Landsvirkjun gerš aš almenningshlutafélagi?

Undanfariš hafa hugmyndir um breytingar eignarhaldi ķ ķslenska orkugeiranum veriš talsvert ķ umręšunni.

Arnar-Sigmundsson-1

Ein hugmyndin er sś aš nżtt orkufyrirtęki, meš ašild Orkuveitu Reykjavķkur og ķslenskra lķfeyrissjóša, verši stofnaš ķ kringum Hverahlķšarvirkjun. Einnig hafa komiš fram hugmyndir um aš Landsvirkjun taki upp verkefnafjįrmögnun (sbr. sķšasta fęrsla Orkubloggsins žar um). Og jafnvel aš Landsvirkjun verši gerš aš almenningshlutafélagi og hluti fyrirtękisins verši seldur til lķfeyrissjóša eša eftir atvikum til annarra einkaašila.

Eins og alkunna er, žį eru helstu orkufyrirtęki landsins alfariš ķ eigu hins opinbera. Sķšan sķšla įrs 2006 hefur  Landsvirkjun veriš aš fullu ķ eigu rķkisins, en fyrir žann tķma įttu Reykjavķkurborg og Akureyrarbęr lķka ķ fyrirtękinu. Orkuveita Reykjavķkur er aš mestu leyti ķ eigu Reykjavķkurborgar (meš nokkur nįgrannasveitarfélög sem mešeigendur). Hitaveita Sušurnesja var lķka lengst af ķ eigu rķkisins og sveitarfélaga į Sušurnesjum. 

Sķšan kom aš žvķ um mitt įr 2007 aš Hitaveita Sušurnesja var einkavędd [hér er hugtakiš einkavęšing lįtiš nį yfir žaš žegar opinber rekstur er hlutafélagavęddur og viškomandi fyrirtęki selt aš hluta eša ķ heild til einkaréttarlegra ašila]. Žrišjungshlutur rķkisins ķ Hitaveitu Sušurnesja var žį seldur til Geysis Green Energy. Ķ kjölfariš var svo Hitaveitunni skipt upp ķ HS Veitur og HS Orku (desember 2008) og endušu žessar tilfęringar meš žvķ aš einkavęšingin nįši einungis til HS Orku. En HS Veitur voru įfram ķ opinberri eigu. Žar er Reykjanesbęr meš stęrsta eignarhlutann, en OR į žar einnig umtalsveršan hlut.

asgeir-margeirsson-gge.jpg

Ķ dag er HS Orka aš stęrstu leyti ķ eigu kanadķska almenningshlutafélagsins Alterra Power - ķ gegnum sęnskt eignarhaldsfélag. Fyrir nokkru minnkaši kanadķska fyrirtękiš reyndar hlut sinn ķ HS Orku. Žaš geršist žegar Jaršvarmi slhf - nżtt samlagshlutafélag ķ eigu ķslenskra lķfeyrissjóša - keypti sig inn ķ HS Orku. Ķ dag į Jaršvarmi žrišjungshlut ķ HS Orku.

Vegna erfišrar fjįrhagsstöšu Reykjanesbęjar og OR munu bęši sveitarfélagiš og reykvķska orkufyrirtękiš vera įhugasöm um aš selja hlut sinn ķ HS Veitum. Žaš er žvķ vel hugsanlegt aš nęsta einkavęšin ķ ķslenska orkugeiranum verši ekki ķ raforkuframleišslu, heldur ķ framleišslu og dreifingu į heitu og köldu vatni. Sem er athyglisvert, žvķ vķša um heim er einkavęšing į vatnsveitum jafnvel ennžį eldfimari pólķtķskt séš heldur en einkavęšing ķ raforkuframleišslu. 

Og sem fyrr segir er nśna lķka rętt um aš huga beri aš aškomu einkaašila aš virkjanaverkefnum į vegum Orkuveitu Reykjavķkur. Og einnig er uppi sś hugmynd aš Landsvirkjun verši gerš aš almenningshlutafélagi.

helgi-magnusson-samtok-idnadarins.jpgĶ desember s.l. (2011) mįtti t.a.m. sjį fréttir žar sem žeir Arnar Sigmundsson, stjórnarform. Landssamtaka lķfeyrissjóša og Samtaka fiskvinnslustöšva, og Helgi Magnśsson, stjórnarformašur Lķfeyrissjóšs verslunarmanna, lżstu įgęti žess aš Landsvirkjun yrši skrįš į hlutabréfamarkaš. Og aš lķfeyrissjóšir yršu mešeigendur rķkisins aš žessu langstęrsta orkufyrirtęki landsins. Žannig myndu "allir gręša"; lķfeyrissjóširnir kęmu peningum ķ vinnu, rķkissjóšur fengi peninga ķ kassann og fjįrmögnun Landsvirkjunar sögš verša tryggari.     

Skömmu įšur hafši žįverandi efnahags- og višskiptarįšherra, Įrni Pįll Įrnason, višraš svipašar hugmyndir og undir žaš tóku fleiri Samfylkingarmenn. Hér mį lķka nefna nżlega grein Magnśsar Halldórssonar, blašamanns į Fréttablašinu, žar sem hann nefnir žį leiš aš rķkiš selji ķslenskum lķfeyrissjóšum t.d. 40% hlut ķ Landsvirkjun. Ekki sķst ķ žeim tilgangi aš styrkja eignastöšu lķfeyrissjóšanna eša öllu heldur veita žeim gengisvörn (veršmęti Landsvirkjunar hverju sinni ręšst mjög af žróun USD og įlveršs). Į sama tķma myndi salan styrkja lausafjįrstöšu rķkisins. Sem mögulega yrši nżtt til aš rįšast ķ skynsamlegar opinberar framkvęmdir og/eša lękka skatta og žannig örva atvinnulķfiš.

Margir sjį sem sagt einkavęšingu Landsvirkjunar sem góšan kost og eftir atvikum einnig einkavęšingu OR. Žar meš er žó ekki endilega veriš aš segja aš hiš opinbera eigi alveg aš fara śt śr raforkuframleišslunni. Žvert į móti viršast flestar žessara hugmynda ganga śt į žaš, aš hiš opinbera verši įfram stór eignarašili aš orkufyrirtękjunum og jafnvel meirihlutaeigandi.

Žessa umręšu um einkavęšingu stóru ķslensku orkufyrirtękjanna mį lķklega aš einhverju leyti rekja til skżrslu sem žeir hagfręšingarnir Įsgeir Jónsson og Siguršur Jóhannesson unnu nżveriš fyrir fjįrmįlarįšuneytiš. Skżrslan sś fjallar um aršsemi af orkusölu til stórišju į Ķslandi, en į hana var einmitt minnst ķ sķšustu fęrslu Orkubloggsins. Žar setja žeir Įsgeir og Siguršur fram žį hugmynd aš Landsvirkjun (og önnur ķslensk orkufyrirtęki ķ opinberri eigu) taki upp verkefnafjįrmögnun og aš Landsvirkjun verši gerš aš almenningshlutafélagi. Žaš sé farsęlasta leišin til aš auka aršsemi Landsvirkjunar.

Asgeir-Jonsson-1Orkubloggiš hefur nefnt aš erfitt geti reynst aš taka upp verkefnafjįrmögnun viš byggingu virkjana hér į Ķslandi - a.m.k. nś um stundir. En hvaš meš hinn žįttinn ķ hugmyndum žeirra Įsgeirs og Siguršar? Vęri skynsamlegt aš einkavęša Landsvirkjun? Og žaš jafnvel sem fyrst? Myndu allir gręša į žvķ aš fyrirtękiš verši skrįš į markaš og einhver hluti žess seldur til einkaašila?

Ekki treystir Orkubloggarinn sér til aš gefa einhlķtt svar viš žeirri spurning. Žaš skal žó nefnt, til aš alls sannmęlis sé gętt, aš bloggarinn er almennt velviljašur žvķ aš dregiš sé śr beinni žįtttöku hins opinbera ķ atvinnulķfinu. En aš rķkiš og/ eša sveitarfélög eigi žar meš aš selja frį sér orkufyrirtękin er samt alltof stórt mįl til aš afgreiša žaš eingöngu į einhverjum prinsippum um almenna kosti rķkisrekstrar og einkarekstrar. Žetta hlżtur aš skošast śt frį afar breišu hagsmunamati, žar sem hagsmunir almennings eiga aš vera ķ fyrirrśmi.

Nefna mį aš nęr öll helstu raforkufyrirtękin į Noršurlöndunum eru ekki į markaši (a.m.k. ekki ennžį) og eru żmist aš stęrstu leyti eša öllu leyti ķ rķkiseigu. Žaš į bęši viš um norska Statkraft (100% ķ eigu norska rķkisins), sęnska Vattenfall (100% ķ eigu sęnska rķkisins) og danska Dong Energi (žar į danska rķkiš um 77%, en afgangurinn er aš mestu leyti ķ eigu tveggja samvinnufélaga sem eru ķ eigu višskiptavinanna). Meira aš segja finnska almenningshlutafélagiš Fortum, sem er stęrsta raforkufyrirtęki Finnlands, er aš meirihluta ķ eigu finnska rķkisins.

Žaš er sem sagt svo aš finnska Fortum er hiš eina af stóru norręnu raforkufyrirtękjunum sem gert hefur veriš aš almenninghlutafélagi. Statkraft, Vattenfall og Dong eru aftur į móti öll rekin sem opinber fyrirtęki - a.m.k. enn sem komiš er. Fyrir nokkrum įrum stefndu dönsk stjórnvöld aš žvķ aš skrį Dong į markaš, en danska rķkiš skyldi žó įfram vera meirihlutaeigandi. Af žessari einkavęšingu Dong varš žó ekki, af žvķ markašsašstęšur žóttu óhagstęšar og voru hugmyndir um einkavęšingu Dong settar ķ salt.

Fortum-operations-2011

Įn žess aš fara aš draga sérstakar įlyktanir af eignarhaldinu į Vattenfall, Statkraft, Dong og Fortum, žį er samt athyglisvert hversu rķkiš er žarna ķ öllum tilvikum umsvifamikiš. Finnska Fortum er hiš eina žessara raforkufyrirtękja sem er almenningshlutafélag (sķšan 1998). Finnska rķkiš hefur engu aš sķšur haldiš meirihlutanum ķ Fortum og į nś rétt tęplega 51% ķ fyrirtękinu. Žess vegna mį kannski helst finna fyrirmynd aš einkavęšingu Landsvirkjunar (žar sem ķslenska rķkiš yrši stór hluthafi) ķ finnska Fortum?

Fortum er reyndar ansiš hreint ólķkt Landsvirkjun. Auk stęršarmunarins er Fortum afar umsfvifamikiš ķ kjarnorku og hefur vaxiš hratt utan Finnlands. Fyrirtękiš stendur ķ miklum fjįfestingum erlendis og žį ekki sķst ķ Rśsslandi. Žar ķ landi framleišir Fortum nś žrisvar sinnum meiri raforku en öll raforkuver į Ķslandi framleiša til samans. Einkavęšingin į Fortum skömmu fyrir aldamótin var einmitt gerš samhliša žvķ aš fyrirtękiš fór mjög aš horfa til erlendra markaša.

us_hydro-power-ownership-2006.png

Ķ žessu sambandi er lķka athyglisvert aš aš ķ vöggu einkaframtaksins - Bandarķkjunum - er um 70% alls virkjašs vatnsafls ķ eigu hins opinbera. Žar er ekki um aš ręša neitt smįręši, heldur heil 55.000 MW. Žar į mešal eru nokkrar af stęrstu vatnsaflsvirkjunum veraldarinnar. Af einhverjum įstęšum hafa bandarķsk stjórnvöld - hvort sem er alrķkisstjórnin og stofnanir hennar eša einstök fylki - foršast aškomu einkaašila aš žessum virkjunum.

Žaš er sem sagt svo aš hiš opinbera - hvort sem er ķ Skandinavķu eša Bandarķkjunum - er afar fastheldiš į orkufyrirtęki og žó alveg sérstaklega orkufyrirtęki sem byggja mikiš į vatnsafli. Enda eru vatnsaflsvirkjanir almennt langhagkvęmasta leišin til aš nżta endurnżjanlega orku. Og žaš vill einmitt svo til aš Landsvirkjun er ennžį nįnast alfariš vatnsaflsfyrirtęki; um 96% raforkuframleišslu Landsvirkjunar kemur frį vatnsafli.  

Žaš blasir sem sagt ekki viš aš skandķnavķsku raforkufyrirtękin gefi okkur žaš fordęmi aš skynsamlegt sé aš einkavęša Landsvirkjun. Og slķkt fordęmi er ekki einu sinni aš finna ķ bandarķsku vatnsaflsfyrirtękjunum. Enda er žaš svo aš ķ skżrslu sinni vķsa žeir Įsgeir og Siguršur alls ekki til skandķnavķskra eša bandarķskra raforkufyrirtękja til stušnings žvi aš einkavęša Landsvirkjun. Žvert į móti viršast žeir einkum leita fyrirmyndar aš slķkri einkavęšingu Landsvirkjunar ķ einu af stęrstu olķuvinnslufyrirtękjum Evrópu. Sem er norski olķu- og gasrisinn Statoil.

Statoil-platform-Troll-A

Oršrétt er haft eftir Įsgeiri (leturbreyting er Orkubloggarans): „Ég vil skoša hvernig eignarhaldi Statoil er hįttaš. Žar er hugsunin sś aš rķkiš haldi utan um aušlindirnar meš žvķ aš eiga meirihlutann ķ fyrirtękinu, en į sama tķma er reynt [aš] hafa eins mikiš ašhald ķ starfsemi félagsins og hęgt er, en į sama tķma geti fyrirtękiš fjįrmagnaš sig į markaši sjįlfstętt og sé ekki meš rķkisįbyrgš og hafi żmislegt ašhald aš markašnum. Žaš nęst aš einhverju leyti meš hlutafélagavęšingu."

Jś - Statoil er vissulega farsęlt félag og er lķka almenningshlutafélag - meš norska rķkiš sem langstęrsta hluthafann meš rétt tęplega 71% hlut. Statoil er sem sagt rekiš sem algerlega sjįlfstętt fyrirtęki, sem veršur aš fjįrmagna sig į markaši įn nokkurra beinna afskipta norska rķkisins. Og nżtur aušvitaš ekki rķkisįbygšar. Kannski žarna sé aš finna įhugaverša fyrirmynd fyrir Landsvirkjun?

Statoil-operation-countries-2

Gallinn er bara sį, aš žaš sjónarmiš aš sambęrileg skipan į eignarhaldi Landsvirkjunar eins og er hjį Statoil muni leiša til aukinnar aršsemi hjį Landsvirkjun, stenst vart skošun. Žarna er um aš ręša gjörólķkan rekstur. Risastórt olķufyrirtęki eins og Statoil starfar ķ rekstrarumhverfi sem er afar ólķkt žvķ sem gildir um raforkufyrirtęki sem byggir framleišslu sķna aš mestu į vatnsafli. Vissulega eru bęši fyrirtękin į orkumarkaši. En olķuleit og -vinnsla er allt annar bissness en raforkuframleišsla og žó einkum og sér ķ lagi žegar um lķtt įhęttusöm vatnsaflsfyrirtęki er aš ręša.

Statoil-Tar-Sands-Canada

Orkubloggaranum er lķka huliš hvaš Įsgeir Jónsson į viš meš žvķ aš segja aš reynt sé aš "hafa ašhald" ķ starfsemi Statoil. Žó svo žaš kunni aš vera freistandi aš lķta į Statoil sem krśttlegt og nettlega rekiš norskt orkufyrirtęki, žar sem bęši er hugaš aš hagsmunum norsku žjóšarinnar og leitast viš aš hįmarka aršsemina, žį er stašreyndin sś aš žarna er einfaldlega į feršinni alžjóšlegur olķurisi. Statoil er ķ olķustśssi śt um allar trissur; er meš starfsemi ķ um 40 löndum og er t.a.m. umfangsmikiš ķ löndum eins og Aserbaijan, Alsķr og Lķbżu. Žetta er geysilega įhęttusamur bisness, žar sem fyrirtękin svķfast stundum einskis til aš komast yfir bestu bitana um veröld vķša. Žau beita jafnvel mśtum, eins og stašfest hefur veriš ķ nokkrum dómsmįlum vegna olķuvinnslu Statoil ķ žróunarlöndunum. Statoil tekur lķka žįtt ķ grķšarlega įhęttusömum verkefnum utan viš strendur Angóla og Brasilķu og er oršiš nokkuš stór ašili ķ einhverri mest mengandi olķuvinnslu veraldar; ķ kanadķska olķusandinum. Ašhald?

Hér mį lķka nefna aš žegar Statoil var breytt ķ almenningshlutafélag įriš 2001 var tilgangurinn fyrst og fremst sį aš gera fyrirtękinu aušveldara aš vaxa erlendis. Gera žaš aš alžjóšlegu olķuvinnslufyrirtęki sem myndi ekki ašeins starfa ķ norsku lögsögunni eša Noršursjó, heldur um veröld vķša. Žaš aš vķsa til Statoil ķ tengslum viš hugmyndir um einkavęšingu Landsvirkjunar er žess vegna kannski ekki alveg rökrétt.

Petoro-Cash-flow_2001-2011

Žar aš auki mį nefna aš meirihlutaeign norska rķkisins ķ Statoil hefur ekkert meš žaš aš gera aš "halda utan um aušlindirnar", eins og Įsgeir oršar žaš. Utanumhald norska rķkisins į norsku olķuaušlindunum er ekki ķ höndum Statoil, heldur fer žetta fram ķ gegnum norska olķumįlarįšuneytiš og sérstaka stjórnsżslustofnun sem svipar til Orkustofnunar. Auk žess mętti žarna nefna hlutverk norska rķkisfyrirtękisins Petoro (sem ekki er į markaši). Hinn mikla arš Noršmanna af olķuaušlindunum er einmitt miklu fremur aš rekja til rķkisfyrirtękisins Petoro heldur en eignarhalds norska rķkisins ķ Statoil, en Petoro er umfangsmikill hluthafi ķ vinnsluleyfum į norska landgrunninu.

Žeir Įsgeir og Siguršur hefšu aš ósekju mįtt rökstyšja žaš ašeins betur af hverju gera beri Landsvirkjun aš almenninghlutafélagi viš nśverandi ašstęšur - og af hverju Statoil sé góš fyrirmynd. Žaš er lķka mišur aš žeir létu alveg hjį lķša aš gera hinn minnsta samanburš, né ręddu žeir mismunandi rök meš og į móti einkavęšingu raforkufyrirtękja ķ vatnsaflsišnašinum. Orkubloggarinn fęr ekki betur séš en aš einu rökin sem žeir félagarnir nefna fyrir einkavęšingu Landsvirkjunar, séu žau aš stjórnendur fyrirtękisins standi frammi fyrir freistnivanda - sem geti leitt til óaršbęrra virkjanaframkvęmda. Mį ekki einfaldlega leysa śr žvķ meš žeim hętti aš ķslenska rķkiš hętti aš įbyrgjast lįn fyrirtękisins? Til aš framkvęma žaš eitt og sér žarf enga einkavęšingu.

Meš žessum įbendingum eša athugasemdum er Orkubloggarinn vel aš merkja ekki aš taka afstöšu gegn hverskonar einkavęšingu ķ ķslenska raforkugeiranum. Alls ekki. Žvert į móti žį hefur bloggarinn įšur višraš hér į Orkublogginu žį skošun sķna aš skynsamlegt geti veriš aš fį einkafjįrmagn aš takmörkušu leyti aš bęši Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavķkur. En žaš žarf aš gerast į réttum forsendum. Aš gera žaš meš vķsan til verkefnafjįrmögnunar eša aš Statoil sé įhugaverš fyrirmynd eru varla sterk rök fyrir einkavęingu Landsvirkjunar.

Žį stendur eftir spurningin hvort aškoma ķslenskra lķfeyrissjóša aš Landsvirkjun nś um stundir sé skynsamlegur kostur? Til aš skapa sjóšunum gengisvörn, koma fé žeirra ķ vinnu viš rekstur og uppbyggingu virkjana og auka lausafé hjį hinu opinbera. Almennt mį vafalaust telja fjįrfestingu lķfeyrissjóša ķ vatnsafli skynsamlega, žvķ žar er oft į feršinni fremur įhęttulķtill rekstur sem til lengri tķma skilar bęrilegri aršsemi. Stjórnendur ķslensku lķfeyrissjóšanna eru žó varla svona spenntir fyrir žeirri Landsvirkjun, sem fram til 2011 hafši aš mešaltali skilaš einungis aš mešaltali 2% aršsemi af eigin fé. Miklu fremur hljóta stjórnendur lķfeyrissjóšanna aš lķta til žess aš į undanförnum misserum hefur Landsvirkjun kynnt möguleikann į žvķ aš stóraauka aršsemi fyrirtękisins į nęstu 15 įrum eša svo. Sbr. einnig skżrsla GAMMA um mögulega stóraukna aršsemi Landsvirkjunar į komandi įrum.

LV-framkvaemdastjorn-2011

Žaš vill svo til aš Landsvirkjun viršist vera aš skila nokkuš góšum rekstri žessi misserin, er aš skila arši til rķkisins, er aš greiša nišur skuldir og viršist almennt séš vera į prżšlegri siglingu. Og gangi umręddar hugmyndir um aš stórauka aršsemi Landsvirkjunar eftir, er augljóst aš vermęti fyrirtękisins mun aukast mjög frį žvķ sem nś er.

Žaš er lķka svo aš EF eigandi Landsvirkjunar, ž.e. ķslenska rķkiš, hefur trś į umręddri framtķšarsżn stjórnenda fyrirtękisins, žį hlżtur rķkiš aš fara afar varlega ķ einkavęšingu fyrirtękisins nś. Og žess ķ staš einfaldlega veita stjórnendum Landsvirkjunar svigrśm til aš koma stefnumörkun sinni ķ framkvęmd. Žess vegna er kannski ótķmabęrt aš ręša um einkavęšingu Landsvirkjunar nś um stundir.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Kjartan Eggertsson

Takk fyrir góša grein. Menn kvarta undan įętlunum um töku leigugjalds į veišiheimildum. Eitthvaš myndi rafmagnveršiš hękka ef Landvirkjun yrši seld og rķkiš hęfi töku leigugjalds (aušlegšarskatts) fyrir land- og orkunżtingu?

Kjartan Eggertsson, 16.4.2012 kl. 07:12

2 Smįmynd: Sigurjón Jónsson

Viš skulum ekki lįta skammsżna fjįrmįlasérfręšinga segja okkur hvernig į aš fara meš žessa litlu orku sem viš eigum. Žeir hafa ekki sżnt aš žeir hugsi mikiš um hag sinnar žjóšar.

Žaš hljómaši illa ķ mķnum eyrum žegar frosrjóri Landsvirkjunar talaši um einstakt višskiptatękifęri sem kęmi ekki aftur um hund til Skotlands. Žetta var nįkvęmlega sama og sagt var žegar byrjaš var aš virkja ķ Žjórsį og śtkoman var samningar sem allir telja aš hafi veriš slęmir.

Varšandi hundinn til Skotlands žį erum viš lķklega ósammįla žar, žvķ ég tel aš žaš sé betra aš leggja hunda um Ķsland til žess aš safna saman okkar fé, en aš lįta okkar hund smala saman fé ķ Skotlandi.

Žaš žykir ekki mikli bśmennska aš lįta ašra bęndur hafa fjįrhundinn sinn, og žurfa svo aš hlaupa sjįlfur um fjöll og firnindi.

Sigurjón Jónsson, 17.4.2012 kl. 09:40

3 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Eitt sem mętti nefna: Sumir myndu eflaust segja aš įętlanir eša hugmyndir Landsvirkjunar um raforkusölu um sęstreng feli ķ sér svipuš sjónarmiš eins og žaš žegar Fortum og jafnvel Statoil fóru śtķ umsvifameiri rekstur erlendis. Žar meš aukist įhęttan ķ rekstri Landsvirkjunar og žvķ sé ešlilegt aš huga aš einkavęšingu samhliša slķkum plönum. En žį vęru einnig afar sterk rök til aš einkavęša Statkraft, Vattenfall og Dong. Af einhverjum įstęšum er slķkt žó ekki į dagskrį - a.m.k. ekki nś um stundir. En svo mį lķka velta fyrir sér hvort Landsvirkjun muni nokkru sinni nį aš fjįrmagna stóraukiš virkjanaafl ķ tengslum viš lagningu sęstrengs? Nema žį meš aškomu umtalsveršs nżs eiginfjįr - sem žį vęntanlega kęmi frį einkageiranum. M.ö.o. žį kann aš vera aš hugmyndir um sęstreng geti aldrei gengiš eftir nema aš stórauka aškomu einkaašila aš ķslenskum orkufyrirtękjum.

Ketill Sigurjónsson, 18.4.2012 kl. 10:31

4 Smįmynd: Sigurjón Jónsson

Žetta er hįrrétt athugaš hjį žér Ketill.

Žį er nęst aš skoša hver er tilgangurinn meš žvķ aš virkja meira. Ef hann er sį aš skapa meiri tekjur fyrir Landsvirkjun sem eign allra landsmanna, žį get ég ekki séš aš žeim tilgangi sé nįš meš žvķ aš selja hluta af félaginu til einkaašila sem vilja svo aftur taka til sķn aršinn af sinni fjįrfestingu.

Ef tilgangurinn er bara aš skapa meiri tekjur fyrir félagiš, burtséš frį hagsmunum almennings ķ landinu žį getur veriš skynsamlegt aš setja Landsvirkjun į almennan markaš og treysta svo į mammon og lukkuna.

Sigurjón Jónsson, 18.4.2012 kl. 10:50

5 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

ķ tilefni af ofangreindri fęrslu hefur Orkubloggaranum borist skilaboš frį Įsgeiri Jónssyni, sem var annar höfunda aš umręddri skżrslu um aršsemi ķ raforkusölu og einnig mešhöfundur aš skżrslu GAMMA um aršsemi af raforkusölu Landsvirkjunar. Skilabošin eru svohljóšandi (žau eru birt hér meš samžykki Įsgeirs):

"Heill og sęll

Ég las hjį žér nżjasta orkubloggiš og vil ķ framhaldi skżra nokkra hluti, sem mér viršist žś mjög vera aš velta fyrir žér varšandi hlutafélagavęšingu Landsvirkjunar.

A) Ég hef aldrei męlt meš žvķ aš selja Landsvirkjun ķ einu lagi heldur ašeins bjóša śt hlut ķ fyrirtękinu og lįta einkaašila eiga eitthvaš um 30% ķ fyrirtękinu.

B) Meš žvķ aš „halda utan um aušlindirnar“ į ég viš aš žjóšin geti notiš bróšurpartsins af aušlindarentu fallvatna landsins en samt sloppiš viš aš taka beina įbyrgš į skuldum Landsvirkjunar. Aušlindarenta af fallvötnum skapast, alveg eins og ķ olķuvinnslu, žegar mešalkostnašur af vinnslu einhverrar aušlindar er varanlega lęgri en söluverš hennar. Ef Landsvirkjun nęr aš žoka orkuverši sķnu upp til samręmis viš žęr hękkanir sem oršiš į orkuverši erlendis (žannig aš biliš į milli raforkuveršs hérlendis og erlendis haldist stöšugt) mun žessi renta skapast.

C) Meš hlutafjįrśtboši gęti Landsvirkjun aukiš eiginfjįrhlutfall sitt (sem er of lįgt aš mati lįnshęfisfyrirtękja) og fengiš sjįlfstętt lįnshęfismat, auk žess aš geta fjįrmagnaš virkjunarframkvęmdir meš eiginfé eša meš hagstęšari lįnafjįrmögnun sem hęrra lįnshęfi gęfi af sér.

D) Meš žvķ aš hafa Landsvirkjunķ sjįlfstęšu hlutafélagi žyrftu skattborgararnir ekki aš taka beina įbyrgš į skuldum félagsins, sem nś er. Žaš gęti sķšan stušlaš aš hęrra lįnshęfi ķslenska rķkisins auk žess sem minnkaš įhęttu Ķslenska rķkisins af orkusölu sem er ķ ešli sķnu įhęttusöm.

E) Meš „ašhaldi“ hlutabréfamarkašarins į ég viš aš öruggt sé aš faglegar įkvaršanir séu teknar um virkjanir og orkusölu ķ staš žess aš lįta pólitķk rįša. Žaš felur ķ sér aš aršsemi er höfš aš leišarljósi en ekki žaš markmiš aš skapa störf ķ įkvešnum bęjarfélögum. En įkvaršanir fyrirtękisins hafa veriš žvķ marki brenndar ķ fortķšinni.

Skżrsla Gamma, sem ég er einnig mešhöfundu aš, tekur žessi atriši fyrir lķka. Einnig er hęgt aš benda į vištal viš mig ķ Fréttablašinu.

http://vefblod.visir.is/index.php?s=5644&p=123721

Mér persónulega finnst žetta nokkuš góš rök fyrir žvķ aš ķhuga hlutafélagavęšingu Landsvirkjunnar.

Meš bestu kvešju,

Įsgeir Jónsson."

Ketill Sigurjónsson, 26.4.2012 kl. 11:07

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband