Er olían búin?

growing_gap

Svarið er sáraeinfalt: Það er til nóg af olíu. En vissulega kann að verða dýrt að ná henni upp á yfirborðið. Og það er óvíst og jafnvel ólíklegt að framboð af olíu nái að vaxa í takt við eftirspurnina.

Orkunotkun jarðarbúa eykst að jafnaði um u.þ.b. 2% á ári hverju. Lengst af 20. öld fundust sífellt nýjar og hagkvæmar olíulindir, samhliða því sem notkun á olíu jókst. Fyrir vikið var alla jafna þokkalegt jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.

En smám saman fór að hægja á því að nýjar olíulindir fyndust. Olíuframleiðsla á landi innan Bandaríkjanna náði hámarki fyrir mörgum árum og nú er útlit fyrir að það sama hafi gerst á Norðursjávarsvæðinu. Enn fremur eru vísbendingar um að framleiðslan hafi náð hámarki í Mexíkó-flóa. Reynist það vera rétt, er augljóst að olíuverð mun áfram verða hátt og jafnvel fara hækkandi.

Myndin sýnir nýjar olíulindir fundnar á ári hverju (bláu stöplarnir) og svarta línan er heildarframleiðslan. Eins og sjá má voru mestu olíufundirnir gerðir upp úr 1960 en þrátt fyrir gríðarlegar fjárfestingar í olíuleit hefur hægt mjög á síðustu áratugina. En sökum þess hversu hátt verð fæst nú fyrir olíu er farið að leita á svæðum sem áður þóttu óhagkvæm, t.d. vegna mikils dýpis. Haldist verðið svo hátt sem verið hefur síðustu mánuðina, er líklegt að við eigum eftir að fá fleiri fréttir af nýfundnum olíulindum djúpt á landgrunni ríkja eins og Brasilíu, Noregs, Rússlands... og etv. Íslands?


mbl.is Ný, auðug olíulind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband