Olían á ţrotum?

Í vikunni sem leiđ fór sú frétt sem eldur í sinu um heimsbyggđina, ađ miklu minna af olíu sé í jörđu en menn ćtluđu. Í fréttinni fólst nánar tiltekiđ ađ Sádarnir hafi stórlega ofmetiđ olíulindir sínar - um allt ađ 40%! Í reynd sé olían ţar ţví hátt í helmingi minni en menn hafi taliđ.

Fréttin birtist upphaflega á vef Guardian og heimildin var Wikileaks-skjölin frá bandarískum stjórnvöldum; nánar tiltekiđ einhver memo frá rćđismanni Bandaríkjanna í Riyadh. Fréttastofur og fjölmiđlar um allan heim tóku andköf; átu fréttina upp hver eftir öđrum og báru hana áfram gagnrýnislaust sem einhver stćrstu tíđindin úr Wikieaks-skjölunum. 

sadad_al-husseini.jpg

En allir sem nenntu ađ lesa fréttina ráku fljótt augu í nafn, sem fékk bćđi Orkubloggarann og ađra orkubolta ţessa heims til ađ glotta. Heimildin fyrir ţessari "stórfrétt" var nefnilega mađur ađ nafni Sadad al-Husseini. Sem áđur var einn af framkvćmdastjórum Saudi Aramco og ţykir ţví af einhverjum ástćđum sjálfkrafa af sumum vera örugg heimild - en er í reynd afar umdeildur. Enda haggađi ţessi "stórfrétt" ekki viđ olíumörkuđunum.

Ţađ má vel vera ađ Al-Husseini sé vel meinandi. En í reynd eru ţetta allt saman tómar getgátur. Og ţar ađ auki alls ekki ný tíđindi. Al-Husseini hefur í mörg ár veriđ ötull bođberi ţess ađ olían í hinni heilögu jörđ Allah sé ekki eins mikil eins og sumir vonist eftir. Frétt Guardian var m.ö.o. eldgömul og sjálfur hefur Al-Husseini flutt fjölda fyrirtlestra og veitt viđtöl um nákvćmlega ţetta sama, allt frá árinu 2004. En bandaríski rćđismađurinn í Riyadh virđist fyrst hafa frétt af ţessari kenningu hans í samtali viđ Al-Husseini áriđ 2007. Og stökk ţá til og sendi skýrslu heim til Washington. Skýrslu sem er óttalegt bull, en er nú allt í einu orđin heimsfrétt. Svolítiđ hjákátlegt. 

Umrćdd Wikileaks-skjöl voru sem sagt gamlar fréttir. Ţar ađ auki er innihaldiđ tómar getgátur sem lítiđ hafa međ stađreyndir ađ gera. Auk ţess sem bandarísku sendiráđsmennirnir virđast ekki hafa skiliđ hvađ átt er viđ međ grundvallar-hugtökum eins og proven reserves og oil in place. Sic.

peak-oil-apocalypse.jpgSvolítiđ dapurlegt ađ sjá hvernig menn stukku á fréttina gagnrýnislaust. Meira ađ segja Financial Times sló ţessu upp sem meiriháttar frétt. En varđ brátt ađ birta viđauka um ađ ţetta vćri reyndar ekkert sérstaklega merkilegt og ađ ţarna vćru í reynd engar nýjar upplýsingar á ferđinni. Orđrétt segir núna um ţetta á vef FT (leturbreyting er Orkubloggarans):

Update: I'll leave the blog below in tact, but really I should point out that the reason the oil price hasn't moved is that the person quoted in the Wikileaked cable, Sadad al Husseini, is a well-known peak oil theorist who has said this in public many times before.

Nú standa sem sagt fjölmiđlarnir - a.m.k. ţeir sem vilja láta taka sig alvarlega - sveittir viđ ađ árétta ađ fréttin byggđi á misskilningi og ađ getgátur eru ekki stađreyndir. Ţađ á ekki bara viđ um Financial Times, heldur líka New York Times - og eflaust fleiri.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég gat ekki varist glotti ţegar ég sá ţessa ekki frétt.  Ţađ skiptir hins vegar oft meira máli hver segir fréttirnar heldur en hitt, fjölmiđlar reyna ađ "hypa" upp allt sem kemur frá Wikileaks ţessa dagana.   Ég held samt ađ veseniđ á Múbarak hafi meiri áhrif á heimsmarkađsverđ á Oliu en ţessi frétt.

Björn (IP-tala skráđ) 14.2.2011 kl. 11:27

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ef olían hverfur ţá erum viđ í fínu máli. Viđ erum alveg sjáfbjarga ađ öllu leiti. Ţessi frétt ćtti ađ vera ögrun fyrir okkur ađ koma upp ţjóđfélagi sem er algjörlega óháđ ólíu. Byrjum á segl fiskiskipum og kannski járnbraut í Kringum landiđ. 

Valdimar Samúelsson, 14.2.2011 kl. 18:13

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS ef einhver hefir ekki hugmyndaflug ţá á ég viđ rafmagns járnbrautir en ef viđ tökum Síberíu lestina ţá er hún keyr á rafmagni frá Moskvu og norđur í Kyrrahaf. 6000 km. Rafleiđslurnar eru líka flutningslínur fyrir rafmagn fyrir dreifbýliđ.  

Valdimar Samúelsson, 14.2.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ţađ má ţá alltaf byrja stórtćka rćktun á iđnađarhampi og framleiđa hágćđaolíu úr honum sem stendur jarđolíu framar á flestan hátt (og margt annađ nytsamlegt).

Georg P Sveinbjörnsson, 14.2.2011 kl. 20:21

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ef ég má. Já ţađ er gott og vel og methen gasiđ en ég held ađ Rafmagns Járnbraut vćri ţörf fyrir vöruflutninga en viđ getum veriđ sjálfbćr međ methen gasiđ fyrir smábílanna.

Valdimar Samúelsson, 14.2.2011 kl. 20:40

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ţá ekki Kyoto bókunin og almennar áhyggjur "loftslags-alarmista" óţarfar?

Sterkt vopn slegiđ úr höndum skattpíningarsinna (lesist: vinstrimanna)

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2011 kl. 17:34

7 identicon

Hefur einhver rannsakađ og ţá fengiđ svör viđ ţví hvađa tilgangi hráolía (crude oil) hefur í vistkerfi jarđarinnar? Nú greinir menn ekkert sérstaklega um hvernig hún verđur til og á hve löngum tíma en hver er tilgangurinn međ henni og getur ţađ ekki haft alvarlegar langtíma afleiđingar í för međ sér fyrir jörđina ađ vera endalaust ađ dćla ţessari smurningu upp, svo ekki sé nú talađ um mengunina líka?

Ţórhallur (IP-tala skráđ) 1.3.2011 kl. 01:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband