E15

Fuel_pump_US_e10Alltaf gaman aš upplifa eitthvaš nżtt og skemmtilegt.

Orkubloggarinn var ķ fyrsta sinn į bķl vestur ķ Bandarķkjunum nśna um daginn. Og kynntist žvķ žį af eigin reynslu hversu etanól hefur mikla žżšingu žar vestra. Hver einasta bensķndęla bauš upp į żmsar tegundir af eldsneyti og ž.į m. var venjulega einn kosturinn E10. Bensķnblanda žar sem etanól er 10%.

Ķ Bandarķkjunum eiga allar bķlvélar aš geta notaš E10 og langflestar žeirra kunna reyndar rįša viš mun hęrra blöndunarhlutfall af etanóli. Žess vegna yrši hugsanlega einfalt mįl aš hękka blöndunarhlutfalliš um a.m.k. helming og bjóša upp į E15  og jafnvel E20. Enda hefur bandarķski etanólišnašurinn lobbķaš massķft fyrir žvķ ķ Washington DC aš fį a.m.k. E15 samžykkt sem standard. Žaš myndi augljóslega hafa grķšarlega žżšingu fyrir etanólišnašinn.

Lķfmassaišnašurinn bandarķski hefur gengiš ķ gegnum miklar sveiflur sķšustu misserin. Enda er etanóliš ķ raun fyrst og fremst aš keppa viš heimsmarkašsverš į olķu, sem hefur sveiflast hreint svakalega. Etanólišnašurinn hefur notiš įherslunnar į lķfmassaeldsneyti, sem finna mį ķ Energy Independence and Security Actfrį 2007. Engu aš sķšur hafa etanólmenn viljaš ganga skref lengra. Og bundiš vonir viš aš žingiš samžykki E15 sem standardblöndu; aš bandarķskt etanól-bensķn muni innan tķšar innihalda 15% af etanóli ķ staš 10% eins og nś er.

corn_fuel_pumpMeš kjöri Obama og įherslu hans į endurnżjanlega orku jókst bjartsżni margra um aš brįtt verši E15 lögbundin blanda. En žaš hefur enn ekki gengiš eftir. Ekki vegna andstöšu Obama, heldur vegna efasemda um aš bķlvélarnar almennt žoli svo hįa blöndu. Til samanburšar žį hafa Brasilķumenn nokkuš lengi notaš blöndur eins og E20 og E25, en žar hafa bķlarnir sérhannašar vélar fyrir slķka blöndu. Aš mati Orkubloggarans eru góšar lķkur į žvķ aš bķlvélarnar ķ Bandarķkjunum, sem allar eru hannašar meš E10 ķ huga, žoli vel a.m.k. E15. En ķ žessari paradķs skašabótamįlann rįšast stjórnvöld žar vestra aušvitaš ekki ķ aš lögbinda E15 nema aš vera algerlega fullviss um aš slķkt eldsneyti henti bķlaflotanum.

Įstęša žess aš mikill įhugi er į žvķ Bandarķkjunum aš auka notkun etanóls er einföld: Žar vestra er mjög öflugur etanólišnašur og hęrra hlutfall etanóls myndi einfaldlega bęši efla žann innlenda išnaš enn frekar OG um leiš draga śr žörfinni į innfluttu eldsneyti. Etanóliš hefur löngu sannaš sig og ekki skrżtiš aš menn hafi įhuga į aš auka notkun žess enn meira.

Margir gagnrżna reyndar aš etanóliš keppi viš matvęlaframleišslu. En į móti kemur aš öll fremstu etanólfyrirtękin vinna į fullu ķ žvķ aš žróa annarrar kynslóšar etanóleldsneyti. Žar sem ekki er notast viš fęšuhrįefni, eins og t.d. maķs, til aš bśa til etanóliš. Margt bendir til žess aš brįtt takist aš framleiša slķkt annarrar kynslóšar lķfmassaeldsneyti meš žokkalega ódżrum hętti. Og žvķ full įstęša til aš gefa etanólinu séns.

E10_signŽeir sem eru tilbśnir aš vešja į aš E15 standard lķti brįtt dagsins ljós ķ Bandarķkjunum hljóta aš nota tękifęriš nśna og festa sér hlutabréf ķ einhverjum af įlitlegustu etanólfyrirtękjunum. Žaš almagnašasta hlżtur aš vera sś stašreynd aš af žeim fyrirtękjum sem myndu hagnast hvaš allra mest af aukinni įherslu Bandarķkjanna į etanól, eru dönsk fyrirtęki hvaš fremst i flokki. Žar mį sérstaklega nefna Novozymes og Danisco, sem eru afskaplega įberandi ķ etanólbransanum vķša um heim.

Žaš eru m.ö.o. horfur į žvķ aš stefna Bandarķkjanna ķ eldsneytismįlum verši vatn į myllu dansks hugvits og tęknižekkingar. Danir eru svo sannarlega seigir. En žetta leišir huga Orkubloggarans aš žeirri svolķtiš broslega stefnu  ķslenskra stjórnvalda aš ętla aš draga stórlega śr losun CO2 hér, meš žvķ aš koma fiskiskipaflotanum į jurtaolķu. Žaš vęri kannski betra aš einhver tengsl vęri milli slķkra markmiša og stöšunnar ķ ķslenskum eldsneytisišnaši. En hver veit; kannski verša Ķslendingar e.h.t. jafn öflugir ķ aš framleiša og nota biodiesel eins og Danir eru stórir ķ etanólišnašinum.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband