Glæsilegur árangur Marel

Ég er svag fyrir tæknifyrirtækjum, sem byggja á hugviti í stað hráefna. Þegar maður veltir fyrir sér hvernig Ísland maður vill að börnin manns fái í arf, eru olíuhreinsunarstöðvar eða fleiri álver ekki á mínum lista. Við Íslendingar þurfum meira af fyrirtækjum eins og Marel og Actavis. Það er ekki auðvelt að byggja upp slík fyrirtæki. Vonandi nær Decode að komast á skrið fljótlega og vonandi hefur Marel ekki lagt út i of miklar og hraðar fjárfestingar.

GlcialRiverPattern

Við eigum að skapa reglu- og skattaumhverfi sem laðar enn meiri fjárfestingar af þessu tagi til landsins. Í staðinn hefur ríkið stundað atvinnustefnu í sovét-stíl, sem leggur alla áherslu á að niðurgreiða orku til stóriðju. Þessi stefna gengur út frá því að náttúra sé einskis virði, land utan hefðbundinna eignarlanda sé einskis virði og að fyrirtæki þurfi ekki að greiða neitt fyrir notkun á takmarkaðri sameiginlegri auðlind þjóðarinnar (þ.e. losunarkvótanum sem Ísland hefur skv. Kyoto-samningnum). Þetta er óeðlileg og óheilbrigð stefna.

Í sjálfu sér er áliðnaðurinn um margt vissulega afar þörf starfsemi. En stóriðjustefnan hefur beinlínis stuðlað að því að íslenskt atvinnulíf er nú einhæfara en nokkru sinni fyrr í nútíma-hagsögu Íslands og álútflutningur orðinn óeðlilega stór hluti útflutningstekna. Maður vonar að ný kynslóð stjórnmálamanna komi okkur á betra og nútímalegra spor.

PS: Myndin hér að ofan af jökulsánni að leika listir sínar á söndum Íslands, er ein af frábærum ljósmyndum Daníels Bergmann: www.danielbergmann.com


mbl.is Marel: Fimm milljarðar í rannsóknir og þróun á hverju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Já Marel hefur komið með margar góðar hugmyndirnar. Það hefur þó kostað skattgreiðendur, banka og sjóði almennings einhverja milljarða um áratugina. Þetta hefur Marel aflúsað annað slagið með nýrri kennitölu. Eftir liggja iðnþróunarsjóður, ríkissjóðir einhverjir og bankar eftir með geysilegar afskriftir. Nú þegar svo vel gengur þá njóta einungis hluthafarnir en ekki þeir sem komu fótunum raunverulega undir þá með stórkostlegum fjármunum sem ekki verður skilað þangað sem þeir komu upprunalega.

Það vantar einhverjar reglur sem tryggja þá sem koma að fjármögnun. Það mætti t.d. hugsa sér í stað aflúsunar, að fjármagn sem er nú tölustafir í grátbólgnum afskriftasjóðum, að það fjármagn væri hlutafé í Marel núna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.5.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Snorri Sturluson

Heyr heyr, ef það væri nú hægt að sannfæra íslenskan almenning um að þetta sé mikilvægt þá væri kannski hægt að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Í augnablikinu er framtíð Íslands svört.

bestu kv.

Snorri Sturluson

Brooklyn, NY

Snorri Sturluson, 4.5.2008 kl. 23:29

3 identicon

"Niðurgreiða stóriðju", landið sé ókeypis... Ketill, hvað hefur komið fyrir þig, þú hljómar eins og versta klisja frá táningunum í Saving Iceland. Hvað er niðurgreitt? Hvað er athugavert við að atvinnulíf þurfi athafnasvæði, þarf Marel það ekki líka? Hvers vegna að tala svona niður til þessara fyrirtækja, einu erlendu fyrirtækjanna sem eru að fjárfesta hér á landi að heitið geti? Er ekki málið að ólíkar greinar þrýfist bara best hver í samstarfi við aðra? Hvers vegna eiga stjórnmálamenn að stýra því hvers konar fyrirtæki verða hér til, á ekki bara að stuðla að öflugu starfsumhverfi fyrir atvinnurekstur yfirleitt? Mér er ekkert vel við KFC, lyktin þaðan berst hér inn um gluggann, en ég hyggst ekki reyna að leggja stein í þeirra götu á nokkurn hátt. Ef þetta er það sem fólk vill þá so be it.

Gústaf (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband