Er Hubbert-trúin verri en önnur trúarbrögð?

Nú verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér spurningunni hversu mikið OPEC getur aukið framleiðslu sína?

Þessi framleiðsluaukning, ef af verður sbr. fréttina, þýðir um 6% aukningu á heildarolíuframleiðslunni. En til að OPEC auki framboðið um 5 milljón tunnur pr. dag þurfa OPEC-ríkin sjálf að auka framleiðslu sína um hvorki meira né minna en rúmlega 15%. Það er talsvert; ekki síst þegar haft er í huga að þá fer framleiðslugetan í raun umfram 100% eins og staðan er í dag. A.m.k. ef taka ber mark á uppl. bandaríska orkumálaráðuneytisins um framleiðslugetu OPEC (tölfræði þaðan má nálgast gegnum vefinn www.eia.doe.gov).

Fyrirhuguð framleiðsluaukning hlýtur því að kalla á hraða uppbygginu í olíuiðnaði OPEC-ríkjanna. Það er vel að merkja ekki nóg að skrúfa frá krananum, heldur þurfa olíuhreinsunarstöðvar einnig að geta aukið framleiðsluna. (T.d. hefur Bandaríkjastjórn ekki allt of miklar áhyggjur af digurbarkalegum yfirlýsingum Hugo Chávez, forseta Venesúela, um að minnka olíusölu til US því stærstur hluti olíuhreinsunarstöðva Venesúela er í Bandaríkjunum). Og ónefnd er sú staðreynd að árið 2012, þegar þessi framleiðsluaukning á að verða fyrir hendi, mun heimseftirspurn eftir orku verða u.þ.b. 10% meiri en er í dag. Þannig að í raun er þessi yfirlýsing OPEC ekki beint til þess fallin að búast megi við lækkandi olíuverði.

MKingHubbert

Lítill vafi er á að OPEC-ríkin geta á tiltölulega stuttum tíma aukið framleiðsluna eitthvað. En - nei - ekki er eins víst að þetta aukna framboð leiði til umtalsverðra verðlækkana. Menn vita sem er að OPEC er nálægt hámarki í framleiðslugetu sinni. Og svo hvílir vofan hans King Hubbert's yfir öllu saman (mynd) og kenningin um peak-oil; nefnilega trúarbrögðin um að olíuframleiðsla heimsins hafi náð toppi og hér eftir liggi leiðin niður á við. Þess vegna er svo ósköp góð tilfinning fyrir okkur Mörlanda að eiga allan jarðhitann og vatnsorkuna.

PS: Vegna þeirra sem trúa á að peak-oil sé þegar náð, eða telja slíkt fásinnu, leyfi ég mér að vitna í gamlan bónda austur í Skaftafellssýslu, sem spurði prestinn sinn um spíritisma (andatrú): "Segðu mér prestur - er það eitthvað verri trú en aðrar trúr?"


mbl.is OPEC áformar að auka olíuframleiðslu á næstu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband