Brýr!

golden-gate-bridge

Brýr eru snilld. Ţess vegna er ég alltaf ađ vona ađ ţessi leiđindagöng verđi blásin af vegna Sundabrautar. Og byggđ flott brú... og dýr brú. Sem verđi eitt af einkennum Reykjavíkur. Ţó svo sú brú myndi kannski ekki alveg ná ađ jafna hafnarbrúna í Sydney eđa Golden Gate í San Francisco, gćti hún orđiđ glćsilegt mannvirki. Menn segja reyndar ađ stundum yrđi ađ loka brúnni vegna hvassviđris. Kannski rétt. En skiptir engu. Vil samt fá brú.

Hvađan ćtli ţessi brúarástríđa komi? Ţegar ég kem ađ flottri brú breytist ég í pottorm. Stoppa, dáist, keyri yfir og aftur til baka. Kann mér ekki lćti af tómri kćti.

Gigja

Kannski má rekja ţetta til ţess ţegar mađur lék sér međ legókubbana hér í Den í gömlu stofunni austur á Klaustri. Og byggđi brýr - allar upp á lengdina í anda Skeiđarárbrúar. Sem ţá var ađ rísa austur á Skeiđarársandi. Ţangađ var stundum ekiđ međ pabba og mömmu, fyrst ţjóđveginn ađ Núpsstađ og svo slóđann sem endađi viđ Lómagnúp. Til ađ fylgjast međ brúarsmíđinni viđ Núpsvötn / Súlu og yfir Gígjukvísl (síđar nefnda brúin fór í hlaupinu 1996 eftir gosiđ í Gjálp).

Ţetta hefur líklega veriđ sumariđ 1973. Svo varđ hćgt ađ bruna yfir nýju glćsibrýrnar tvćr, sem manni fannst nánast óendanlega skemmtilega langar. Og mćta bílum á brúnni! Eđa stoppa í útskotunum og vappa eftir timburgólfi brúnna. Ţađ var ekki leiđinlegt! Mun aldrei gleyma hljóđinu ţegar grćni Reinsinn rann í fyrsta sinn eftir ţessu mjúka brúargólfi. Til allrar hamingju má enn heyra ţetta góđa nostalgiuhljóđ. Ekki síst ţegar ekiđ er eftir brúnni yfir Núpsvötn og Súlu. Nýja brúin yfir Gígjukvísl er aftur a móti međ hefđbundiđ leiđinda steypugólf.

Skeidarárbrú_smidi

Og svo var skrönglast austur ađ Skeiđará og horft á vatnadrekann ösla yfir gráa og straumharđa ána. Og ekki minni hrifningu ollu risastórir Scania-bílarnir ađ sturta hnullungum í varnargarđana. Ţá var draumurinn ađ verđa trukkabílstjóri. Sem var jafnvel enn betra en verđa rútubílstjóri eđa flugmađur.

Út úr bílnum. Dýfa Nokia- og hosuklćddum tánum ofaní fljótiđ til ađ finna strauminn rífa í. Og horfa á Skeiđarárbrú smám saman lengjast... og lengjast.

Breidamerkurbru

Ég bara spyr: Hver eru fallegustu mannvirki á Íslandi? Hallgrímskirkja? Perlan? Hótel Grand? Afsakiđ ađ ég skuli nefna ţessa hryllingsţrennu. Nei  - auđvitađ eru ţađ brýrnar sem bera af. Gamla Ţjórsárbrúin. Brúin yfir Jökulsá á Breiđamerkursandi, međ falinni blindhćđ. Og margar gamlar smćrri brýr. Og auđvitađ drottningin sjálf; Skeiđarárbrú!


mbl.is Ţjórsárbrúin verđlaunuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikiđ var ađ rödd skynseminnar og stórhuga verkfrćđi fór ađ heyrast.

Upp međ brýrnar,

niđur međ göngin.

brandur (IP-tala skráđ) 16.6.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Mćltu manna heilastur - Sundabrú er gulliđ tćkifćri til ađ skapa Reykjavíkurborg fallegt sérkenni, sem sést langt ađ og er borginni til sóma - á međan göng eru bara leiđindi. Tek undir međ síđasta kommentator og segi "upp međ brýrnar", sérstaklega ţó Sundabrú.

Ţađ vćri agaleg synd ađ klúđra ţessu tćkifćri.

Jón Agnar Ólason, 16.6.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ónefndur er sá ósiđur ađ ţvera firđi međ veglagningu út í fjörđinn. Og svo setja einhvern steypuklump sem smábrú til ađ hleypa flóđi og fjöru í gegn. GilsfjarđarBRÚIN er dćmi um ţennan nískuhugsunarhátt. Svo sannarlega tímabćrt ađ endurvekja fullveldisandann og byggja alminnilegar glćsibrýr!

Ketill Sigurjónsson, 16.6.2008 kl. 12:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband