Olíu-Alí bregður á leik

Ali_S_Arabiajpg

Enn einu sinni lætur heimsbyggðin Olíu-Alí hafa sig að fífli. Enda grásprengdur, flottur og næstum trúverðugur.

Olíuframleiðsla hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en síðustu þrjú árin. En það eru engir kranar til að skrúfa frá si svona. Það hefur lengi legið fyrir að Sádarnir stefna að því að geta framleitt 12 milljón tunnur á dag á árinu 2009. Þessu markmiði þeirra er t.d. lýst nákvæmlega á vef bandaríska orkumálaráðuneytisins.

Öll fjárfesting í Saudi Arabíu miðast við þetta markmið um framleiðslugetu. Það skuggalega er að með hverjum deginum minnka líkurnar á að þetta gangi eftir. Framleiðsluaukning um 20% innan árs verður að teljast afar ólíkleg. Sádarnir sjálfir eru þöglir sem gröfin og í Bandaríkjunum rýna agentar áhyggjufullir í gervihnattamyndir, til að fá vísbendingar um hvernig Sádunum gangi að fylgja markmiðunum eftir.

Nýjasta fréttin er um að Sádarnir ætli nú að auka framleiðsluna um 500.000 tunnur. Reyndar er þetta soldið undarleg frétt. "Framleiðsla þeirra yrði þá 10 milljón tunnur á dag en hún hefur aldrei fyrr verið svo mikil".

Oil_Top_Producing_Counties_1960-2006

Hvaða rugl er þetta? Vita menn ekki að Sádarnir framleiddu yfir 10 milljón tunnur í upphafi 9. áratugarins. Hér hefur þýðingin á fréttaskeytinu eitthvað skolast til. Rétt myndi vera að ef Sádarnir ná að framleiða 10 milljón tunnur á dag, stöðugt í umtalsverðan tíma, þá væru það talsverð tíðindi. En meðan svo er ekki, er áfram stuð í peak-oil partýinu.

En ég er nokkuð viss um að Sádarnir standi við þessar 500.000 viðbótatunnur í júlí. Þeir eru ekki blaðrarar. En so what. Þetta þýðir ca. 5% aukningu. Varla í nös a ketti og mun hafa sáralítil áhrif á verðið. Boone Pickens var bearish á olíu í upphafi ársins. Hefði betur hlustað á mig, sem var fullviss um að verðið færi a.m.k. í 120 USD. Nú er viðhorfið hjá þeim gamla ref breytt. "Long on oil" skal það vera og ekkert sjortening-kjaftæði lengur. Hlustið bara á snillinginn; "85 B's; that's all we have!":

 

Og framhaldið er vel þess virði að eyða nokkrum mínútum lífsins í. Hér er minna spjallað um olíuna, en meira um Carl Ichan. Sem gerði allt vitlaust hjá Motorola hér um árið. Og er núna lagður til atlögu við stjórnendur Yahoo. Alltaf stuð þar sem Ichan er:

 

 


mbl.is Sádi Arabar sagðir ætla að auka framleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Maðurinn með völdin!

Það skiptir víst litlu máli hvað þú átt margar flugvélar, báta eða skriðdreka ef að þú átt ekki olíu! Þetta veit maðurinn og nýtir sér, sem er ekkert skrítið. Þær sem stíga á tærnar á þeim sem er með völdin ættu að hugsa alla leið en ekki bara niður að skósóla.

Sporðdrekinn, 15.6.2008 kl. 03:11

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll !

Afskaplega skemmtilegir pistlar hjá þér og hjálpa okkur, sem ekki erum sérfræðingar í þessum málum.

Skemmtilegt viðtalið við þennan Boone, sem ég þekkti ekki. Ég held að maðurinn hafi þó aðeins að hluta til á réttu að standa og að einhverjir óprúttnir gróðapungar standi að baki þessum gífurlegu hækkunum og auðvitað hafa olíuframleiðslulöndin ekkert á móti þessu.

Sammála Boone um að það þurfi sterk viðbrögð við þessu, þ.e. meiri notkun á jarðgasi, vindorku og sólarorku. Þetta gæti hugsanlega hægt á verðhækkunum á næstu árum. Sömu sögu er að segja um almenningssamgöngur, en öllum sem áhuga hafa á málinu ætti að vera ljóst að þær eru í algjörum lamasessi hér landi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.6.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Ketill

Þú verður að fyrirgefa framhleypnina, en ég leyfi mer að blogga tvisvar í röð hjá þér.

Ég gerði mér "lítið" fyrir og las alla pistlana þína í dag (reyndar smálygi, því nokkra þeirra hafði ég þegar lesið).

Þetta er búin að vera mjög skemmtileg lesning, því þú ert hvorutveggja mjög sleipur penni og óragur við að sega meiningu þína.

Í framtíðinni mun ég reyna að fylgjast með því, sem þú hefur frá að segja.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.6.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband