شكيب خليل ... og olķuvandręši Evrópu

Eins og viš John Bogle hjį Vanguard höfum alltaf sagt: "Nobody knows nuthin!"

OPEC_Chakib_Khelil

Ķ dag birtust fréttir um aš Alsķrmašurinn Chakib Khelil spįir žvķ aš olķan fari nišur i 80 USD tunnan. Skemmtilegt. Žvķ varla er mįnušur sišan žessi sami ljśflingur spįši olķuveršinu i 150-170 USD. T.d. sagši Bloomberg fréttaveitan svona frį žessu žann 29. jślķ:

"President Chakib Khelil predicted that the price of oil will climb to $170 a barrel before the end of the year".

Žetta er óneitanlega athyglisvert. Žvķ Khelil er hvorki Ketill né hver sem er. Ekki aldeilis. Og svo heitir hann reyndar ekki Chakib Khelil, heldur شكيب خليل !

Khelil er forseti OPEC og žvķ nįnast ęšsti pįfinn ķ olķubransanum. Žetta vęri svona įlķka og hinn hreini sveinn sušur ķ Vatķkaninu ķ Róm, breytti um skošun į įgęti aflįtsbréfa į ca. mįnašarfresti. En svona er nś olķumarkašurinn bara skemmtilega óśtreiknanlegur. 80 dollarar eša 160 dollarar? Who cares? And nobody knows nuthin!

EU_OIL_2

Undanfariš hefur Orkubloggiš beint athyglinni aš orkuvandręšum Evrópu. Ķ dag ętlar bloggiš ašeins aš skoša hvašan Evrópa fęr olķuna sķna.

Sem fyrr, segir mynd meira en 1000 orš. Og myndin hér til hlišar skżrir sig sjįlf (smella į hana til aš fį stęrri). Ašalatriši er aš olķubirgšir innan lögsögu Evrópusambandsins fara hratt minnkandi. Žannig aš innflutningur frį löndum utan ESB eykst.

Žaš getur veriš svolķtiš ruglingslegt aš skoša žróun į olķuneyslu ESB. Vegna žess aš bandalagiš hefur t.d. veriš aš stękka. Einnig ber aš hafa ķ huga aš žegar talaš er um olķunotkun og olķuframleišslu ESB, er Noregur stundum talinn žar meš. Žó svo Noregur sé jś ekki ķ sambandinu - frekar en Ķsland. Ķ reynd er ašeins einn stór olķuframleišandi innan ESB. Žaš er Bretland, sem framleišir u.ž.b. 1,8 milljón tunnur į dag (mešan Noršmenn framleiša hįtt i 3 milljón tunnur). Olķuframleišsla Breta fer hratt minnkandi. Noršmenn kunna aš geta aukiš framleišslu sżna į nż, meš žvķ aš flytja vinnsluna noršar. En Bretland er einfaldlega hnignandi sem olķuframleišslurķki.

Önnur helstu  olķuframleišslurķki innan EB eru Danmörk (ca. 300 žśsund tunnur į dag), Ķtalķa (ca. 150 žśsund), Žżskaland (ca. 150 žśsund), Rśmenķa (ca. 120 žśsund tunnur) og Holland og Frakkland (hvort um sig meš ca. 75 žśsund tunnur). Nokkur önnur Evrópurķki framleiša olķu, en ķ žaš litlu magni aš žaš skiptir litlu, eša öllu heldur engu mįli, ķ heildar samhenginu.

EU AND USA SELF SUFFICIENCY-3

Orkubloggiš hefur įšur nefnt hversu ESB er hįš Rśssum um gas. Um helmingur af gasinnflutningi ESB kemur frį Rśsslandi (hinn helmingurinn aš mestu frį Noregi og Alsķr). Aftur į móti fęr ESB stęrstan hluta af olķunni frį Miš-Austurlöndum.

Ķ dag nota žjóširnar innan ESB (EES löndin meštalinn) um 15 milljónir tunna af olķu į dag (til samanburšar mį nefna aš Bandarķkin nota rśmlega 20 milljón tunnur į dag). Eins og sjį mį af tölunum hér ofar, um olķuframleišsluna innan Evrópu, er framleišslan žar sįralķtil mišaš viš notkunina eša einungis um 15-20%. Įlfan er žvķ mjög hįš innflutningi į olķu.

Af žessum 15 milljón tunnum sem ESB notar, flytur sambandiš um 85% inn. Eftir ca. 20 įr veršur žetta hlutfall lķklega 90%. M.ö.o. žarf Evrópa brįšum aš flytja inn nįnast alla olķuna sem ķbśar žar nota.

Hįtt hlutfall innfluttar olķu hefur hrjįš Evrópu talsvert lengi. Žetta įstand hefur hvatt Evrópurķkin til žess aš nżta ašra orkugjafa. Žessi žróun mun halda įfram. En žrįtt fyrir žaš hversu Evrópa er hįš innfluttri olķu, held ég aš žaš sé ekki stórkostlegt įhyggjuefni. Žaš eru żmis tękifęri fyrir hendi.

Romanempiremap

Engu aš sķšur er nś komiš aš įkvešnum vatnaskilum. Evrópa žarf aš gera žaš upp viš sig, hvort hśn vill kasta sér ķ orkufašm Rśssa eša horfa til N-Afrķku. Aušvitaš veršur reynt aš halda sem flestum leišum opnum og nżta alla möguleika ķ einu. En stóra spurningin er samt: Hvor kosturinn er įlitlegri?

Ég vešja į aš innan fįrra įratuga muni umtalsveršur hluti af allri rafmagnsnotkun Evrópu koma frį sólarorkuverum ķ rķkjunum allt ķ kringum Mišjaršarhaf. Ekki sķst frį N-Afrķku. Sólarorkuverin taka nefnilega talsvert plįss og landveršiš er miklu lęgra sunnan Mišjaršarhafs, heldur en Evrópumegin. Žess vegna er N-Afrķka góšur kostur fyrir sólarorkuver.

Jį - orkuveldi framtķšarinnar mun rķsa į rśstum Rómaveldis. Enn į nż verša löndin kringum Mišjaršarhaf ķ brennidepli. Og ķ žetta sinn ķ oršsins fyllstu merkingu. Meira um sólarorkuna og brennidepilstęknina sķšar.

PS:  Batnandi manni er best aš lifa.  Nś er Orkubloggiš bśiš aš hrista af sér smįvegis af sjįlfsįnęgjuklķstrinu.  Og opna į Bloggvinakerfiš.  Ž.a. ef einhverjir tilvonandi Bloggvinir eru out there...


mbl.is Olķuverš hękkaši skyndilega
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband