Álverskórinn syngur enn

Í vikunni sem leið bárust þær fréttir að Landsvirkjun og HS Orka hafi samið um raforkusölu til kísilverksmiðju, sem rísa á við Helguvík. Því miður er fólk samt ennþá að gæla við að álver Norðuráls muni taka þar til starfa - þó svo allir viti að það merkir að orka frá hundruðum MW verði þá seld álverinu á spottprís og með svo til engri arðsemi fyrir orkufyrirtækin.

kisilver-undirritun.jpgÞeir sem eru heitastir fyrir álveri í Helguvík hafa lítinn áhuga á arðsemi af raforkusölunni. Rétt eins og sumir þingmenn vilja að ríkisstjórnin taki ráðin af Landsvirkjun, sem "leiki lausum hala", horfa sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eingöngu á störfin og umsvifin í kringum sjálfa framkvæmdabóluna. En til allrar hamingju eru orkufyrirtækin hér smám að færast frá því að vera byggðastefnutæki stjórnvalda, yfir í það að leggja áherslu á að auka arðsemi í raforkuvinnslunni. Þar hefur Landsvirkjun haft frumkvæði - og hefur nú sýnt að þar á bæ er svo sannarlega verið að fylgja eftir nýrri stefnu fyrirtækisins.

Vert er að geta þess að Orkubloggarinn er enginn andstæðingur álvera - þó svo hann álíti komið nóg af þeim á Íslandi. Og til eru þeir sem vilja ganga mun lengra í að draga úr raforkusölu til álvera á Íslandi. Í þessu sambandi má rifja upp athyglisvert viðtal sem Egll Helgason átti við Gísla Hjálmtýsson í Silfri Egils fyrir um ári síðan. Viðtalið má sjá í tveimur hlutum á YouTube (fyrirsagnirnar þar eru reyndar útí hött):

 

Og hér er seinni hluti viðtalsins við Gísla: 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert athyglisvert við þetta viðtal annað en það að Egill Helgason virðist taka hvern sem er í þáttinn sinn, sem tilbúinn er að tala á þessum notum.

Það stendur ekki steinn yfir steini í fullyrðingum þessa manns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 15:49

2 identicon

Skoðanir Gísla í þessu vitali ganga enn einu sinni út á að selja orkuna hærra verði til annarra aðila sem HUGSANLEGA gætu haft áhuga á að setja upp eitt eða annað hér. Staðreyndin er að orkufyrirtækin selja orkuna eins háu verði og þeir komast upp með miðað við samkeppni t.d. við Kanada, Kína og önnur ríki. Ef einkaaðilar (ekki ríkið) koma fram sem hafa áhuga á að setja upp gróðurhús eða gagnaver (eða hvað annað) á Íslandi og vilja kaupa orkuna á háu verði þá er ég viss um að þeim verður seld hún. Málið er að þeir aðilar eru bara til í orði en ekki á borði. Ábyrgðarlaust blaður eins og þetta á enga stoð í raunveruleikanum.

Að sjálfsögðu vilja orkufyrirtækin selja orkuna háu verði, þetta eru engir vitleysingar sem reka þessi fyrirtæki, en menn verða að hafa raunverulegan kaupanda en ekki ímyndaðan. Það rekur enginn fyrirtæki á Excel gróða.

Fyrir utan að stóriðja kaupir orkuna 24/7, 365 daga á ári og því er ekki hægt að líkja saman orkuverði á almennum markaði og heildsölumarkaði. Menn mega ekki bera saman eppli og appelsínur og fá út hvað orkan sé seld lágu verði. Bera verður saman heildsölu og heildsölu markað hér heima og erlendis, því á þeim markaði eru orkufyrirtækin að keppa.

Ketill, þú mátt svo gjarnan segja mér hvers vegna þú heldur að álverið á Reykjanesi muni ekki verða reist. Það eru margir sem eru að bíða eftir því og gaman að fá upplýsingar um hvers vegna það mun ekki ganga.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:51

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Magnús B Jóhannesson, 21.2.2011 kl. 17:51; álverið verður ekki reist ef menn ætla að hafa einhvern arð af orkusölunni. Nýtt álver mun ekki hafa áhuga á að koma til Íslands ef raforkan kostar 40-50 USD/MWst. Þá er nær fyrir þá að fara og reisa herlegheitin við Persaflóann, þar sem raforkan fæst á innan við 20 USD/MWst. Við gætum verið áhugaverð staðsetning gegn því að orkan kosti ca. 25 USD/MWst, en þá væri nánast enginn arður af virkjanafjárfestingunni. Sökum þess hversu raforka hefur hækkað mikið síðustu árin bæði vestan hafs og austan og þó einkum í Evrópu, er nú hægt að fá hingað margskonar annan iðnað sem tekur fegins hendi að borga 40-50 USD/MWst. Er fullviss um að við sjáum þetta í verki á næstu árum. Menn hlaupa ekki í svona fárfestingar; þetta mun taka smá tíma. En þarna liggja miklir möguleikar og allir Íslendingar ættu að fagna þessari þróun. Ef við hins vegar ráðstöfum orkunni áfram til nýrra álvera erum við að kasta þessu tækifæri á glæ, sem væri skelfileg skammsýni.

Ketill Sigurjónsson, 21.2.2011 kl. 22:22

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er búið að tala ansi lengi um "eitthvað annað", en aldrei bólar neitt á því.

Álfyrirtæki líta ekki eingöngu á raforkuverðið, heldur einnig og ekki síður á t.d. stjórnmálaástand og stöðugleika á vinnumarkaði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 00:32

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auk þess er það regin misskilningur og órökstuddar fullyrðingar að ekki sé nægjanleg arðsemi af orkusölu til stóriðju. Vissulega er kwst lægri, en það er vegna magnkaupa og eins og Magnús segir, "24/7, 365 daga á ári"

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 00:36

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo má heldur ekki vanmeta byggðasjónarmið, varðandi raforkusölu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 00:37

7 identicon

Gott mál að fjölga orkukaupendum. Verðum að hætta að setja öll eggin í sömu körfuna og bara selja orkuna til risaálvera. Jarðvarminn hentar heldur ekki fyrir þessa risaorkusvelgi. Annars vildi ég óska að meira myndi fréttast af djúpborunarverkefninu. Það gæti nú heldur betur breytt landslaginu. Það hefur kannski alveg stöðvast eftir að borað var niður á kviku við Kröflu. Veit einhver stöðuna á því máli?

Veit annars orkubloggarinn hvað nýja kísilverið sem á að reisa í Helguvík á að borga fyrir orkuna?

Páll F (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 20:01

8 identicon

Ketill, eðli fjármagns er að það er betra að fá pening núna strax en eftir nokkur ár. Hann er verðmætari þannig. Ég er fylgismaður þess að nýta auðlindir þessa lands öllum landsmönnum til hagsbóta. Við þurfum að gæta þess að mengun og neikvæð áhrif séu í lágmarki eða alls engin en ég er ekki hlynntur því að velja hver fær og hver fær ekki. Þess háttar miðstýring býður spillingar hættunni heim. Verðmiðinn á að ráða. Sá sem er tilbúinn að borga hæst á að fá, því þannig skilar auðlindin mestum arði fyrir þjóðina.

Ef aðrir en álversmenn hafa áhuga þá fagna ég því heilshugar. Það er ekki verra að hafa flölbreitni í atvinnustarfseminni, betra ef eitthvað er. Hins vegar minni ég á að fjármagn í dag er verðmætara en fjármagn í framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að atvinnustarfsemi komist á koppinn í dag en ekki sé verið að bíða svo árum skiptir, sérstaklega við núverandi atvinnuleysi sem kostar þjóðina verulegar upphæðir.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 20:33

9 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Páll F (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 20:01; nei, ég veit því miður ekki hvert orkuverðið i umræddum samningum er.

Ketill Sigurjónsson, 28.2.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband