Olķa ķ noršri

Nś ķ morgun var aš hefjast kynning į vegum Orkustofnunar ķ olķubęnum Stavanger į vesturströnd Noregs. Žar sem reyna į aš vekja įhuga manna į žvķ aš leita aš olķu og gasi į Drekasvęšinu.

Ķ Stafangri eru Ķslendingarnir komnir ķ einhvern mesta žekkingarbrunn olķuleitar og -vinnslu ķ Noršurhöfum. Landgrunnsolķa Noršursjįvar er löngu žekkt og sömuleišis mikil olķa śt af vesturströnd Noregs. Heimskautasvęšin evrópsku hafa aftur į móti veriš treg til aš skila mönnum olķu. Til aš mynda leitušu bęši Rśssar og Noršmenn įrangurslaust eftir olķu ķ Barentshafi ķ heilan aldarfjóršung. En fundu ekki deigan dropa.

goliat_article_1089115.gif

Sś leit var samt alls ekki įrangurslaus. Žvķ žarna ķ Barentshafi fundust fyrir fįeinum įrum ępandi miklar gaslindir. Fyrir vikiš stunda Noršmenn nś umfangsmikla gasvinnslu į Mjallhvķtar-svęšinu og einnig er veriš aš byggja upp gasvinnslu į Golķat-svęšinu skammt frį. Žaš fundust einnig stórar gaslindir Rśsslandsmegin lögsögunnar ķ Barentshafi, sem kallast Shtokman. Og EF kolvetnisaušlindir finnast į Drekasvęšinu noršvestur af Ķslandi gęti einmitt veriš aš žęr yršu ašallega ķ formi jaršgass fremur en olķu.

Žetta merkir žó alls ekki aš olķa sé śtilokuš į landgrunnssvęšunum langt ķ noršri. Žaš geršist nefnilega į sjįlfan allt-ķ-plati-daginn 1. aprķl s.l. (2011) aš norska olķu-undriš Statoil gat sent frį sér fréttatilkynningu žess efnis aš loksins, eftir aldarfjóršungsleit og samtals um 80 žurra brunna, hefši borinn ķ Barentshafi hitt ķ mark!

statoil_ceo_helge_lund.jpg

Žaš er svo sannarlega glešilegt aš rétt ķ žann mund sem Noršmenn voru farnir aš hafa verulegar įhyggjur vegna žverrandi olķulinda ķ norsku lögsögunni, eru nś aš opnast žar nż vinnslusvęši. Žaš er žvķ engin furša aš undrabarniš hann Helgi Lund, forstjóri Statoil, brosi śt aš eyrum.

Žetta nżjasta svęši ljśflinganna hjį Statoil er kallaš Skrugard. Žarna telja menn sig vera bśna aš finna um 250 milljón tunnur af vinnanlegri olķu. Og aš žetta sé bara smjöržefurinn af žvķ sem norsku heimskautasvęšin eigi eftir aš gefa af sér. Loksins geta menn ķ alvöru leyft sér aš trśa žvķ, aš žarna sé vinnanlega olķu aš hafa. Og žaš aš öllum lķkindum talsvert mikla olķu.

skrugard_map.jpg

Sjįlfir segja Noršmenn žetta merkasta višburšinn ķ norskri olķusögu sķšustu 10-20 įrin. Žess vegna er svolķtiš broslegt aš hjį Statoil fögnušu menn žessum miklu tķmamótum ķ olķuleit ķ Barentshafi meš žvķ aš skįla ķ įfengislausu kampavķni. Norska naumhyggjan greinilega allsrįšandi. Og ķslenskur apaśtrįsarhugsunarhįttur vķšs fjarri. Jamm - Norsararnir vinna alltaf.

Orkustofnunin ķslenska veršur lķklega bara aš vona aš žessi nżjasta olķulind į norska landgrunninu verši ekki til žess aš Barentshafiš hirši alla athygli žeirra sem įhuga hafa į olķuleit ķ noršrinu. Vandamįliš viš Drekasvęšiš er aš žaš er algert virgin territory. Nśna žegar menn fį hungrašan Barents-glampa ķ augun, er hętt viš aš óžekktur Drekinn žyki svolķtiš ęgilegur og įhęttusamur.

Į móti kemur aš EF Drekasvęšiš hefur mikiš aš geyma, er svolķtiš glataš ef enginn alvöru player er tilbśinn ķ įhęttuna. Aš verša brautryšjandi į svęšinu gęti skilaš geggjušum įvinningi. Kannski vęri rįš aš Orkustofnun og ķslensk stjórnvöld višurkenni aš žau eru byrjendur ķ faginu. Og leiti einfaldlega eftir beinum samningum viš Statoil og kannski lķka ķtalska ENI um olķuleit į Drekasvęšinu (ENI er nefnilega lķka meš  mikla reynslu af Noršrinu) .

transocean-riggen_polar_pioneer-skrugard.jpg

Kannski gętu žeir hjį Statoil meira aš segja sent sama flotpall į svęšiš; sjįlft tękniundriš Polar Pioneer frį Transocean, sem er sérhannašur til olķuleitar į heimskautasvęšunum unašslegu.

Śr žvķ sem komiš er veršur žó lķklega aš ljśka viš žetta annaš śtboš į olķuleitarleyfum į Drekanum. Og vonast eftir žvķ aš eftirspurnin verši allt önnur og betri nśna en var žegar fyrsta śtbošiš floppaši gjörsamlega į fyrri hluta įrs 2009. Vonandi var žaš fall barrrasta fararheill.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband