Þróun olíuverðs

Inflation_Adj_Oil_Prices_Chart

Er þetta háa olíuverð bara bóla? Margir hafa reynt að skýra hinar miklu hækkanir á olíu sem orðið hafa síðustu mánuðina og ár. Myndin hér til hliðar sýnir vel þróun olíuverðs tímabilið 1946-2007 (uppreiknað m.t.t. verðbólgu).

Myndin nær reyndar bara til des. 2007 og sýnir því ekki hækkunina allra síðustu mánuðina, sem hefur valdið því að verðið nú er hærra en nokkru sinni fyrr. Í gær (18. april 2008) fór olíufatið í 117 USD!

Eins og sjá má hefur verðið lengst af verið nokkuð stöðugt að undanskilinni olíukreppunni snemma á 8. áratugnum og þegar olíuútflutningur frá Íran minnkaði snögglega um 1979, þegar klerkastjórnin tók völdin þar.

Það sem er óvenjulegt við hinar miklu hækkanir nú, er að þær skýrast ekki af snöggum samdrætti á olíuframboði heldur hratt vaxandi eftirspurn. Einnig er athyglisvert að verðhækkunin síðustu mánuði og ár hefur verið nokkuð stöðug og ekki einkennst af jafn ofsafengnum sveiflum eins og t.d. í krísunni um og eftir 1979.

Líklegast er að efnahagsuppgangurinn í Asíu - ekki síst í Kína - sé helsta orsökin fyrir þessu háa verði nú. Einhver hluti hækkunarinnar er þó eflaust vegna spákaupmennsku og svo veldur lækkun dollarans því auðvitað að olíuverðið hækkar (í dollurum). En fyrst og fremst er það einfaldlega mikil eftirspurn sem er orsökin fyrir þessu háa olíuverði. Eins og svo oft áður, hafði gamli olíurefurinn T. Boone Pickens rétt fyrir sér í mars s.l. þegar hann spáði að hátt olíuverð sé komið til að vera:

"You've got the Chinese and other markets around the world that want the oil, need the oil, and demand's going up and you're still capped off at 85 million supply." Sjá: www.cnbc.com/id/23794405


mbl.is Olíuverð yfir 115 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband