Næsta bóla?

OMX15Undanfarin ár höfum við upplifað magnaðar fjárfestingabólur (bubbles) . Sbr. "tækni- eða netbóluna" og "fasteignabóluna". Á Íslandi má etv. líka tala um hlutabréfabólu þegar litið er til verðhækkana á hlutabréfamarkaði síðla árs 2006 og fram eftir 2007, sbr. grafið hér til hliðar.

Til samanburðar er hér birt línurit sem sýnir netbóluna og fasteignabóluna í Bandaríkjunum: 

Bubbles

Þarna er einnig sýnd spá um næstu bólu; hlutabréfaverð í fyrirtækjum sem tengjast endurnýjanlegri orku (alternative energy). Ég gæti trúað því að þessi spá muni ganga eftir. M.ö.o. að mesti vöxturinn og mestu hagnaðartækifærin næstu árin verði í "grænni" orku. Og að á endanum verði hlutabréf í þessum geira allt of hátt verðlögð, sem mun leiða til snarprar leiðréttingar (lækkunar). Þeir sem fara út á réttum tíma munu skv. þessu hagnast mjög. 


mbl.is 200 MW orkusala úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er olían búin?

growing_gap

Svarið er sáraeinfalt: Það er til nóg af olíu. En vissulega kann að verða dýrt að ná henni upp á yfirborðið. Og það er óvíst og jafnvel ólíklegt að framboð af olíu nái að vaxa í takt við eftirspurnina.

Orkunotkun jarðarbúa eykst að jafnaði um u.þ.b. 2% á ári hverju. Lengst af 20. öld fundust sífellt nýjar og hagkvæmar olíulindir, samhliða því sem notkun á olíu jókst. Fyrir vikið var alla jafna þokkalegt jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar.

En smám saman fór að hægja á því að nýjar olíulindir fyndust. Olíuframleiðsla á landi innan Bandaríkjanna náði hámarki fyrir mörgum árum og nú er útlit fyrir að það sama hafi gerst á Norðursjávarsvæðinu. Enn fremur eru vísbendingar um að framleiðslan hafi náð hámarki í Mexíkó-flóa. Reynist það vera rétt, er augljóst að olíuverð mun áfram verða hátt og jafnvel fara hækkandi.

Myndin sýnir nýjar olíulindir fundnar á ári hverju (bláu stöplarnir) og svarta línan er heildarframleiðslan. Eins og sjá má voru mestu olíufundirnir gerðir upp úr 1960 en þrátt fyrir gríðarlegar fjárfestingar í olíuleit hefur hægt mjög á síðustu áratugina. En sökum þess hversu hátt verð fæst nú fyrir olíu er farið að leita á svæðum sem áður þóttu óhagkvæm, t.d. vegna mikils dýpis. Haldist verðið svo hátt sem verið hefur síðustu mánuðina, er líklegt að við eigum eftir að fá fleiri fréttir af nýfundnum olíulindum djúpt á landgrunni ríkja eins og Brasilíu, Noregs, Rússlands... og etv. Íslands?


mbl.is Ný, auðug olíulind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun olíuverðs

Inflation_Adj_Oil_Prices_Chart

Er þetta háa olíuverð bara bóla? Margir hafa reynt að skýra hinar miklu hækkanir á olíu sem orðið hafa síðustu mánuðina og ár. Myndin hér til hliðar sýnir vel þróun olíuverðs tímabilið 1946-2007 (uppreiknað m.t.t. verðbólgu).

Myndin nær reyndar bara til des. 2007 og sýnir því ekki hækkunina allra síðustu mánuðina, sem hefur valdið því að verðið nú er hærra en nokkru sinni fyrr. Í gær (18. april 2008) fór olíufatið í 117 USD!

Eins og sjá má hefur verðið lengst af verið nokkuð stöðugt að undanskilinni olíukreppunni snemma á 8. áratugnum og þegar olíuútflutningur frá Íran minnkaði snögglega um 1979, þegar klerkastjórnin tók völdin þar.

Það sem er óvenjulegt við hinar miklu hækkanir nú, er að þær skýrast ekki af snöggum samdrætti á olíuframboði heldur hratt vaxandi eftirspurn. Einnig er athyglisvert að verðhækkunin síðustu mánuði og ár hefur verið nokkuð stöðug og ekki einkennst af jafn ofsafengnum sveiflum eins og t.d. í krísunni um og eftir 1979.

Líklegast er að efnahagsuppgangurinn í Asíu - ekki síst í Kína - sé helsta orsökin fyrir þessu háa verði nú. Einhver hluti hækkunarinnar er þó eflaust vegna spákaupmennsku og svo veldur lækkun dollarans því auðvitað að olíuverðið hækkar (í dollurum). En fyrst og fremst er það einfaldlega mikil eftirspurn sem er orsökin fyrir þessu háa olíuverði. Eins og svo oft áður, hafði gamli olíurefurinn T. Boone Pickens rétt fyrir sér í mars s.l. þegar hann spáði að hátt olíuverð sé komið til að vera:

"You've got the Chinese and other markets around the world that want the oil, need the oil, and demand's going up and you're still capped off at 85 million supply." Sjá: www.cnbc.com/id/23794405


mbl.is Olíuverð yfir 115 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orka og jarðhiti

Hvaða tækifæri eru í jarðhitanum? Forvitnilegt er að skoða hvert hlutfall orku frá jarðhita er af heildarorkuframleiðslu í heiminum. Í reynd er virkjun vindorku, jarðvarma og sólarorku aðeins brot af allri orkunni. Gróflega eru tölurnar eftirfarandi:

  • Heildarorkunotkunin er nú um 4.300 GW á ári. 
  • Þar af kemur um 85% frá kolum, gasi og oliu (olían ein skaffar um 37-38% af allri orkunni og kol og gas hvort um sig eru um 25%).
  • Um 7-8% orkunnar kemur frá kjarnorkuverum.
  • Vatnsorka nemur u.þ.b. 3%.
  • Einungis um 2% kemur sem sólarorka, vindorka og raforka frá jarðhita.
  • Afgangurinn er orka frá lífmassa (biofuel).

WorldEnergyUseÞessar hlutfallstölur eru vissulega sífellt að breytast sökum þess hversu gríðarlega hröð aukning er í nýtingu sólarorku og vindorku (myndin hér til hliðar er ekki glæný og sýnir því eilítið aðrar hlutfallstölur en segir hér að ofan). Hátt olíuverð gerir þetta samkeppnishæfa orku. Enda er nú mikill uppgangur í nýtingu á sólarorku og vindorku t.d. í Bandaríkjunum þar sem tækninni fleygir fram og kapítalisminn leitar sífellt eftir bestu fjárfestingatækifærunum. Aftur á móti er vart ofsagt að fremur lítill áhugi sé þar á að láta fjármagn í nýtingu jarðhita. Það stafar m.a. af bandarískum skattareglum, sem eru jarðhitanum fremur óhagstæðar. En það verður spennandi að sjá hvernig fer með fjárfestingu GGE í Western Geopower: http://www.marketwire.com/mw/release.do?id=839496 


mbl.is Gagnrýnir skýrslu um REI og segir fulltrúa vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband