Kviksyndi

Palin_Cover

Orkubloggið hefur auðvitað alltaf rétt fyrir sér. Eins og þegar bloggið hafnaði því að olíuverðið gæti farið undir 100 USD tunnan. Með þeim ljúfa fyrirvara, að ef það myndi gerast, þýddi það einungis eitt: Að djúp kreppa væri að skella á Bandaríkjunum.

Tunnan var undir hundraðinu í morgun. En er nú... að slefa í 101 dollar. Fáránlega lágt verð. Enda allt að fara fjandans til þarna fyrir westan. Skemmtilegast væri auðvitað ef Bandaríkjamenn kjósa Alaskabeibið fyrir forseta (McCain tórir varla lengi). Þá myndu villtustu blautu draumar olíufyrirtækjanna loksins rætast. Hún Sarah Palin frá krummaskuðinu Wasilla, vill nefnilega láta bora sem allra víðast í Alaska. Og ekkert náttúruverndarkjaftæði. God bless America.

Nú reynir á hvort Bandaríkjaþingi takist að henda út björgunarhringnum. Sem mun líklega tryggja að olían fari aftur vel yfir 100 dollara múrinn. Svo olíufyrirtækin geti fagnað á ný. En allt er þetta auðvitað gert til að vernda almenning. Rétt eins og björgun Glitnis.

Svo virðist sem íslenski fjármálageirinn sé jafnvel lentur i enn verra kviksyndi en sá bandaríski. Og kviksyndin leynast víða. Ef olían sekkur, mun endurnýjanlega orkan líka sökkva. Því það verður einfaldlega vonlaust fyrir vindorku eða sólarorku að keppa við 50 dollara olíutunnu.

Og reyndar eru ölduvirkjanirnar strax byrjaðar að sökkva. Í orðsins fyllstu merkingu. Það fór nefnilega svo að flotta risabaujan þeirra hjá Finavera Renewables barrrasta sökk eins og steinn. Niður a botn Kyrrahafsins. Þar fóru 2 milljónir dollara í súginn. Soldið spælandi.

wave_finavera-buoys

Reyndar er þetta kannski heldur kjánaleg tenging hjá Orkublogginu. Því óhappið hjá Finavera hefur nákvæmlega ekkert með kreppu að gera. Og gerðist þar að auki í september... fyrir ári!

Fyrirtækið Finavera Renewables í Vancouver í Kanada hefur gert það nokkuð gott í vindorkunni. Og hefur einnig verið að þreifa fyrir sér með þróun ölduvirkjana. Nú síðast hafa þeir verið að hanna ölduvirkjun, sem á að samanstanda af nokkrum risastórum hólkum í sjónum. Sem stinga kollinum upp úr, eins og sjá má á myndinni.

Það er súrt í broti að horfa á hina yfirþyrmandi orku hafsins fara í súginn. Í stað þess að virkja hana. Menn hafa auðvitað reynt það með ýmsu móti. Bæði með sjávarfallavirkjunum og virkjunum sem nýta ölduorkuna eða öllu heldur orkuna í hreyfingu hafsins.

wave_finavera_aquabuoy-2

Hjá Finavera hafa þeir hannað þennan hólk, sem er um 25 m langur og flýtur lóðréttur í sjónum. Í hólknum er sjór og þegar hólkurinn hreyfist upp og niður vegna hreyfingar hafsins, myndast þrýstingur. Þegar hann nær ákveðnu marki spýtist sjórinn eftir röri og knýr túrbínu.

Það er eitthvað við þessar ölduvirkjanir sem mér finnst ekki alveg nógu traustvekjandi. En aðrir trúa á þessa tækni. Enda orkan þarna óþrjótandi og gjörsamlega laus við mengun eða neikvæð umhverfisáhrif. Markmiðið er að hver "orkubauja" geti framleitt 250 kW (0,25 MW). Til stendur að virkjun samanstandi af slatta af svona orkubaujum, sem kallaðar eru Aquabuoy, og verði samtengdar.

Finavera_chart

Orkudreifingarfyrirtækið Pacific Gas & Electric í Kaliforníu hefur samið við snillingana hjá Finavera um að kaupa orkuna frá þeim. Og virkjunin á að vera tilbúin 2012. Í fyrrasumar var tilraunabauju komið fyrir út af strönd Oregon. En þvi miður fór það svo að þessi 40 tonna baujuskratti einfaldlega sökk eftir aðeins tvo mánuði. Líklega út af bilun í flotholtum. Og þá hafði enn ekki náðst 250kW framleiðsla.

Lítið hefur heyrst af Aquabuoy síðan þá. En ef menn vilja vera með í þessu, þá má kaupa hlutabréf í Finavera í kauphöllinni í Toronto. Eins og sjá má eru bréfin nánast ókeypis þessa dagana. Grafið hér að ofan sýnir verðþróunina siðustu 12 mánuðina. 

Hér er loks kynningarmyndband um þetta ævintýri. Sem vonandi rætist:

 

 


mbl.is Fréttaskýring: Klúður í kappi við tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband