Demantakonungurinn: Ernest Oppenheimer

Eru ekki allar skvķsurnar į leiš į djammiš og skarta sķnu fegursta? Žaš gefur tilefni til aš rifja upp aš einu sinni ķ lok maķ fyrir fįeinum įrum mįtti sjį fölan og ofurlķtiš flóttalegan nįunga ķ blettóttum og upplitušum pólóbol ganga hratt į slitnum strigaskóm eftir götunum upp af hinni fręgu Ipanema-strönd ķ Rio de Janeiro ķ Brasilķu. Og skjótast inn ķ glęsiverslun H Stern viš Rua Garcia d'Avila.

Sterna_AdŽarna var aušvitaš Orkubloggarinn į ferš; hįlf skelkašur eftir aš hafa veriš sęršur į hįlsi meš brotinni flösku ķ hįdeginu daginn įšur af vongóšum brasilķskum ręningja. Nś skyldi sko engin peningalykt finnast af bloggaranum! Žar var komin įstęšan fyrir heldur ótśtlegum śtganginum į žessum Mörlanda, sem žarna hrašaši sér aš ašalstöšvum H Stern rétt viš milljónamęringa-hverfiš Leblon.

Hjį H Stern tók brosandi brasilķsk yngismey į móti tötralegum bloggaranum og leiddi hann aš dökku skrifborši ķ hįlfrökkvušum sal. Žar stóš upp snyrtilegur mašur ķ fallegum jakkafötum, bauš bloggaranum til sętis į góšri ensku og spurši kurteisilegra spurninga um uppruna og störf aškomumannsins.

Žessi žęgilegi starfsmašur gimsteinarisans virtist fljótur aš skanna fjįrhagslega burši Orkubloggarans og lķtast žokkalega vel į. Hvort mat hans eša tilgįta var rétt munum viš aldrei vita. Hann lżsti einnig yfir mikilli hluttekningu žegar višskiptavinurinn tilvonandi rakti raunir sķnar frį deginum įšur og hristi höfušiš męšulega yfir įstandinu ķ borginni sinni og sķvaxandi glępum. En ekki leiš į löngu žar til viš vorum viš komnir aš kjarna mįlsins og nokkrir bakkar meš brasilķskum gimsteinum voru lagšir į boršiš fyrir framan Orkubloggarann.

Stern_ringJį - žaš var sannarlega skemmtileg lķfsreynsla aš skreppa innķ žessa skringilegu gimsteinaveröld ķ sjįlfri glešiborginni Rio de Janeiro og velja ešalstein handa henni Žórdķsi minni. Tekiš skal fram aš H Stern er stórt og afar žekkt gimsteinafyrirtęki. sem hannar og selur skart sitt um allan heim. En ašalstöšvarnar eru einmitt ķ Ipanema ķ Rio.

Nišurstašan varš aš valdir voru til kaups snotrir eyrnalokkar ķsettir litlum brasilķskum ešalsteinum - satt aš segja afskaplega fallegur skartgripur žótt ég segi sjįlfur frį. Og ég hef greinilega rutt brautina, žvķ į sķšustu Academy of Country Music Awards nś ķ vor var pęjan hśn Miley Cyrus einmitt skreytt ešalsteinum frį H Stern. Og eins og sagši ķ žeirri celeb-frétt: "Generally, wearing anything from H.Stern is a guarantee of red-carpet success."

Orkubloggarinn hefur sem sagt nef fyrir sönnu skarti! Ekki var sķšur gaman aš žarna kviknaši įhugi Orkubloggarans fyrir sögu ešalsteinavišskipta. Kannski ašallega af žeirri įstęši aš meš kaupunum fylgdi myndarlegur bęklingur um sögu H Stern og reyndist hann mjög skemmtileg lesning. Jį - saga gimsteinaišnašarins er geysilega heillandi og ęvintżraleg. En ķ dag veršur ekki dvališ lengur viš marglita ešalsteinana hjį H Stern, heldur hyggst Orkubloggiš staldra viš gimsteina gimsteinanna; sjįlfa demantana!

kimberley_1874Žó svo Orkubloggiš hafi įšur sagt frį žvķ hvernig demantavinnsla žróašist sem vaxandi atvinnugrein ķ heiminum seint į 19. öld, er vert aš rifja žaš ašeins upp. Žegar stór demantanįma fannst ķ Kimberley ķ Sušur-Afrķku um 1870 hafši nįnast öll demantavinnsla veraldar um aldir nęr eingöngu įtt sér staš viš įrbakkana į Indlandi og aš hluta til ķ Brasilķu. Demantar voru ennžį nęr eingöngu skraut kóngafólks og ofurrķkra fjölskyldna, en nś eygši efri millistéttin lķka möguleikann aš geta keypt demantaskraut.

Meš fundi demantanna ķ Sušur Afrķku kom ķ ljós aš demanta, sem eru ķ reynd ekkert annaš en kolefnismolar, mįtti finna ķ miklu meira magni en įšur hafši žekkst. Kolefni er mjög algengt frumefni en er lang oftast ķ sambandi viš önnur efni. Til aš kolefniš myndi demant žarf ofbošslegan žrżsting og hita. Tališ er aš demantar myndist ķ möttli jaršarinnar į 100-200 km dżpi žar sem hiti og žrżstingur er grķšarlegur; žį geta kolefnisatómin rašast upp žannig aš demantur myndast.

diamond_pipesĶ eldgosum sem eiga sér upptök į svo miklu dżpi geta demantar borist upp meš kvikunni og žaš er įstęšan fyrir žvķ aš sumstašar mį finna demanta nįlęgt yfirborši jaršar. Til aš finna demanta er skynsamlegast aš leita žar sem er ęvafornt storkubergi og bestu demantanįmur heims eru ķ reynd lķtiš annaš en hola nišur ķ jöršina, nišur eftir pķpulaga gosrįsum hins forna eldfjalls.

Annars stašar hefur vešrun valdiš žvķ aš demantarnir hafa dreifst eftir įrfarvegum og geta žį legiš eins og hrįviši um stór svęši. Žannig hįttar t.d. į og nokkrum svęšum ķ Namibķu, sem er land ķ suš-vestanveršri Afrķku og liggur einmitt aš Sušur Afrķku. Demantavinnsla į slķkum svęšum er aftur į móti oftast talsvert mikiš dżrari en žegar finna mį "ósnertar" pķpur; žar er vinnslan einfaldlega hrębilleg.

Kimberley_big-holeDemantanįman ķ Kimberley ķ Sušur Afrķku var fyrsta svęšiš sem uppgötvašist žar sem demantarnir lįgu enn viš hina fornu sślu eldsumbrotanna. Žar var aš finna mikiš magn af demöntum į mjög afmörkušu svęši. Sķšar įtti eftir aš koma ķ ljós aš slķka stašhętti mį finna į żmsum stöšum į jöršinni. Žeir eru žó hvergi jafn algengir eins og ķ sunnanveršri Afrķku. Önnur helstu demantanįmasvęši sem fundist hafa eru ķ Rśsslandi, Įstralķu og Kanada.

Um žaš leyti sem Kimberley-nįman fannst var breski ęvintżramašurinn Cecil Rhodes nżkominn sem unglingur til Sušur Afrķku. Hann var snöggur aš įtta sig į žvķ aš mikil hagnašarvon vęri fólgin ķ višskiptum į demantasvęšinu ķ Kimberley. Rhodes hélt žess vegna til Kimberley og žar tókst honum aš žéna góšan pening meš žvķ aš selja demantagröfurunum vatn og żmsar naušsynjar. En takmark hans var aš eignast eigiš nįmaleyfi. Og ekki ašeins eitt leyfi heldur helst safna saman sem allra flestum leyfum į svęšinu, sem smįm saman varš sķfellt stęrri og dżpri hola beint nišur ķ jöršina. Ķ dag er demantavinnsla löngu hętt ķ Kimberley-nįmunni og žar stendur nś eftir grķšarmikil hola full af vatni.

Rhodes-colourRhodes tókst ętlunarverk sitt į undraskömmum tķma og demantanįmur hans undir fyrirtękjanafninu De Beers sköpušu Rhodes brįtt gķfurlegan auš. Fįtęki breski prestsonurinn sem sendur var sem unglingur einn sķns lišs alla leiš til syšstu héraša Įlfunnar Svörtu, varš brįtt einn allra efnašasta mašur heims.

Lykillinn aš aušęfum Rhodes fólst ekki ašeins ķ stęrstu demantanįmu veraldar, heldur ekki sķšur ķ dreifingarfyrirtękinu ķ Lundśnum, The Diamond Syndicate, sem var eins konar innkaupasamband demantakaupmanna ķ Evrópu. Meš nżrri uppsprettu demanta frį Sušur-Afrķku og sķfellt meiri velmegun ķ Evrópu margfaldašist eftirspurnin. Demantar voru ekki lengur eingöngu skraut konungborinna heldur gat öll yfirstéttin, stórkaupmenn, išjuhöldar og annaš vel stętt fólk nś keypt sér demantaskartgripi. Fyrir vikiš gįtu demantakaupmennirnir selt miklu meira af demöntum en įšur hafši žekkst.

En Kimberley-nįman og ašrar demantanįmur ķ Sušur Afrķku skilušu mikilli framleišslu og hugsanlegt veršfall į demöntum varš yfirvofandi. Til aš halda veršinu uppi keypti Rhodes upp allar nżjar demantanįmur sem fundust og nįši žannig stjórn į frambošinu. Hann hafši einnig kverkatak į dreifingunni og gat žar meš stżrt veršinu. Žaš var žessi einokun į hinum eftirsóttu kolefnismolum sem gerši Rhodes aš einum mesta auškżfingi veraldar.

Žeir slķparar og smįsalar sem ekki vildu kyngja veršinu frį De Beers fengu einfaldlega enga demanta og uršu brįtt gjaldžrota. Flestir sem störfušu ķ demantageiranum voru fljótir aš įtta sig į žvķ aš žaš vęri allra hagur, ž.e. bęši žeirra sjįlfra og De Beers, aš vera ekki aš rugga bįtnum og einfaldlega taka viš žvķ sem De Beers bauš. Žetta varš upphafiš aš fįkeppni į demantamarkaši heimsins, sem įtti eftir aš žróast ķ fįheyrša einokun sem stóš yfir ķ heila öld og er aš hluta til viš lķši enn žann dag ķ dag.

Oppenheimer_Ernest_photoUm žaš leyti sem Cecil Rhodes lést (1902) hófst ęvintżri annars ungs Evrópumanns. Sį hét Ernest Oppenheimer, var fęddur 1880 og kominn af žżskum gyšingum. Ašeins 17 įra hélt hinn žżski Oppenheimer til London ķ žvķ skyni aš hasla sér völl ķ višskiptum. Hann žótti dugnašarpiltur og eftir fįrra įra starf įkvaš vinnuveitandi Oppenheimer‘s aš senda hann ķ innkaupaferš alla leiš til Sušur Afrķku. Ernest Oppenheimer var žį 22ja įra gamall og įriš var 1902. Cecil Rhodes var žį nżlįtinn og žar sem hann var ógiftur og barnlaus skildi hann risademantafyrirtękiš De Beers eftir ķ nokkru umróti.

Tilgangurinn meš ferš Oppenheimer‘s til Sušur Afrķku var m.a. aš leita leiša til aš nįlgast demanta fram hjį De Beers samsteypunni og žannig nį veršinu į hrįdemöntunum nišur. En feršin sś įtti ekki eftir aš hnekkja einokun De Beers. Žvert į móti mį segja aš daginn žegar Oppenheimer steig af skipsfjöl og į afrķska jörš, hafi fęšst hugmynd sem įtti eftir aš žróast ķ mesta einokunarfyrirtęki allra tķma.

Jafnvel įratugaeinokun Standard Oil į bandarķsku olķumörkušunum sitt hvoru megin viš aldamótin 1900 og fįheyršir markašsyfirburšir Microsofteinni öld sķšar eru smotterķ ķ samanburši viš tökin sem De Beers hafši į demantamarkašnum alla 20. öldina. Og žaš var einmitt Ernest Oppenheimer sem lagši grunninn aš hundraš įra ęvintżri De Beers, meš óhemju dugnaši sķnum, haršsvķrušum višskiptahįttum og aušvitaš snefil af heppni.

Kimberlay_old_photoErnest Oppenheimer hafši ekki dvalist lengi ķ Sušur Afrķku žegar hann tók aš kaupa żmis nįmuréttindi og horfši žį mest til gullnįmanna. Meš ašstoš erlendra fjįrmagnseigenda tókst honum fljótt aš komast yfir stęrstan hluta allra gullnįma į svęšinu og ķ žessu skyni stofnaši hann nįmufyrirtękiš Anglo American Corporation.

Nafn fyrirtękisins gaf til kynna sterk engilsaxnesk tengsl og vitaš er aš JP Morgan var einn af žeim sem lagši Oppenheimer til fé. En til eru óljósari heimildir um aš žżskir fjįrfestar hafi žar einnig veriš stórtękir. Sökum žess aš fyrirtękinu var komiš į fót nešan fyrri heimsstyrjöldin geisaši, į Openheimer aš hafa žótt vissara aš gera lķtiš śr hinum žżsku tengslum og nefna nżja nįmufyrirtękiš nafni sem fyrst og fremst vakti hugrenningatengsl viš Bretland.

oppenheimer_ernestSjįlfur var hann aušvitaš Žjóšverji en vann mikiš ķ žvķ aš efla hin bresku tengsl sķn og flestir litu į Anglo American sem breskęttaš fyrirtęki. Žetta var ekki sķst mikilvęgt til aš njóta stušnings breskra yfirvalda ķ Sušur Afrķku viš śthlutun samninga um land og nįmarekstur. Mešal mikilvęgra svęša sem Anglo American nįši undir sig į fyrstu starfsįrunum voru svęši ķ Namibķu, en Namibķa var jś lengi žżsk nżlenda sem lį aš Sušur Afrķku og žarna gat Oppenheimer bęši nżtt hin bresku tengsl sķn svo og žżskan uppruna sinn.

En žó svo Anglo American stękkaši hratt og hefši eflaust veriš nóg fyrir margan manninn, horfši Oppenheimer einnig löngunaraugum til De Beers. Hann sį fljótt aš višskiptamódeliš sem Rhodes hafši žróaš vęri hiš eina rétta. Til aš halda uppi verši į demöntum vęri grundvallaratriši aš hafa alla framleišsluna į einni hendi. Og helst alla dreifinguna lķka.

Žess vegna notaši Ernest Oppenheimer hvert tękifęri til aš kaupa öll hlutabréf ķ De Beers sem reyndust föl - kannski ekki ósvipaš eins og žegar menn į vegum žeirra Indriša Pįlssonar og Halldórs H. Jónssonar ryksugušu į sķnum tķma upp hlutabréf ķ Eimskipafélaginu, sem žį voru ķ eigu afkomenda Vestur-Ķslendinga. Oppenheimer bętti žannig smįm saman viš eignarhlut sinn ķ De Beers og svo fór aš įriš 1926 var hann oršinn nįnast allsrįša ķ fyrirtękinu. Allt frį žvķ hefur Oppenheimer-fjölskyldan stjórnaš žessu stęrsta demantafyrirtęki heimsins og einnig lengst af haft tögl og haldir Anglo American. Sem hefur lengi einfaldlega veriš eitt allra stęrsta nįmufyrirtęki veraldar.

anglo_american_logoŽegar Orkubloggiš renndi sķšast augunum yfir hluthafalista Anglo American var eignarhlutur Oppenheimer-fjölskyldunnar ķ žessu risafyrirtęki ennžį nokkur prósent. Žrįtt fyrir aš hlutdeild fjölskyldunnar ķ Anglo American hafi ķ gegnum tķšina fariš minnkandi og sķšustu įrin einungis veriš örfį prósent, hefur fjölskyldan lengst af ķ reynd rįšiš mestu um starfsemi Anglo American samsteypunnar. Skżringuna mį rekja til flókins fyrirtękjanets, sem fólst ķ pżramķda-eignarhaldi - ekki ósvipaš og lengi hefur žekkst ķ žżsku efnahagslķfi. Ķ sem allra stystu mįli gengur žaš śt į aš fjölskyldufyrirtękinu nęgir aš eiga meirihluta ķ einu eša örfįum fyrirtękjum ķ fyrirtękjanetinu, til aš geta rįšiš allri samsteypunni.

Oppenheimer_Ernest_oldĮriš 1927 hafši Ernest Oppenheimer nįš undir sig meirihluta hlutabréfanna ķ De Beers og stjórnaši allri demantaframleišslu ķ sunnanveršri Afrķku og žar meš lang stęrstum hluta heimsframleišslunnar. Skömmu sķšar varš Oppenheimer einnig stjórnarformašur De Beers og var žar aš auki sleginn til riddara af Englandskonungi fyrir žjónustu sķna viš breska heimsveldiš. Oppenheimer var žó enn ekki sįttur - žvķ eitt mikilvęgt atriši var enn óklįraš ķ įętlun hans.

Žó svo De Beers hefši įvallt haft góša stjórn į demantadreifingunni ķ gegnum demantakaupmennina ķ London, fannst hinum žżska Oppenheimer vissara aš hann sjįlfur eignašist dreifingarfyrirtękin. Žaš gekk fljótlega eftir og brįtt hafši De Beers ótakmarkaša stjórn į dreifingu demanta til allra helstu demantakaupmanna heimsins. Mesta einokunarfyrirtęki veraldar var fullskapaš.

En žį skall kreppan į. Eftirspurn eftir demöntum hrundi og žeir sem įttu einhverjar birgšir uršu örvęntingafullir og freistušust til aš snarlękka veršiš. Žį tók Ernest Oppenheimer eina af sķnum mikilvęgustu įkvöršunum. Hann einfaldlega lokaši flest öllum demantanįmunum og stöšvaši nįnast alla framleišslu sķna ķ fjölda įra. Žannig nįši Oppenheimer aš snarbremsa frambošiš. Sagt er aš framleišsla į demöntum hafi fariš śr rśmlega 2,2 milljónum karata įriš 1930 nišur ķ ašeins 14 žśsund karöt įriš 1933 (eitt karat jafngildir 0,2 grömmum).

Žar aš auki lét Oppenheimer menn į vegum De Beers kaupa nįnast hvern einasta demant įšur en hann fęri śt į markašinn į „undirverši". Oppenheimer hafši grķšarlega góš bankatengsl og tókst aš fjįrmagna žessi kaup meš miklum lįnum. Demantana tók Oppenheimer ķ sķna vörslu, lęsti žessar geggjušu birgšir af og henti lyklinum ef svo mį segja.

oppenheimers_boysSamanlagt dugšu nįmalokanirnar og uppkaupin į demantabirgšum til aš koma ķ veg fyrir žaš algera markašshrun sem kreppan hefši meš rétta įtt aš hafa į demantamarkašinn. Engu aš sķšur lękkaši veršiš mikiš og į tķmabili var tvķsżnt hvort De Beers myndi lifa af. Žegar efnahagslķfiš tók aš hjarna viš seint į 4. įratugnum sat De Beers uppi meš brjįlęšislegar birgšir af demöntum, žrįtt fyrir aš nįmurnar hefšu žį flestar veriš lokašar ķ mörg įr. Birgširnar jafngiltu lķklega um 20 įra framboši og eflaust hefur Oppenheimer a.m.k. hrukkaš eilķtiš enniš yfir žvķ hvernig hann ętti aš geta selt alla žessa demanta į žokkalegu verši. Ekkert annaš en gjaldžrot virtist blasa viš De Beers. Hér žurfti kraftaverk.

Eitt af žeim śręšum sem Oppenheimer er sagšur hafa ķhugaš var aš moka demöntunum śr geymslum fyrirtękisins ķ London, sigla meš žį śt į Noršursjó og hvolfa žeim öllum ķ sjóinn. Til aš į nż kęmist jafnvęgi į framboš og eftirspurn. En efnahagsuppsveifla fyrirstrķšsįranna kom til bjargar, įšur en olķužakiš ķ Noršursjó varš strįš demöntum. Vaxandi išnašur žurfti demantasalla ķ starfsemina og žżska išnašarsamsteypan Krupp, sem varš ein af helstu hernašarmaskķnum Hitler's, varš nś stęrsti višskiptavinur De Beers.

Žaš var samt ekki fżsilegur kostur fyrir De Beers aš verša hįšur kaupum išnfyrirtękja į demantadufti. Ekki var hęgt aš fara fram į sama verš fyrir demantaduftiš eins og alvöru gimsteina. Žaš varš einhvern veginn aš auka eftirspurnina eftir demöntum.

De_Beers_Logo.svgOg hvaša leiš vęri betri til žess en aš bśa einfaldlega til nżjan markhóp? Millistéttin hafši nś eflst mikiš og Oppenheimer hélt til Hollywood. Žar samdi hann viš stóru kvikmyndaverin um aš nota demantaskart ķ kvikmyndunum sķnum. Žetta taldi Oppenheimer myndi valda žvķ aš almenningur fengi įhuga į demöntum. Einnig réšst De Beers ķ markašsherferš sem fólst ķ žvķ aš auglżsa demanta sem besta tįkniš um įst og ašdįun. Slagoršiš er fręgt enn žann dag ķ dag: A Diamond is Forever!

marilyn_monroe_diamonds_friendBandarķkjamenn steinféllu fyrir žessu markašstrikki og demantatrślofunarhringurinn varš į undraskömmum tķma svo rķk hefš, aš enginn var mašur meš mönnum ef hann varši ekki a.m.k. 2ja mįnaša kaupi ķ aš kaupa slķkan hring handa kęrustunni. De Beers var borgiš og tilvera fyrirtękisins féll į nż ķ góša gamla fariš, žar sem framboši į demöntum og demantaverši var stjórnaš frį stóli Oppenheimer's.

De Beers varš į nż óstöšvandi peningamaskķna. Og 1953 söng Marlyn Monroe  "Diamonds are a Girls best Friend" ķ kvikmyndinni Gentlemen prefer Blondes. Aš sjįlfsögšu allt ķ boši De Beers.

Ernest Oppenheimer lést įriš 1957. Sonur hans Harry Oppenheimer tók žį viš stjórninni į fyrirtęki sem minnti meira į peningaprentvél en framleišslufyrirtęki.

oppenheimersMarkašshlutdeild De Beers var žį um 95% af heimsmarkašnum og ķ reynd hefši fyrirtękiš getaš hirt žessi 5% sem śtaf stóšu žegar žvķ sżndist svo. Demantaišnašurinn eins og hann lagši sig var einfaldlega óumdeilanleg eign De Beers.

Žaš žżddi žó ekki aš Harry kallinn gęti setiš og sötraš giniš sitt daginn langan. Į nęstu įratugum įtti De Beers eftir aš takast į viš żmsar ógnanir og margvķsleg vandamįl. Žar mį nefna skyndilegan demantastraum frį nżjum nįmum ķ Sovétrķkjunum og išnašardemantana sem General Electric tókst aš framleiša meš žvķ einfaldlega aš žjappa duglega saman kolefni viš mikinn hita.

GE-logoŽeir išnašardemantar voru ķ fyrstu einungis mjög litlir - nįnast bara duft -  en smįm saman tókst aš framleiša demanta sem jöfnušust į viš „alvöru" demanta. Svo fór žó aš einungis duftframleišslan reyndist fjįrhagslega hagkvęm; framleišsla į stęrri demöntum en salla reyndist óhóflega dżr og žvķ voru hugmyndir um framleišslu į demöntum ķ skartgripi lagšar į hilluna.

En bara duftiš eitt frį General Electric var nóg til aš höggva skarš ķ einokun De Beers. De Beers lagši žvķ allt ķ aš nį einhverju ljśfu "samkomulagi" viš GE og svo fór aš De Beers og GE féllust ķ fašma og De Beers tókst žannig lķka aš takmarka žessa nżju uppsprettu. Hvaš žetta samkomulag kostaši De Beers veit enginn.

En svo kom aš žvķ aš bandarķsk samkeppnisyfirvöld réšust til atlögu viš einokunarveldi De Beers og einnig hrjįši ķmyndarvandamįl fyrirtękiš vegna „oršróms" um tengsl žess viš framleišslu į blóšdemöntum - ekki sķst ķ hinu demantarķka landi Angóla žar sem blóšug borgarastyrjöld stóš yfir ķ įratugi. Eins og Orkubloggiš hefur įšur sagt frį var strķšsreksturinn žar aš miklu leyti fjįrmagnašur meš sölu strķšandi fylkinga į demöntum.

Oppenheimer_Harry_oldDe Beers tókst aš sigrast į öllum žessum „ógnunum" og fyrirtękiš višhélt 90% markašshlutdeild sinni į demantamörkušunum mest alla 20. öld. Žaš var Harry Oppenheimersem hafši veg og vanda aš žvķ aš stżra demantaskśtu De Beers gegnum flesta brotsjói eftirstrķšsįranna. Öll er sś saga afskaplega skemmtileg og vęri eflaust tilefni fyrir Orkubloggiš aš rekja sögu De Beers allt fram til dagsins ķ dag. Žaš bķšur žó betri tķma.

En aš lokum mętti hér nefna aš ķ dag er veldi De Beers stżrst af Nicky nokkrum Oppenheimer, sem er aušvitaš sonur Harry‘s og sonarsonur Ernest‘s. Vegna nżrra demantanįma sem fundist hafa į allra sķšustu įrum ķ Įstralķu og Kanada, auk demantanna frį Rśsslandi, hefur markašshlutdeild De Beers minnkaš mikiš sķšasta įratuginn eša svo. Einnig hefur sala į demöntum gegnum Internetiš gert De Beers erfišara fyrir viš aš kaupa upp og stöšva sölu į demöntum fram hjį dreifingarkerfi fyrirtękisins.

Markašshlutdeild De Beers er nś sögš vera „einungis" um 40%. Žaš er grķšarleg breyting frį žvķ fyrir įratug, žegar fyrirtękiš réš yfir allt aš 90% markašarins. Til aš męta žvķ veseni hefur fyrirtękiš lagt aukna įherslu į aš markašssetja framleišslu sķna sem hina einu sönnu gęšademanta og oršiš talsvert vel įgengt. Ķ dag eru margir tilbśnir aš borga meira fyrir demant frį De Beers, sem seldur er undir vörumerkinu Forevermark, heldur en eitthvert „rusl" frį Rśsslandi eša Įstralķu. Mikill er mįttur auglżsinganna.

De_Beers_ForevermarkSvo skemmtilega vill til aš žeir sem dżpst hafa kafaš ķ sögu De Beers eru flestir į žvķ aš markašsherferšir fyrirtękisins sķšustu įrin hafi skilaš svo góšum įrangri aš afkoma De Beers sé miklu betri ķ dag heldur en žegar markašshlutdeildin var 90%. De Beers er sem sagt ennžį konungur demantanna og Oppenheimer-fjölskyldan getur įfram notiš rķkulegra įvaxtanna af hinum einkennilega įhuga mannfólksins į žessum skrautlegu steinum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Ólafur Eirķksson

Žetta er fróšlegur og skemmtilegur pistill. Takk fyrir hann!

Ólafur Eirķksson, 11.7.2009 kl. 01:39

2 Smįmynd: Óskar Žorkelsson

Ég žakka fyrir įhugaveršan pistil :)

Óskar Žorkelsson, 11.7.2009 kl. 02:29

3 identicon

Langfróšlegasta og gįfulegasta ķslenska bloggiš aš mķnu mati.  Takk fyrir. 

Žorgeir Freyr (IP-tala skrįš) 11.7.2009 kl. 10:38

4 identicon

Ég žakka fyrir stórskemmtilegan pistil.

Sverrir Gušmundsson (IP-tala skrįš) 13.7.2009 kl. 17:42

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband