Frábært!

dettifoss12

Það er mikið fagnaðarefni hversu álverstæknin breytist ört og til hins betra. Engu að síður vakna margar spurningar um hvort orku- og iðnaðarstefna íslenskra stjórnvalda er farsæl.

Það voru settir rúmlega 130 milljarðar í Kárahnjúkavirkjun. Þetta er risastór ríkisframkvæmd í anda New deal - framkvæmd sem etv. er réttlætanleg á tímum kreppu og stórfellds atvinnuleysis. En kannski síður viðeigandi á velferðartímum. Á móti koma rök um að nýta beri náttúruauðlindir. T.d. væri hæpið fyrir Norðmenn að hætta að dæla upp olíu og gasi, af því efnahagsástandið í Noregi kalli ekki á þá vinnslu.

Engu að síður er hér stór munur á. Meðan Norðmenn nýta orkuvinnslu sína til að byggja upp einhverja sterkustu fjárfestingasjóði í heimi, sér íslenska þjóðin lítið til arðsins af virkjununum. Þessir aurar einhvern veginn hverfa bara í botnlausa hít ríkissjóðs. Það er alls ekki nógu gott.


mbl.is Minni mengun frá álverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ef heldur sem horfir er líklegt að fjárfestingin á Kárahnjúkum borgi sig upp á 12-15 árum og mali gull eftir það.

Tryggvi L. Skjaldarson, 26.4.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: haraldurhar

    Kárahnjúkavirkjunn er afrek, og stórmerk framkvæmd.  Það sem skyggir á gleði mína er sú staðreynd að arðsemi hennar er að ég tel langt frá því að vera ásættanleg, því stjórnvöld og stjórn Landsvirkjunnar hafa ætíð fram að þessum degi selt orku til stóriðju á hrakvirði, og það sem verra er að þessir orkusölusamningar eru til 40 ár. 

   Vitaskuld eiga orkuframleiðslufyrirtæki að mala gull og greiða ríflega í sameiginglegan sjóð þjóðarsjóð eins og er hjá Norðmönnum, en fram til þessa dags hafa þau vart skilað neinni arðsemi.  Það væri fróðlegt að sjá útreikninga þína Tryggvi, og þá sérstaklega ef þú er þess umborinn að upplýsa hvert sé söluverð orkunar frá Fljótsdalsv. til Alcoa. 

   Ráðamenn á Íslandi hafa kosið þann kostinn að upplýsa ekki söluverð á raforku til stóriðju, og gæti ég best trúað að það væri einsdæmi í heiminum, að allmenningsfyrirtæki upplýsi ekki eigendur sína um jafnsjálfsagðan hlut og söluverð framleiðslu sinnar.

haraldurhar, 27.4.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Snorri Hansson

Verðið á raforku til álvera er að hluta bundið heimsmarkaðsverði á áli. Nú er metverð á áli og ekki sjáanleg nein breyting á því á næstunni..Þjóðin á að nýta möguleika til sölu á mikilli orku, þá verða til stórir og öflugri vinnustaðir sem þéna vel og borga skatt. Rekstrarörygi álvera er einstaklega gott ,t.d. miðað við fiskveiðar og vinnslu. Ekkert trufla eins og t.d. aflabrögð,veðurfar eða ofboðslegar sveiflur á markaði. Nei álverið starfar á hverju sem gengur og hafa að mestu gert það gott til þessa og framtíðin er björt.

Það er eins og menn átti sig ekki á hvað það er mikill fengur af slíkum fyrirtækjum til gjaldeyristekna og stórbættan efnahag þjóðarinnar. OG eins og Tryggvi segir þegar orkuverið er búið að borga sig , þá  malar það gull stanslaust. Þegar fólk talar um álver eins og eitthvað ógeð eða neyðarbrauð. þá eru fordómar,þröngsýni  og einhver misskilningur á því hvernig þjóð  lifir af.. Hvort gefur öruggari tekjur  álver eða banki að kaupa hlutabréf erlendis? Bankana vantar sterkan bakhjarl sem ekki er til ennþá. Bakhjarlinn þarf að byggja upp,  þangað til gína bankarnir hátt upp úr efnahagskerfi landsins og það er eins og þeir hafi verið byggðir á misgengi.

Snorri Hansson, 27.4.2008 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband