Beggja skauta byr

Það væri óskandi að hátt olíuverð væri jafn mikið fagnaðarefni á Íslandi eins og t.d. í Noregi og Danmörku. Fyrir Norðmenn þýðir þetta háa verð á olíu enn meiri tekjur í þjóðarkassann. Og það sem meira er; Norðmenn nýta þennan arð af skynsemi til að fjárfesta til framtíðar í gegnum olíusjóð norska ríkisins.

gse_multipart64216

Danir eru líka olíuveldi. Í danska hluta Norðursjávarins eru nú framleiddar um 340 þúsund tunnur á dag, sem er helmingi meira en öll olíunotkun landsins (það er Mærsk sem að mestu sér um olíuvinnsluna). Vinnanlegt magn (birgðir) eru taldar vera um 1,3 milljarðar tunna. Sama er að segja um gasið - þar búa Danir líka að miklum auðæfum.

Og vindurinn blæs ekki aðeins með Dönum í olíuvinnslunni. Á sama tíma er eitt stærsta vindtúrbínufyrirtæki heims einmitt danskt; það er Vestas. Og með hækkandi olíuverði eykst salan á vindtúrbínum um allan heim. Þannig að Danir ættu að geta horft til bjartrar framtíðar.

Vestas2yrs

Grafið hér til hliðar sýnir þróun hlutabréfaverðs Vestas s.l. 24 mánuði. Við þetta má bæta að eitt af öflugustu fyrirtækjum Evrópu í sólarorkuiðnaðinum, er danskt. Það er eitt af þessu rótgrónu dönsku fjölskyldufyrirtækjum, sem svo mjög einkenna danskt atvinnulíf. Danir eru ekki alltaf skemmtilegastir manna... en þeir eru seigir og með afar fjölbreytt atvinnulíf.

 


mbl.is Verð á olíu yfir 116 dali tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband