Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Styrkja þarf orkusamband Bandaríkjanna og Evrópu

Spennan í samskiptum Evrópu og Rússlands vex. Undanfarin misseri höfum við mátt horfa upp á Rússland innlima Krímskaga frá Úkraínu með aðferðum sem engan veginn standast þjóðarétt (alþjóðalög). Og margt bendir til þess að rússnesk stjórnvöld útvegi vopn til uppreisnarhópa í Úkraínu sem vilja kljúfa landið. 

Gas-Exports-to-Europe-2012

Í kjölfar síðustu atburða velta menn fyrir sér afleiðingunum. Ef það sannast, sem haldið er fram, að uppreisnarmenn hafi skotið niður farþegaþotuna, sem hrapaði í austanverðri Úkraínu í gær, hljóta Vesturlönd að grípa til aðgerða gegn Rússlandi. Í því skyni að fá rússnesk stjórnvöld til að hætta að beita sér gegn stjórnvöldum í Kiev í andstöðu við þjóðarétt.

Slíkar aðgerðir yrðu líklegast í formi strangari og víðtækari viðskiptahindrana, en nú þegar hefur verið komið á. Uns rússnesk stjórnvöld láta af ólögmætum afskiptum af Úkraínu (og jafnvel hverfa með herlið sitt frá Krímskaga - en reyndar kann Krímskaginn að verða einskonar skiptimynd til að friða Rússa).

Rússland byggir útflutningstekjur sínar og efnahag fyrst og fremst á orkuútflutningi. Þar er bæði um að ræða jarðgas og olíu. Rússland er langstærsti gasútflytjandi heims og annar af tveimur stærstu olíuútflytjendunum (ásamt Saudi Arabíu). Ef einhver vill að efnahagsþvinganir bíti gegn Rússlandi væri nærtækast að sá hinn sami myndi sérstaklega beita sér fyrir því að innflutningur ríkja á gasi og/eða olíu frá Rússlandi verði takmarkaður. Og að rússnesk fyrirtæki eins og Gazprom og Rosneft fái ekki fyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum utan Rússlands. 

Það virðist þó hæpið að viðskiptaþvinganir af hálfi Bandaríkjanna og Evrópu muni beinast gegn gasútflutningi Rússa. Til þess er gasið of mikilvægt mörgum löndum Evrópu. Að vísu hefur gasframleiðsla í Bandaríkjunum vaxið svo hratt undanfarin ár, að raunhæft væri að flytja bandarískt gas til Evrópu. En til að svo verði þarf að byggja vinnslustöðvar vestra sem umbreyta gasinu í fljótandi form - og það þarfnast mikil undirbúnings og því væru þetta ekki aðgerðir sem gætu bitið á næstu misserum.

Russia-Oil-Export-Destinations-2012

Mörg lönd Evrópu eru ekki bara háð rússnesku gasi. heldur einnig olíuinnflutningi þaðan. Þýskaland er t.a.m. stærsti innflytjandinn að rússneskri olíu. Strategískt séð er orðið afar mikilvægt að Bandaríkin og löndin í Evrópu (með Evrópusambandið í fararbroddi) semji um nánara orkusamstarf og jafnvel sameiginlegan orkumarkað í einhverri mynd. Þannig gæti Evrópa minnkað þörf sína fyrir rússneska olíu. Olían sem myndi fylla í það skarð gæti mögulega komið frá löndum eins og Angóla, Nígeríu og Venesúela (en þá yrði olíuútflutningur þessara ríkja t.d. til Kína að minnka).

Það er reyndar svo að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið á síðustu árum. Ennþá eru Bandaríkin þó stærsti olíuinnflytjandi heimsins. Og þurfa þar m.a. að keppa við hið nýja orkuveldi Kínverja. Kína er nú næst stærsti olíuinnflytjandi heimsins. Það er því hæpið að Bandaríkin gætu flutt mikið af olíu til Evrópu. Og þar að auki er fjörutíu ára gamalt olíuútflutningsbann ennþá í gildi í Bandaríkjunum!

Oil-Exporting-Countries-Top_1980-2012

En það er staðreynd að minnkandi olíutekjur Rússlands myndu skapa mikinn þrýsting á stjórnvöld þar. Rússland er geysilega háð olíutekjum og olíuverði. Sumir álíta að lágt olíuverð hafi verið meðal mikilvægustu atriðanna sem felldu Sovétríkin - og sennilega er pólitísk framtíð Pútín's ennþá háðari háu olíuverði. 

En veröldin er ekki einföld og hugsanlega myndu Kínverjar sjá sér leik á borði að kaupa meiri olíu af Rússum, ef olíusala þaðan til Evrópu drægist mikið saman. Þannig gæti í reynd orðið tilfærsla á olíumarkaði án þess endilega að tekjur Rússlands af olíu myndu minnka að ráði. Slík tilfærsla gæti gert Rússland háðara Kína - og það er ekki endilega ástand sem Vesturlönd sækjast eftir.

Putin-Time-Cover-sept-2013

Kannski er líklegast að Bandaríkin og Evrópa reyni að koma við kaunin á rússneskum stjórnvöldum með því að þrengja að fjármögnunarmöguleikum landsins og lánsfársmöguleikum Rosneft og Gazprom hjá vestrænum bönkum. Vandinn er bara sá að hagsmunirnir eru orðnir svo samtvinnaðir.

Rosneft er t.a.m. sagt skulda vestrænum bönkum um 40 milljarða USD. Og flest af þeim lánum sem eru næst gjalddaga munu vera lán frá stórum bandarískum bönkum. Nú reynir á hvort Bandaríkin og Evrópuríkin komi i veg fyrir endurfjármögnun þar - og hvort kínverskir bankar munu þá einfaldlega koma til skjalanna?

Í viðbót má svo minnast þess að Exxon Mobil og fleiri bandarísk olíufélög hafa verið að semja við Rosneft um aðkomu að risastórum olíulindum í Rússlandi. Og evrópsku BP og Shell eiga líka mikilla hagsmuna að gæta þar í landi. Það verður því varla einfalt mál fyrir bandarísk og evrópsk stjórnvöld að beita sér með svo afgerandi hætti að Rússland dragi sig í hlé gagnvart Úkraínu. Mun sennilegra virðist að þetta verði fremur máttlausar aðgerðir. Og að menn horfi til þess að tími Pútíns hljóti senn að líða - og þá taki vonandi lýðræðissinnaðri stjórn við í Rússlandi.


Undarlegar röksemdir gegn rafstreng

Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt undir fyrirsögninni „Kapallinn gengur ekki upp“. Þar ræðir blaðamaðurinn Stefán Gunnar Sveinsson við Baldur Elíasson um mögulegan rafstreng milli Bretlands og Íslands.

baldur-eliasson-mbl

Baldur átti langan starfsferil hjá ABB og þekkir marga fleti orkugeirans afar vel. En í þessu viðtali koma því miður ítrekað fram nokkuð undarlegar skoðanir á orkumálum - því röksemdir Baldurs gegn kaplinum ganga hreinlega ekki upp.

Í viðtalinu heldur Baldur því fram að hugmyndir um að leggja rafstreng milli Bretlands og Íslands og selja raforku héðan séu „glapræði". Hér verður staldrað við helstu rökin sem Baldur segir gegn því að svona sæstrengur verði lagður.

Of langur kapall og of mikið dýpi?

Haft er eftir Baldri að strengurinn yrði lengsti sæstrengur af þessu tagi í heiminum eða um 1.200 km. Og að lengsti svona rafmagnskapall hingað til sé um 600 km (NorNed-kapallinn í Norðursjó milli Noregs og Hollands). Þetta er vissulega hárrétt. Baldur bætir við að strengur milli Bretlands og Íslands lægi „um Norður-Atlantshafið á um þúsund metra dýpi" og að lega strengsins og dýpi muni þýða að mjög erfitt yrði að gera við hann ef hann bilaði.

Rafmagnskapall milli Bretlands og Íslands yrði vissulega stórt skref miðað við núverandi kapla. En hafa ber í huga að NorNed-kapallinn var líka stórt skref á sínum tíma og þróunin þarna er hröð. Í fyrsta lagi þá eru nú þegar dæmi um að svona rafstrengir liggi á miklu meira dýpi en strengur milli Bretlands og íslands myndi fara um (SAPEI kapallinn ítalski fer t.d. um 1.600 m dýpi). Í öðru lagi er vert að minnast þess að nú stefna Bretar og Norðmenn að því að leggja mun lengri svona streng en NorNed. Fyrirhugaður strengur milli landanna verður rúmlega 700 km langur og þar með verður lengdarmetið slegið enn og aftur. Í þriðja lagi er mikilvægt að muna að bilanir í svona rafmagnsköplum hafa ekki verið vandamál; kaplarnir hafa almennt reynst vel og bilanir verið í takt við áætlanir.

Þarna er sem sagt í gangi sífelld þróun. Miðað við framfarir og tækniþróun í heiminum virðist þeim sem þetta skrifar mun líklegra að við eigum eftir að sjá bæði dýpri og lengri svona rafmagnskapla en þekkist í dag. Og afar ótrúlegt að náð hafi verið einhvers konar hámarki í þeirri tækni. En það getur auðvitað hver og einn haft sína skoðun á líklegri þróun í tækni og vísindum.

Rökrétt svar við spurningunni hvort strengur milli Bretlands og Íslands sé of langur og dýpið of mikið til að þetta sé raunhæft verkefni, gæti verið eftirfarandi: Kaplar af þessu tagi hafa orðið sífellt lengri og dæmi um að þeir liggi á miklu meira dýpi en kapall milli Bretlands og Íslandi myndi gera. Það er því alls ekki hægt að útiloka að slíkur kapall sé mögulegur þrátt fyrir mikla lengd og mikið dýpi. Þvert á móti er líklegt að kapall sem bæði verður talsvert lengri en NorNed og liggur um töluvert meira dýpi muni senn líta dagsins ljós. Spurningin er bara hvort það verður kapall milli Bretlands og Íslands eða einhver allt annar kapall.

Of kostnaðarsamt fyrir Íslendinga?

Haft er eftir Baldri að það myndi þar að auki „kosta sitt að leggja strenginn“ og að „[k]ostnaðurinn yrði svo gífurlegur að Ísland myndi ekki ráða við hann." Í þessu sambandi segir Baldur að nefnd hafi verið talan USD 5 milljarðar, en það sé að hans mati alltof lág tala og að hann áætli að „framkvæmdirnar sem slíkar gætu kostað tvöfalda þá tölu, og sennilega meira." Samkvæmt þessu virðist Baldur álíta kostnað við strenginn nema USD 10 milljörðum eða jafnvel meira. Tíu milljarðar bandaríkjadala jafngilda u.þ.b. ISK 1.140 milljörðum.

Um þetta má segja að ennþá er mjög óvíst hver kostnaðurinn vð kapalinn yrði; meta þarf fjölmarga þætti betur áður en nákvæm kostnaðartala getur legið fyrir. En nefna má að í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segir að líklegur heildarkostnaður vegna 700-900 MW strengs sé talinn á bilinu ISK 288-553 milljarðar.

Baldur miðar sína kostnaðartölu við 700 MW streng og álítur væntanlega að tölur Hagfræðistofnunar séu fjarri lagi og alltof lágar. Það er miður að blaðamaðurinn hafi ekki kallað eftir rökum Baldurs fyrir sinni kostnaðaráætlun. Og kannað af hverju hann telji kostnað við kapalinn allt að tvöfalt meiri en hæsta mat Hagfræðistofnunar.

Það er reyndar svo að jafnvel þó svo kostnaðurinn við strenginn væri talinn svo mikill að það réttlætti ekki að íslensk fyrirtæki sæju um framkvæmdina, er alls ekki útilokað að af framkvæmdinni gæti orðið. Það gæti reyndar jafnvel verið mjög heppilegt að erlendur aðili ætti sjálfan strenginn - með svipuðum hætti eins og gildir um hinar miklu neðansjávar-gaslagnir sem flytja norskt jarðgas til Bretlands og meginlands Evrópu. Þar nýtur eigandi flutningskerfisins einungis hóflegs arðs vegna orkuflutninganna, en Norðmenn njóta hagnaðarins af orkusölunni.

Það eru sem sagt ekki raunveruleg rök gegn strengnum að þetta sé svo stór fjárfesting að Ísland ráði ekki við verkefnið. Spurningin er hvort unnt er að þróa og setja saman viðskiptamódel sem myndi henta Íslandi - og það kemur ekki í ljós nema vinna verkefnið áfram í stað þess að blása það af sem glapræði.

Rökrétt svar við spurningunni hvort sæstrengsverkefnið sé of kostnaðarsamt fyrir Íslendinga gæti verið eftirfarandi: Kostnaður við kapalinn myndi nema einhverjum hundruðum milljarða króna, en ennþá er kostnaðurinn óviss. Hvort kostnaður við kapalinn væri Íslendingum ofviða er því álitamál sem enginn getur ennþá fullyrt um. En það er vel að merkja alls ekki nauðsynlegt að íslenskir aðilar fjármagni eða eigi kapalinn - og erlent eignarhald myndi ekki takmarka hagnað Íslands af kaplinum. Þess vegna er ekki skynsamlegt að útiloka kapalinn vegna mögulegs mikils kostnaðar, sem þar að auki er ennþá alltof óviss til að byggja afstöðu sína á.

Gerir jafnstraumurinn verkefnið erfitt?

Haft er eftir Baldri að í veginum standi líka það tæknilega atriði að til þess að flytja rafmagnið yrði það að vera í formi jafnstraums, en raforka sé jafnan framleidd og nýtt sem riðstraumur. Og þess vegna þurfi „turna" á báðum endum strengsins „þar sem riðstraumi er breytt í jafnstraum og öfugt á hinum endanum" og að þetta sé „ekki jafnauðvelt og það að leggja einfaldan kapal yfir hafið."

Þetta eru fremur undarleg rök gegn kaplinum. Því það er jú alþekkt að langir rafmagnskaplar eru gjarnan einmitt jafnstraumskaplar (s.k. HVDC). Geysilega góð reynsla er af slíkum löngum jafnstraumsköplum og þeir afar hagkvæmir. Það að kapallinn þurfi að vera jafnstraumskapall er því ekki fyrirstaða, heldur er sú tækni í reynd forsenda þess að unnt er að leggja svona langa og stóra kapla með hagkvæmum hætti. Enda hafa undanfarin ár sífellt fleiri og lengri kaplar af þessu tagi verið lagðir um allan heim; bæði á landi og neðansjávar.

Rökrétt svar við spurningunni hvort jafnstraumurinn geri verkefnið erfitt gæti verið eftirfarandi: Jafnstraumstæknin í raforkuflutningi er í reynd forsenda kapla af þessu tagi. Þess vegna er nokkuð sérkennilegt að segja að það standi verkefninu tæknilega í vegi að þetta þurfi að vera jafnstraumskapall; það er eiginlega þvert á móti.

Er orkumagnið hlægilega lítið?

Í viðtalinu hefur blaðamaðurinn það eftir Baldri að „það magn sem kapallinn ætti að flytja sé nánast hlægilega lítið" og dugi vart meira en handa einum bæ í Skotlandi. Ef miðað er við 700 MW kapal, eins og Baldur gerir, myndi raforkan þar um reyndar geta nægt borg með nokkrar milljónir íbúa. Og myndi t.d. vafalítið duga öllum íbúum Edinborgar (hvert skoskt heimili notar nálægt 5 MWst af raforku árlega að meðaltali og meðalheimilið er á bilinu 2-3 einstaklingar).

Orkumagnið sem gæti farið um slíkan kapal frá Íslandi væri vissulega ekki mjög mikið í hlutfalli við það rafmagn sem notað er t.d. í allra fjölmennustu borgum Evrópu. Menn geta kallað þetta hlægilega lítið magn ef þeir kjósa svo. En það breytir engu um tæknilegar eða fjárhagslegar forsendur kapalsins, þó svo hann fullnægi einungis raforkunotkun nokkurra milljóna manna.

Rökrétt svar við spurningunni hvort orkumagnið sé hlægilega lítið gæti verið eftirfarandi: Af yfirlýsingum breskra stjórnvalda er augljóst að magnið er nægjanlega mikið til að verkefnið sé af Bretum talið áhugavert. Magnið er vel að merkja sambærilegt við aðra slíka sæstrengi, eins og t.d. NorNed milli Noregs og Hollands, en sá kapall er 700 MW. Það er því afar hæpið að tala um hlægilega lítið magn í þessu sambandi.

Er raforkuverðið erlendis lágt?

Haft er eftir Baldri að það verð sem fengist fyrir raforkuna erlendis myndi líklega ekki duga fyrir útlögðum kostnaði við strenginn. Rökin eru að „raforkuverð erlendis sé mjög lágt, og aðrir orkugjafar séu að ryðja sér þar til rúms" og þar átt við það sem stundum er nefnt leirgas (jarðgas sem unnið er úr hörðum leirkenndum jarðlögum; kallað shale gas á ensku).

Um þetta er ýmislegt að segja. T.d. það að raforkuverð í Bretlandi er alls ekki lágt, heldur þvert á móti mun hærra en víðast þekkist. Og ekki verður betur séð en að sérfræðingar hjá breska orkumálaráðuneytinu séu sannfærðir um að þegar litið er nokkur ár fram í tímann muni verðið hækka ennþá meira (sbr. áætlun ráðuneytisins og nýlega lagasetningu í Bretlandi um lágmarksverð fyrir nýja raforku). Vissulega vonast margir til þess að möguleg leirgasvinnsla í Bretlandi og annars staðar í Evrópu geti í framtíðinni snúið þróuninni við og haldið aftur af raforkuverði. Enn sem komið er allt slíkt tal þó eintómar getgátur. Það byggir því ekki á staðreyndum að fullyrða að raforkuverð í Bretlandi sé lágt eða komi til með að verða lágt.

Í dag liggur fyrir sá vilji breskra stjórnvalda að tryggja nýjum raforkuverkefnum fast lágmarksverð, sem ætlað er að stuðla að nauðsynlegri arðsemi verkefnanna og liðka fyrir fjármögnun þeirra. Ef slíkur samningur yrði gerður vegna raforku sem færi frá Íslandi til Bretlands, yrði lágmarksarðsemi verkefnisins örugg (slíkur samningur yrði sennilega alger forsenda af hálfu Íslands). Ennþá er óvíst hvort slíkur samningur næðist, en umrædd stefna og löggjöf Breta gefur miklu fremur væntingar um mjög hátt raforkuverð fremur en lágt.

Rökrétt svar við spurningunni hvort raforkuverðið erlendis (í Bretlandi og/ eða Evrópu) sé lágt gæti verið eftirfarandi: Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir sæstrengsverkefnið hvaða verðs má vænta fyrir raforkuna. Um þetta á algerlega eftir að semja og verkefnið er einfaldlega ekki ennþá komið á það stig. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort ástæða sé til bjartsýni eða svartsýni um það verð sem kann að bjóðast í slíkum samningsviðræðum. En það er staðreynd að raforkuverð í vestanverðri Evrópu er og hefur í all mörg ár verið með því hæsta í heiminum og því nokkuð sérkennilegt að tala um að verðið þarna sé mjög lágt.

Stendur Ísland frammi fyrir raforkuskorti?

Í viðtalinu hefur blaðamaðurinn það eftir Baldri að aðalástæðan fyrir því að hugmyndir um rafstreng milli Bretlands og Íslands gangi ekki upp sé einfaldlega sú að orkan sé ekki fyrir hendi. Í viðtalinu segir að Ísland hafi ekki upp á þessa orku að bjóða. Það sjónarmið stenst alls ekki.

Baldur segist áætla að hér séu nú þegar um 20 terawattsstundir notaðar (og að það það sé um helmingurinn af þeirri vatnsorku sem virkjanleg sé á Íslandi séu allir skynsamlegir virkjunarkostir nýttir). Þarna er reyndar rangt farið með. Á Íslandi eru nú framleiddar/ notaðar um 18 TWst af raforku á ári en ekki 20 TWst. Sæstrengurinn myndi sennilega þurfa nálægt 5 TWst (jafnvel nokkuð minna) og þess vegna skiptir ónákvæmni upp á 2 TWst þarna talsverðu máli. Og það er algerlega augljóst að unnt yrði að útvega 5 TWst fyrir sæstreng ef vilji er til þess.

Þessi ónákvæmni Baldurs kemur á óvart, því það liggur fyrir svart á hvítu hver raforkuframleiðslan er á Íslandi. En það kemur jafnvel ennþá meira á óvart að skv. fréttinni segir Baldur að vegna fjölgunar Íslendinga muni íbúafjöldi Íslands væntanlega tvö- eða þrefaldast á næstu 60-70 árum og að „Ísland eigi varla orku til þess að sjá íbúum sínum fyrir þörfum þeirra, ef horft er fram í tímann."

Þetta sjónarmið Baldurs er erfitt að skilja. Ísland framleiðir langmestu raforku í heiminum miðað við íbúafjölda. Jafnvel þó svo Íslendingar væru þrefalt fleiri og framleiddu einungis sama magn af raforku og nú, þá væri Ísland samt í 2.-3. sæti yfir mestu raforkuframleiðendur veraldar miðað við fólksfjölda. Ísland væri þá á pari með Kanada og einungis Noregur væri ofar á þeim lista.

Það er nokkur ráðgáta hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að þjóð í þessari stöðu, sem Íslendingar eru, sjái fram á raforkuskort innan 60-70 ára. Ef það væri rétt að Ísland sæi þannig fram á raforkuskort myndi með sömu rökum mega segja að allar þjóðir heims nema kannski Norðmenn (og Ísland) séu nú þegar lentar í öngstræti raforkuskorts. Það er auðvitað fjarstæða.

Rökrétt svar við spurningunni hvort Ísland kunni að standa frammi fyrir raforkuskorti gæti verið eftirfarandi: Engin þjóð á hlutfallslega jafn mikinn og góðan aðgang að raforku eins og Íslendingar. Það myndi lítt breytast jafnvel þó svo þjóðin væri þrefalt fjölmennari og jafnvel þó svo stór rafstrengur lægi til Bretlands með tilheyrandi útflutningi á raforku. Það er því nokkuð sérkennilegt að sjá því haldið fram að Ísland kunni að sjá fram á raforkuskort (aftur á móti kann að vera tilefni til að huga betur að íslenska raforkuflutningskerfinu - veikir punktar þar geta valdið staðbundnum orkuskorti - en það er annað mál og felur ekki í sér það sem Baldur talar þarna um). 

Lokaorð

Orkubloggarinn þekkir nokkuð vel til starfa og skrifa Baldurs Elíassonar. Og hefur gegnum tíðina t.a.m. lesið eftir hann ýmsar áhugaverðar greinar sem tengjast metanólframleiðslu o.fl. Í þeim skrifum er margt fróðlegt að finna. En umrætt viðtal / frétt í Morgunblaðinu í gær er því miður alls ekki gott innlegg í umræðuna og gefur ákaflega undarlega og skekkta mynd af mögulegum rafstreng milli Bretlands og Íslands.

Það er ennþá of snemmt að fullyrða hvort raunhæft sé að leggja umræddan rafmagnskapal. Til að átta sig á hagkvæmni þess þarf málið að skoðast betur og ýmsar rannsóknir að fara fram. En að hafna hugmyndinni og segja hana glapræði styðst ekki við staðreyndir. Þvert á móti benda þær staðreyndir sem nú liggja fyrir til þess að verkefnið sé mjög áhugavert - einkum og sér í lagi fyrir Íslendinga en einnig fyrir Breta. Mikilvægt er að skoða málið betur og vonandi er vinna við það í fullum gangi hjá bæði stjórnvöldum og raforkufyrirtækjunum.


Orkuskortur í Evrópu?

EU-Russia-Gas-Dependency-1

Rússneski gasrisinn Gazprom hefur verið að hóta að skrúfa fyrir gasflæði til Úkraínu - nema gasið fáist staðgreitt. Ástæðan er sögð vera mikil vanskil Úkraínumanna á greiðslum fyrir rússneskt gas (vanskilin eru sögð nema jafnvirði hundruða milljarða ISK).

Úkraína fær samtals um 70% af því gasi sem notað er í landinu frá rússneskum gasleiðslum. Lokunaraðgerðir af þessu tagi myndu því valda Úkraínumönnum geysilegum vanda. Og slíkar aðgerðir gætu einnig haft mikil áhrif í Evrópu. Árlega fá þjóðir innan Evrópusambandsins (ESB) um fjórðung af allri raforku sinni frá gasorkuverum. Mikið af því gasi kemur frá Rússlandi í gegnum gasleiðslurnar sem liggja um Úkraínu.

Í Evrópu er gas ekki bara notað til raforkuframleiðslu. Það er einnig mikið notað beint, t.d. til eldunar og húshitunar. Jarðgas er því afar mikilvægur orkugjafi í Evrópu. Og mjög hátt hlutfall af öllu þessu gasi, sem Evrópa notar, er rússneskt gas frá Gazprom.

EU-Russia-Gas-Dependency-20

Hlutfall Gazprom í gasnotkun allra ríkjanna innan ESB er samtals um 25-30% af gasnotkun þeirra (þetta hlutfall er nokkuð breytilegt fra ári til árs). Hátt í helmingurinn af þessu rússneska gasi kemur til Evrópu um gasleiðslur sem liggja gegnum Úkraínu. Gasið sem þannig fer til Evrópu gegnum Úkraínu er allt að 15% af öllu því gasi sem Evrópa notar.

Ef þetta gas myndi hætta að berast yrði höggið sennilega mest fyrir lönd eins og Tékkland, Slóvakíu og Ungverjaland. Öll nota þessi ríki mikið af rússnesku gasi og fá geysihátt hlutfall þess um gasleiðslurnar sem liggja gegnum Úkraínu. Lokun á gasstreymið um Úkraínu myndi einnig hafa umtalsverð áhrif á fjölmennasta land Evrópu; Þýskaland. En Þýskaland hefur lengi verið stærsti kaupandinn að rússnesku gasi.

Um leið og skrúfað yrði fyrir gasflæðið um Úkraínu sjá margar Evrópuþjóðir sem sagt fram á verulegan vanda. Sá vandi skellur þó ekki á eins og hendi sé veifað, því víða innan Evrópu eru geymdar umtalsverðar birgðir af gasi. Þær birgðir myndu sennilega duga í nokkra mánuði og því er orkuskortur ekki alveg yfirvofandi.

EU-Russia-Gas-Dependency-3-NYT

Áhyggjurnar beinast því að því ef gasstreymið gegnum Úkraínu félli niður í lengri tíma. Það er þó afar ólíklegt að til þess komi. Þjóðirnar innan ESB eru lang mikilvægustu viðskiptavinir Gazprom. Bæði fyrirtækið og rússneska ríkið eru afar háð tekjunum sem gassalan til Evrópu skilar (rússneska ríkið færi nær samstundis í þrot ef ekki væri fyrir Evróputekjur Gazprom). Það væri því galið ef Gazprom lokaði á gasstreymið um gasleiðslurnar til Úkraínu og því varla mikil hætta á alvarlegum orkuskorti innan ESB.

Þetta ótrygga ástand er þó engan veginn viðunandi. Enda er það eitt af forgangsmálum bæði ESB og ríkisstjórna margra Evrópuríkja að efla aðgang sinn að orku og auka þannig orkuöryggi sitt. Ástandið gagnvart Gazprom er til þess fallið að ríkin innan ESB leggi ennþá meiri áherslu á að afla orku annars staðar frá og það jafnvel þó svo slík orka kunni að vera umtalsvert dýrari. Þessi stefna gæti nýst Íslandi vel, með útflutningi á raforku um sæstreng með mikilli arðsemi fyrir Íslendinga. Þannig kann framferði Gazprom að verða vatn á myllu Íslands.


Straumurinn til Ríó

HVDC-power_transmission-amazon

Spennan eykst! Brassarnir unnu fyrsta leikinn á HM nokkuð örugglega og stefna auðvitað á úrslitaleikinn á Maracanã-vellinum í Río í júlí. Svo verða Ólympíuleikarnir í Ríó eftir tvö ár (2016). Straumurinn liggur því til Ríó... og líka rafstraumuinn. Nýlega tók nefnilega rafmagnið að streyma til Rio de Janeiro (og Sao Paulo) eftir lengstu jafnstraumsháspennilínu veraldarinnar!

Lengsti HVDC kapall í heimi 

HVDC-China_xiangjiaba-shanghai-map

Það var skömmu fyrir áramótin síðustu að Brassarnir slógu þarna met Kínverja. Metið sem lengsti jafnstraumskapall heims átti 2.000 km langur HVDC-kapallinn kenndur við Xiangjiaba-stífluna í Kína. Kapallinn sá tengir þá risastóru kínversku vatnsaflsstöð (í fljótinu Jinsha) við stórborgina Shanghai lengst í austri.

Sá kínverski kapall var meðal fyrstu kaplanna af þessu tagi með 800 kV spennu, en nokkra slíka ofurkapla er nú að finna í Kína. Nýi risakapallinn í Brasilíu er með nokkuð lægri spennu (600 kV), en er aftur a móti mun lengri en kínversku ofurkaplarnir. Kapallinn í Brasilíu er nefnilega rétt tæplega 2.400 km langur!

Þessi magnaði HVDC-kapall í Brasilíu flytur raforku frá nýrri risastórri vatnsaflsvirkjun í Madeiraánni. Sem er ein af stærstu þverám Amazon. Þegar framkvæmdunum þarna verður lokið verða kaplarnir frá Madeira tveir talsins.

Risavaxin vatnsaflsvirkjun Madeiraárinnar 

Þessir heimsins lengstu jafnstraumskaplar eru geysilega öflugir; hvor um sig með flutningsgetu sem nemur 3.150 MW. Sjálft orkuverið felst í tveimur stíflum í nágrenni Porto Velho, sem er ein stærsta borgin á Amazonsvæðinu (með um hálfa milljón íbúa). Samtals verður þessi mikla vatnsaflsvirkjun 6.300 MW.

Brazil-Maseira-River-1

Annars vegar er þetta Santo Antônio stíflan og hins vegar stífla sem kennd er við Jirau. Vatnið frá hvorri stíflu um sig fer um u.þ.b. 50 hverfla, sem hver og einn er á bilinu 70-75 MW. Hver einasta af túrbínunum hundrað fer sem sagt hátt í að vera jafn aflmikil eins og öll Búðarhálsvirkjun (sem er 95 MW). Þetta er því sannkölluð risaframkvæmd hjá Brössunum.

Framkvæmdum við fyrri stífluna þarna í Madeirafljóti og háspennulínuna þaðan lauk fyrir nokkrum mánuðum. Og raforkan tók þegar í stað að streyma til iðnaðar- og þéttbýlissvæðanna við Sao Paulo og Rio de Janeiro.

Framkvæmdirnar teygðu sig reyndar alla leið hingað til norðursins - því risavaxnir straumbreytarnir koma frá ABB í Sviþjóð. Þaðan þurfti að sigla með herlegheitin þvert yfir Atlantshafið og langt upp með Amazonfljóti. Framkvæmdum við síðari stífluna og tilheyrandi aflstöð og rafmagnskapal vegna hennar á svo að verða lokið á næsta ári (2015). Þá mun Brasilía státa af tveimur lengstu jafnstraumsköplum heimsins.

Brasilía fyrirhugar ennþá stærri framkvæmdir í vatnsafli

Brazil-Madeira-Dam

Kostnaðurinn við þessar framkvæmdir vegna virkjananna þarna í Madeirafljóti er áætlaður á bilinu 15-16 milljarðar USD. Þetta er samt bara lauflétt byrjun - því á næstu árum á að reisa tugi nýrra stíflna og virkjana á Amazonsvæðinu og víðar í Brasilíu. Þar á meðal er risastíflan Belo Monte, sem verður meira en 11.000 MW. Þar verður hver og einn hverfill meira en 500 MW!

Virkjunin sú verður næststærsta vatnsaflsvirkjun veraldarinnar. Einungis hin risastóra Þriggja gljúfra virkjun austur í Kína er stærri. Þó svo framkvæmdirnar við Belo Monte hafi gengið svolítið brösótt vegna langvarandi málaferla milli stjórnvalda og verndarsinna, stefnir allt í það að miðlunarlónin í Belo Monte fari brátt að fyllast og fyrstu hverflarnir byrji framleiðslu. Þannig mun vatnsstraumurinn frá Andesfjöllunum senn skila annars konar straumi til Sao Paulo, Rio de Janeiro og annarra borga Brasilíu og knýja sívaxandi stóriðjuuppbyggingu landsins.

Ætlum við að halda áfram samkeppninni við Brasilíu?

Þó svo við Íslendingar næðum ekki að komast á HM í Brasilíu, erum við engu að síður alltaf að keppa við Brasilíu. Því óviða í heiminum er vatnsafl nýtt í eins miklum mæli fyrir áliðnað (sem greiðir lágmarksverð fyrir raforku) eins og á Íslandi og í Brasilíu. Enda eru þetta þau lönd sem hafa verið þekktust fyrir að bjóða einsleitri stóriðju lægsta raforkuverðið. Það má því með sanni segja að íslensk orkuframleiðsla hafi einkennst mjög af því að vera í beinni samkeppni við brasilísku risavirkjanirnar. Stóra spurningin er hvort svo verði áfram?

Brazil-Aluminum-Smelter_Sao-Luís

Þetta hlýtur að vera umhugsunarvert. Í því sambandi er athyglisvert að sjá hversu hröð þróunin er í byggingu sífellt stærri jafnstraumskapla, sem flutt geta raforku með hagkvæmum hætti geysilega langa vegalengd.

Sú tækniþróun er ekki bundin við slíka kapla á landi, heldur á hún líka við um neðansjávarkapla. Þróunin í Brasilíu (og Kína) er sem sagt til marks um það að senn munum við sjá slíka rafmagnskapla fara yfir þúsund-km-markið neðansjávar (lengsti slíki neðansjávarkapallinn í dag er tæpir 600 km og nú stendur til að leggja rúmlega 700 km kapal milli Bretlands og Noregs). Og það er sennilega bara tímaspursmál hvenær kapall af þessu tagi verður lagður milli Evrópu og N-Ameríku - jafnvel þó svo ennþá séu sjálfsagt einhverjir áratugir í það (hér verður giskað á að rafmagn byrji að streyma milli heimsálfanna árið 2035).

HVDC_Brazil-Madeira-Project-Map

Það er líka athyglisvert að velta fyrir sér hvort við viljum áfram einbeita okkur að því að nýta íslensk vatnsföll fyrst og fremst fyrir áliðnað - og þar með stunda harða samkeppni við t.d. risavatnsorkuverin í Brasilíu. Eða hvort við viljum fremur leggja áherslu á að nýta okkur nálægðina við þá raforkumarkaði sem greiða hæsta raforkuverð í heimi - til að stórauka þau verðmæti sem vatnsaflið (og jarðvarminn) getur skapað okkur.

Sumir vilja meina að slík aukin arðsemi í orkuframleiðslu hér muni leiða til gjörnýtingar á hinum náttúrulegu íslenskum orkulindum og verða hroðalegt högg fyrir íslenska náttúruvernd. Það er auðvitað undir okkur sjálfum komið hvort við myndum fara svo sorglega leið - eða sýna þá skynsemi að gæta líka að umhverfis- og náttúruvernd. Við erum vel upplýst þjóð; ekkert á að vera því til fyrirstöðu að stórauka arðsemi í orkuframleiðslunni hér og um leið leggja ríka áherslu á verndun okkar einstöku og dásamlegu náttúru.


Risasamningur Kínverja og Rússa

RT-russia

Í vikunni sem leið undirrituðu rússneska Gazprom og kínverska CNPC samning um sölu á rússnesku gasi til Kína. Þetta var tvímælalaust stærsta orkufrétt vikunnar. Gasið á að koma frá stórum gaslindum í austanverðri Síberíu og verða flutt um gasleiðslu sem leggja á um fjögur þúsund km leið yfir fjöll og firnindi til Kína. Hér er fjallað um aðdraganda og innihald þessa risasamnings og hvort hann muni hafa áhrif á gasmarkaði heimsins.

Langur aðdragandi

Aðdragandi þessa samnings hefur verið afar langur. Því viðræður Rússlands og Kína um gasviðskipti hafa  staðið yfir í heilan áratug. Á þessum tíma hefur þörf ríkjanna fyrir viðskipti af þessu tagi vaxið mjög og kannski var það helsti drifkraftur þess að nú náðu ríkin loks saman.

Russa-Gas-Eastern-Siberia-Map

Frá því viðræðurnar byrjuðu hefur Kína þurft að flytja inn sífellt meiri orkugjafa. Um leið hefur Rússland leitað leiða til að auka tekjur sínar af orkusölu og fá aðgang að nýjum mörkuðum fyrir rússneska gasið. Bæði Kína og Rússland hafa því verulega efnahagslega hagsmuni af því að rússneskt gas berist til Kína.

Þar að auki er um pólitíska hagsmuni að ræða. Bæði löndin vilja sýna Bandaríkjunum og Evrópu að þau geti átt mikilvæg viðskipti án aðkomu Vesturlanda. Fram til þessa hefur Evrópa verið langmikilvægasti viðskiptavinur Gazprom. Síðasta ár (2013) námu tekjur Gazprom vegna sölu á gasi til Evrópulanda meira en helmingi allra tekna Gazprom. Og það þó svo Evrópa kaupi einungis um þriðjunginn af framleiðslu Gazprom. Þó svo heimamarkaðurinn í Rússlandi sé stærsti markaður Gazprom (og Úkraína þriðji stærsti viðskiptavinurinn) er salan til Evrópusambandsins mikilvægust því þar fær Gazprom hæsta verðið

Kjánalegt fjölmiðlakapphlaup

Undirritun samningsins milli Gazprom og kínverska CNPC fór fram í tengslum við opinbera heimsókn Pútíns til Kína, sem hófst á þriðjudaginn fyrir viku. Fréttir af samningnum urðu reyndar svolítið dramatískar.

Gazprom-Ad-Moscow_Taras-Shevchenko

Það lá fyrir að í Kínaheimsókn sinni myndi Pútín undirrita fjölmarga viðskiptasamninga. M.a. um þróun nýrrar risaþotu sem á að keppa við Airbus og Boeing. Einnig var vitað að þeir Pútin og Xi Jinping, forseti Kína, myndu hleypa af stokkunum sameiginlegum heræfingum ríkjanna á A-Kínahafi. Það sem fjölmiðlar voru þó spenntastir fyrir var hvort það væri örugglega rétt, eins og rússnesk stjórnvöld höfðu sterklega gefið í skyn, að þarna yrði einnig loksins samið um umfangsmikil kaup Kína á rússnesku gasi frá Gazprom. Eða voru Kínverjarnir kannski ennþá að þrefa um verðið og samningur enn ekki í augsýn?

Russia-China-Gas-Deal-Signed-May-2014Nú urðu sumir full bráðir á sér að verða fyrstir með fréttina. Að morgni miðvikudagsins birtu nokkrir fremstu fjölmiðlar heimsins (t.a.m. bæði og Financial Times og NYT) fréttir af því að ekkert hefði orðið af undirritun samningsins. Og að það væri mikið áfall fyrir Pútín. En þegar leið á daginn birtu aðrir fjölmiðlar fyrstu fréttir þess efnis að samningurinn væri frágenginn! Þar mun rússneski fjölmiðillinn RT hafa orðið fyrstur. Og reyndist hafa rétt fyrir sér.

400 milljarða dollara samningur til 30 ára

Samkvæmt opinberum upplýsingum eru staðreyndir málsins reyndar ekkert alltof skýrar. Vissulega var samningur um gassölu undirritaður þarna í Shanghai með pompi og prakt af þeim Alexey Miller, forstjóra rússneska Gazprom, og Zhou Jiping, stjórnarformanni kínverska orkurisans CNPC (China National Petroleum Corporation). Og það undir árvökulum augum forseta Rússlands og Kína; þeirra Vladimir Pútín og Xi Jinping. En skilmálar gassölunnar eru þoku huldar; ekki var gefið upp hvernig gasið verður verðlagt og einnig er ýmislegt óljóst um fjármögnun þessa risaverkefnis. Sérfróðir í bransanum hafa jafnvel haft á orði að ýmislegt bendi til þess að einungis sé búið að móta ramma samningsins.

Russia-China-Gas-Deal-Presidents-May-2014

En hvað sem slíkum vangaveltum líður, þá er samningurinn sagður kveða á um langtímakaup CNPC á gasi frá Gazprom. Samningstímabilið er sagt vera 30 ár og að gas muni byrja að streyma eftir nýrri gasleiðslu árið 2018 eða þar um bil. Magnið er sagt verða 38 milljarða rúmmetra af gasi á ári. Og verðmæti samningsins er sagt vera nálægt 400 milljörðum USD. Þetta er því langstærsti einstaki samningur sem Gazprom hefur nokkru sinni gert.

Af ofangreindum tölum hafa menn áætlað að verðið á gasinu sé nálægt 10 USD/Btu (sem er sú mælieining sem gasmarkaðir styðjast oftast við). En eins og áður sagði eru þó uppi getgátur um að enn sé ekki búið að fastsetja verðið.

Að auki ber að hafa í huga að komið hefur fram í ummælum rússneskra ráðamanna að gasverðið í samningnum sé tengt olíuverði, en það hefur ávallt verið eitt helsta samningsmarkmið Gazprom. Fyrir vikið er mögulegt að verðið fyrir gasið eigi eftir að hækka umtalsvert eða lækka - allt eftir því hvernig olíuverð þróast. Það mun sem sagt ráðast í framtíðinni hvert hið raunverulega verðmæti samningsins er.

Verðið virðist vera í lægri kantinum

Ef miðað er við að verðið á gasinu (miðað við núverandi markaðsaðstæður á olíumörkuðum) sé nálægt 10 USD/Btu, vekur athygli að það er á svipuðum nótum eins og verðið sem samið hefur verið um í nýlegum samningum Gazprom við evrópsk orkufyrirtæki. Það hlýtur að teljast fremur hagstætt verð fyrir kínverska kaupandann (CNPC).

Russia-Gas-Map-1

Hafa ber í huga að rússneska gasið sem fer til Evrópu kemur frá gaslindum sem búið er að byggja upp og tengja við markaðinn. Aftur á móti á ennþá eftir að byggja upp bæði gasvinnsluna og gaslagnirnar vegna nýja samningsins við Kína. Kostnaður við uppbyggingu gasvinnslu og lagningu gasleiðslna hefur vaxið hratt á síðustu árum. Framkvæmdirnar verða því afar kostnaðarsamar og eru sagðar kalla á fjárfestingu upp á um 70 milljarða USD. Ýmsir velta því fyrir sér hvort Gazprom muni geta staðið við samning af þessu tagi.

Á móti kemur að samningurinn er sagður fela í sér stóra fyrirframgreiðslu CNPC vegna framkvæmdanna. Þetta er að vísu eitthvað óljóst. Því þó svo Pútín hafi sagt að CNPC muni leggja fram 20 milljarða USD fyrirfram til þessarar uppbyggingar, er haft eftir Miller, forstjóra Gazprom, að þessi mál séu enn til umræðu milli fyrirtækjanna og því væntanlega ófrágengin. Þetta er enn eitt atriðið sem dregur úr trúverðugleika samningsins.

Hæpið að samningurinn hafi umtalsverð áhrif á gasmarkaði

Rússneskir ráðamenn hafa hampað samningnum sem miklum tímamótasamningi. Þetta viðhorf er eðlilegt; þetta er stærsti einstaki orkusölusamningur sem rússneskt fyrirtæki hefur gert. Miklu skiptir fyrir bæði Rússland og Gazprom að reyna að styrkja samningsstöðu sína (ekki síst fyrir Gazprom gagnvart Evrópu). Þess vegna reyna Rússar að sjálfsögðu að gera sem mest ur þýðingu samningsins. Í reynd kemur samningurinn þó varla til með að hafa umtalsverð áhrif á gasviðskipti Rússlands við Evrópu.

Europe-Gas-Imports_2006-2012

Æðstu menn Gazprom hafa sagt að núna þegar nýr og stór kaupandi sé tilbúinn að greiða verð sem er sambærilegt evrópsku verði, megi Evrópa búast við hækkandi gasverði. Þetta er hæpið sjónarmið eða a.m.k. er ólíklegt að Gazprom geti þrýst gasverði upp í Evrópu á næstu árum.

Evrópa kaupir margfalt meira gas frá Rússlandi en það sem samningurinn við Kína hljóðar á um. Evrópsku orkufyrirtækin eru því ennþá langmikilvægustu viðskiptavinir Gazprom. Þá ber að hafa í huga að gasviðskipti Evrópu við Gazprom virðast fara minnkandi. Enda er Evrópa sá hluti heimsins þar sem orkunotkun eykst hvað minnst - og leggur mikla áherslu á aðgang að nýjum orkulindum og aukið hlutfall endurnýjanlegrar orku. Allt miðar þetta að því að draga úr þörf Evrópu fyrir rússneskt gas.

Asia-map-Russia-China-far-from-Europe

Að auki skiptir hér máli að evrópska gasið kemur frá gaslindum sem eru miklu vestar í Rússlandi en þær sem munu skaffa kínverska gasið. Gasið sem fara á til Kína mun sem sagt koma frá nýjum gaslindum austarlega í Síberíu og verður framleitt fyrir nýjan markað.

Samningurinn felur vissulega í sér tímamót fyrir Rússland - ef hann gengur eftir. En það er fremur ólíklegt að þessi viðskipti Gazprom og CNPC hafi umtalsverð áhrif á gasmarkaði heimsins, hvort sem er í Evrópu eða annar staðar í heiminum

Mögulegt er að samningurinn seinki einhverju/ einhverjum LNG-verkefnum (gasvinnsluverkefnum þar sem gasinu er umbreytt í fljótandi form og siglt með það langar leiðir til kaupenda). Svo er þó alls ekki víst; samningur Gazprom og CNPC breytir t.d. engu fyrir gaseftirspurn landa eins og Japan og Suður-Kóreu. Sem eru risastórir kaupendur að gasi og þurfa áfram að treysta á LNG.

Ógnvænleg eftirspurn eftir orku

eia-china-india-us-energy-deamnd_1990-2040_outlook-2013.jpgÞað er reyndar útlit fyrir að eftirspurn Kína (og fleiri landa í Asíu) eftir gasi og öðrum orkugjöfum vaxi svo hratt að þessi samningur við Rússa verði einungis dropi í hafið. Umræddur samningur er til áminningar um hvernig eftirspurnin eftir orku í heiminum er að aukast hratt og langt í að þar verði eitthvert lát á. Sú staðreynd er nánast ógnvænleg þegar haft er í huga að talsverðar líkur virðast á því að afleiðingarnar verði miklar loftslagsbreytingar, sem víðast hvar munu hafa neikvæð áhrif á lífríki.


Gas eða gasleysi?

Allt logar þessa stundina á kommentakerfi Financial Times. Í tengslum við frétt um risasamning Rússlands og Kína um gaskaup. 

russia-china-gas-deal-may-21-2014.jpgÁstæðan er sú að í morgun birti FT (og fjölmargir aðrir þekktustu fjölmiðlar heimsins) frétt þess efnis að viðræður Pútíns við ráðamenn í Kína um sölu á gasi til Kína hefðu farið út um þúfur. Því ekki hefði náðst saman um skilmálana. Myndin hér til hliðar birtist með fréttinni og átti vafalítið að vera táknræn.

Fyrirsögn fréttarinnar var China to delay Russia gas deal in blow to Vladimir Putin. Fyrir heimsókn sína hafði Pútin gert ráð fyrir að undirrita risasamning um gassöluna, en viðræður milli ríkjanna þar um höfðu staðið yfir í fjöldamörg ár. Nú átti allt að vera til reiðu, en samkvæmt fréttinni höfðu Kínverjar á síðustu stundu hafnað samningnum.

Russia-China-Gas-Deal-May-21-2014-2

En þegar leið á daginn fóru að berast fréttir á mörgum vefmiðlum veraldarinnar af því að búið væri að undirrita samningana! Svo virðist sem sú frétt hafi byggst á fréttatilkynningu frá kínverska ríkisolíufélaginu CNPC. Og Financial Times uppfærði sína frétt, eða öllu heldur gjörbreytti frétt sinni. Og nú er fyrirsögnin China and Russia sign gas deal.

Þetta er allt hið furðulegasta mál. Svona getur orkuveröldin verið undarleg - og laufléttur samningur upp á hundruð milljarða USD ýmist verið inni eða úti! En lesendur Orkubloggsins geta skemmt sér við að lesa hér báðar umræddar fréttir FT (eldri fréttin er horfin af vef FT og hlekkur á hana opnar nýju fréttina, en Orkubloggarinn var svo forsjáll að vista textann í morgun).

---------------------------------------------------

Financial Times - May 21, 2014 5:56 am
China to delay Russia gas deal in blow to Vladimir Putin
By Lucy Hornby and Jamil Anderlini in Beijing

China will not reach an agreement to import natural gas from Russia’s Gazprom during a state visit by President Vladimir Putin this week despite strenuous Russian efforts to secure what has been portrayed as a key test of closer Sino-Russian ties.

As Moscow’s relations with the West have deteriorated over the crisis in Ukraine, Mr Putin has sought to show the world and the Russian people that he has alternative friends to the east.

Russian media, officials and Mr Putin himself have repeatedly said the 30-year, $456bn deal would be signed during the president’s visit to Shanghai, which ends on Wednesday evening.

But PetroChina, the listed subsidiary of state-owned China National Petroleum Corp, China’s largest oil company, told the Financial Times on Wednesday that the deal would not be signed on this visit.

“We won’t be signing [on this visit],” said Mao Zefeng, spokesman for PetroChina. “At the moment the import price and the domestic price are inverted. We are already losing money on imported gas, and we can’t lose more.”

Earlier this week, Anatoly Yanovsky, Russia’s deputy energy minister, was quoted by Russian state-controlled media as saying the deal was “98 per cent ready”.

In the wake of Russia’s aggressive actions in Ukraine, European countries have been rethinking their dependence on Russian gas.

If the deal had gone ahead, it would have been a powerful sign of Russia’s ability to reduce its reliance on Europe, the largest importer of Russian energy.

Even without the deal, Mr Putin’s visit has been filled with symbolic appearances intended to show the growing strength of the relationship, which both sides have described as the best in their history.

Discussions over the gas deal have gone on for more than 10 years, with negotiations snagging over price, the pipeline route and Chinese stakes in Russian projects.

The Chinese side would have driven a harder bargain in light of Gazprom’s weaker position, industry sources in Beijing said.

China formally signed previously agreed LNG supply deals as well as a massive coal co-operation project, so the Russian leader will not leave empty-handed.

Since negotiations began with Gazprom a decade ago, China has diversified its sources for imported natural gas. It buys piped gas from Central Asia and is constructing a number of LNG terminals to import from projects around the world.

Mr Putin’s decision in 2013 to end Gazprom’s monopoly on gas exports has also benefited Chinese oil companies, which have signed deals to invest in and import gas from Novatek’s Yamal LNG project. That means Russia can still profit from gas sales to China, while removing some of the political drivers for Gazprom’s long-delayed deal with CNPC. 

---------------------------------------------------  

Financial Times - Last updated: May 21, 2014 11:37 am
China and Russia sign gas deal
By Lucy Hornby and Jamil Anderlini in Beijing

China and Russia signed an eleventh hour agreement to import natural gas from Russia's Gazprom during a state visit by President Vladimir Putin on Wednesday following strenuous Russian efforts to secure what has been portrayed as a key test of closer Sino-Russian ties.

As Moscow's relations with the west have deteriorated over the crisis in Ukraine, Mr Putin has sought to show the world and the Russian people that he has alternative friends to the east.

State-owned China National Petroleum Corp, China's largest oil company, said on Wednesday it had signed a 30-year deal to buy up to 38bn cubic metres of gas per year, beginning in 2018.

The company did not give details on the pricing of the gas, the sticking point in negotiations that have stretched over a decade. Russian media and officials had said the deal would be a highlight of Mr Putin's visit.

The breakthrough came just hours after PetroChina, the listed subsidiary of CNPC, told the Financial Times that the deal would not be completed during Mr Putin's visit because of the pricing dispute.

"At the moment the import price and the domestic price are inverted. We are already losing money on imported gas, and we can't lose more," said PetroChina spokesman Mao Zefeng earlier on Wednesday.

In the wake of Russia's aggressive actions in Ukraine, European countries have been rethinking their dependence on Russian gas.

The deal is a powerful sign of Russia's ability to reduce its reliance on Europe, the largest importer of Russian energy.

Mr Putin's visit has been filled with symbolic appearances intended to show the growing strength of the relationship, which both sides have described as the best in their history.

The long-running discussions over the gas deal have involved the price, pipeline route and Chinese stakes in Russian projects.

The Chinese side would have driven a harder bargain in light of Gazprom's weaker position, industry sources in Beijing said.

On Tuesday, China formally signed previously agreed LNG supply deals as well as a massive coal co-operation project.

For China, with a growing diversity of natural gas sources including from newly licensed Russian exporters, securing supply of piped gas from Gazprom no longer holds the importance it did when the two companies began negotiating a decade ago. 


Mikil óvissa um þróun olíuframleiðslu Bandaríkjanna

Olíuvinnsla í Bandaríkjunum hefur vaxið hratt undanfarin ár. Þetta er fyrst og fremst vegna hreint ævintýralegrar aukningar í vinnslu á s.k. tight oil. Fyrir vikið hefur mjög dregið úr innflutningsþörf Bandaríkjanna á olíu... a.m.k. í bili. Stóra spurningin er hvort þessi þróun haldi áfram? Eða hvort það fari jafnvel á hinn veginn og Bandaríkin verði á brátt a ný sífellt háðari innfluttri olíu.

EIA-AEO-US-oil-imports-2014-1

Þarna virðist óvissan vera ansið mikil. Í nýjustu spá upplýsingaskrifstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins (EIA) eru settar fram ákaflega ólíkar sviðsmyndir.

EIA segir að u.þ.b. árið 2035 kunni Bandaríkin að verða orðin algerlega sjálfbær um olíu! En EIA segir líka mögulegt að árið 2035 kunni innflutningsþörfin að verða talsvert mikil eða allt að 35-40% af olíuþörf Bandaríkjanna. Þarna er breitt bil. Raunveruleikinn mun fyrst og fremst ráðast af því hversu mikilli framleiðslu tight oil mun geta skilað næstu ár og áratugi.

Sviðsmyndin um mikla framleiðslu (sbr. græna línan á grafinu hér að ofan) gerir ráð fyrir því að þessi tegund olíuframleiðslu í Bandaríkjunum muni fara hæst í um 8,5 milljónir tunna á dag (og að það verði nálægt árinu 2035). Það muni leiða til þess að innflutningsþörf Bandaríkjanna á olíu verði engin; ekki muni þurfa að flytja inn einn einasta dropa af olíu. Þetta myndi vafalítið hafa geysilega þýðingu um allan heim, því Bandaríkin hafa löngum verið það land sem þurft hefur að flytja inn langmest af olíu (þessa dagana er innflutningsþörf Kina þó orðin á pari með Bandaríkjunum).

US-Oil-tight-Eagle-Ford-1

Sviðsmyndin um litla framleiðslu (sbr. rauða línan á grafinu hér að ofan) gerir aftur á móti ráð fyrir því að framleiðsla á tight oil muni ná hámarki strax árið 2016. Og framleiðslan á tight oil verði þá um 4,3 milljónir tunna á dag. Eftir það muni þessi tegund olíuframleiðslu innan Bandaríkjanna dala - og olíuinnflutningsþörf Bandaríkjanna taki að vaxa nokkuð bratt á ný.

Það er reyndar svo að EIA álítur líklegast að senn muni innflutningsþörfin ná lágmarki. Eftir það verði um skeið gott jafnvægi á innflutningsþörfinni (sem muni nema um 25% af olíunotkun Bandaríkjanna). U.þ.b. 2025 muni svo innflutningsþörfin fara að mjakast rólega upp á við og Bandaríkin þar með á ný þurfa að horfast í augu við óhagstæða þróun í olíubúskapnum. 

EIA-AEO-US-oil-production-2014

Það eru margir flóknir þættir sem munu hafa áhrif á það hversu mikil innflutningsþörf Bandaríkjanna á olíu verður á næstu árum og áratugum. Nefna má almenna þætti eins og þróun efnahagslífisins í heiminum og þróun olíuverðs. Ekki er síður óvissa um það hversu mikið af tight oil er í jörðu þarna vestra.

Það hversu hátt hlutfall Bandaríkin munu framleiða af olíuþörf sinni næstu árin og áratugina er sem sagt afar óvíst. Ef vel gengur álítur EIA að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum muni aukast hratt á næstu árum og ná toppi árið 2036 og verða þá sem nemur 13,3 milljónum tunna á dag (til samanburðar má nefna að mestu olíuframleiðendur heimsins, Rússland og Saudi Arabía, framleiða um 10-12 milljónir tunna á dag hvor um sig). Ef aftur á móti illa gengur mun olíuframleiðsla í Bandaríkjunum ná toppi strax árið 2016 og þá verða um 9,2 milljónir tunna á dag. Líklegast þykir þó að toppnum verði náð árið 2019 og það í 9,6 milljónum tunna á dag.

Til samanburðar má nefna að nú er olíuframleiðslan í Bandaríkjunum um 7,5 milljónir tunna á dag (þ.e. meðaltalið árið 2013, en var um 8 milljónir tunna á dag í árslok 2013). Hæst náði framleiðslan þarna vestra árið 1970 þegar hún slefaði í 10 milljónir tunna. EIA álítur sem sagt líklegast að þrátt fyrir geysilega aukningu í framleiðslu á tight oil, muni olíuframleiðslan í Bandaríkjunum vart ná toppnum frá árinu 1970 (og ekki ná því sem gerist í Rússlandi og Saudi Arabíu). En að þó sé möguleiki á því að framleiðslan nái að aukast miklu meira og að Bandaríkin verði um skeið mesti olíuframleiðandi heims.

Oil-and-Gas-production_US-Russia-Saudi-Arabia__2008-2013

Hvað þarna verður veit nú enginn - og verður bara að koma í ljós. Þróunin mun vafalítið hafa mikil áhrif á heimsmálin og samskipti risaveldanna. Í bili geta Bandaríkjamenn glaðst yfir því að þegar litið er til sameiginlegrar olíu- og gasframleiðslu eru Bandaríkin nú fremst í flokki. En Pútín er varla sáttur við það.


Sólarorkan loks samkeppnishæf?

IBM í samstarfi við Airlight Energy og ETH Zurich var að kynna nýja og áhugaverða sólaorkutækni. Sem á að geta skilað svo mikilli orku miðað við verð að þetta boði byltingu í nýtingu á sólarorku.

CSP-Spain-Mirrors

Í grófum dráttum má segja að sólarorkan hafi ýmist verið notuð til að hita upp vatn eða framleiða raforku. Raforkuframleiðslan hefur einkum átt sér stað með s.k. sólarsellum (photovoltaic eða PV). Einnig er þekkt sú tækni að nota spegla til að safna sólgeislum í brennipunkt og þannig mynd gufuafl sem knýr túrbínu (Concentrated Solar Power; CSP).

Til eru fleiri tæknilausnir þar sem sólarorku er umbreytt í raforku (nefna má s.k, Stirling-disk). En PV og CSP hafa reynst hagkvæmastar og líklegastar til að geta keppt við hefðbundna orkugjafa. Þar er þó ennþá lagt í land.

IBM-solar-HCPVT-illustration

Nýja útfærslan sem IBM og félagar voru að kynna felst í því að samtvinna PV og CSP. Tæknin er kölluð High Concentration Photovoltaic Thermal (HCPVT). Í einföldu máli má lýsa þessari tækni þannig að speglar eru notaðir til að safna sólargeislum í brennipunkt með svipuðum hætti eins og á við um CSP. En í stað þess að gífurlegur hitinn sem myndast í brennipunktunum hiti upp sérstaka olíu í mjóum pípum, eins og gert er í CSP-tækninni, er geislunum varpað á flögur sem innihalda sólarsellur og sérstakan kælivökva.

Sólarsellurnar framleiða rafmagn. En kerfið byggir líka á því að nýta þar að auki sem mest af hitanum sem myndast þegar kælivökvinn hitnar (án kælivökvans myndu flögurnar hreinlega bráðna eða a.m.k. eyðileggjast undan hitanum). T.d. er unnt að nýta varmaorkuna sem myndast þegar vökvinn hitnar til að eima vatn úr sjó og þannig framleiða áveituvatn. Þetta kerfi nýtist best þar sem sólgeislun er mikil og það er einmitt á svæðum þar sem lítið er um ferskvatn (t.d á Arabíuskaganum og í Sahara). Á slíkum svæðum gæti þessi tækni nýst geysilega vel.

IBM-solar-HCPVT-1

Kerfið byggist sem sagt á því að ná miklu meiri nýtingu á sólarorkunni en þekkst hefur hingað til. Kostnaður við þessa tækni mun vera hógvær og hefur IBM upplýst að kerfið sé um þrefalt hagkvæmara en ódýrasta sólarorkutæknin sem þekkst hefur til þessa (þessi mælikvarði IBM er reyndar fremur ónákvæmur því nýting sólarorkutækni ræðst mjög af aðstæðum á hverjum stað).

Hjá IBM gefa menn það upp að kostnaðurinn jafngildi því að framleiðsla á einni MWst kosti 100 USD. Það er miklu minni kostnaður en gengur og gerist með hvort sem er PV eða CSP. Ef þessi tækni myndi nýtast í miklum mæli gæti hún þótt mun hagkvæmari en að byggja t.d. ný kjarnorkuver. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort það gangi eftir.


Risafjárfesting í orku Norðurslóða

Alaska-lng-pipeline-route-map

Góð hreyfing virðist vera að komast á eina allra stærstu einstöku fjárfestingu orkugeirans í sögunni - og það á sjálfum heimskautasvæðum norðursins.

Það eru stjórnvöld í Alaska og nokkur stærstu olíufyrirtæki heimsins sem þarna eru á ferðinni. Þau hafa áhuga á að nýta geysilegar gaslindir norður við íshafið við norðurströnd Alaska. Þaðan yrði gasinu dælt eftir nýrri gasleiðslu þvert yfir náttúruparadísina og umbreytt í fljótandi gas (LNG) í vinnslustöð sem rísa myndi skammt frá Anchorage á suðurströnd Alaska. Þaðan eiga raðir sérhannaðra tankskipa að sigla með herlegheitin á markaði sem borga hátt verð fyrir slíka orku. Þ.e. þvert yfir Kyrrahafið til orkuhungraðra Asíuríkja. 

Fjörutíu ára gömul hugmynd að verða raunhæf

Alaska-Exxon-Valdez-stranded

Vitað hefur verið af ofboðslegu gasinu þarna í áratugi. Árið 1977 var lokið við að byggja olíuleiðsluna, sem síðan hefur flutt olíuna frá Prudhoe-flóa við norðurströnd Alaska, um 1.300 km leið allt suður til olíuhafnarinnar við smábæinn Valdez. Þar varð eitt mesta olíumengunarslys allra tíma þegar fullhlaðið risatankskipið ExxonValdez strandaði á skeri þarna skammt utan við höfnina síðla vetrar 1989 - og allt að 750 þúsund tunnur af olíu láku úr skipinu. En það er önnur saga.

Alaska_Prudhoe-Bay_Gas-Flaring

Hingað til hefur því gasi sem kemur upp við olíuvinnsluna í Alaska ýmist verið dælt aftur niður í jörðina eða það brennt (s.k. flaring). Borpallar við suðurströnd fylkisins skila að vísu talsverðu gasi til vinnslu og þar var reist LNG-vinnslustöð strax árið 1969. En allt til þessa dags er það eina slíka stöðin í gjörvöllum Bandaríkjunum.

Hugmyndin um að dæla gasi eftir stórri pípulögn þvert yfir Alaska og þaðan flytja gasið til stórra markaða fæddist í olíukreppunni 1973. Þá var nýlega búið að uppgötva miklar olíu- og gaslindir við norðurströnd Alaska. Eins og áður sagði varð það til þess að þarna hófst mikil olíuvinnsla, sem var Bandaríkjamönnum afar mikilvæg.

Hugmyndir um gasleiðslu frá norðurströndum Alaska hafa reyndar verið af ýmsu tagi. Ein hugmyndin gekk út á það að leiðslan myndi liggja til Kanada og þaðan áfram suður til Bandaríkjanna. En nú bendir sem sagt flest til þess að gasið verði selt í fljótandi formi á Asíumarkað. Og málið virðist á það góðu skriði að framkvæmdir gætu hafist innan tveggja ára og verið lokið skömmu eftir 2020 eða þar um bil.

Orkuþörf Asíuríkja er drifkraftur LNG

Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum að menn sjá miklu meiri arðsemi í því að nýta gasið í Alaska með því að selja það til Asíu. Þegar haft er í huga að gasverð undanfarin ár hefur verið ansið lágt vestur í Bandaríkjunum kann einhverjum að koma það spánskt fyrir sjónir að menn sjái nú tækifæri í að sækja gas alla leið norður á heimsskautasvæði Alaska. En málið er að eftirspurn stórþjóða eins og Japana, Kínverja og Suður-Kóreumanna eftir orku er geysileg. Og það skapar tækifæri fyrir Alaska.

World-LNG-routemap

Allar þessar asísku stórþjóðir standa frammi fyrir þeirri áskorun að tryggja aðgang sinn að orku til framtíðar. Japanir hafa áhuga á að draga úr þörf sinni á kjarnorku og Suður-Kóreumenn þurfa sífellt meira gas til að knýja efnahagskerfi sitt. Stærsti áhrifavaldurinn um gasverð til næstu áratuga (þ.e. verð á LNG; fljótandi gasi sem unnt er að flytja óravegu með skipum) verður þó vafalítið Kína.

Kínverjar standa ekki aðeins frammi fyrir sívaxandi orkuþörf, heldur ekki síður miklum mengunarvandamálum vegna kolaorkuvera. Það er því búist við að í náinni framtíð verði unnt að fá mjög gott verð fyrir LNG á þessum mörkuðum og það er grundvöllur risaframkvæmdanna í Alaska.

Framkvæmdir upp á 65 milljarða USD!

2013-alaska-oil-gas-cook-inlet-ketill

Verkefnið felur í sér hreint svakaleg fjárfestingu - jafnvel í samhengi orkugeirans þar sem menn eru býsna vanir háum tölum. Þetta er t.a.m. ennþá stærra verkefni en risagasverkefnið utan við auðnir NV-Ástralíu, sem nú er í fullum gangi (Gorgon). Þarna í Ástralíu hafa verið nefndar kostnaðartölur allt að 50 milljarðar USD. Tölur vegna gassins í Alaska eru ennþá nokkuð á reiki, en heildarfjárfestingin þar gæti orðið allt að 65 milljarðar USD. Sem jafngildir rúmlega 7.200 milljörðum ISK.

Þetta kann einhverjum að þykja ævintýralega fjárfesting í einu gasverkefni. En hafa ber í huga að árlegar tekjur af gassölunni gætu orðið um 20 milljarðar USD! Þess er vænst að útflutningurinn muni nema allt að 1000 milljónum BTU á ári. Rannsóknir sýna að svæðið þarna nyrst í Alaska gæti að öllum líkindum staðið undir slíkri framleiðslu í a.m.k. 35 ár (miðað við sannreyndar birgðir eða proven reserves). Og sumar spár segja að gasbirgðirnar þarna séu hátt í sexfalt það magn!

Ein stærsta gaslind heimsins

Reynist það rétt er um hreint ótrúlegar gaslindir að ræða. Fyrir þau okkar sem eru vanari að höndla olíumagn fremur en jarðgas, má nefna að orkan í því gasi sem þarna er sannreynt jafngildir nálægt 7 milljörðum tunna af olíu. Og reynist spár um endanlegt magn jarðgassins þarna nyrst í Alaska vera réttar, væri það sambærilegt við að svæðið hefði að geyma um 40 milljarða tunna af olíu!

2013-alaska-pipeline-ketill-1

Til samanburðar má nefna að olíusvæðið allt við Prudhoe Bay hefur samtals að geyma um 25 milljarða tunna af olíu - og er langstærsta olíulind sem nokkru sinni hefur fundist í Bandaríkjunum og Norður-Ameríku allri. Og jafnvel þó svo gaslindin þarna nyrst í Alaska reynist einungis við lægri mörkin, er þetta engu að síður sannkölluð risaorkulind og stjórnvöld í Alaska eðlilega ansið spennt fyrir verkefninu. Þetta ævintýri jafnast þó vart á við það einstaka tækifæri sem raforkusala frá Íslandi til Evrópu gæti skilað íslensku þjóðinni. En það er ennþá ein önnur saga.

1.300 km gasleiðsla, LNG vinnslustöð og höfn fyrir séræfð gasflutningaskip

2013-alaska-ketill-valdez

Ef þetta risastóra gasverkefni verður að raunveruleika verður lögð um 1.300 km löng gasleiðsla þvert yfir Alaska; frá vinnslusvæðunum við norðurströndina og til LNG-vinnslustöðvarinnar í suðri.  Frá höfninni við Nikiski á Kenai-skaganum (skammt suðvestur af borginni ljúfu Anchorage) verður stanslaus umferð sérhannaðra gasflutningaskipa, sem mun flytja gasið í fljótandi formi til kaupendanna í Asíu.

Nikiski var nýlega valin úr hópi tuttugu mögulegra staðsetninga fyrir vinnslustöðina. Fyrirtækin sem hyggjast koma þessu öllu í framkvæmd eru breska BP og bandarísku ConocoPhillips og ExxonMobil. Sjálf gasleiðslan, sem stendur til að leggja þarna þvert yfir Alaska, verður um metri í þvermál. Og verður því um margt lík olíuleiðslunni sem þarna var lögð fyrir rúmum 35 árum.

Alaska er draumaáfangastaður

2013-alaska-ketill-svartbjorn-2

Orkubloggarinn skoðaði þessar slóðir í haust sem leið (2013; fjórar neðstu ljósmyndirnar hér eru einmitt úr þeirri ferð). Það er sannarlega ævintýralegt að sjá þetta mikla orkumannvirki liðast þarna um villta náttúruna. Og ekki síður spennandi að sjá villta svartbirnina úða í sig laxi í árósnum rétt utan við olíuhöfnina í Valdez. Ég get með góðri samvisku hvatt alla til að fá sér flugmiða til Anchorage og ferðast um Alaska (og á vel að merkja engra hagsmuna að gæta gagnvart Icelandair). Ferð þangað og til Fairbanks og suður með olíuleiðslunni til Valdez er alveg einstök og dásamleg upplifun.


Æsist nú olíuleikurinn

Ótrúlegir atburðir eru nú að gerast á olíumarkaði. Og engu líkara en alræmdir ólígarkar séu með flugumenn í innsta hring bandaríska stjórnkerfisins.

Í dag uppfærðu bandarísk stjórnvöld lista sinn yfir einstaklinga og fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Bandarískum borgurum og fyrirtækjum er óheimilt að eiga viðskipti við þá sem eru á þessum lista og eignir þeirra (og tengdra fyrirtækja) innan bandarískrar lögsögu eru frystar. Flest okkar erum orðin vön að heyra af slíkum aðgerðum gagnvart t.d. Íran og ýmsum hryðjuverkahópum, en nú beinast spjótin að rússneskum hagsmunum (vegna deilunnar um Krímskaga). 

gennady-timchenko-2014.jpgÁ listanum frá í dag eru nokkrir sannkallaðir stórlaxar. Hér skal sérstaklega nefndur hinn „finnski“ Gennady Timchenko. Þó svo Timchenko sé með finnskan ríkisborgararétt og sé ættaður frá Armeníu eru fáir viðskiptajöfrar með jafn mikil rússnesk tengsl. Timchenko var starfsmaður í sovéska viðskiptaráðuneytinu og er sagður hafa kynnst Pútín á tíunda áratugnum þegar á sá síðarnefnd var meðal æðstráðenda í Skt. Pétursborg.Smám saman varð Timchenko sífellt umsvifameiri í viðskiptalífinu og er í dag einn auðugasti maður veraldar.

Meðal stærstu eigna hans er um fimmtungshlutur í gasrisanum Novatek, sem er stærsta gasfyrirtækið í Rússlandi á eftir Gazprom. Timchenko er einnig stór hluthafi í fjölmörgum stórum fyrirtækjum í rússneska efnaiðnaðinum, byggingaiðnaðinum, fjármálageiranum og á járnbrautir, timburfyrirtæki o.s.frv. Mestu skiptir þó væntanlega tæplega helmingseign hans í Gunnvöru- Gunvor - sem er eitt af stærstu olíuviðskiptafyrirtækjum heimsins.

gunvor-homepage-trusted-partner.pngRisavöxtur Gunnvarar má ekki síst rekja til þess að þegar rússneska ríkið þjóðnýtti olíurisann Yukos. Þó svo eigir Yukos rynni fyrst og fremst inn í rússneska ríkisfyrirtækið Rosneft, var það Gunnvör sem hreppti stærstan hluta af útflutningssamningum Yukos. M.ö.o. rennur stærstu hlutinn af rússnesku olíunni um hendur Gunnvarar, sem fær í sínar hendur passlega þóknun af öllum þeim risaviðskiptum. Það kemur því ekki á óvart að Gennady Timchenko sé stjarnfræðilega efnaður og af sumum talinn meðal allra ríkust manna heims með auð upp á allt að 25 milljarða USD (tölur um auð hans eru mjög á reiki).

Þó svo hjá Gunnvöru séu menn gefnir fyrir að vinna fremur hljótt hefur kastljósið upp á síðkastið óhjákvæmilega beinst að fyrirtækinu og hreint ótrúlegum og stundum nokkuð furðulegum umsvifum þess. Gunnvör er í dag ekki bara milligönguaðili um útflutning á rússneskri olíu. Heldur alþjóðlegur hrávörurisi með aðalstöðvar í snyrtipinnalandinu Sviss. Það hefur þó ekki orðið til að kveða niður kviksögur um að Pútín sjálfur sé stór hluthafi í Gunnvöru - eða njóti a.m.k. ávaxtanna sem þar verða til. En hvort sem bandarísk stjórnvöld telja föt fyrir þeim sögum eða ekki, þá var sem sagt verið að setja Timchenko á svarta listann. Það hefði að óbreyttu getað stöðvað stóran hluta af olíuviðskiptum Gunnvarar. En í dag birtust svo þær mögnuðu fréttir að í gær hafi Timchenko selt allan hlut sinn í Gunnvöru!

torbjorn-_tornqvist-1.jpgKaupandinn er sagður vera viðskiptafélagi hans og hinn aðaleigandinn; Svíinn Torbjörn Törnqvist. Þetta eru augljóslega risastór viðskipti því t.d. eru árlegar tekjur Gunnvarar nálægt 100 milljörðum USD. Stóra spurningin er bara hvort að það var í alvöru Timchenko eða Pútín sem þarna var að losa um aura - og koma þeirri eign undan hinum langa armi bandaríska stjórnkerfisins? En það er varla sanngjarnt að Orkubloggið sé að byggja á einhverjum kjaftasögum. Og þess vegna kemur Pútin þarna hvergi að málum! Það virðist þó sem bandarísk stjórnvöld telji sig af ástæðu til að álíta, að tengslin þarna á milli séu einhver og jafnvel ansið náin.

Varla er Gennady Timchenko sérstaklega sáttur við það að vera ekki lengur hluthafi í gullgerðarvélinni Gunnvöru. En það er kannski huggun harmi gegn að hann ætti að hafa fengið nokkra milljarða USD fyrir lítilræðið. Skemmtilegust er þó auðvitað samt sú „einskæra tilviljun“ að hlutur Timchenko's í Gunnvöru hafi skipt um eigendur einmitt daginn áður en bandarísk stjórnvöld ætluðu að ná tökum á Pútín með því að beina spjótum sínum að stærsta hluthafanum í fyrirtækinu. Það verður spennandi að sjá hvernig Bandaríkjamennirnir bregðast við þessu. 

Viðbót 21. mars: Bandarísk stjórnvöld virðast ekki í vafa um bein tengsl Pútín's við Gunnvöru: "Putin has investments in Gunvor and may have access to Gunvor funds" (sbr. hér). Fyrir okkur orkuboltana væri áhugavert að sjá sannanir bandarískra stjórnvalda fyrir þessum tengslum - því annars eru þetta ennþá bara getgátur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband