"Tķmabundiš veršbólguskot..."

Ķ gęr var žaš Landsbankinn, sem tilkynnti um 12 milljarša króna hagnaš į 2. įrsfjóršungi (vel aš merkja eftir skatta). Sį hagnašur munaš verulegu leyti til kominn vegna gengisvarna. Eins og sumir kalla žaš, žegar vešjaš er gegn krónunni.

Og nś ķ dag fįum viš žęr góšu fréttir aš Kaupžing hafi lķka hagnast vel į 2. įrsfjóršungi. Ekki sķst af žvķ "aš bankanum hafi tekist aš "verja eiginfjįr- og lausafjįrstöšu sķna. Gengisvörn bankans og verštryggšar eignir ķ eignasafni hans hafi variš bankann fyrir óróa ķ hagkerfi Ķslands". Eins og Hreišar Mįr oršar žaš.

Og ég sem hélt aš žaš hefšu bara veriš vondir śtlendir ofurbraskarar og andstyggilegir krónusjortararar, sem högnušust į gengisfalli krónuręfilsins. Var ekki alltaf veriš aš tala um įrįs śtlendinga į krónuna? Žaš er nś aldeilis gott aš fį aš vita, aš ķslensku bankarnir skuli a.m.k. vera meš ķ žeim hópi sem högnušust vel į gengisfallinu.

Og bara svo žiš vitiš žaš: Įstandiš sem nś rķkir į Ķslandi er hvorki kreppa né hrun. Žaš heitir aftur móti žvķ fķna og sęta nafni aš endurheimta jafnvęgi. Sbr. fréttatilkynning frį Halldóri J. Kristjįnssyni, bankastjóra Landsbankans  (www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir?GroupID=294&NewsID=12660&y=0&p=1): 

Landsbankastjorar

"Ķslenska hagkerfiš er nś aš endurheimta jafnvęgi aftur eftir mikinn og įralangan vöxt. Žróunin fyrri hluta įrsins endurspeglar žessa breytingu, sér ķ lagi endurmat į krónunni og tķmabundiš veršbólguskot. Žökk sé jįkvęšum gjaldeyris- og verštryggingarjöfnuši hefur Landsbankanum tekist aš halda neikvęšum įhrifum gengislękkunarinnar į eiginfjįrhlutfall og efnahagsreikning ķ lįgmarki."

Ég hef reyndar alltaf įtt erfitt meš aš skilja žetta oršalag "tķmabundiš veršbólguskot". Hélt aš mašur kallaši svoleišis "lélega efnahagsstjórnun". En kannski er efnahagsstjórnun aldrei léleg nema veršbólga fari yfir t.d. 20% į įri ķ a.m.k. 5 įr. Eša er žaš kannski lķka "tķmabundiš veršbólguskot"?

Reyndar hefur nišursveiflan nśna (réttara sagt "endurheimt jafnvęgis") aušvitaš engin įhrif į almenning. Svo ég aftur vitni ķ Halldór: 

"Ķslensk heimili eru aš hluta varin gegn skammtķmaįhrifum veršbólgu žar sem hefšbundin hśsnęšislįn bera fasta raunvexti." 

Žaš gęti nefnilega veriš verra; bęši veršbólga og hękkun į vöxtum, ef žeir vęru breytilegir. Reyndar mętti kannski benda Halldóri į aš fjölmörg ķslensk heimili eru reyndar meš hśsnęšislįn į breytilegum vöxtum. En kannski er Halldór ekki meš žannig lįn į ķbśšinni sinni.

En aušvitaš ęttu allir aš geta veriš kįtir yfir žvķ hvaš įstandiš hjį Landbankanum er gott. Svo mun žetta brįšum verša enn betra, žegar nżju įlverksmišjurnar verša komnar į fulllt, eins og Halldór bendir į:

"Nżlegar stórišjuframkvęmdir hafa aukiš framleišslugetu ķ śtflutningsgreinum sem aušveldar ašlögun hagkerfisins aš nżju jafnvęgi. Aukin aršsemi af nżtingu hinna fjölmörgu orkulinda landsins mun żta undir beinar erlendar fjįrfestingar ķ orkufrekum išnaši. Aukin orkuframleišsla getur aukiš landsframleišsluna um 4% sem svarar til um 0,8% hagvaxtarauka į įri nęstu 5 įrin."

Eins og lesa mį mun reyndar žurfa fleiri įlverksmišjur til aš skapa žennan hagvöxt. Sem vęntanlega mun žżša nżtt ójafnvęgi. Sem er barrrasta hiš besta mįl; žvķ žį veršur aftur hęgt aš "endurheimta jafnvęgi". Og allan tķmann hagnast aušvitaš bankarnir.

Og hagnist žeir ekki alveg nóg, mun rķkiš aušvitaš hjįlpa žeim meš aš fį ódżrara lįnsfé, en önnur fyrirtęki eiga kost į. Reyndar eru alltaf einhverjir sem žurfa aš borga vaxtamuninn, sem bankarnir fį gefins frį rķkinu. Varla hęgt aš lķta fram hjį žvķ. En žaš skiptir engu - bara eitthvert nafnlaust fólk sem kallast skattborgarar. Žetta er sérstök śtgįfa af rķkisstyrktum bankakapķtalisma, sem žeir fundu upp ķ Bandarķkjunum. Mjög snišugt fyrirbęri. Eins og sagt er frį hér:

 


mbl.is 15,4 milljarša hagnašur
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Theódór Norškvist

Stórgóš śttekt. Bankarnir tryggja sig ķ bak og fyrir, meš verštryggingu og breytilegum vöxtum (belti og axlarbönd) en hinum almenna skattgreišenda er hent fyrir björg.

Theódór Norškvist, 31.7.2008 kl. 10:04

2 identicon

Frįbęr grein hjį žér, žś sérš ķ gegn um nżju föt keisarans, snišin śr oršskrśši og frösum.

ég vildi aš ég gęti variš eignasafn og lausafjįrstöšu mķna jafn vel og žessir "heišurs"menn, en sęti ekki į hinum enda spżtunnar, greišandi veršbęturnar og takandi viš óverštryggšum launum...

Gullvagninn (IP-tala skrįš) 31.7.2008 kl. 12:02

3 Smįmynd: Hrannar Baldursson

Afar góš grein hjį žér. Ég mjög uggandi yfir žeirri stašreynd aš rķkiš standi į bakviš bankana sem gręša linnulaust og miskunnarlaust, į mešan fólkiš sem rķkiš į aš vinna fyrir er aš lenda undir ķ barįttunni.

Hrannar Baldursson, 31.7.2008 kl. 12:33

4 identicon

Frįbęr grein.

Reyndar var ég bśinn aš komast aš svipašri nišurstöšu fyrir um 1-2 mįnušum sķšan į blogginu mķnu, en enginn virtist skilja mig.

Haltu įfram aš send okkur žessi frįbęru myndbönd!

Gušbjörn Gušbjörnsson (IP-tala skrįš) 31.7.2008 kl. 21:00

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband