrslu McKinsey var flutningskostnaður á raforku um sæstreng milli Íslands og Bretlandseyja metinn sem jafngildir um 40 USD/MWst. Samkvæmt þessu myndi raforka seld til Írlands geta skilað mjög góðum hagnaði. Og raforka seld til Bretland gæti skilað ævintýralegum hagnaði. Sæstrengsmálið ætti því að vera forgangsmál bæði raforkufyrirtækjanna hér og stjórnvalda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband