OlíuBóla?

PaulKrugman

Nú er mér nóg boðið. Sjálfur Paul Krugman farinn að taka undir að Peak-Oil sé náð. Hann skrifar í New York Times í gær, að ekki sé hægt að kenna spákaupmennsku um olíuverðið nú. Hátt verð sé einfaldlega vegna þess hversu illa gangi að finna nýjar olíulindir og vegna eftirspurnar frá Kína og fleiri ríkjum sem nú séu að upplifa mikinn efnahagsvöxt:

"...the rise in oil prices isn’t the result of runaway speculation; it’s the result of fundamental factors, mainly the growing difficulty of finding oil and the rapid growth of emerging economies like China." 

Greinina má sjá hér: http://www.nytimes.com/2008/05/12/opinion/12krugman.html?_r=1&oref=slogin

Mér fer alltaf að líða hálf undarlega þegar margir byrja að vera sammála mér. Enda vanur öðru; menn hvöttu mig bæði til að kaupa í Oz og Decode hér um árið og FL Group var mér líka sagt að væri skothelt dæmi. En ég var eitthvað efins - einn fýlupoki útí horni sem ekki vildi leika með. Og í vetur þegar ég trúði á að olíuverð myndi hækka í 120 USD fyrir vorið, töldu aðrir það auðvitað firru. Það gengur svona.

En það er greinilega allt i einu komið í tísku að afneita möguleikum á því að olíuverðið nú sé bóla. Hér er t.d. nýtt innlegg frá CNBC:

http://www.cnbc.com/id/15840232?video=738851849&play=1


mbl.is Gríðarlegur hagnaður hjá StatoilHydro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnús

Þetta eru líklega orð að sönnu hjá þessum blessaða hagfræðingi.  Menn vita s.s. ekki hvort "peak oil" sé náð fyrr en tölvert eftir "toppinn" en það er hins vegar margt sem bendir til þess.

Ef "peak oil" er náð þá ættum við bara að fara undirbúa að fara skipta yfir í annan orkugjafa og í framhaldinu á þessi getur olíuverð farið í óþekktar hæðir eins og t.d. 200-300$ tunnan innan 1-2 ára.

Jón Magnús, 13.5.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband