"Iceland should be Greenland..."

GreenIssue2Maður fer næstum hjá sér þegar gefið er í skyn að Íslendingar séu umhverfisvænir. Vissulega erum við svo gæfusöm að eiga endurnýjanlegar orkulindir. En óvíða er meira sukkað með t.d. jeppa og rusl.

Enda fær fólk af Klakanum gjarnan hálfgert menningarsjokk þegar það flytur t.d. til Hollands eða Danmerkur og dagblöð, matarleifar og flöskur þurfa allt í einu að fara í sitt hverja tunnuna. Sukkið situr djúpt í manni. Held að mér myndi hreinlega líða illa ef ég vissi ekki af öflugum jeppa í heimkeyrslunni, helst 300 hestöfl. Hvernig varð maður svona?

Þá sjaldan ég kaupi tímarit í flugstöðvum, verður Vanity Fair gjarnan fyrir valinu (ef CNN Traveller er ekki til). Held sérstaklega upp á "grænu" útgáfurnar þeirra sem koma út tvisvar á ári, að ég held. Síðast var forsíðan með Leonardo DiCapricio.  Og hvar var myndin tekin; auðvitað á Íslandi. Og það af ekki verri ljósmyndara en Annie Leibovitz. Svo var Berlínarísbjörninn Knútur photosjoppaður þarna inn á myndina frá Jökulsárlóninu - það var svolítið cheap fannst mér.

GreenIssue1

Önnur Green Issue af Vanity Fair sem ég man eftir, var m.a. með snillingnum Vinod Khosla (stofnanda Sun Microsystems). Hann er núna að setja fullt af pening í virkjun sólarorku, þar sem nýrri tækni er beitt. Á forsíðu blaðsins eru svo dúllur eins og George Clooney og Julia Roberts, sem eru örugglega bæði voða meðvituð um að vera græn.


mbl.is Vistvænn lífsstíll Reykvíkinga kannaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband