Þýskt Heklugos

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni Heklu Energy í Þýskalandi. Þar í landi er lítil hefð fyrir jarðhitavirkjunum, enda einungis um lághitasvæði að ræða. En rík áhersla er lögð á að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í landinu. Þýska risafyrirtækið Siemens er t.d. leiðandi í byggingu á vindtúrbínum.

Sem kunnugt er er nú komin fram ný tækni við að framleiða rafmagn úr jarðhita á lághitasvæðum. Orkuverið á Húsavík var eitt hið fyrsta sem nýtti þessa tækni, sem kennd er við rússneskan verkfræðing; Alexander Kalina. Í hnotskurn felst tæknin í blöndun á heitu vatni og ammoníaki, en nánari uppl. um hvernig rafmagn er framleitt með þessum hætti má t.d. lesa á vef Orkuveitu Húsavíkur: www.oh.is

GeoThermalItaly

Fyrsta jarðhitavirkjunin í Þýskalandi mun hafa verið byggð 2003. Myndin hér til hliðar er aftur á móti frá  Larderello á Ítalíu, í nágrenni við skakka turninn í Pisa, en þar var í fyrsta sinn í heiminum framleitt rafmagn með jarðhita (1904). Reyndar dugði rafmagnið í fyrstu einungis fyrir fáeinar ljósaperur. En það er önnur saga.


mbl.is Hekla Energy hálfnuð með fyrstu holuna í Bæjaralandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir fyrir góðar upplýsingar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2008 kl. 10:40

2 identicon

Sammála um umræðuna um endurnýtjanlega orkugjafa í Þýskalandi. Vinn þessa stundinda að hönnun á fyrsta raf- og hitaveitunni í Þýskalandi sem knúið verður með hálmi (hveiti, mais ofl.) Búið er að fá leyfi fyrir fyrsta orkuverinu í Emlichheim i Emsland. Gert er ráð fyrir að í náinni framtíð munum við reisa amk. 2 til 3 önnur.

Hlynur Steinarsson orkutæknifræðingur og starfsmaður BWE.

Hlynur Steinarsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband