Fjósalykt á þingi

Þjóðþing heimsins flippa skemmtilega þessa dagana. Alþingi hyggst styrkja krónuræfilinn, með því að leyfa Seðló að taka að láni jafngildi allt að 500 milljarða ISK. Til að geta keypt krónur þegar eftirspurnin eftir þeim minnkar. Af hverju hef ég á tilfinningunni að þetta muni koma að litlu gagni?

Þetta er þó smávægilegt miðað við megaflippið sem Bandaríkjaþing er á þessa dagana. Ég held að einhver hafi laumað hassi í kökudegið á kaffistofu fulltrúadeildarinnar. Fyrir viku síðan samþykktu þingmenn þar á bæ nefnilega frumvarp, sem bannar samráð OPEC-ríkjanna um kvóta á olíuframleiðslu. Í fúlustu alvöru. Frumvarpið var samþykkt með 324 atkvæðum gegn 84 og kveður á um að lögsækja megi OPEC-ríkin fyrir brot á bandariskri samkeppnislöggjöf, vegna samráðs þeirra. 

steve_kagen_listens

Haft var eftir einum helsta stuðningmanni frumvarpsins, Steve Kagen frá Búkollufylkinu Wisconsin, að frumvarpið "...guarantees that oil prices will reflect supply and demand economic rules, instead of wildly speculative and perhaps illegal activities".

Þetta lyktar af fjósaskít - sem er reyndar heldur slöpp samlíking hjá mér, því satt að segja þykir mér fjósalykt barrrasta góð. En það sem ég vildi sagt hafa; hvernig dettur mönnum önnur eins vitleysa í hug. Þá væri nær að stinga amerísku bröskurunum á Wall Street í steininn. Það eru þeir sem eru að flýja með peningana frá fallandi hlutabréfamarkaði og dæla þeim í hrávöru. Sem er að valda ekki bara háu olíuverði, heldur líka stórhækkandi verði á t.d. hveiti, maís og öðrum matvælum. Íbúum fátækra þróunarríkja til mikils tjóns.

Oil_World_Map

Við Steve og félaga segi ég: Maður, líttu þér nær! En það er soddan kosningaskjálfti þarna fyrir Westan núna, að það er eins víst að öldungadeildin samþykki ruglið líka. Því þeir þingmennirnir vita jú að einn frægasti frasi Íslandssögunnar, "fólk er fífl", er ekki tilkominn af ástæðulausu. 

Og það sorglegasta er kannski að þó svo hægt væri að framfylgja þessu gagnvart OPEC, skiptir það í raun engu máli. Saudarnir einir og Íran geta án nokkurs formlegs samráðs ráðið olíuframboðinu. Eins og kortið hér að ofan skýrir svo skemmtilega.

SaudiIran

Eitt er víst; bæði Shíar í Íran og Súnníar í Arabíu munu halda áfram að skokka hlæjandi alla leið í bankann. Jafnvel hönd í hönd. En ef frumvarpið verður að lögum og Sádarnir fara í fýlu og beina peningunum sínum annað, vildi ég helst vera búinn að selja amerísku hlutabréfin mín. Nema kannski bréfin í olíufélögunum...


mbl.is Heimild til að taka 500 milljarða lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skömmu fyrir jól árið 2000 voru bandarískir þingmenn á þönum við að ljúka þingstörfum með afgreiðslu fjárlagafrumvarps. Á síðustu stundu lék einn öldungadeildarfulltrúi repúblikana, Phil Gramm (William Philip Gramm), gamalt bragð og læddi 200 blaðsíðna plaggi neðst í pakkann. Það er ekki vitað til þess að nokkur maður hafi lesið þetta torf, að öllum líkindum skrifað af "lögfræðingum fjármálastofnana á Wall Street, en málalok urðu þau að svokallaðir vogunarsjóðir (betri þýðing væri baktryggingasjóðir—“venture capital funds” væru þá vogunar- eða áhættusjóðir) losnuðu undan öllu opinberu eftirliti.

Náttúrulega varð sprenging á þessum markaði og sjö árum seinna voru vogunarsjóðirnir orðnir yfir 9000 talsins. Einstaklingar opnuðu sjóði, oft á eyríkjum í skattaparadís, og gamla bankakerfið stofnaði sína eigin sjóði.  Bear Stearns stofnaði t.d. nokkra vogunarsjóði sem tóku allt kerfið með sér í fallinu þegar þeir sprungu á limminu."

Tekið af vald.org

Ef það ætti að stinga einhverjum inn þá væru að gaurarnir sem aka um á Masetati með bros á vör eftir frábæra framistöðu á Wall Street, eða hvað. 

gfs (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:05

2 identicon

Höfundur bókarinnar The Energy Non-Crisis með afar áhugaverðan fyrirlestur um olíumál.

http://ca.youtube.com/watch?v=NbakN7SLdbk&feature=related

Andri (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef manni dettur eitthvað í hug þegar minnst er á svona aðgerðir, þá er það slanga, sem er að byrja að éta á sér afturendann. Implotion er orð sem kemur í hug líka. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.5.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband