Þegar loft varð að peningum

Fjardaral1

Úti í hinum stóra heimi hafa menn uppgötvað að rétturinn til að losa gróðurhúsalofttegundir eru fjárhagsleg verðmæti. Mjög mikil verðmæti. En á Íslandi - landinu sem telur sig hafa fundið upp hið fullkomna kvótakerfi - er þessu öðruvísi farið.

Með Kyoto-þjóðréttarsamningnum skuldbundu flest vestræn ríki sig til að sporna gegn magni koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. T.d. skuldbatt Evrópusambandið sig til að minnka losunina um 8% miðað við það sem hún var 1992, Japan á að minnka heildarlosun sína um 5% og Ísland skuldbatt sig til að auka losunina ekki um meira en 10%. Viðmiðunarpunkturinn er losun eins og hún var 1992 og markmiðunum skal náð ekki síðar en 2012. Síðar á þessu ári er stefnt að því að semja um losunartakmörk fyrir næsta tímabil eftir 2012.

Rétt eins og fiskveiðikvótakerfið olli því að rétturinn til að mega veiða fisk eru fjárhagsleg verðmæti, eru losunarkvótar vegna gróðurhúsalofttegunda fjárhagsleg verðmæti. Innan Evrópusambandsins hefur verið komið á sérstöku viðskiptakerfi með slíka kvóta. Viðskiptin fara fram á European Climate Exchange; ECX. Og sama hefur verið gert í Bandaríkjunum - þó svo bandarísk stjórnvöld hafi ekki staðfest Kyoto-bókunina (í US er nefnilega til nokkuð sem kallast Corporate Social Responsibility). Þarna í Ameríku hafa viðskiptin gerst á Chicago Climate Exchange; CCX. Og í mars s.l. hófust slík viðskipti með losunarheimildir á NYMEX. Sama þróun er að byrja á verðbréfamörkuðum í t.d. Japan og Hong Kong.

nymexlogo2

Á síðasta ári var verslað með slíka kvóta (heimildir til að losa CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir) fyrir 60 milljarða USD. Og þessi viðskipti fara hratt vaxandi. Þau voru til að mynda 33 milljarðar USD árið 2006. Og það sem af er þessu áru er veltan með kolefniskvóta á CCX þegar orðin meiri en allt árið 2007! Og það þrátt fyrir krepputal í Bandaríkjunum. Fyrir fólk í fjárfestingahugleiðingum má nefna að allir geta verslað með kolefniskvóta.

Á Íslandi fær stóriðjan losunarheimildirnar sínar ókeypis. Og það er hið opinbera sem byggir orkuver fyrir áliðnaðinn. Þetta er óneitanlega nokkuð athyglisvert markaðshagkerfi hér norður í Atlantshafi...


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband